Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Gullkorn

Tónleikaferð

Ég, Árný og guttarnir mínir skutluðumst suður í gær.  Fórum með strákana í pass til Oddnýjar og Jökuls í Keflavíkinni og fórum svo í Laugardalshöllina á Minningartónleika um Villa Vill.
Þeir voru ÆÐISLEGIR !!!!!  Alveg meiriháttar !!!!  Það er erfitt að lýsa þeim almennilega.......þetta var bara alveg frábært !!  Tónlistarfólkið sem tók þátt í þessu stóð sig meiriháttar vel, en það sem stóð uppúr fyrir mér, var að sjá Jóhann, son Villa, koma á sviðið og syngja með Jónsa" Lítill drengur".  Það var frábært !! 
Líka þegar Laddi kom á svið og tók "Einshljóðfærissinfoníuhljómsveit" sem er hér að neðan.....það var meiriháttar !!

Eftir tónleikana fórum við aftur í Keflavíkina, vorum að gæla við að gista bara og skella okkur heim í dag, en spáin var ekkert uppá marga fiska, nenntum ekki að keyra heim í roki og rigningu, þannig að við drifum okkur af stað í gærkvöldi.
Þúsund þakkir fyrir passið Oddný (og Jökull líka hehe).
Komum við í áfyllingu á Ártúnshöfðanum........bæði á bílinn og okkur, og brunuðum svo heim.  Strákarnir sváfu nánast alla leiðina.......Viktor Óli svaf heldur illa þó, hann var alltaf að vakna þetta grey, eflaust orðinn útkeyrður eftir svona langa setu.  Við vorum það líka........þegar maður situr á botninum allan daginn, þá tekur það svolítið á Wink

Vorum komnar heim um 12:30 í nótt.....og strákarnir voru ekki lengi að hverfa inní herbergin sín og halda áfram að sofa LoL

2 gullkorn urðu til frá sonum mínum í gær.....

Þegar við komum í bæinn, stoppuðum við á N1 við Gagnveginn.  Stóðum þarna fyrir utan bílinn og vorum að reykja, og synir mínir eru bara þannig að ef að bíllinn stoppar, þá eru þeir búnir að rífa af sér beltin um leið og eru á ferðinni útum allan bíl.  Matthías stóð inní bíl.....og kemur svo út og segir:
"Mamma, þú trúir þessu ekki !!  2ja ára krakki girti mig niður!!!"  (nákvæmlega hans orð)

Þá hafði Viktor Óli gripið tækifærið fyrst Matthías var að glenna sig eitthvað, og kippt niður um hann buxunum !! LoL

Oddný sagði okkur líka, að Jökull hafi komist að þvi að Þorsteinn geti blaðrað útí eitt......sérstaklega við matarborðið.
Jökull hafi sagt við hann að hann ætti að renna fyrir munninn og henda lyklinum.....þið kannist við handahreyfingarnar sem fylgja þessu.......þá svaraði Þorsteinn:
"Hvernig á ég þá að borða??!!"

That's all folks Grin

 

 


Matthías og tannálfurinn

ist2 6908519 vector winking happy smiling tooth

 

 

 

Það hlaut að koma að því !!  Matthías er með fyrstu lausu tönnina !! Grin
Það þarf að fara að þessu öllu saman rétt, hann gat ekki fiktað í lausu tönninni í bílnum af því að þá gæti hún týnst....hann sagðist þurfa að hafa tissue hjá sér þegar hann missti hana en gat ekki útskýrt til hvers það ætti að vera LoL

Hins vegar var hann fljótur að finna út aðferð til að hjálpa til við að losa hana meira:

"Mamma..........ef ég fæ súkkulaðikex, þá kannski losnar hún meira"
LoL

 

rofl 

 


Matthías snillingur !!

Já það eru ófá gullkornin sem hafa ollið uppúr þessum syni mínum.  Eitt svoleiðis bættist í hópinn áðan.
Við hittum Sollu í búðinni eftir vinnu/leikskóla og hann fékk leyfi til að fara til Önnu Guðbjargar og leika við hana.  Solla þurfti að vísu að koma við á einum stað fyrst og svo varð úr að við vorum komin á undan henni að húsinu, sátum bara í bílnum og biðum.  Svo kemur Sollan......og þegar hún er alveg að koma að bílskúrnum fer bílskúrshurðin að opnast og hún keyrir inn.......
Matthías starir á þetta stóreygur og segir svo:  "Vóóóó.......hvernig vissi bílskúrinn að bíllinn ætlaði inn í hann ?!?!?! "

rúllandi broskall

Gullkorn á ensku

Ég ætla að vona að þið séuð öll það fær í enskunni að þið skiljið þetta.......

As we grow up, we learn that even the one person that wasn't supposed to ever let you down, probably will.
Brostið hjartaYou will have your heart broken probably more than once and it's harder every time.
You'll break hearts too,so remember how it felt when yours was broken.
You'll fight with your best friend.
You'll blame a new love for things an old one did.
You'll cry because time is passing too fast, and you'll eventually lose someone you love.
hjartaSo take too many pictures, laugh too much, and love like you've never been hurt, because every sixty seconds you spend upset, is a minute of happiness you'll never get back.



Don't be afraid that your life will end,be afraid that it will never begin.

 


Matthías strikes again

Rúnturinn eftir vinnu er að fyrst sæki ég Matthías á Barnabæ, og svo förum við niður á Mánasel að sækja Viktor.  Þegar ég var búin að sækja Viktor í dag hringdi gemmsinn minn.  Þegar ég var búin að blaðra spurði Matthías :

"Hver var etta?" 
"Forvitni í bala" svaraði ég.
"Nauts, forvitni í bala er ekkert með rödd!"

Matthías snillingur

"Mamma, þegar maður deyr, þá lafir tungan sko ekki útúr manni"

Nú sagði ég.........

"Nei þá gæti maður sko fengið mold á tunguna þegar maður er jarðaður oní jörðina !"

Finnið innri frið....

Hahahaha SNILLD !!  Var að skoða yfir gamlar bloggfærslur mínar á öðru bloggi síðan í ágúst 2004 og fann þetta gullkorn.......hafði fengið þetta sent í email á sínum tíma:

Ég sendi þetta hér með áfram til þín af því þetta virkaði svo asskoti vel fyrir mig.. og af því að í amstri hversdagsins þurfum við eitthvað til að viðhalda þessum innri frið.
Með því að fylgja einföldu ráði sem ég las í Cosmo, hef ég loksins fundið innri frið. Þetta stóð í greininni: "Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þú hefur byrjað á".
Ég horfði yfir íbúðina mína og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki klárað....Og áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf af Prozac, slatta af valium, hálfa ostaköku og box af súkkulaði.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri friður er alveg að blíva....
Endilega sendu þetta áfram á þá sem þú heldur að þurfi á innri frið að halda



Sem manneskja hef ég rétt til að........

- vera eins og ég er

- gera mistök og standa ábyrg gagnvart þeim- taka órökréttar ákvarðanir- mér sé sýnd virðing og komið fram við mig sem fullorðna, heilbrigða mannesju- biðja um aðstoð, jafnvel þó öll sund virðist lokuð- finna til reiði og tjá tilfinningu- segja nei án þess að fyllast sektarkennd

- vera meðvitum um og stolt af andlegu atgerfi mínu

- skipta um skoðun

- segja : “Ég veit ekki, mér er sama, ég er ósammála og ég skil ekki”

- gefa ekki skýringar eða biðjast afsökunar, til að réttlæta gerðir mínar

- vænta þess að skoðunum mínum verði sýnd viðeigandi virðing

- virða þarfir mínar til jafns við þarfir annarra

- láta langanir mínar í ljós, jafnvel þó þær ráði engum úrslitum

- vera stolt af líkama mínum eins og hann er

- þroskast, læra og breytast

- virða aldur minn og reynslu

- lifa því trúarlífi sem ég sjálf kýs

- gera stundum kröfur á aðra


Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband