Færsluflokkur: Almennt raus
3.2.2008 | 15:17
Úr dagbók einhvers.....
12. Ágúst - Fluttum til Íslands að vinna. Settumst að fyrir austan.
Ég er svo spenntur. Það er svo fallegt hérna, fjöllin eru dýrleg. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þau líta út í vetur þegar það fer að snjóa.
14. Október - Ísland er fallegasta land í heimi. Laufin eru öll rauð og appelsínugul. Sáum hreindýr í dag. Þau eru svo falleg. Það er svo kyrrlátt hérna, algjör paradís. Ég ætla sko að búa hérna það sem eftir er.
11. Nóvember - Bráðum byrjar hreindýra veiðitímabilið. Ég get ekki ímyndað mér að einhver vilji drepa þessi fallegu dýr. Vona að það fari að snjóa.
Ég elska þetta land.
15. Nóvember - Það snjóaði í nótt. Þegar ég vaknaði var allt hvítt. Þetta er eins og póstkort. Við fórum út og hreinsuðum snjóinn af tröppunum og mokuðum innkeyrsluna. Fórum í snjóbolta slag (ég vann). Þegar snjóruðningstækið ruddi götuna, þurftum við að moka aftur. Ég elska Ísland!
22. Nóvember - Meiri snjór í nótt. Snjóruðningstækið lék sama leikinn með innskeyrsluna okkar. Fínt að vera hérna.
15. Desember - Enn meiri snjór í nótt. Komst ekki út úr innkeyrslunni og í vinnuna. Það er fallegt hérna, en ég er orðinn ansi þreyttur á að moka snjó. Helvítis snjóruðningstæki.
22. Desember - Meira af þessu hvíta drasli féll í nótt. Ég er kominn með blöðrur í lófana og illt í bakið af öllu þessu moki. Ég held að gaurinn á snjóruðningstækinu bíði við hornið þar til ég er búinn að moka innkeyrsluna. Helvítis asninn.
24. Desember - Gleðileg Jól, eða þannig! Enn meiri anskotans snjór. Ef ég næ í helvítis fíflið sem keyrir snjóruðningstækið, þá sver ég að ég drep helvítið. Af hverju salta þeir ekki helvítis göturnar hérna meira.
18. Janúar - Meiri hvítur skítur í nótt. Búinn að vera inni í þrjá daga. Bíllinn er fastur undir heilu fjalli af snjó sem fíflið á ruðningstækinu er búinn að ýta að innkeyrslunni okkar. Veðurfræðingurinn spáði 20 cm jafnföllnum snjó næstu nótt. Veistu hvað það eru margar skóflur?
19. Janúar - Helvítis veðurfræðingurinn hafði rangt fyrir sér. Við fengum 35 cm af skít í þetta skipti. Ef það heldur svona áfram þá bráðnar þetta drasl ekki fyrr en um mitt sumar. Snjóruðningstækið festi sig í götunni og helvítis fíflið kom og spurði hvort ég gæti lánað honum skóflu. Eftir að hafa sagt honum að ég væri búinn að brjóta sex í vetur við að moka í burtu snjónum sem hann ýtti jafnóðum inn í innkeyrsluna, munaði minnstu að ég bryti eina enn á hausnum á honum.
21. janúar - Komst loksins út úr húsi í dag. Fór í búðina að versla og á leiðinni til baka hljóp hreindýr fyrir bílinn. Skemmdir upp á tugi þúsunda. Vildi að þessum kvikindum hefði verið útrýmt síðasta haust.
26. janúar - Fór með bílinn á verkstæði í bænum. Ótrúlegt hvað þetta ryðgar af öllu þessu saltdrasli sem þeir strá á vegina.
30. janúar - Flutti til Spánar. Skil ekki að nokkur maður með viti skuli vilja búa á skítaskeri eins og Íslandi!
Ég er svo spenntur. Það er svo fallegt hérna, fjöllin eru dýrleg. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þau líta út í vetur þegar það fer að snjóa.
14. Október - Ísland er fallegasta land í heimi. Laufin eru öll rauð og appelsínugul. Sáum hreindýr í dag. Þau eru svo falleg. Það er svo kyrrlátt hérna, algjör paradís. Ég ætla sko að búa hérna það sem eftir er.
11. Nóvember - Bráðum byrjar hreindýra veiðitímabilið. Ég get ekki ímyndað mér að einhver vilji drepa þessi fallegu dýr. Vona að það fari að snjóa.
Ég elska þetta land.
15. Nóvember - Það snjóaði í nótt. Þegar ég vaknaði var allt hvítt. Þetta er eins og póstkort. Við fórum út og hreinsuðum snjóinn af tröppunum og mokuðum innkeyrsluna. Fórum í snjóbolta slag (ég vann). Þegar snjóruðningstækið ruddi götuna, þurftum við að moka aftur. Ég elska Ísland!
22. Nóvember - Meiri snjór í nótt. Snjóruðningstækið lék sama leikinn með innskeyrsluna okkar. Fínt að vera hérna.
15. Desember - Enn meiri snjór í nótt. Komst ekki út úr innkeyrslunni og í vinnuna. Það er fallegt hérna, en ég er orðinn ansi þreyttur á að moka snjó. Helvítis snjóruðningstæki.
22. Desember - Meira af þessu hvíta drasli féll í nótt. Ég er kominn með blöðrur í lófana og illt í bakið af öllu þessu moki. Ég held að gaurinn á snjóruðningstækinu bíði við hornið þar til ég er búinn að moka innkeyrsluna. Helvítis asninn.
24. Desember - Gleðileg Jól, eða þannig! Enn meiri anskotans snjór. Ef ég næ í helvítis fíflið sem keyrir snjóruðningstækið, þá sver ég að ég drep helvítið. Af hverju salta þeir ekki helvítis göturnar hérna meira.
18. Janúar - Meiri hvítur skítur í nótt. Búinn að vera inni í þrjá daga. Bíllinn er fastur undir heilu fjalli af snjó sem fíflið á ruðningstækinu er búinn að ýta að innkeyrslunni okkar. Veðurfræðingurinn spáði 20 cm jafnföllnum snjó næstu nótt. Veistu hvað það eru margar skóflur?
19. Janúar - Helvítis veðurfræðingurinn hafði rangt fyrir sér. Við fengum 35 cm af skít í þetta skipti. Ef það heldur svona áfram þá bráðnar þetta drasl ekki fyrr en um mitt sumar. Snjóruðningstækið festi sig í götunni og helvítis fíflið kom og spurði hvort ég gæti lánað honum skóflu. Eftir að hafa sagt honum að ég væri búinn að brjóta sex í vetur við að moka í burtu snjónum sem hann ýtti jafnóðum inn í innkeyrsluna, munaði minnstu að ég bryti eina enn á hausnum á honum.
21. janúar - Komst loksins út úr húsi í dag. Fór í búðina að versla og á leiðinni til baka hljóp hreindýr fyrir bílinn. Skemmdir upp á tugi þúsunda. Vildi að þessum kvikindum hefði verið útrýmt síðasta haust.
26. janúar - Fór með bílinn á verkstæði í bænum. Ótrúlegt hvað þetta ryðgar af öllu þessu saltdrasli sem þeir strá á vegina.
30. janúar - Flutti til Spánar. Skil ekki að nokkur maður með viti skuli vilja búa á skítaskeri eins og Íslandi!
29.1.2008 | 18:23
Mogginn og minningargreinar
Áðan í útvarpinu var verið að spekúlera af hverju fólk les minningargreinar eða dánartilkynningar um fólk sem það þekkir ekki neitt.
Ég geri þetta en hef enga skýringu á því hver ástæðan er Ég hef aðgengi að Mogganum í vinnunni og á morgnana kíkjum við Brói í gegnum þessar blaðsíður, nánast undantekningarlaust.
Ég hef séð tilkynningar um fullt af fólki sem ég hef kannast við úr verslunarstörfum mínum.....og ósjaldan hugsað "ekki vissi ég að hún/hann væri veik/ur". Enda er enginn ástæða til að ég hafi vitað það, mig varðaði bara ekkert um það. Þetta er bara eitthvað sem hefur flogið uppí hausinn á mér ósjálfrátt.
Ég geri þetta en hef enga skýringu á því hver ástæðan er Ég hef aðgengi að Mogganum í vinnunni og á morgnana kíkjum við Brói í gegnum þessar blaðsíður, nánast undantekningarlaust.
Ég hef séð tilkynningar um fullt af fólki sem ég hef kannast við úr verslunarstörfum mínum.....og ósjaldan hugsað "ekki vissi ég að hún/hann væri veik/ur". Enda er enginn ástæða til að ég hafi vitað það, mig varðaði bara ekkert um það. Þetta er bara eitthvað sem hefur flogið uppí hausinn á mér ósjálfrátt.
Í morgun var dánartilkynning um konu sem ég þekkti strax af myndinni, hún hét Jónína H. Jónsdóttir, var kölluð Ninna, og hún var handavinnukennarinn minn í barnaskóla.
Ég á nokkur af þeim stykkjum sem hún lét okkur gera í handavinnu.......hún lét okkur sauma með krosssaumi í nálapúða.....hekla blúndu meðfram, og svo setti hún efnið á bakvið og lokaði honum. Þennan púða á ég ennþá.
Hún lét okkur líka prjóna hund ! Allt var þetta prjónað í stykkjum og svo sett tróð í og saumað saman. Fyrsta umferðin mín af þessum hundaskrokki endaði svo að mamma lét mig rekja það upp og prjóna hann uppá nýtt.......hann var svo lausprjónaður að maður get séð næsta hús í gegnum götin Sú næsta festist næstum á prjónunum því ég gerði hana svo fast Mér hefur aldrei þótt gaman að prjóna hehehe Hún saumaði svo leðurpjötlu á nefið á honum fyrir okkur og þá var hann tilbúinn......þessi hundur er til ennþá.
Hún lét okkur líka sauma handavinnupoka. Hann er úr smáköflóttu svörtu og hvítu efni.......og dreginn saman með bandi efst uppi. Svo saumuðum við með kontorsting fangamarkið okkar og ártalið, ásamt blómum sitthvorum megin við stafina. Mín skammstöfun er VK........og ártalið er 1984 ! Ég var ss. 9 ára gömul þegar ég gerði þennan poka......og ég á hann ennþá......hann geymir hundinn og nálapúðann ásamt fleiri svona gullum. Mér þykir ógurlega vænt um þessa hluti.
Guð geymi góða konu og megi allir góðir vættir styrkja fjölskyldu hennar, takk fyrir allt Ninna
Ég á nokkur af þeim stykkjum sem hún lét okkur gera í handavinnu.......hún lét okkur sauma með krosssaumi í nálapúða.....hekla blúndu meðfram, og svo setti hún efnið á bakvið og lokaði honum. Þennan púða á ég ennþá.
Hún lét okkur líka prjóna hund ! Allt var þetta prjónað í stykkjum og svo sett tróð í og saumað saman. Fyrsta umferðin mín af þessum hundaskrokki endaði svo að mamma lét mig rekja það upp og prjóna hann uppá nýtt.......hann var svo lausprjónaður að maður get séð næsta hús í gegnum götin Sú næsta festist næstum á prjónunum því ég gerði hana svo fast Mér hefur aldrei þótt gaman að prjóna hehehe Hún saumaði svo leðurpjötlu á nefið á honum fyrir okkur og þá var hann tilbúinn......þessi hundur er til ennþá.
Hún lét okkur líka sauma handavinnupoka. Hann er úr smáköflóttu svörtu og hvítu efni.......og dreginn saman með bandi efst uppi. Svo saumuðum við með kontorsting fangamarkið okkar og ártalið, ásamt blómum sitthvorum megin við stafina. Mín skammstöfun er VK........og ártalið er 1984 ! Ég var ss. 9 ára gömul þegar ég gerði þennan poka......og ég á hann ennþá......hann geymir hundinn og nálapúðann ásamt fleiri svona gullum. Mér þykir ógurlega vænt um þessa hluti.
Guð geymi góða konu og megi allir góðir vættir styrkja fjölskyldu hennar, takk fyrir allt Ninna
28.1.2008 | 20:47
Ég held.......
....að bloggandinn sé búinn að yfirgefa mig í bili.
Var að vinna á þorrablóti Vöku kvenna á laugardaginn, það var ljómandi fínt blót. Hef svosem ekki annað til samanburðar því ég hef aldrei farið á þorrablót áður, hvorki sem gestur né starfsmaður
Svanhildur var að passa fyrir mig, með smá hjálp frá Árnýju, sem tók að sér að koma Viktori í svefn, takk fyrir hjálpina báðar tvær
Ætla að fara í bústað þarnæstu helgi, strákarnir fara til pabba síns og ég ætla að fara um þá helgi.....aðeins að komast burt héðan og slaka á. Breyta um umhverfi þeas Það verður ferlega ljúft held ég. Síðan er ferðin okkar alveg að skella á........London calling eftir ca 42 daga !!
Hef ekkert annað að segja......farið vel með ykkur
Var að vinna á þorrablóti Vöku kvenna á laugardaginn, það var ljómandi fínt blót. Hef svosem ekki annað til samanburðar því ég hef aldrei farið á þorrablót áður, hvorki sem gestur né starfsmaður
Svanhildur var að passa fyrir mig, með smá hjálp frá Árnýju, sem tók að sér að koma Viktori í svefn, takk fyrir hjálpina báðar tvær
Ætla að fara í bústað þarnæstu helgi, strákarnir fara til pabba síns og ég ætla að fara um þá helgi.....aðeins að komast burt héðan og slaka á. Breyta um umhverfi þeas Það verður ferlega ljúft held ég. Síðan er ferðin okkar alveg að skella á........London calling eftir ca 42 daga !!
Hef ekkert annað að segja......farið vel með ykkur
20.1.2008 | 22:06
Að vakna við......
....að Matthías gubbi í rúmið mitt klukkan 5 á sunnudagsmorgni er ekki alveg mín uppáhalds leið til að vakna Langt frá því meira að segja !! En það var nú samt upphafið að deginum í dag.......rjúka með hann fram á bað og afklæða hann, þvo honum og skipta um föt, sama rútínan á mér og síðan á rúminu.......og koma Viktori aftur í svefn sem vaknaði við allan hamaganginn. En allt hafðist það þó. Hann fékk fötu og hélt áfram að kúra......og var svo slappur fram eftir degi. Svo hélt ég að hann væri að koma til, var ekki búin að gubba síðan fyrir hádegi og gat haldið niðri smá fæðu.
Hann borðaði meira að segja vel í kvöldmatnum. EN.........svo kom hann gráti næst til mín þegar ég var að vaska upp eftir kvöldmatinn.......hann hafði þurft að gera númer 2 og náði ekki á klósettið......minn kominn með þeytikúk ofan í allt saman og hita !!
ÉG HATA SVONA PESTIR !!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ?!?! Nei ég hélt ekki ! Hragg tuff !!!
Hann borðaði meira að segja vel í kvöldmatnum. EN.........svo kom hann gráti næst til mín þegar ég var að vaska upp eftir kvöldmatinn.......hann hafði þurft að gera númer 2 og náði ekki á klósettið......minn kominn með þeytikúk ofan í allt saman og hita !!
ÉG HATA SVONA PESTIR !!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ?!?! Nei ég hélt ekki ! Hragg tuff !!!
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2008 | 22:58
Hragg tuff !!!!!
Helvítans fjandi !! Þessi dagur byrjaði ekkert agalega vel.........þegar ég var að labba útí bíl í morgun, með Viktor Óla í fanginu, hrundi ég í einu helvítis tröppunni sem er hérna fyrir utan !! Það er ss. stétt, svo ein trappa niður og svo bílastæðið. Ég steig á klakaskratta og hrundi í tröppunni og fékk brúnina svona líka skemmtilega í bakið á mér þannig að ég missti andann......snéri einhvern veginn uppá mig í leiðinni því ég var að passa að Viktor meiddist ekki, og hann slapp. En shit hvað ég var að drepast í dag og er orðin verulega krumpuð í skapinu og bakinu núna.......verkjatöflur eru lítið að hjálpa. Fjandans fjandi bara !!
Kosturinn við daginn var hins vegar sá að bíllinn minn losnaði við ljóta græna miðann sem hann fékk í skoðun í síðustu viku og fékk fínan gulan miða í staðinn.......allt Gumma að þakka sem gerði við það sem var sett útá
Ætla að taka eina verkjatöflu í viðbót og vona að ég verði ekki eins og hertur þorskur í vinnunni á morgun
Takk og bless !
Kosturinn við daginn var hins vegar sá að bíllinn minn losnaði við ljóta græna miðann sem hann fékk í skoðun í síðustu viku og fékk fínan gulan miða í staðinn.......allt Gumma að þakka sem gerði við það sem var sett útá
Ætla að taka eina verkjatöflu í viðbót og vona að ég verði ekki eins og hertur þorskur í vinnunni á morgun
Takk og bless !
6.1.2008 | 20:45
Ferð í borg óttans
Við Árný brugðum undir okkur betri fætinum og skruppum í bæinn í gær. Megintilagngur ferðarinnar var að kíkja í afmæli, fyrst í Njarðvíkina til Begga sem varð 40 ára 3. jan sl. og síðan um kvöldið í sameiginlegt 35 og 40 ára afmæli sem var í Hafnarfirði. Byrjuðum á því að kíkja á Begga og heimta kaffi og kökur sem voru í boði og ekki stóð á því, þvílíku kræsingarnar sem voru á borðum, takk kærlega fyrir okkur Beggi og Sæunn og til hamingju með afmælið gamli minn
Síðan skelltum við okkur inní Keflavík til Oddnýjar þar sem ég fékk yfirhalningu á hárinu á mér.....strípur og klippingu og lít bara temmilega vel út á eftir.....að vísu ekki klippt stutt eins og sýnist hér enda er hárið uppsett
Síðan fórum við á Hótel Park Inn þar sem við gistum, Árný átti gjafabréf og við ákváðum að spreða því þetta kvöld
Gerðum okkur klárar fyrir næsta afmæli á mettíma......og svo í taxa inní Hafnarfjörð, þar sem við vorum búnar að fá okkur obbulítið í eina tá........
Hellings fjör þar.......fullt af fólki sem ég að vísu þekkti sáralítið sem ekki neitt, ja nema Önnu frænku og Óla. Helltum í okkur slatta af áfengi og skemmtum okkur bara mjög vel.....mikill kærleikur á milli okkar eins og ávallt
Kíktum svo aðeins í bæinn, á vinkonu Árnýjar sem vinnur á Dubliners..........svo var kominn tími á "heimferð" en fyrst smá stopp á Hlölla.......svo í taxa uppá hótel.
Vöknuðum meira að segja temmilega snemma og merkilegur skratti hvað maður er alltaf þyrstur daginn eftir djamm, svona miðað við magnið sem maður drakk þó kvöldinu áður
Doddi dónadúskur reddaði okkur ísköldu Coca Cola og "meððí" Þeir skilja þennan húmor sem þurfa það
Tékkuðum okkur út um hádegið, kíktum aðeins á ábúendur Bakkastaða, fórum í Bónus að versla og brunuðum heim. Keyrðum suður í gær í algjörlega auðu.........og eitthvað hefur nú snjóað í nótt því þetta var umhverfið í dag á leiðinni heim.
Ætla að láta þessu lokið í bili, ætla mér að leggjast í bað og fara snemma að sofa.......þangað til næst.......farið vel með ykkur
PS. Fleiri myndir úr þessari ferð má finna hér og nýjar (já eða amk ný-innsendar) myndir af strákunum má finna hér
Síðan skelltum við okkur inní Keflavík til Oddnýjar þar sem ég fékk yfirhalningu á hárinu á mér.....strípur og klippingu og lít bara temmilega vel út á eftir.....að vísu ekki klippt stutt eins og sýnist hér enda er hárið uppsett
Síðan fórum við á Hótel Park Inn þar sem við gistum, Árný átti gjafabréf og við ákváðum að spreða því þetta kvöld
Gerðum okkur klárar fyrir næsta afmæli á mettíma......og svo í taxa inní Hafnarfjörð, þar sem við vorum búnar að fá okkur obbulítið í eina tá........
Hellings fjör þar.......fullt af fólki sem ég að vísu þekkti sáralítið sem ekki neitt, ja nema Önnu frænku og Óla. Helltum í okkur slatta af áfengi og skemmtum okkur bara mjög vel.....mikill kærleikur á milli okkar eins og ávallt
Kíktum svo aðeins í bæinn, á vinkonu Árnýjar sem vinnur á Dubliners..........svo var kominn tími á "heimferð" en fyrst smá stopp á Hlölla.......svo í taxa uppá hótel.
Vöknuðum meira að segja temmilega snemma og merkilegur skratti hvað maður er alltaf þyrstur daginn eftir djamm, svona miðað við magnið sem maður drakk þó kvöldinu áður
Doddi dónadúskur reddaði okkur ísköldu Coca Cola og "meððí" Þeir skilja þennan húmor sem þurfa það
Tékkuðum okkur út um hádegið, kíktum aðeins á ábúendur Bakkastaða, fórum í Bónus að versla og brunuðum heim. Keyrðum suður í gær í algjörlega auðu.........og eitthvað hefur nú snjóað í nótt því þetta var umhverfið í dag á leiðinni heim.
Ætla að láta þessu lokið í bili, ætla mér að leggjast í bað og fara snemma að sofa.......þangað til næst.......farið vel með ykkur
PS. Fleiri myndir úr þessari ferð má finna hér og nýjar (já eða amk ný-innsendar) myndir af strákunum má finna hér
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2008 | 21:30
1. dagur nýs árs
Gleðilegt ár !!
Jæja, fyrsti dagur nýs árs rétt að enda og ég er svooo sprungin !
Við áttum góða stund saman hérna í gærkvöldi ég, Árný og Villi. Borðuðum góðan mat og höfðum það verulega "næs"
Horfðum mest lítið á þá dagskrá sem var í boði í sjónvarpinu, og alls ekki skaupið, ekkert okkar var spennt fyrir að sjá það og ég segi það fyrir mitt leyti að ég græt það bara ekki neitt !
Þegar líða tók að miðnætti fór Villi heim og við skvísurnar fórum að hafa okkur til fyrir ballið. Maður vill jú vera fínn líka þó maður sé að fara að vinna ekki satt ? Settum upp smá andlit svo að ballgestirnir yrðu nú ekki hræddir við okkur, og Árný greiddi mér voða fínt.......fullt af spennum og ég held að hárlakkbrúsinn minn sé tómur Amk vil ég halda því fram að ég hafi getað staðið útí í amk 30 metrum á sek án þess að hárið haggaðist Þá er tilgangnum náð, alltaf gella sko
Við fórum af stað í rúntinn okkar um ½ 12 og náðum að kyssa alla sem við ætluðum okkur....nema Sollu, hún var ekki heima. Á miðnætti sátum við svo í bílnum hennar Árnýjar á planinu fyrir utan kirkjuna, horfðum á skotglaða Blönduósinga sem létu veðrið ekkert á sig fá puðra upp rasskettum. Ég hafði minnst lítið viljað hugsa útí það að strákarnir voru ekki hér, en allt í einu sló það mig þarna á miðnætti að þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru ekki hjá mér um áramótin. Þorsteinninn minn, orðinn 10 ára gamall hefur alltaf verið hjá mér á þessum tíma.....nema núna
EN.....ég hringdi í þá áður en við fórum, og veit að þeir skemmtu sér konunglega og höfðu mikið gaman af.
Það var heilmikið fjör á ballinu, sætaferðir frá Króknum og svona, ég veit ekki hvað var í húsinu.....það var amk hellingur. Allt fór að mestu vel fram og þetta var alveg ágætis leið til að eyða áramótunum svona fyrst strákarnir voru hjá pabba sínum. Hljómsveitin hætti að spila um ½ 5 og þá tók við frágangur og svoleiðis nokk. Var komin heim um 6 leytið en eins og alltaf eftir svona, þá var ég ekkert að ná mér niður strax. Hreinsaði gummsið úr andlitinu á mér og ég held að stelpan hafi sett amk 700 spennur í hausinn á mér !! Ég var endalaust að ná þessu dóti úr og með allt þetta hárlakk líka leit ég út eins og fínasta tröllskessa þegar ég var búin að berjast við spennurnar !! Sofnaði svo um 7 leytið, með hárið útúm allt, því ég var engan vegin að höndla sturtuna á þessum tíma......rúmið var orðið oooof freistandi
Vaknaði rúmlega 12 alveg í spreng, og lufsaðist til að fara á fætur þá.....annars hefði ég aldrei sofnað núna í kvöld og það er vinna á morgun.
Er svo bara búin að sitja í stólnum mínum góða og sauma útí eitt, og horfi á NCIS á meðan.....já eða hlusta á meðan ég sauma hahaha
Er alveg að verða búin með Together myndina sem ég byrjaði á í haust, en setti útí horn á meðan ég var að sauma barnaskó í gríð og erg. Stefni að því að klára hana fyrir helgina.
Ætla að sauma aðeins meira á meðan augun haldast opin
Þangað til næst..........knús á línuna
Jæja, fyrsti dagur nýs árs rétt að enda og ég er svooo sprungin !
Við áttum góða stund saman hérna í gærkvöldi ég, Árný og Villi. Borðuðum góðan mat og höfðum það verulega "næs"
Horfðum mest lítið á þá dagskrá sem var í boði í sjónvarpinu, og alls ekki skaupið, ekkert okkar var spennt fyrir að sjá það og ég segi það fyrir mitt leyti að ég græt það bara ekki neitt !
Þegar líða tók að miðnætti fór Villi heim og við skvísurnar fórum að hafa okkur til fyrir ballið. Maður vill jú vera fínn líka þó maður sé að fara að vinna ekki satt ? Settum upp smá andlit svo að ballgestirnir yrðu nú ekki hræddir við okkur, og Árný greiddi mér voða fínt.......fullt af spennum og ég held að hárlakkbrúsinn minn sé tómur Amk vil ég halda því fram að ég hafi getað staðið útí í amk 30 metrum á sek án þess að hárið haggaðist Þá er tilgangnum náð, alltaf gella sko
Við fórum af stað í rúntinn okkar um ½ 12 og náðum að kyssa alla sem við ætluðum okkur....nema Sollu, hún var ekki heima. Á miðnætti sátum við svo í bílnum hennar Árnýjar á planinu fyrir utan kirkjuna, horfðum á skotglaða Blönduósinga sem létu veðrið ekkert á sig fá puðra upp rasskettum. Ég hafði minnst lítið viljað hugsa útí það að strákarnir voru ekki hér, en allt í einu sló það mig þarna á miðnætti að þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru ekki hjá mér um áramótin. Þorsteinninn minn, orðinn 10 ára gamall hefur alltaf verið hjá mér á þessum tíma.....nema núna
EN.....ég hringdi í þá áður en við fórum, og veit að þeir skemmtu sér konunglega og höfðu mikið gaman af.
Það var heilmikið fjör á ballinu, sætaferðir frá Króknum og svona, ég veit ekki hvað var í húsinu.....það var amk hellingur. Allt fór að mestu vel fram og þetta var alveg ágætis leið til að eyða áramótunum svona fyrst strákarnir voru hjá pabba sínum. Hljómsveitin hætti að spila um ½ 5 og þá tók við frágangur og svoleiðis nokk. Var komin heim um 6 leytið en eins og alltaf eftir svona, þá var ég ekkert að ná mér niður strax. Hreinsaði gummsið úr andlitinu á mér og ég held að stelpan hafi sett amk 700 spennur í hausinn á mér !! Ég var endalaust að ná þessu dóti úr og með allt þetta hárlakk líka leit ég út eins og fínasta tröllskessa þegar ég var búin að berjast við spennurnar !! Sofnaði svo um 7 leytið, með hárið útúm allt, því ég var engan vegin að höndla sturtuna á þessum tíma......rúmið var orðið oooof freistandi
Vaknaði rúmlega 12 alveg í spreng, og lufsaðist til að fara á fætur þá.....annars hefði ég aldrei sofnað núna í kvöld og það er vinna á morgun.
Er svo bara búin að sitja í stólnum mínum góða og sauma útí eitt, og horfi á NCIS á meðan.....já eða hlusta á meðan ég sauma hahaha
Er alveg að verða búin með Together myndina sem ég byrjaði á í haust, en setti útí horn á meðan ég var að sauma barnaskó í gríð og erg. Stefni að því að klára hana fyrir helgina.
Ætla að sauma aðeins meira á meðan augun haldast opin
Þangað til næst..........knús á línuna
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2007 | 12:50
Gleðilegt nýtt ár
Jæja, þá er árið 2007 alveg að enda og nýtt ár er rétt handan við hornið.
Þetta hefur verið ótrúlega fljótt að líða, og skil ég að mestu leyti sátt við árið.
Ég ætla ekki að skella inn áramótapistli, þeir sem vilja rifja upp hvernig árið var, verða bara að lesa bloggið afturábak
Hins vegar eru nokkur atriði sem stóðu uppúr á árinu......
- Yngsti strumpurinn minn byrjaði í leikskóla, bara 6 mánaða gamall.
- Miðju strumpurinn hóf sitt síðasta ár í leikskóla.
- Stóri strumpurinn minn er búinn að þroskast alveg ótrúlega mikið á árinu og hefur verið mikil hjálp hér heima.
- Ég flutti af Hlíðarbrautinni og hingað á Húnabrautina.
- Ég fór ásamt góðum hópi í bústað í maí og skemmti mér konunglega.
- Systir mín flutti aftur norður ..bara hinum megin við fjallið.
- Ég fór ásamt Árný í erfiða ferð vestur á firði ..en hún var svooooo þess virði.
- Ég fékk að knúsa afa minn og ég lifi á því það sem eftir er.
- Ég á ótrúlega góða fjölskyldu sem hefur reynst mér betur en mér finnst ég eiga skilið og yndislega vini sem hafa ekki enn gefist upp á mér.
- Pabbi birtist hérna í haust í stóðréttunum algjörlega óvænt.
- Ég fékk jólakort sem ég hef beðið eftir að fá í 13 ár.
Það er hellingur í viðbót en þetta er svona það helsta sem stóð uppúr.
Ég ætla að kveðja árið í góðra vina hópi.....Árný og Villi verða hérna í mat og við ætlum að hafa það svooo gott. Svo verður maður eiginlega að taka smá rúnt, á Hlíðarbrautina, Heiðarbrautina, Melabrautina og Húnabraut 11, til að kyssa inn nýtt ár áður en við Árný förum að vinna á ballinu.
Strákarnir mínir eru hjá pabba sínum og hafa það mjög gott, Laugi þú knúsar þá extra vel frá mér
Ég vona að þið kveðjið árið sátt og að nýja árið verði ykkur eins gott og mögulegt er
Nýárskveðjur
Gerða
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2007 | 02:21
Ég bara varð ;o)
22.12.2007 | 22:56
Alveg að skella á
Og það er barasta allt í lagi.......mín er komin í jólafrí frá og með gærdeginum alveg fram á næsta fimmtudag.
Notuðum daginn í dag til að kíkja í snemmabúna skötuveislu hjá Siddý og Bjössa á Króknum, og að sjálfsögðu að kíkja á mömmu og Oddný líka Fór með innkaupalistann með mér til að klára það litla sem vantar fyrir jólamatinn, en laggði svo ekki í að versla það. Fórum nefnilega í Skaffó um 4 og þá var Karlakórinn Heimir að syngja í öllu sínu veldi og ó mæ gúddness !! Mannmergðin þarna var gífurleg. Viktor Óli var orðinn heldur pirraður á setunni og þreyttur, þannig að það var spænt mjög pent í gegn eftir "tónleikana" og látið það duga. Ætlaði þá bara i Hlíðarkaup eftir skötuna en nennti því ómögulega....allir orðnir þreyttir. Þannig að það verður bara verslað í Samkaup Úrval (eða skorti á Úrvali ef því er að skipta) hérna heima á morgun.
Þá er líka á planinu að mæta í aðra skötuveislu á Árbakkann.....og síðan fara í jólapakka/korta útkeyslu með Árný frænku og strákunum. Er búin að klambra trénu saman og það bíður hérna úti á gólfi eftir að fá á sig jólaskrautið, það verður gert annað kvöld, annað er bara klám !!
Hafið það sem allra best elskurnar, þar til næst
Notuðum daginn í dag til að kíkja í snemmabúna skötuveislu hjá Siddý og Bjössa á Króknum, og að sjálfsögðu að kíkja á mömmu og Oddný líka Fór með innkaupalistann með mér til að klára það litla sem vantar fyrir jólamatinn, en laggði svo ekki í að versla það. Fórum nefnilega í Skaffó um 4 og þá var Karlakórinn Heimir að syngja í öllu sínu veldi og ó mæ gúddness !! Mannmergðin þarna var gífurleg. Viktor Óli var orðinn heldur pirraður á setunni og þreyttur, þannig að það var spænt mjög pent í gegn eftir "tónleikana" og látið það duga. Ætlaði þá bara i Hlíðarkaup eftir skötuna en nennti því ómögulega....allir orðnir þreyttir. Þannig að það verður bara verslað í Samkaup Úrval (eða skorti á Úrvali ef því er að skipta) hérna heima á morgun.
Þá er líka á planinu að mæta í aðra skötuveislu á Árbakkann.....og síðan fara í jólapakka/korta útkeyslu með Árný frænku og strákunum. Er búin að klambra trénu saman og það bíður hérna úti á gólfi eftir að fá á sig jólaskrautið, það verður gert annað kvöld, annað er bara klám !!
Hafið það sem allra best elskurnar, þar til næst
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 130570
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar