Leita í fréttum mbl.is

Alveg að skella á

Og það er barasta allt í lagi.......mín er komin í jólafrí frá og með gærdeginum alveg fram á næsta fimmtudag. 


joli skrifarNotuðum daginn í dag til að kíkja í snemmabúna skötuveislu hjá Siddý og Bjössa á Króknum, og að sjálfsögðu að kíkja á mömmu og Oddný líka LoL  Fór með innkaupalistann með mér til að klára það litla sem vantar fyrir jólamatinn, en laggði svo ekki í að versla það.  Fórum nefnilega í Skaffó um 4 og þá var Karlakórinn Heimir að syngja í öllu sínu veldi og ó mæ gúddness !!  Mannmergðin þarna var gífurleg.  Viktor Óli var orðinn heldur pirraður á setunni og þreyttur, þannig að það var spænt mjög pent í gegn eftir "tónleikana" og látið það duga.  Ætlaði þá bara i Hlíðarkaup eftir skötuna en nennti því ómögulega....allir orðnir þreyttir.  Þannig að það verður bara verslað í Samkaup Úrval (eða skorti á Úrvali ef því er að skipta) hérna heima á morgun. 

Þá er líka á planinu að mæta í aðra skötuveislu á Árbakkann.....og síðan fara í jólapakka/korta útkeyslu með Árný frænku og strákunum.  Er búin að klambra trénu saman og það bíður hérna úti á gólfi eftir að fá á sig jólaskrautið, það verður gert annað kvöld, annað er bara klám !!

Hafið það sem allra best elskurnar, þar til næst   jólasmile

tíhíhíhí

Þetta finnst mér fyndið hehehe LoL

Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn að gera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á afturfótunum. Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlingsálfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin til nógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tímaáætlun.
 
Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa sig niður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir. Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hann missir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.
 
Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústnum svo hann kom ekki að neinu gagni.
 
Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sig tilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu, þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum. 
   
Engillinn segir við sveinka: " Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?" 
    
Og þannig kom það til að það er hafður engill efst á jólatrénu


Þegar ég verð stór.....

.....ætla ég sko ekki að hætta að trúa á jólasveina !  Þessir karlar eru greinilega ennþá til, amk eru þeir að senda mér kort með glaðningi eða jólapakka !!
Fékk kort inn um bréfalúguna um daginn frá Stekkjarstaur, og núna rétt í þessu var Pósturinn að koma með pakka........ofan í voru jólagjafir til mín og strákana, allt frá Kertasníki !!
Þessi sveinki býr í Garðabæ........já eða sendi pakkann amk þaðan......og enn og aftur, hver sem þú ert, þá þakka ég þér kærlega fyrir InLove 

Ég vildi samt að ég vissi hver þú/þið eruð Halo

Snillingurinn ég eða þannig !

Ohhh þetta er ekki búið að vera minn dagur........já eða síðustu 2 dagar ef útí það er farið.
Í fyrradag fór ég bæði með tölvuna mína og bílinn á verkstæði, sitthvort verkstæðið þó.
Hélt að viftan væri að fara í tölvunni, gaf frá sér og er búin að gera í langan tíma eitthvað fjandans hljóð sem ég var ekki sátt við, en það var ekki viftan.........ætli hún springi ekki bara í loft upp einhvern daginn Woundering  Slapp með rúml. 1700 kall í skoðunargjald.

Bíllinn er búin að gefa frá sér asnaleg hljóð undanfarið í hægagangi.....má líkja því við gamlan Súbarú....niðurstaðan:  Kertin og kertaþræðirnir ónýt.  Ca. 30 þús kall þar, frábært ! GetLost

Núna seinnipartinn fékk ég kassa á lúkuna á mér, á úlnliðinn og horfði á mar og kúlu vaxa þar uppúr.....og svo dreifðist dofi útí fingurnar.  Stóð ekki alveg á sama, hringdi út lækni og niðurstaðan:
Sprengdi æð þarna í úlnliðnum, mikil blæðing undir húðina sem orsakar þessa kúlubólgu, og það þrýstir á einhverja taug sem orsakar doðann.  Var vafin og er illt Frown  Rúmlega 1700 kall í læknagjald og kosturinn við þetta er að þetta var vinstri höndin, ég er rétthent.
Jú og til að toppa það, að þegar ég var að klæða mig í úlpuna til að fara til doksa, þá sprengdi ég rennilásinn á úlpunni minni og hann er ónýtur ! GetLost

Sem sagt........ekki mínir dagar !!

Helvítis, fjandans fjandi bara !!!  Devil

Er frekar krumpuð í skapinu, og ætla að láta þessu lokið í bili, þetta er búið að taka slatta tíma með einni hendi GetLost

Lítil hjartnæm saga

Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum.

Gylltur pakkiMaður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír.  Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.  Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "Þetta er handa þér pabbi".  Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.  En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt.  Hann kallaði til dóttur sinnar: "Veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á að vera eitthvað í henni?"
Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi, boxið er ekki tómt.  Ég blés fullt af kossum í það.  Bara fyrir þig Dapurpabbi"  Faðirinn varð miður sín.  Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.

Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum, við rúmstokkinn hans.  Þar hafði hann haft það alla tíð, því þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðann koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur, tekið á móti gylltum boxum frá börnum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.  Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum.  Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar........en ekki í höndum þínum.

Þessi saga beið mín undir bréfalúgunni í morgun.........ásamt fleiru, og vil ég þakka þér kærlega fyrir, hver sem þú ert (Það stóð reyndar Stekkjarstaur undir í kortinu en ég held að það sé plat)
Takk !!!
  Blow a kiss

Bökunardagur........

2. í aðventu.....og annar sunnudagur í aðventu Smile 

Þegar við Matthías og Viktor komum framúr í morgun (frekar seint) þá var miði hérna sem Þorsteinn hafði skilið eftir....."Er farinn til Óskars"  Það er aldeilis að honum lá á.........hann á soldið erfitt með að skilja stundum að þó hann sofi ekki lengi þá er ekki þar með sagt að aðrir geri það ekki, sérstaklega um helgar LoL  Ég tók til allt sem mig vantaði í bakstur og pakkaði því í balann minn, og beið svo eftir að klukkan færi að skríða í 1.......búðin opnar ekki fyrr en þá og ég sauðurinn gleymdi bökunarpappírnum á kassaborðinu þegar ég fór að versla í gær.  Jú og gleymdi að kaupa rúsínur Tounge  Eftir að vera búin að redda þessu, þá brunuðum við yngri guttarnir í sveitina þar sem við ætluðum að baka með hjálp frá Árný.  Baksturinn gekk glimrandi vel, sérlegar þakkir til Árnýjar fyrir hjálpina og til Gísla og Svanhildar, ásamt Matthías og Viktori fyrir að vera sjálfskipaðir smakkarar Grin
Það var ágætt, engin af sortunum fékk falleinkun hehehe LoL  Bökuðum 6 sortir takk fyrir !!  Þannig að nú er sko nóg af smákökum í húsinu (í bili)  Kom við hjá Sollu á leið heim til að gefa henni smakk af einni sortinni og komst að því að ég þarf að baka eina sort enn...........geri það síðar í vikunni Smile

Ætla að láta þetta duga í bili.............þar til næst W00t

Helgin rétt handa við miðnættið

Thank GodOg mikið rosalega er ég fegin.  Fór veik heim úr vinnunni á þriðjudaginn, var heima á miðvikudaginn og í gær en drattaðist nú í vinnuna í morgun.  Ennþá með hrikalegann hausverk en það reddaðist.
Fór með gaurana að versla eftir vinnu, kíktum svo aðeins í sveitina, heim að borða kjúlla sem Viktor Óli var EKKI hrifinn af, baða og koma þeim yngsta í rúmið.  Hinir tveir eru að dröslast hérna......Matthías fékk trélitapakka í dag og er að fara að prufukeyra hann, og Þorsteinn er að klára að laga til í herberginu sínu (eitthvað sem hann átti að gera í dag)

Planið um helgina er........well ég veit ekki enn.  Er að hugsa um að gera "vörutalningu" í bökunarhillunni og skella í einhverjar smákökur á morgun.  Svo bara að slaka á og ná þessu kvefpestarógeði almennilega úr sér.

Hafið það gott elskurnar Smile

1. í aðventu.....

1. í aðventu.....í dag og ég ætla að láta nægja að "kveikja" á svona rafrænu kerti í tilefni dagsins.

Markaðurinn um helgina gekk ágætlega, það var ekkert agalega margt fólkið sem kom en þetta var ofsalega gaman, góður félagsskapur og góð stemning á milli okkar Smile
Ég seldi eitthvað smávegis þannig að ég er sátt Smile  Takk fyrir daginn þið sem voruð þarna, og sérstakt takk til Bótu fyrir að standa að þessu Smile

Setti aðventuljósin í gluggana í gærkvöldi en kveikti ekki á þeim fyrr en í dag......og setti eitthvað smá af ljósum í stofugluggann.........ætlaði líka að setja í strákaherbergin en mig vantar framlengingu í öll herbergin þannig að það verður að bíða aðeins.

Matthías fór í afmæli í dag, hjá stelpu sem hann vildi nú ekki viðurkenna að væri kærastan hans Wink
Mér finnst nú alveg merkilegt hvað þessi feimni byrjar snemma.....þegar hann var að velja gjöfina hennar (já hann valdi hana sko sjálfur......barbídúkku í rauðum kjól því það væri uppáhaldsliturinn hennar) þá spurði ég hann hvort hún væri kærastan hans........"NAUH!" kom til baka með því sama LoL
Hann ætlaði ekki að vilja fara með húfuna af því að hann var svo hræddur um að hún myndi skemma hárkolluna !!  (lesist hárgreiðsluna)

Ætla að láta þetta duga í bili, þarf að halda áfram með þvottaskrímslið.........og kannski maður hafi það af að skrifa á fleiri jólakort í kvöld.......byrjaði á því í gærkvöldi LoL

Þar til næst.........Tounge

PS.......ég auglýsi hér með eftir ykkar uppáhalds smákökuuppskriftum.............langar svo að baka fyrir jólin en veit ekkert hvað það ætti að vera annað en vandræði LoL
Uppskriftirnar skulu ritast í komment og kannski líka ástæðuna fyrir valinu á þeim Smile

Jólagleði

jólagleði



Ég og Halla frænka ætlum að vera með borð þarna, hún ætlar að selja tilbúna handavinnu, útsaum og hekluð dúkkuföt (Baby Born) meðal annars, og ég ætla að selja útsaumsvörur.  Pakkningar (efni, garn, mynstur), stór og lítil og allt inná milli, efnisbútar, mikið af því handlitað efni, og alls konar smáhlutir til að sauma í....smekkir og þess háttar.

Þannig að ef þú ert á þessu svæði endilega kíktu við Smile
Og láttu sem flesta vita líka Wink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband