25.5.2007 | 22:00
Kátt í kotinu.....
....já það er sko gleði á þessum bæ, guttarnir mínir komu heim í gær og Sunna og Kristó líka
Þau ætla að vera hjá mér yfir helgina, og eru búin að nota tímann vel í að heimasækja vini og gömlu bekkina sína. Þau fóru í morgun í skólann og fengu að kíkja í heimsókn á krakkana, og um heádegið hringdi Sunna og spurði hvort hún mætti fara með einni vinkonu sinni heim til hennar, hún býr á sveitabæ hérna rétt hjá, og það var auðsótt. Ég ætlaði svo að sækja hana eftir vinnu en þá var daman búin að hringja og fékk leyfi fyrir gistingu þar
Kristó var í góðu yfirlæti hjá Gutta þegar ég var búin að vinna, þannig að ég fór með Þorstein, Matthías og Viktor Óla í sveitina okkar. Þar var fullt af fólki enda veitti ekki af, það er verið að slátra í hænsnahúsinu og skipta út púddunum. Stoppuðum þar góða stund og komum svo heim þar sem Kristó beið okkar og við gæddum okkur á dýrindis kjötsúpu
Þorsteinn og Kristó hljóta núna að vera rétt ókomnir heim, þeir fóru á völlinn að horfa á Hvöt keppa á móti Skallagrími.
Það var auðvitað BILAÐ að gera í vinnunni í dag, hvítasunnuhelgin að ganga í garð og fullt af fólki á farandsfæti..........ekki myndi ég nenna því í þessu veðri sem er búið að vera.......eða jú kannski, maður myndi varla setja veðrið fyrir sig ef maður ætlaði sér að fara eitthvað, er það nokkuð ?
Svo í restina er hér ferlega skondin lýsing sem Goggi rakst á á heimasíðu Jeppa og sleðaklúbbsins 4x3 á flugi Vík í Mýrdal. Þar er bílaskrá, þar sem eigendur farartækjanna setja inn lýsingu á bílnum sínum, fjölda hestafla og annað slíkt. Jafnvel fylgir með mynd af tryllitækinu líka. Þar var þessi mynd og eftirfarandi snilldarlýsing á farskjóta:



Það var auðvitað BILAÐ að gera í vinnunni í dag, hvítasunnuhelgin að ganga í garð og fullt af fólki á farandsfæti..........ekki myndi ég nenna því í þessu veðri sem er búið að vera.......eða jú kannski, maður myndi varla setja veðrið fyrir sig ef maður ætlaði sér að fara eitthvað, er það nokkuð ?

Svo í restina er hér ferlega skondin lýsing sem Goggi rakst á á heimasíðu Jeppa og sleðaklúbbsins 4x3 á flugi Vík í Mýrdal. Þar er bílaskrá, þar sem eigendur farartækjanna setja inn lýsingu á bílnum sínum, fjölda hestafla og annað slíkt. Jafnvel fylgir með mynd af tryllitækinu líka. Þar var þessi mynd og eftirfarandi snilldarlýsing á farskjóta:

Eigandi: Sigurður E Guðmundsson/Vilborg Smáradóttir.
Bílnúmer: Örmerkið týndist í klifanda
Tegund: Hestulus ótemjus
Árgerð: "2003"
Hásingar: Orginal
Fjöðrun: Léleg
Aukahlutir: GSM, GPS, vasapeli með styrkjandi hræðslumeðali :)
Annað:
Dekkjastærð: Sérsmíðar skaflaskeifur Nr 10
Drifhlutföll / Læsingar: Alsjálfvirk tregðulæsing
Vél: Vatnskældur grasmótor 1 hestafl
Hafið það eins gott og þið getið elskurnar, það ætla ég að gera um helgina
Bílnúmer: Örmerkið týndist í klifanda
Tegund: Hestulus ótemjus
Árgerð: "2003"
Hásingar: Orginal
Fjöðrun: Léleg
Aukahlutir: GSM, GPS, vasapeli með styrkjandi hræðslumeðali :)
Annað:
Dekkjastærð: Sérsmíðar skaflaskeifur Nr 10
Drifhlutföll / Læsingar: Alsjálfvirk tregðulæsing
Vél: Vatnskældur grasmótor 1 hestafl
Hafið það eins gott og þið getið elskurnar, það ætla ég að gera um helgina

24.5.2007 | 07:20
Ásta Lovísa
23.5.2007 | 19:01
Skyldi N1......
.....geta fjárfest í trukkatryggingu ?? Hvort sem það eru vörubílar eða lausir tengivagnar eins og hér á Blönduósi..........þetta er ótrúlegur fjandi !
![]() |
Aftur ekið á skýli á bensínstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 18:15
Hahaha kanakjáni
Þetta finnst mér bara fyndið, spurning hvort það hefði ekki verið ódýrara fyrir hann að fara í nektarnýlendu í USA heldur en að fara til Þýskalands og fá sekt fyrir að vera á sprellanum 

![]() |
Nakinn ferðamaður veldur uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 16:36
Gullkorn .........
Ég efast um að Stenna mín skoði bloggið mitt nokkurn tímann en ef hún skyldi gera það þá vona ég að hún fyrirgefi mér að setja inn þetta gullkorn sem hún sagði okkur í vinnunni í gær, það hefur bara ekki horfið úr hausnum á mér
Stenna er ss. vinnufélagi minn, æðisleg kona á besta aldri
Þegar hún var um 17 ára gömul átti að fara að ferma yngri systur hennar. Þær áttu bróður sem á þessum tíma var um 6 ára gamall. Skömmu fyrir fermingu eru þær systur og mamma þeirra á kafi í fermingarundirbúningi, og guttinn heyrir talað um lítið annað en fermingu og kirkju og þess háttar.
Einn daginn kemur hann hlaupandi:
"Mamma, hvenær á aftur að kirkja Bobbu systir?"
Mér finnst þetta BARA æðislegt gullkorn, ekki skrítið að litlir guttar ruglist aðeins á svona orðum........væri eitthvað sem Matthías minn myndi gera hiklaust

Stenna er ss. vinnufélagi minn, æðisleg kona á besta aldri

Þegar hún var um 17 ára gömul átti að fara að ferma yngri systur hennar. Þær áttu bróður sem á þessum tíma var um 6 ára gamall. Skömmu fyrir fermingu eru þær systur og mamma þeirra á kafi í fermingarundirbúningi, og guttinn heyrir talað um lítið annað en fermingu og kirkju og þess háttar.
Einn daginn kemur hann hlaupandi:
"Mamma, hvenær á aftur að kirkja Bobbu systir?"
Mér finnst þetta BARA æðislegt gullkorn, ekki skrítið að litlir guttar ruglist aðeins á svona orðum........væri eitthvað sem Matthías minn myndi gera hiklaust

23.5.2007 | 16:24
Gott kaffi ?
Það töltu sér inn í Skálann fyrr í dag eldri hjón. Maðurinn er á vappi í kringum kaffiaðstöðuna svolitla stund og er eitthvað að spekúlera. Svo spyr hann hvort að kaffið sé gott og ég svara að ef ég drykki kaffi þá gæti ég örugglega svarað honum........en við höfum ekki fengið neinar kvartanir yfir því segi ég. Hann heldur áfram að spekúlera og konan segir við hann: Æji hættu þessu og fáðu þér bara ! Hallar sér svo að mér og segir að þau hafi nefnilega fengið svo vont kaffi í Varmahlíð......Þannig að ég geri samning við kallinn, hann myndi fá sér smá í könnuna og smakka og svo skyldum við sjá til. Hann fær sér bolla, og fannst það ÆÐISLEGT ! Þannig að ég auðvitað bauð honum bara uppá bollann í boði hússins
Þau voru svo ánægð með þetta: "Það er ekki að spyrja með ykkur Húnvetningana"
Lofuðu svo hátíðlega að stoppa ekki aftur í Varmahlíð í kaffi heldur kíkja á okkur í almennilegt kaffi


Lofuðu svo hátíðlega að stoppa ekki aftur í Varmahlíð í kaffi heldur kíkja á okkur í almennilegt kaffi

22.5.2007 | 22:22
Er þetta sumarið ??
Fojjj barasta, allt hvítt í fjöllunum í morgun og skítakuldi....og á víst að vera svona fram að helgi ! Ojjj !
Það lítur ekki vel út með að yngstu guttarnir mínir komi heim á morgun, Sunna og Kristó ætla að koma líka og vera um helgina, en útaf óliðlegheitum í skólanum þeirra er ekkert agalega bjart með að þau komi á morgun. Þannig að þau verða líklegast ekki hérna fyrr en á föstudaginn
Sama finnst mér vera uppá teningnum hér.......Þorsteinn klárar sín próf á fimmtudaginn en næsta vika eru vordagar og engin kennsla ! Af hverju er ekki bara hægt að slíta skólanum þegar prófin eru búin og leyfa þessum krakkagreyjum að losna úr skólanum ?! Hitti Röggu systur í dag og hún spurði mig hvort Þorsteinn myndi ekki vilja koma til hennar í sauðburð.......en hann þarf að hanga yfir vordögum í skólanum
Pirrelsið að drepa mig.
Hringdi símtal í dag sem var mér ekkert agalega auðvelt skref........fortíðardraugar sem þarf að gera upp til að hægt verði að eiga bjartari framtíð......fæ niðurstöður úr því síðar í vikunni.
Læt þessu lokið í bili, áður en ég fer að pirra mig meira yfir hlutum sem ég fæ engu ráðið um.
Hafið það gott öll sömul
Það lítur ekki vel út með að yngstu guttarnir mínir komi heim á morgun, Sunna og Kristó ætla að koma líka og vera um helgina, en útaf óliðlegheitum í skólanum þeirra er ekkert agalega bjart með að þau komi á morgun. Þannig að þau verða líklegast ekki hérna fyrr en á föstudaginn

Sama finnst mér vera uppá teningnum hér.......Þorsteinn klárar sín próf á fimmtudaginn en næsta vika eru vordagar og engin kennsla ! Af hverju er ekki bara hægt að slíta skólanum þegar prófin eru búin og leyfa þessum krakkagreyjum að losna úr skólanum ?! Hitti Röggu systur í dag og hún spurði mig hvort Þorsteinn myndi ekki vilja koma til hennar í sauðburð.......en hann þarf að hanga yfir vordögum í skólanum

Hringdi símtal í dag sem var mér ekkert agalega auðvelt skref........fortíðardraugar sem þarf að gera upp til að hægt verði að eiga bjartari framtíð......fæ niðurstöður úr því síðar í vikunni.
Læt þessu lokið í bili, áður en ég fer að pirra mig meira yfir hlutum sem ég fæ engu ráðið um.
Hafið það gott öll sömul

21.5.2007 | 20:47
Komin heim :(
Já fýlukallinn á fullan rétt á sér því þetta er búið að vera ÆÐISLEG helgi !! Svekkelsi að henni sé lokið.
Ég, Árný frænka og Þorsteinn sonur minn fórum suður eftir vinnu á fimmtudaginn. Brunuðum með Þorstein í Garðinn til pabba síns og fórum svo á KFC í Keflavík til að næra okkur. Þaðan til Jökuls frænda í gistingu.
Vöknuðum fyrir allar aldir á föstudaginn, hressar og sprækar, fórum á smá útréttingarflakk, sóttum lykilinn að bústaðnum á skrifstofur N1 og fórum svo uppí Mosó þar sem Árný var að greiða Svanhildi frænku fyrir fermingarmyndatöku. Fórum svo heim til Önnu frænku til að sækja Höllu frænku. Ekkert nema frænkur mínar í þessari ferð hehehe
Brunuðum sem leið lá austur fyrir fjall, gerðum smávegis innkaup í Bónus í Hveragerði og tæmdum nánast vínbúðina á Selfossi
Ekki alveg kannski en samt svona smá 
Spændum svo af stað í Mýrarskóg rétt við Laugarvatn þar sem Paradís beið okkar, ohhhh þvílík sæla
Bústaðurinn var alveg frábær, stór og rúmgóður, bjartur og flottur. Fyrsta verk á dagskrá var að koma bjór í kælinn, en sá sem var á undan hafði víst ekki lokað ísskápnum nógu vel þannig að engin kæling var í honum......það skaðaði ekkert, frystihólfið virkaði fínt
Síðan var stöðutékk á pottinum.......hann var ferlega subbulegur greyið, þannig að við tæmdum hann og þrifum í snarheitum.......og svo átti að láta renna í hann að nýju. Það var nú meira brasið, leiðbeiningarnar voru útúr kú.........en svo átti leið framhjá bjargvættur sem bara vippaði sér yfir handriðið og sýndi okkur hvernig ætti að gera þetta. Svo þegar átti að láta renna í hann gerðist bara ekki neitt..........ég fór eftir þessum leiðbeiningum en svo komst Árný að því með fikti að þær voru vitlausar ! Ég var alltaf að snúa lokunni í vitlausa átt (eftir leiðbeiningunum sko) en það átti að vera hin áttin. Ég tek þessi mistök ekki á mig, prentaðar leiðbeingar við pottinn eru vitlausar
Hann fylltist svo á endanum og við skelltum okkur í hann. Veðrið var BARA frábært, smá gola að deginum en svo datt allt í dúnalogn um kvöldið. Lágum þarna í marineringu í smá tíma og rifum okkur svo með tregleika uppúr........Anna og Lena voru nefnilega á leiðinni úr sitthvorri áttinni, Anna úr bænum og Lena úr loftköstum að norðan.
Árný grillaði fyrir okkur dýrindis máltið og svo var það potturinn aftur
Og meira öl.......og aðeins meira........en aldrei nóg til að "fyllið" fyndist í neinni okkar.
Halla, Anna og Lena brutu eina af meginreglum helgarinnar........ENGIN HANDAVINNA ! Halla vissi af reglunni en hún sem ellismellur hópsins kendi elliglöpum og heyrnarleysi um að hafa ekki hlýtt þeim, en hinar þóttust ekkert hafa vitað um hana, regluna sko
Þannig að Halla og Lena saumuðu og Anna heklaði...........er'ða nú sko 
Laugardagurinn var ekkert tekinn agalega snemma, uppúr 10 vorum við að skreiðast á lappir. Svefnfyrirkomulaginu var hagað þannig að Anna og Lena voru saman í herbergi, ég og Árný vorum í sama herbergi og Halla fékk að vera ein í herbergi sökum mikilla láta eftir að hún festir svefn.......hún fer úr mannslíki í dráttarvélalíki eftir að svefninn festir sig og við þurftum að loka hurðinni en heyrðum samt í hrotunum !! Ég gerðist meira að segja svo ljót að fara inní herbergið hennar með símann minn og taka upp þessi óhljóð til að leyfa henni að heyra daginn eftir hahaha
Það var að sjálfsögðu farið í pottinn aftur og okkur Önnu fannst vanta allar búbblur í pottinn þannig að við vorum í því að framleiða náttúrulega búbblur í þetta pottadót, hinum til minni ánægju en okkur HAHAHA
Það er bara eitthvað við alkohol og gasmyndun............. 
Fórum svo á Selfoss í ísferð og svo fór Anna heim. Hún og Óli höfðu skipt helginni á milli sín, hann var að fara í reunion um kvöldið þannig að hún þurfti að spæna heim.
Svo þurfti aðeins að fylla á matarbirgðirnar, og að sjálfsögðu að skreppa á Pulsuvagninn og fá sér hamborgara með öllu, BARA gott sko. Allt sem er á pulsu (já ekki pYlsu), + rauðkál og súrar gúrkur og franskar á milli...........jömmmm !!!
Við vorum varla komnar aftur í bústaðinn þegar ölið hvarf ofan í okkur og leti og afslöppun var málið. Sólin hélt áfram að gleðja okkur og mér tókst að brenna á bringunni og aðeins í andlitinu, en það er bara í fínu lagi, rauður litur er sko betri en enginn þegar maður rembist eins og rjúpan við staurinn að fá smá lit á sig
Kokkurinn eldaði aðra snilldar máltíð (það ku vera Árný) og svo var það meiri afslöppun........og svo spiluðum við. Fórum í Hættuspilið sem ég ætla ekkert að tala um neitt. Árný vann. 3svar sinnum ! Hragg tuff......tölum ekkert meira um það
Sunnudagurinn var tekin aðeins fyrr en laugardagurinn. Halla og Lena fóru í pottinn, svo fórum við bara í það að ganga frá bústaðnum. Halla og Árný ætluðu í bæinn þennan dag og við Lena ákváðum að fara bara líka, kíkja í bíó og svona og gista svo í Keflavík. Gengum frá og lokuðum.........og ég læsti með þeirri ákvörðum um að panta hann aftur á ákveðinni dagsetningu (sem ég svo gerði þegar ég skilaði lyklunum í dag)
Fórum fyrst á Selfoss og fengum okkur snæðing á KFC og brunuðum svo í bæinn, Árný og Halla á Árnýjar bíl sem Lena kom með suður, og ég og Lena á mínum. Lena þurfti að koma af sér einhverjum pappírum og svoleiðis dútli og svo fórum við í Keflavíkina, skildi Lenu eftir heima hjá Jökli og kíkti svo aðeins á gaurana mína í Garðinum. Ofsalega gott að sjá þá alla saman, Viktor Óli var nefnilega sofnaður þegar ég kom með Þorstein á fimmtudagskvöldinu. Og í gær var hann lítill og lasinn
Með hita og einhverja magapest.....ekki gott fyrir lítinn kropp. Knúsaði þá alla og fór svo inní Keflavík aftur, skoðuðum bíósíðurnar og ákváðum að fara á Fracture í Smárabíó. Ég byrjaði nú á því að fá nett áfall yfir miðaverðinu, 900 kall !!! Hef ekki farið í bíó í mörg ár þannig að þetta var smá sjokkur. En alveg þess virði samt, myndin var alveg frábær, húmorinn alveg meiriháttar og twist í endann sem bara Hopkins getur framkvæmt 
Fórum svo í morgun og sóttum Þorstein í Garðinn, hann ætlaði að koma heim með hinum gaurunum á miðvikudaginn, en vegna prófa í skólanum þurfti hann að koma með mér núna. Fórum svo og skiluðum lyklunum, ég pantaði bústaðinn aftur, fórum á American Style að snæða og Lena á einn fund. Síðan var það smá læknisheimsókn hjá Lenu og við Þorsteinn dunduðum okkur á meðan. Síðan var brunað af stað heim á leið.......með viðkomu í Bónus í Borgarnesi.
Svona helgi er alveg hlutur sem maður þarf að gera oftar, slaka algerlega á, ekkert utanaðkomandi áreiti nema maður kjósi það sjálfur (það var stöð 2 þarna og eitthvað fleira í sjónvarpinu) og það var meira að segja uppþvottavél þannig að meiri tími gat farið í pottinn hahaha
Takk kærlega fyrir mig Halla, Anna, Lena og Árný, þetta var meiriháttar
Ps. Ég gleymi alltaf að setja inn gullkorn frá Matthíasi síðan um síðustu helgi. Við fórum ss í fermingarveislu í KEFAS kirkjusalnum uppá Vatnsenda þá. Þegar við erum í bílnum á leiðinni þá var Matthíasi eitthvað farið að leiðast og hann spyr:
"Mamma, hvenær verðum við komin í kjötfarskirkjuna?"
That's all folks
Ég, Árný frænka og Þorsteinn sonur minn fórum suður eftir vinnu á fimmtudaginn. Brunuðum með Þorstein í Garðinn til pabba síns og fórum svo á KFC í Keflavík til að næra okkur. Þaðan til Jökuls frænda í gistingu.
Vöknuðum fyrir allar aldir á föstudaginn, hressar og sprækar, fórum á smá útréttingarflakk, sóttum lykilinn að bústaðnum á skrifstofur N1 og fórum svo uppí Mosó þar sem Árný var að greiða Svanhildi frænku fyrir fermingarmyndatöku. Fórum svo heim til Önnu frænku til að sækja Höllu frænku. Ekkert nema frænkur mínar í þessari ferð hehehe

Brunuðum sem leið lá austur fyrir fjall, gerðum smávegis innkaup í Bónus í Hveragerði og tæmdum nánast vínbúðina á Selfossi


Spændum svo af stað í Mýrarskóg rétt við Laugarvatn þar sem Paradís beið okkar, ohhhh þvílík sæla

Bústaðurinn var alveg frábær, stór og rúmgóður, bjartur og flottur. Fyrsta verk á dagskrá var að koma bjór í kælinn, en sá sem var á undan hafði víst ekki lokað ísskápnum nógu vel þannig að engin kæling var í honum......það skaðaði ekkert, frystihólfið virkaði fínt

Síðan var stöðutékk á pottinum.......hann var ferlega subbulegur greyið, þannig að við tæmdum hann og þrifum í snarheitum.......og svo átti að láta renna í hann að nýju. Það var nú meira brasið, leiðbeiningarnar voru útúr kú.........en svo átti leið framhjá bjargvættur sem bara vippaði sér yfir handriðið og sýndi okkur hvernig ætti að gera þetta. Svo þegar átti að láta renna í hann gerðist bara ekki neitt..........ég fór eftir þessum leiðbeiningum en svo komst Árný að því með fikti að þær voru vitlausar ! Ég var alltaf að snúa lokunni í vitlausa átt (eftir leiðbeiningunum sko) en það átti að vera hin áttin. Ég tek þessi mistök ekki á mig, prentaðar leiðbeingar við pottinn eru vitlausar

Hann fylltist svo á endanum og við skelltum okkur í hann. Veðrið var BARA frábært, smá gola að deginum en svo datt allt í dúnalogn um kvöldið. Lágum þarna í marineringu í smá tíma og rifum okkur svo með tregleika uppúr........Anna og Lena voru nefnilega á leiðinni úr sitthvorri áttinni, Anna úr bænum og Lena úr loftköstum að norðan.
Árný grillaði fyrir okkur dýrindis máltið og svo var það potturinn aftur

Halla, Anna og Lena brutu eina af meginreglum helgarinnar........ENGIN HANDAVINNA ! Halla vissi af reglunni en hún sem ellismellur hópsins kendi elliglöpum og heyrnarleysi um að hafa ekki hlýtt þeim, en hinar þóttust ekkert hafa vitað um hana, regluna sko


Laugardagurinn var ekkert tekinn agalega snemma, uppúr 10 vorum við að skreiðast á lappir. Svefnfyrirkomulaginu var hagað þannig að Anna og Lena voru saman í herbergi, ég og Árný vorum í sama herbergi og Halla fékk að vera ein í herbergi sökum mikilla láta eftir að hún festir svefn.......hún fer úr mannslíki í dráttarvélalíki eftir að svefninn festir sig og við þurftum að loka hurðinni en heyrðum samt í hrotunum !! Ég gerðist meira að segja svo ljót að fara inní herbergið hennar með símann minn og taka upp þessi óhljóð til að leyfa henni að heyra daginn eftir hahaha

Það var að sjálfsögðu farið í pottinn aftur og okkur Önnu fannst vanta allar búbblur í pottinn þannig að við vorum í því að framleiða náttúrulega búbblur í þetta pottadót, hinum til minni ánægju en okkur HAHAHA


Fórum svo á Selfoss í ísferð og svo fór Anna heim. Hún og Óli höfðu skipt helginni á milli sín, hann var að fara í reunion um kvöldið þannig að hún þurfti að spæna heim.
Svo þurfti aðeins að fylla á matarbirgðirnar, og að sjálfsögðu að skreppa á Pulsuvagninn og fá sér hamborgara með öllu, BARA gott sko. Allt sem er á pulsu (já ekki pYlsu), + rauðkál og súrar gúrkur og franskar á milli...........jömmmm !!!
Við vorum varla komnar aftur í bústaðinn þegar ölið hvarf ofan í okkur og leti og afslöppun var málið. Sólin hélt áfram að gleðja okkur og mér tókst að brenna á bringunni og aðeins í andlitinu, en það er bara í fínu lagi, rauður litur er sko betri en enginn þegar maður rembist eins og rjúpan við staurinn að fá smá lit á sig

Kokkurinn eldaði aðra snilldar máltíð (það ku vera Árný) og svo var það meiri afslöppun........og svo spiluðum við. Fórum í Hættuspilið sem ég ætla ekkert að tala um neitt. Árný vann. 3svar sinnum ! Hragg tuff......tölum ekkert meira um það

Sunnudagurinn var tekin aðeins fyrr en laugardagurinn. Halla og Lena fóru í pottinn, svo fórum við bara í það að ganga frá bústaðnum. Halla og Árný ætluðu í bæinn þennan dag og við Lena ákváðum að fara bara líka, kíkja í bíó og svona og gista svo í Keflavík. Gengum frá og lokuðum.........og ég læsti með þeirri ákvörðum um að panta hann aftur á ákveðinni dagsetningu (sem ég svo gerði þegar ég skilaði lyklunum í dag)
Fórum fyrst á Selfoss og fengum okkur snæðing á KFC og brunuðum svo í bæinn, Árný og Halla á Árnýjar bíl sem Lena kom með suður, og ég og Lena á mínum. Lena þurfti að koma af sér einhverjum pappírum og svoleiðis dútli og svo fórum við í Keflavíkina, skildi Lenu eftir heima hjá Jökli og kíkti svo aðeins á gaurana mína í Garðinum. Ofsalega gott að sjá þá alla saman, Viktor Óli var nefnilega sofnaður þegar ég kom með Þorstein á fimmtudagskvöldinu. Og í gær var hann lítill og lasinn


Fórum svo í morgun og sóttum Þorstein í Garðinn, hann ætlaði að koma heim með hinum gaurunum á miðvikudaginn, en vegna prófa í skólanum þurfti hann að koma með mér núna. Fórum svo og skiluðum lyklunum, ég pantaði bústaðinn aftur, fórum á American Style að snæða og Lena á einn fund. Síðan var það smá læknisheimsókn hjá Lenu og við Þorsteinn dunduðum okkur á meðan. Síðan var brunað af stað heim á leið.......með viðkomu í Bónus í Borgarnesi.
Svona helgi er alveg hlutur sem maður þarf að gera oftar, slaka algerlega á, ekkert utanaðkomandi áreiti nema maður kjósi það sjálfur (það var stöð 2 þarna og eitthvað fleira í sjónvarpinu) og það var meira að segja uppþvottavél þannig að meiri tími gat farið í pottinn hahaha

Takk kærlega fyrir mig Halla, Anna, Lena og Árný, þetta var meiriháttar

Ps. Ég gleymi alltaf að setja inn gullkorn frá Matthíasi síðan um síðustu helgi. Við fórum ss í fermingarveislu í KEFAS kirkjusalnum uppá Vatnsenda þá. Þegar við erum í bílnum á leiðinni þá var Matthíasi eitthvað farið að leiðast og hann spyr:
"Mamma, hvenær verðum við komin í kjötfarskirkjuna?"
That's all folks

Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.5.2007 | 15:46
JEIJ !!!
Eftir bara píííínu stund erum við Árný að leggja af stað suður........á morgun sæki ég lyklana að bústaðnum á Laugarvatni sem ég pantaði fyrir löngu síðan. Á morgun kemur líka Lena frænka.......og á laugardag held ég að Halla frænka ætli að vera með okkur. Planið: Liggja í marineríngu í heita pottinum og drekka öl og mikið af því !! Tók með okkur Hættuspilið líka þannig að það verður BARA gaman
Heyrumst eftir helgina......sem verður löng by the way, skilum af okkur á mánudaginn

Heyrumst eftir helgina......sem verður löng by the way, skilum af okkur á mánudaginn

14.5.2007 | 19:12
Einu ári eldri....
Já sko, mín átti afmæli í gær....varð 32 ára gömul
Fór í bæinn á föstudaginn með strákastóðið mitt, systir mín og mágur voru með fermingarveislu á laugardeginum. Meiriháttar að hitta þau öll, svolítið erfitt að hittast reglulega þegar við búum langt í burtu frá hvor annari. Mamma var þarna líka og það var líka súper
Fórum á laugardeginum í veisluna og tókst hún með ágætum, slatti af fólki og ógó góðar kökutertur.
Laugi kom svo í bæinn og sótti strákana, Viktor Óli var eitthvað asnalegur og ég bjóst alveg eins við að hann væri að verða lasinn þannig að við ákváðum að hann yrði eftir hjá pabba sínum, þar sem guttarnir voru hvort eð er á leiðinni þangað næsta fimmtudag. Og fyrst Viktor Óli fékk að verða eftir þá vildi Matthías líka.......og fékk. Þorsteinn fór með þeim í Garðinn og gisti eina nótt og ég sótti hann svo í gær. Þá vorum við mamma, Oddný og Gústi búin að spæna útum allt á verslunarflakki
Ég og Þorsteinn vorum svo frekar seint á ferðinni og það voru afskaplega þreytt mæðgin sem skreyddust hérna inn rúmlega 12 í gærkvöldi
Fór svo í framköllun í dag og fór í sveitina að þvo bílinn minn, ekki veitti af !
Á víst von á einhverju óvæntu á eftir frá Árnýju frænku, að uppfylltum nokkrum skilyrðum.......sjáum til hvað það verður
Þar til næst................adjö !

Fór í bæinn á föstudaginn með strákastóðið mitt, systir mín og mágur voru með fermingarveislu á laugardeginum. Meiriháttar að hitta þau öll, svolítið erfitt að hittast reglulega þegar við búum langt í burtu frá hvor annari. Mamma var þarna líka og það var líka súper

Fórum á laugardeginum í veisluna og tókst hún með ágætum, slatti af fólki og ógó góðar kökutertur.
Laugi kom svo í bæinn og sótti strákana, Viktor Óli var eitthvað asnalegur og ég bjóst alveg eins við að hann væri að verða lasinn þannig að við ákváðum að hann yrði eftir hjá pabba sínum, þar sem guttarnir voru hvort eð er á leiðinni þangað næsta fimmtudag. Og fyrst Viktor Óli fékk að verða eftir þá vildi Matthías líka.......og fékk. Þorsteinn fór með þeim í Garðinn og gisti eina nótt og ég sótti hann svo í gær. Þá vorum við mamma, Oddný og Gústi búin að spæna útum allt á verslunarflakki

Ég og Þorsteinn vorum svo frekar seint á ferðinni og það voru afskaplega þreytt mæðgin sem skreyddust hérna inn rúmlega 12 í gærkvöldi

Fór svo í framköllun í dag og fór í sveitina að þvo bílinn minn, ekki veitti af !
Á víst von á einhverju óvæntu á eftir frá Árnýju frænku, að uppfylltum nokkrum skilyrðum.......sjáum til hvað það verður

Þar til næst................adjö !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar