Færsluflokkur: Almennt raus
20.12.2007 | 23:23
tíhíhíhí
Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn að gera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á afturfótunum. Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlingsálfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin til nógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tímaáætlun.
Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa sig niður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir. Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hann missir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.
Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústnum svo hann kom ekki að neinu gagni.
Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sig tilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu, þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum.
Engillinn segir við sveinka: " Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?"
Og þannig kom það til að það er hafður engill efst á jólatrénu
18.12.2007 | 19:19
Þegar ég verð stór.....
Fékk kort inn um bréfalúguna um daginn frá Stekkjarstaur, og núna rétt í þessu var Pósturinn að koma með pakka........ofan í voru jólagjafir til mín og strákana, allt frá Kertasníki !!
Þessi sveinki býr í Garðabæ........já eða sendi pakkann amk þaðan......og enn og aftur, hver sem þú ert, þá þakka ég þér kærlega fyrir
Ég vildi samt að ég vissi hver þú/þið eruð
15.12.2007 | 21:58
Snillingurinn ég eða þannig !
Í fyrradag fór ég bæði með tölvuna mína og bílinn á verkstæði, sitthvort verkstæðið þó.
Hélt að viftan væri að fara í tölvunni, gaf frá sér og er búin að gera í langan tíma eitthvað fjandans hljóð sem ég var ekki sátt við, en það var ekki viftan.........ætli hún springi ekki bara í loft upp einhvern daginn Slapp með rúml. 1700 kall í skoðunargjald.
Bíllinn er búin að gefa frá sér asnaleg hljóð undanfarið í hægagangi.....má líkja því við gamlan Súbarú....niðurstaðan: Kertin og kertaþræðirnir ónýt. Ca. 30 þús kall þar, frábært !
Núna seinnipartinn fékk ég kassa á lúkuna á mér, á úlnliðinn og horfði á mar og kúlu vaxa þar uppúr.....og svo dreifðist dofi útí fingurnar. Stóð ekki alveg á sama, hringdi út lækni og niðurstaðan:
Sprengdi æð þarna í úlnliðnum, mikil blæðing undir húðina sem orsakar þessa kúlubólgu, og það þrýstir á einhverja taug sem orsakar doðann. Var vafin og er illt Rúmlega 1700 kall í læknagjald og kosturinn við þetta er að þetta var vinstri höndin, ég er rétthent.
Jú og til að toppa það, að þegar ég var að klæða mig í úlpuna til að fara til doksa, þá sprengdi ég rennilásinn á úlpunni minni og hann er ónýtur !
Sem sagt........ekki mínir dagar !!
Helvítis, fjandans fjandi bara !!!
Er frekar krumpuð í skapinu, og ætla að láta þessu lokið í bili, þetta er búið að taka slatta tíma með einni hendi
9.12.2007 | 21:01
Bökunardagur........
Þegar við Matthías og Viktor komum framúr í morgun (frekar seint) þá var miði hérna sem Þorsteinn hafði skilið eftir....."Er farinn til Óskars" Það er aldeilis að honum lá á.........hann á soldið erfitt með að skilja stundum að þó hann sofi ekki lengi þá er ekki þar með sagt að aðrir geri það ekki, sérstaklega um helgar Ég tók til allt sem mig vantaði í bakstur og pakkaði því í balann minn, og beið svo eftir að klukkan færi að skríða í 1.......búðin opnar ekki fyrr en þá og ég sauðurinn gleymdi bökunarpappírnum á kassaborðinu þegar ég fór að versla í gær. Jú og gleymdi að kaupa rúsínur Eftir að vera búin að redda þessu, þá brunuðum við yngri guttarnir í sveitina þar sem við ætluðum að baka með hjálp frá Árný. Baksturinn gekk glimrandi vel, sérlegar þakkir til Árnýjar fyrir hjálpina og til Gísla og Svanhildar, ásamt Matthías og Viktori fyrir að vera sjálfskipaðir smakkarar
Ætla að láta þetta duga í bili.............þar til næst
7.12.2007 | 20:12
Helgin rétt handa við miðnættið
Fór með gaurana að versla eftir vinnu, kíktum svo aðeins í sveitina, heim að borða kjúlla sem Viktor Óli var EKKI hrifinn af, baða og koma þeim yngsta í rúmið. Hinir tveir eru að dröslast hérna......Matthías fékk trélitapakka í dag og er að fara að prufukeyra hann, og Þorsteinn er að klára að laga til í herberginu sínu (eitthvað sem hann átti að gera í dag)
Planið um helgina er........well ég veit ekki enn. Er að hugsa um að gera "vörutalningu" í bökunarhillunni og skella í einhverjar smákökur á morgun. Svo bara að slaka á og ná þessu kvefpestarógeði almennilega úr sér.
Hafið það gott elskurnar
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2007 | 18:54
1. í aðventu.....
Markaðurinn um helgina gekk ágætlega, það var ekkert agalega margt fólkið sem kom en þetta var ofsalega gaman, góður félagsskapur og góð stemning á milli okkar
Ég seldi eitthvað smávegis þannig að ég er sátt Takk fyrir daginn þið sem voruð þarna, og sérstakt takk til Bótu fyrir að standa að þessu
Setti aðventuljósin í gluggana í gærkvöldi en kveikti ekki á þeim fyrr en í dag......og setti eitthvað smá af ljósum í stofugluggann.........ætlaði líka að setja í strákaherbergin en mig vantar framlengingu í öll herbergin þannig að það verður að bíða aðeins.
Matthías fór í afmæli í dag, hjá stelpu sem hann vildi nú ekki viðurkenna að væri kærastan hans
Mér finnst nú alveg merkilegt hvað þessi feimni byrjar snemma.....þegar hann var að velja gjöfina hennar (já hann valdi hana sko sjálfur......barbídúkku í rauðum kjól því það væri uppáhaldsliturinn hennar) þá spurði ég hann hvort hún væri kærastan hans........"NAUH!" kom til baka með því sama
Hann ætlaði ekki að vilja fara með húfuna af því að hann var svo hræddur um að hún myndi skemma hárkolluna !! (lesist hárgreiðsluna)
Ætla að láta þetta duga í bili, þarf að halda áfram með þvottaskrímslið.........og kannski maður hafi það af að skrifa á fleiri jólakort í kvöld.......byrjaði á því í gærkvöldi
Þar til næst.........
Uppskriftirnar skulu ritast í komment og kannski líka ástæðuna fyrir valinu á þeim
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
28.11.2007 | 20:58
Jólagleði
Ég og Halla frænka ætlum að vera með borð þarna, hún ætlar að selja tilbúna handavinnu, útsaum og hekluð dúkkuföt (Baby Born) meðal annars, og ég ætla að selja útsaumsvörur. Pakkningar (efni, garn, mynstur), stór og lítil og allt inná milli, efnisbútar, mikið af því handlitað efni, og alls konar smáhlutir til að sauma í....smekkir og þess háttar.
Þannig að ef þú ert á þessu svæði endilega kíktu við
Og láttu sem flesta vita líka
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.11.2007 | 08:54
Einu sinni helvítis enn !!
Fór að vinna í gærmorgun......hann svaf áfram og ég fór svo heim um 1 leytið.
Er svo með hann heima í dag, hiti og mikill höfuðverkur.
Nóttin var honum erfið......grét uppúr svefni og var ómögulegur á allan hátt.
Þó hann sé orðinn 10 ára þá er ekki hægt að skilja hann eftir heima þegar hann er svona mikið lasinn, þótt maður geti svosem ekkert gert fyrir hann heldur.
Ég er alveg búin að fá uppí kok af þessum pestum og flensum og kvefi og upp- og niðurgangi ! Hver leyfði þessum fjanda að flytja lögheimili sitt hingað ?!?!
Þetta er ss. lífið á Húnabrautinni í dag........skítt !!
25.11.2007 | 23:02
Skítakuldi er þetta !!
Er að berjast við Matthías þessa daga um að sofa í rúminu sínu alla nóttina. Hann vaknar alltaf og kemur inn í mitt herbergi og vekur með því Viktor Óla. Bjó til dagatal með umbunarkerfi sem hann var voðalega spenntur fyrir. Ef hann fengi 3 broskalla, eða í þessu tilviki 3 jólasveina, á einni viku, þá fengi hann verðlaun. Honum fannst þetta ferlega spennandi. Fyrstu nóttina sagðist hann ekki vera tilbúinn, hann ætlaði að reyna þetta næst. Sl. nótt gekk ekkert, honum var alveg sama um verðlaunin og var slétt sama þótt við tækjum bara dagatalið niður og hentum því. Ákvað samt að reyna aftur og við sjáum til......ég er samt pottþétt á því að hann kemur uppí í nótt líka
Ekki það, stundum getur það verið ferlega notalegt að hafa hann þarna og kúra......en ég var búin að venja hann af þessu. Og alltaf skal Viktor Óli vakna við umganginn þannig að minn nætursvefn er orðinn langsundurslitinn (er það orð?)
Sá Þorstein voðalega lítið um helgina, hann fór að leika við Óskar í gærdag og kom heim rétt fyrir kvöldmat í dag Þeir eru voðalega góðir saman, voru að horfa á einhverja mynd í gærkvöldi og hann fékk leyfi til að gista. Kom svo í dag aðeins og sagði að þeir hefðu verið að vinna með Heiðari, pabba hans Óskars.......hjálpa í hesthúsunum og sitthvað fleira.......fannst það sko ekki leiðinlegt
Viktor Óli blómstrar eins og ávallt.......drengurinn er að taka 4 jaxla takk fyrir !! Borðar vel og er stríðnispúki hinn mesti. Hann hefur yndislegann smitandi hlátur og svo mjúkar kinnar sem vilja fá marga marga kossa oft á dag
Þetta er svona það helsta sem er að frétta á Húnabrautinni í dag......húsfrúin hefur það svosem fínt
Ætla að fara að koma mér í bælið, hjúfra mig í holuna mína með sængina góðu og nýju bókina hans Arnalds sem ég fékk lánaða
Hafið það gott elskurnar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 130570
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar