20.1.2008 | 22:06
Að vakna við......

Hann borðaði meira að segja vel í kvöldmatnum. EN.........svo kom hann gráti næst til mín þegar ég var að vaska upp eftir kvöldmatinn.......hann hafði þurft að gera númer 2 og náði ekki á klósettið......minn kominn með þeytikúk ofan í allt saman og hita !!
ÉG HATA SVONA PESTIR !!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ?!?! Nei ég hélt ekki ! Hragg tuff !!!
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2008 | 17:26
Matthías snillingur !!
Við hittum Sollu í búðinni eftir vinnu/leikskóla og hann fékk leyfi til að fara til Önnu Guðbjargar og leika við hana. Solla þurfti að vísu að koma við á einum stað fyrst og svo varð úr að við vorum komin á undan henni að húsinu, sátum bara í bílnum og biðum. Svo kemur Sollan......og þegar hún er alveg að koma að bílskúrnum fer bílskúrshurðin að opnast og hún keyrir inn.......
Matthías starir á þetta stóreygur og segir svo: "Vóóóó.......hvernig vissi bílskúrinn að bíllinn ætlaði inn í hann ?!?!?! "

Gullkorn | Breytt 19.1.2008 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.1.2008 | 22:58
Hragg tuff !!!!!

Kosturinn við daginn var hins vegar sá að bíllinn minn losnaði við ljóta græna miðann sem hann fékk í skoðun í síðustu viku og fékk fínan gulan miða í staðinn.......allt Gumma að þakka sem gerði við það sem var sett útá

Ætla að taka eina verkjatöflu í viðbót og vona að ég verði ekki eins og hertur þorskur í vinnunni á morgun

Takk og bless !
6.1.2008 | 20:45
Ferð í borg óttans




Síðan fórum við á Hótel Park Inn þar sem við gistum, Árný átti gjafabréf og við ákváðum að spreða því þetta kvöld

Gerðum okkur klárar fyrir næsta afmæli á mettíma......og svo í taxa inní Hafnarfjörð, þar sem við vorum búnar að fá okkur obbulítið í eina tá........



Kíktum svo aðeins í bæinn, á vinkonu Árnýjar sem vinnur á Dubliners..........svo var kominn tími á "heimferð" en fyrst smá stopp á Hlölla.......svo í taxa uppá hótel.
Vöknuðum meira að segja temmilega snemma og merkilegur skratti hvað maður er alltaf þyrstur daginn eftir djamm, svona miðað við magnið sem maður drakk þó kvöldinu áður

Doddi dónadúskur reddaði okkur ísköldu Coca Cola og "meððí"




Ætla að láta þessu lokið í bili, ætla mér að leggjast í bað og fara snemma að sofa.......þangað til næst.......farið vel með ykkur

PS. Fleiri myndir úr þessari ferð má finna hér og nýjar (já eða amk ný-innsendar) myndir af strákunum má finna hér
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2008 | 21:30
1. dagur nýs árs

Jæja, fyrsti dagur nýs árs rétt að enda og ég er svooo sprungin !
Við áttum góða stund saman hérna í gærkvöldi ég, Árný og Villi. Borðuðum góðan mat og höfðum það verulega "næs"
Horfðum mest lítið á þá dagskrá sem var í boði í sjónvarpinu, og alls ekki skaupið, ekkert okkar var spennt fyrir að sjá það og ég segi það fyrir mitt leyti að ég græt það bara ekki neitt !
Þegar líða tók að miðnætti fór Villi heim og við skvísurnar fórum að hafa okkur til fyrir ballið. Maður vill jú vera fínn líka þó maður sé að fara að vinna ekki satt ?




Við fórum af stað í rúntinn okkar um ½ 12 og náðum að kyssa alla sem við ætluðum okkur....nema Sollu, hún var ekki heima. Á miðnætti sátum við svo í bílnum hennar Árnýjar á planinu fyrir utan kirkjuna, horfðum á skotglaða Blönduósinga sem létu veðrið ekkert á sig fá puðra upp rasskettum. Ég hafði minnst lítið viljað hugsa útí það að strákarnir voru ekki hér, en allt í einu sló það mig þarna á miðnætti að þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru ekki hjá mér um áramótin. Þorsteinninn minn, orðinn 10 ára gamall hefur alltaf verið hjá mér á þessum tíma.....nema núna

EN.....ég hringdi í þá áður en við fórum, og veit að þeir skemmtu sér konunglega og höfðu mikið gaman af.
Það var heilmikið fjör á ballinu, sætaferðir frá Króknum og svona, ég veit ekki hvað var í húsinu.....það var amk hellingur. Allt fór að mestu vel fram og þetta var alveg ágætis leið til að eyða áramótunum svona fyrst strákarnir voru hjá pabba sínum. Hljómsveitin hætti að spila um ½ 5 og þá tók við frágangur og svoleiðis nokk. Var komin heim um 6 leytið en eins og alltaf eftir svona, þá var ég ekkert að ná mér niður strax. Hreinsaði gummsið úr andlitinu á mér og ég held að stelpan hafi sett amk 700 spennur í hausinn á mér !! Ég var endalaust að ná þessu dóti úr og með allt þetta hárlakk líka leit ég út eins og fínasta tröllskessa þegar ég var búin að berjast við spennurnar !! Sofnaði svo um 7 leytið, með hárið útúm allt, því ég var engan vegin að höndla sturtuna á þessum tíma......rúmið var orðið oooof freistandi


Er svo bara búin að sitja í stólnum mínum góða og sauma útí eitt, og horfi á NCIS á meðan.....já eða hlusta á meðan ég sauma hahaha

Er alveg að verða búin með Together myndina sem ég byrjaði á í haust, en setti útí horn á meðan ég var að sauma barnaskó í gríð og erg. Stefni að því að klára hana fyrir helgina.
Ætla að sauma aðeins meira á meðan augun haldast opin

Þangað til næst..........knús á línuna

Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2007 | 12:50
Gleðilegt nýtt ár

Jæja, þá er árið 2007 alveg að enda og nýtt ár er rétt handan við hornið.
Þetta hefur verið ótrúlega fljótt að líða, og skil ég að mestu leyti sátt við árið.
Ég ætla ekki að skella inn áramótapistli, þeir sem vilja rifja upp hvernig árið var, verða bara að lesa bloggið afturábak

Hins vegar eru nokkur atriði sem stóðu uppúr á árinu......
- Yngsti strumpurinn minn byrjaði í leikskóla, bara 6 mánaða gamall.
- Miðju strumpurinn hóf sitt síðasta ár í leikskóla.
- Stóri strumpurinn minn er búinn að þroskast alveg ótrúlega mikið á árinu og hefur verið mikil hjálp hér heima.
- Ég flutti af Hlíðarbrautinni og hingað á Húnabrautina.
- Ég fór ásamt góðum hópi í bústað í maí og skemmti mér konunglega.
- Systir mín flutti aftur norður ..bara hinum megin við fjallið.
- Ég fór ásamt Árný í erfiða ferð vestur á firði ..en hún var svooooo þess virði.
- Ég fékk að knúsa afa minn og ég lifi á því það sem eftir er.
- Ég á ótrúlega góða fjölskyldu sem hefur reynst mér betur en mér finnst ég eiga skilið og yndislega vini sem hafa ekki enn gefist upp á mér.
- Pabbi birtist hérna í haust í stóðréttunum algjörlega óvænt.
- Ég fékk jólakort sem ég hef beðið eftir að fá í 13 ár.
Það er hellingur í viðbót en þetta er svona það helsta sem stóð uppúr.
Ég ætla að kveðja árið í góðra vina hópi.....Árný og Villi verða hérna í mat og við ætlum að hafa það svooo gott. Svo verður maður eiginlega að taka smá rúnt, á Hlíðarbrautina, Heiðarbrautina, Melabrautina og Húnabraut 11, til að kyssa inn nýtt ár áður en við Árný förum að vinna á ballinu.
Strákarnir mínir eru hjá pabba sínum og hafa það mjög gott, Laugi þú knúsar þá extra vel frá mér
Ég vona að þið kveðjið árið sátt og að nýja árið verði ykkur eins gott og mögulegt er
Nýárskveðjur
Gerða
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2007 | 02:21
Ég bara varð ;o)
29.12.2007 | 12:57
Búin að hafa það svo gott.....

Aðfangadagur kom og fór.......og guttarnir mínir áttu svolítið erfitt að hemja biðlundina, enda ekkert skrítið, hver man ekki eftir því hvað var erfitt að bíða þegar maður var yngri ?
Þetta gekk samt allt mjög vel. Við fórum í jólagrautinn hjá Höllu frænku, sem var að þessu sinni ekki uppi á Mýrum eins og venjulega heldur á Húnabrautinni þeirra. Viktor Óli matargat át sinn skammt af graut hjá Lenu frænku, og þegar hann var búinn af sínum disk gekk hann á millli hinna og fékk smá auka smakk

Árný hélt jólin hjá okkur strákunum, það var alveg yndislegt og ómetanlegt að hafa hana hérna hjá okkur. Á meðan ég var að hafa ofan af fyrir strákunum, sjá til þess að pakkarnir væru ekki rifnir upp of snemma og að þeir yrðu klæddir í jólafötin á skikkanlegum tíma, sá hún um að koma steikinni í ofninn og búa til nammisalatið góða. Húsfrúin gerði nú samt sósuna þannig að ég tók líka þátt í matargerðinni


Borðuðum vel og mikið af hamborgarhrygg og öllu gúmmelaðinu með.......jömmmm......

Eftir uppvask og frágang fórum við frænkur niður að "anda að okkur frísku lofti" og guttarnir fengu pakka til að opna á meðan. Síðan tók við pakkaflóðið ! Ég hef aldrei séð eins marga pakka undir trénu eins og þetta árið......enda tók það tímann sinn að opna þetta allt saman. Þegar við vorum rétt um hálfnuð var Viktor Ólinn minn orðinn frekar sybbinn þannig að hann fór í rúmið að sofa og við settum smá pásu til að borða eftirréttinn.
Síðan héldum við áfram og með hjálp frá strákunum náðum við að opna restina af Viktors pökkum ásamt þeirra og okkar, og allt tók þetta enda fyrir rest.
Við fengum margar góðar gjafir og þakka ég kærlega fyrir mig og drengina mína

Vænst af öllu þótti mér þó um sendinguna sem Gísli frændi kom með þegar við vorum rétt byrjuð að opna pakkana, þúsund þakkir fyrir að koma með þetta þegar þú gerðir, mér þótti ógurlega vænt um það

Þegar strákarnir voru búnir að skoða eitthvað af dótinu sem þeir fengu, var haldið í bælið, enda hálfgert spennufall eftir daginn. Árný rölti yfir á Húna 11 og kom til baka síðar um kvöldið með Oddný og Birni Snæ með sér, þau voru hérna á meðan Halla, Gísli og Jökull fóru í miðnæturmessu.
Við sátum hérna eins og klessur, allar á náttfötum og horfðum á sjónvarpið........og svo var auðvitað nauðsyn að kroppa í leifarnar



Á jóladag fórum við gaurarnir yfir á Krókinn í jólakaffi til Oddnýjar systur. Aldrei skal maður kunna sér hóf, og að sjálfsögðu var étið á sig gat þar. Takk fyrir okkur

Annar í jólum var svolítið lengi að líða fyrir suma.....Laugi var á leiðinni norður að sækja strákana og Matthías var alveg viss um að hann kæmi bara alls ekkert fyrst hann var ekki kominn á einhverjum ákveðnum tíma. Hann kom þó á endanum og tókst að læðast inn og svipurinn á sonum mínum þegar pabbi þeirra birtist í hurðinni var frábær.........það var alveg meiriháttar

Borðuðum hangikjetið og höfðum það fínt........og Laugi fór svo með þá suður og til Eyja daginn eftir.
Þá tók hversdagsleikinn við.......var í vinnu á fimmtudaginn og í gær líka, en er svo komin í frí fram til 2. jan. Ef að frá er talið áramótaballið sem ég kom mér í vinnu á.
Er svo búin að sitja hérna og sauma og sauma og sauma........og glápa á sjónvarpið með, það er ferlega þæginlegt

Vona að þið hafið öll haft það eins gott og mögulegt er.......þangað til næst, knús á línuna

24.12.2007 | 11:02
Gleðilega hátíð


Hamingjan gefi þér gleðileg jól
Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, og hamingju um hátíðina sem og um ókomna tíð.
Takk fyrir skemmtilegann lestur og samveruna á árinu

Jólakveðja
Gerða
Þorsteinn Vestmann, Matthías Freyr og
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.12.2007 | 00:23
Afmælisdagatal
Vitiði hvar ég get fengið afmælisdagatal ? Ég sá svo fallegt afmælisdagatal í dag, það var gert tiil styrktar börnum með Downs Syndrome og var með svo fallegum myndum af þeim.
Einhver sem þekkir til þar og getur leiðbeint mér hvar ég get nálgast svona ?
Fyrir þá sem ekki vita þá er afmælisdagatal (amk það sem ég er að meina) veggdagatal, og á hverri síðu er einn mánuður og allir dagarnir..........en ekkert ártal eða vikudagar. Þannig að maður getur sett á viðeigandi daga nöfn þeirra sem eiga afmæli og notað þetta ár eftir ár.
Endilega spyrjið í kringum ykkur hvar þetta gæti fengist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar