30.5.2007 | 22:47
† Hvíl í friði †


![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2007 | 18:21
Kolbrún Bergþórsd.. er fífl !
Síðdegisútvarpið á Rás 2
Föstudaginn 25 maí 2007
Þáttarstjórnandi ræðir nýafstaðnar kosningar við meðal annars Kolbrúnu Berþórsdóttur, þar sem þau velta fyrir sér slöku gengi Framsóknarflokksins og afleyðingar þess. Þáttarstjórnandi spyr hvort landsbyggðin þurfi ekki á Framsókn að halda til að tryggja það að einhver flokkur taki sig af þeirra málefnum.
Kolbrún veltir því fyrir sér í örfáar sek.hvort eftirfarandi megi segja í ríkisútvarpið, en kemst að þeirri skoðun að það sé fátt, ja eða ekkert því til fyrir stöðu og segir því:
Af hverju ætti stór hluti þjóðarinnar að vilja búa úti á landi, þar sem ekkert er við að vera, engin aþreying. Afskaplega skiljanlegur þessi flótti frá landsbyggðinni. Mjög margir sem líta á það sem hrylling að búa úti á landi í fámenni, en aðrir sem kjósa það verða að sætta sig við einhæfni í atvinnulífi.
Hef fulla samúð með fólkinu á Flateyri, en kvótakerfið á ekki alla sök, það er heldur ekki hægt að byggja upp lítið sjávarpláss á einum atvinnuvegi.
Frábært að fara út á land á jeppanum í sumarhúsið, en ekki myndi ég vilja vera kennari út á landi.
Hvernig er hægt að vera svona fáfróður ?? Ekkert við að vera og engin afþreying ?! Hvernig vogar hún sér að segja svona um stóran hluta þjóðarinnar ?? SS. skilaboð hennar til Flateyrar eru þessi:
Æj æj....leiðinlegt, en ykkur að kenna eiginlega, fyrst þið fattið ekki að það er ekkert við að vera þarna í útnára !
Skammastu þín bara Kolbrún !!
Ég skora á ykkur landsbyggðarfólk að birta þetta á bloggum ykkar og mótmæla þessu !!
Kv. Gerða, STOLTUR LANDSBYGGÐAR JÚÐI !!
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.5.2007 | 15:28
Afmælisgjöfin
"Vertu reddí í náttfötum, máluð, búin að kveikja á kertum, koma sonunum í svefn kl. 21:37 í kvöld ! Þá mætir glaðningur OG ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ SVÍKJAST UNDAN ÞVÍ SEM ÞÚ ÁTT AÐ GERA



Bakki fulllllllur af nammi, handáburður með anti-öldrunar


Lofaði Árnýju að setja inn myndir af þessu og hér eru þær, betra er seint en aldrei right ?

Almennt raus | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.5.2007 | 23:00
Kæru vinir og fjölskylda
Það er mikið búið að ganga á undanfarið og lífið styttist og styttist með hverjum deginum.
Ég vil nota tímann minn að gera eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera.
Af þeim sökum ætla ég að hætta að blogga og fara í ferðalag með mótórhjólagengi, sjá meira af landinu og njóta lífsins á meðan ég get.
Ekki hafa áhyggjur af mér - þeir virðast allir vera ágætis gaurar.
Það er búið að vera gaman að skrifa hérna og fá commentin en núna er komin tími til að kveðja

Myndin af gengingu er hérna fyrir neðan..........

HVER VIL KOMA MEÐ ???????


ps. Ég er ekkert að hætta sko......það er ekki hægt að yfirgefa ykkur haha

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.5.2007 | 22:51
Finnið innri frið....
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2007 | 22:37
Sem manneskja hef ég rétt til að........
- vera eins og ég er
- gera mistök og standa ábyrg gagnvart þeim- taka órökréttar ákvarðanir- mér sé sýnd virðing og komið fram við mig sem fullorðna, heilbrigða mannesju- biðja um aðstoð, jafnvel þó öll sund virðist lokuð- finna til reiði og tjá tilfinningu- segja nei án þess að fyllast sektarkennd
- vera meðvitum um og stolt af andlegu atgerfi mínu
- skipta um skoðun
- segja : Ég veit ekki, mér er sama, ég er ósammála og ég skil ekki
- gefa ekki skýringar eða biðjast afsökunar, til að réttlæta gerðir mínar
- vænta þess að skoðunum mínum verði sýnd viðeigandi virðing
- virða þarfir mínar til jafns við þarfir annarra
- láta langanir mínar í ljós, jafnvel þó þær ráði engum úrslitum
- vera stolt af líkama mínum eins og hann er
- þroskast, læra og breytast
- virða aldur minn og reynslu
- lifa því trúarlífi sem ég sjálf kýs
- gera stundum kröfur á aðra
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2007 | 22:16
Svo satt !!
2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.
3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.
4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.
5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa
6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.
7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi
8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.
9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.
10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.
11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.
Já og mundu þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt!
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2007 | 12:08
Árný, sjáðu bara ;o)

26.5.2007 | 22:17
Hvað varð um......

26.5.2007 | 21:46
Gullkorn frá Matthíasi

Við erum með ADSL sjónvarp frá Símanum og í þeim pakka eru 2 barnarásir, Cartoon Network og Disney Chanel. Fleiri barnarásir eru ekki í boði fyrir okkur hérna fyrir norðan. Pabbi hans er líka með ADSL sjónvarp en með fleiri rásum þar sem hann býr sunnar. Þar á meðal er rás sem hann kallar Baby TV.........og er ofsalega hrifinn af henni. Og meira að segja Viktor hefur stoppar við sjónvarpið að horfa á þetta, bjartir og skærir litir og einföld form fígúranna vekja hans athygli. En allavegana, Matthíasi finnst þetta voðalega skemmtileg rás. Í morgun þegar þau voru að horfa á barnaefnið hér heyri ég hann segja við Þorstein:
"Við hefðum átt að taka pabba fjarstýringu með, þá gæti ég horft á Baby TV !"

Hahahahaha þetta minnir mig á annað gullkorn sem Þorsteinn átti rétt fyrir jólin 2001, þá 4 ára gamall. Við bjuggum þá í Garðinum og fórum þarna með krakkana í bæjarferð, kíktum í Kringluna og Smáralindina og þau fóru í ævintýralandið og svoddan nokk. Áttum mjög góðan dag sem við enduðum svo hjá afa long. Þegar við vorum að leggja af stað heim eitthvað uppúr 8 um kvöldið fer Kristófer að kvarta undan því að hafa misst af barnatímanum í sjónvarpinu og var alls ekki sáttur. Þorsteinn reddaði því í snarhasti með því að segja:
"Kristó, þetta er allt í lagi, við misstum ekkert af því, ég slökkti nefnilega á sjónvarpinu áður en við fórum "

Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar