20.6.2007 | 11:09
Úff gæsabólur
Youtube | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2007 | 09:22
Ég blogga......
......í skorpum.....stundum virðist bara ekki vera neitt markvert að segja frá og til hvers að vera að berja hausnum við lyklaborðið eins og rjúpan við staurinn, til þess eins að koma einhverju ómarkverðu frá sér ? Dagarnir virðast bara stundum allir vera eins........vakna, koma skrílnum á lappir, í leikskólann, fara að vinna, sækja liðið eftir vinnu, dunda eitthvað inná milli húsverka, éta, koma minnsta strumpnum í svefn, berjast við að ná hinum strumpunum inn og koma þeim í bælið. Vilja lenga daginn til að eiga meiri "quality" time fyrir sjálfan sig og lufsast alltof seint að sofa af því að maður tímir ekki að klippa á þennan tíma.
Síðastliðin vika hefur verið ágæt, Linda Kristín kom hingað á sunnudaginn fyrir rúmri viku og hefur haft það ágætt inná milli þess sem hana langar að fara heim aftur, er með heimþrá
Þau systkynin hafa unað sér vel saman, lítið um árekstra so far......og vonandi helst það þannig
Annars er ég að mygla akkúrat núna...........stjörnuspáin mín fyrir daginn hljómar svo:
Naut: Heppnin eltir þig á röndum, hvort sem þú tekur áhættur eða ekki. Þar sem þú virðist ekki geta tapað, skaltu brosa breitt, breiða út faðminn og taka á móti því sem kemur.
Það var þá heppnin !! Matthías er búinn að vera veikur síðan á laugardaginn. Fékk hita, ældi eins og múkki og var "ofboðslega illt í heilanum" og í augunum þegar hann lokaði þeim. Drengurinn að farast úr höfuðverk
Hann var alltaf að dotta á sófanum og grét uppúr svefninum af verkjum. Á mánudaginn fór ég með hann til læknis og hann er skoðaður vel í bak og fyrir, og ekkert óeðlilegt að sjá þannig séð, hann hefur bara fengið slæma flensu. Og var orðinn nokkuð hress þannig að ég ætlaði að fara með hann á leikskólann í gær. En neinei, um nóttina svaf hann ferlega illa, grét mikið uppúr svefninum undan heilaverk og var illt í maganum. Seinnipartinn í gær er hann aftur kominn með hita og fingurnir hans orðnir þrefaldir. Eða þ.e.a.s. vörturnar á puttunum. Hann er með 3 vörtur á fingrunum og þegar hann fór í 5 ára skoðun um daginn var sett eitur á þær og plástur yfir, plásturinn var svo tekinn um kvöldið og eitrið þvegið af og ekkert mál........læknirinn sagði að það þyrfti kannski að endurtaka þetta, sérstaklega með stærstu vörtuna sem er á þumlinum. Hinar 2 voru svona á byrjunarstiginu. Þannig að þegar ég fór með hann á mánudaginn lét ég eitra þetta aftur. Sama mynstur, plástur á, taka hann af um kvöldið og þvo. Nema að í þetta sinn eru vörturnar orðnar þrefaldar að stærð, eitthvað jukk vætlar úr einni þeirra og roði og hiti í þeim.....og hann finnur svo til í þessu
Þannig að við erum ennþá heima, honum illt í fingrunum og maganum, hundleiður á að hanga inni í þessu æðislega veðri sem er búið að vera, er ekki alveg að fatta af hverju hann má ekki fara út að leika sér með krökkunum, og eigum tíma aftur hjá lækni í dag kl. 2. Hann komst ekki á trallið á 17. júní en systkyni hans hugsuðu þó fallega til hans og færðu honum ferlega flotta spiderman gasblöðru sem er í dag alveg að syngja sitt síðasta
Viktor Óli átti líka sína seremóníu um helgina og fannst útskýring á því á sunnudaginn, fjórða tönnin er komin.
Þannig að........þetta breiða bros og faðmlag og allt hitt kjaftæðið sem stjörnuspáin röflar um...........bite me !!
Síðastliðin vika hefur verið ágæt, Linda Kristín kom hingað á sunnudaginn fyrir rúmri viku og hefur haft það ágætt inná milli þess sem hana langar að fara heim aftur, er með heimþrá


Annars er ég að mygla akkúrat núna...........stjörnuspáin mín fyrir daginn hljómar svo:
Naut: Heppnin eltir þig á röndum, hvort sem þú tekur áhættur eða ekki. Þar sem þú virðist ekki geta tapað, skaltu brosa breitt, breiða út faðminn og taka á móti því sem kemur.
Það var þá heppnin !! Matthías er búinn að vera veikur síðan á laugardaginn. Fékk hita, ældi eins og múkki og var "ofboðslega illt í heilanum" og í augunum þegar hann lokaði þeim. Drengurinn að farast úr höfuðverk



Viktor Óli átti líka sína seremóníu um helgina og fannst útskýring á því á sunnudaginn, fjórða tönnin er komin.
Þannig að........þetta breiða bros og faðmlag og allt hitt kjaftæðið sem stjörnuspáin röflar um...........bite me !!
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2007 | 12:22
Við undirrituð krefjumst aðgerða.
13.6.2007 | 19:35
Matthías strikes again
Rúnturinn eftir vinnu er að fyrst sæki ég Matthías á Barnabæ, og svo förum við niður á Mánasel að sækja Viktor. Þegar ég var búin að sækja Viktor í dag hringdi gemmsinn minn. Þegar ég var búin að blaðra spurði Matthías :
"Hver var etta?"
"Forvitni í bala" svaraði ég.
"Hver var etta?"
"Forvitni í bala" svaraði ég.
"Nauts, forvitni í bala er ekkert með rödd!"
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2007 | 20:48
Matthías snillingur
"Mamma, þegar maður deyr, þá lafir tungan sko ekki útúr manni"
Nú sagði ég.........
"Nei þá gæti maður sko fengið mold á tunguna þegar maður er jarðaður oní jörðina !"
Nú sagði ég.........
"Nei þá gæti maður sko fengið mold á tunguna þegar maður er jarðaður oní jörðina !"
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2007 | 20:29
Viktor Óli á...........
....nýjan besta vin. Hann er í fljótandi formi, í blárri túpu og heitir Bonjela ! Ég var að finna 3ju tönnina á 9 dögum ! Hann er ogguponsu pínulítið pirraður þessa dagana

11.6.2007 | 16:53
Snilld dagsins
http://www.hvaderimatinn.is/
Þetta er svona ekta fyrir dúfusa eins og mig sem vita aldrei hvað þeir eiga að hafa í matinn !
Takk Tiddi darling fyrir linkinn
Þetta er svona ekta fyrir dúfusa eins og mig sem vita aldrei hvað þeir eiga að hafa í matinn !
Takk Tiddi darling fyrir linkinn

9.6.2007 | 23:38
Rétt skriðin inn.....
.....eftir frábæran dag á Króknum. Við strákarnir skelltum okkur yfir í morgun og náðum næstum að góma alla í bælinu hahaha
Þorsteinn og Matthías spændu strax út með Ingunni Mist og Ýrenu Sól og við sáum þau ekki aftur næstu klukkutímana. Ég, mamma og Oddný kíktum í smá göngutúr með Viktor Óla......ég hafði verið svo sniðug að taka vagninn af leikskólanum í gær og taka hann með norður. Svo eftir smá næringu eftir göngutúrinn fórum við til Bjössa og Siddýjar.....alltaf svo gott að koma þar
Viktor græddi á þeirri heimsókn, Siddý hafði fyrir einhverju síðan búið til bútasaumsteppi handa honum en það átti alltaf eftir að komast hingað heim, alveg meiriháttar æðislega flott teppi.
Svo fórum við aftur heim til mömmu og þar var grillað læri og búinn til kjúklingaréttur, sem ég hafði því miður ekki pláss fyrir útaf græðginni í lærið hahaha
Viktor fékk nú ekki mikið að smakka af matnum, smá kjöt og slatti af grjónum.......en amma hans fann svona heilsmekk með ermum og öllu og gaf honum íspinna í eftirrétt eins og hinum börnunum ! Það var frábært að sjá hann með íspinnann, svo varð hann reiður því það kom svo lítið með því að sjúga, þannig að amman náði í skeið og mokaði uppí hann á meðan hann kreisti súkkulaði utan af honum í lófanum. Það hefur verið ógurlega gott að fá svona kalt í munninn því tönn númer 2 fannst í dag
Vika á milli tannana
En allavegana, dagurinn er búinn að vera meiriháttar og ég er alveg búin á því........ætla að fara að koma mér í bælið svo ég verði nú fersk á morgun þegar Linda Kristín kemur.......ójá, dóttlan mín er að koma í sumarfrí
Hafið það gott elskurnar


Svo fórum við aftur heim til mömmu og þar var grillað læri og búinn til kjúklingaréttur, sem ég hafði því miður ekki pláss fyrir útaf græðginni í lærið hahaha



En allavegana, dagurinn er búinn að vera meiriháttar og ég er alveg búin á því........ætla að fara að koma mér í bælið svo ég verði nú fersk á morgun þegar Linda Kristín kemur.......ójá, dóttlan mín er að koma í sumarfrí

Hafið það gott elskurnar

5.6.2007 | 21:55
Skólaslit
....og einkunirnar hans Þorsteins komnar í hús og ég er ekkert smá montin af stóra stráknum mínum 
Hann bætti sig í næstum öllu og hæsta stökkið var um einn og hálfan í 2 greinum
Hann fékk:

Hann bætti sig í næstum öllu og hæsta stökkið var um einn og hálfan í 2 greinum

Hann fékk:
1 x 5,5
1 x 6,0
4 x 6,5
3 x 7,0
3 x 7,5
1 x 8,0
1 x 9,0
1 x 10,0 
Ég er ofsalega ánægð með hann, fín umsögnin frá kennaranum

Ég er ofsalega ánægð með hann, fín umsögnin frá kennaranum

2.6.2007 | 19:52
LOKSINS !!
Ég fann fyrstu tönnina hans Viktors Óla í dag
Loksins segi ég nú bara !! Drengurinn er ekki "nema" 10 mánaða og 6 daga !!
Hann er búinn að eiga tannbursta tilbúinn til notkunar síðan hann var um 4 mánaða gamall hahaha


Hann er búinn að eiga tannbursta tilbúinn til notkunar síðan hann var um 4 mánaða gamall hahaha

Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar