Færsluflokkur: Almennt raus
21.5.2007 | 20:47
Komin heim :(
Já fýlukallinn á fullan rétt á sér því þetta er búið að vera ÆÐISLEG helgi !! Svekkelsi að henni sé lokið.
Ég, Árný frænka og Þorsteinn sonur minn fórum suður eftir vinnu á fimmtudaginn. Brunuðum með Þorstein í Garðinn til pabba síns og fórum svo á KFC í Keflavík til að næra okkur. Þaðan til Jökuls frænda í gistingu.
Vöknuðum fyrir allar aldir á föstudaginn, hressar og sprækar, fórum á smá útréttingarflakk, sóttum lykilinn að bústaðnum á skrifstofur N1 og fórum svo uppí Mosó þar sem Árný var að greiða Svanhildi frænku fyrir fermingarmyndatöku. Fórum svo heim til Önnu frænku til að sækja Höllu frænku. Ekkert nema frænkur mínar í þessari ferð hehehe
Brunuðum sem leið lá austur fyrir fjall, gerðum smávegis innkaup í Bónus í Hveragerði og tæmdum nánast vínbúðina á Selfossi Ekki alveg kannski en samt svona smá
Spændum svo af stað í Mýrarskóg rétt við Laugarvatn þar sem Paradís beið okkar, ohhhh þvílík sæla
Bústaðurinn var alveg frábær, stór og rúmgóður, bjartur og flottur. Fyrsta verk á dagskrá var að koma bjór í kælinn, en sá sem var á undan hafði víst ekki lokað ísskápnum nógu vel þannig að engin kæling var í honum......það skaðaði ekkert, frystihólfið virkaði fínt
Síðan var stöðutékk á pottinum.......hann var ferlega subbulegur greyið, þannig að við tæmdum hann og þrifum í snarheitum.......og svo átti að láta renna í hann að nýju. Það var nú meira brasið, leiðbeiningarnar voru útúr kú.........en svo átti leið framhjá bjargvættur sem bara vippaði sér yfir handriðið og sýndi okkur hvernig ætti að gera þetta. Svo þegar átti að láta renna í hann gerðist bara ekki neitt..........ég fór eftir þessum leiðbeiningum en svo komst Árný að því með fikti að þær voru vitlausar ! Ég var alltaf að snúa lokunni í vitlausa átt (eftir leiðbeiningunum sko) en það átti að vera hin áttin. Ég tek þessi mistök ekki á mig, prentaðar leiðbeingar við pottinn eru vitlausar
Hann fylltist svo á endanum og við skelltum okkur í hann. Veðrið var BARA frábært, smá gola að deginum en svo datt allt í dúnalogn um kvöldið. Lágum þarna í marineringu í smá tíma og rifum okkur svo með tregleika uppúr........Anna og Lena voru nefnilega á leiðinni úr sitthvorri áttinni, Anna úr bænum og Lena úr loftköstum að norðan.
Árný grillaði fyrir okkur dýrindis máltið og svo var það potturinn aftur Og meira öl.......og aðeins meira........en aldrei nóg til að "fyllið" fyndist í neinni okkar.
Halla, Anna og Lena brutu eina af meginreglum helgarinnar........ENGIN HANDAVINNA ! Halla vissi af reglunni en hún sem ellismellur hópsins kendi elliglöpum og heyrnarleysi um að hafa ekki hlýtt þeim, en hinar þóttust ekkert hafa vitað um hana, regluna sko Þannig að Halla og Lena saumuðu og Anna heklaði...........er'ða nú sko
Laugardagurinn var ekkert tekinn agalega snemma, uppúr 10 vorum við að skreiðast á lappir. Svefnfyrirkomulaginu var hagað þannig að Anna og Lena voru saman í herbergi, ég og Árný vorum í sama herbergi og Halla fékk að vera ein í herbergi sökum mikilla láta eftir að hún festir svefn.......hún fer úr mannslíki í dráttarvélalíki eftir að svefninn festir sig og við þurftum að loka hurðinni en heyrðum samt í hrotunum !! Ég gerðist meira að segja svo ljót að fara inní herbergið hennar með símann minn og taka upp þessi óhljóð til að leyfa henni að heyra daginn eftir hahaha
Það var að sjálfsögðu farið í pottinn aftur og okkur Önnu fannst vanta allar búbblur í pottinn þannig að við vorum í því að framleiða náttúrulega búbblur í þetta pottadót, hinum til minni ánægju en okkur HAHAHA Það er bara eitthvað við alkohol og gasmyndun.............
Fórum svo á Selfoss í ísferð og svo fór Anna heim. Hún og Óli höfðu skipt helginni á milli sín, hann var að fara í reunion um kvöldið þannig að hún þurfti að spæna heim.
Svo þurfti aðeins að fylla á matarbirgðirnar, og að sjálfsögðu að skreppa á Pulsuvagninn og fá sér hamborgara með öllu, BARA gott sko. Allt sem er á pulsu (já ekki pYlsu), + rauðkál og súrar gúrkur og franskar á milli...........jömmmm !!!
Við vorum varla komnar aftur í bústaðinn þegar ölið hvarf ofan í okkur og leti og afslöppun var málið. Sólin hélt áfram að gleðja okkur og mér tókst að brenna á bringunni og aðeins í andlitinu, en það er bara í fínu lagi, rauður litur er sko betri en enginn þegar maður rembist eins og rjúpan við staurinn að fá smá lit á sig
Kokkurinn eldaði aðra snilldar máltíð (það ku vera Árný) og svo var það meiri afslöppun........og svo spiluðum við. Fórum í Hættuspilið sem ég ætla ekkert að tala um neitt. Árný vann. 3svar sinnum ! Hragg tuff......tölum ekkert meira um það
Sunnudagurinn var tekin aðeins fyrr en laugardagurinn. Halla og Lena fóru í pottinn, svo fórum við bara í það að ganga frá bústaðnum. Halla og Árný ætluðu í bæinn þennan dag og við Lena ákváðum að fara bara líka, kíkja í bíó og svona og gista svo í Keflavík. Gengum frá og lokuðum.........og ég læsti með þeirri ákvörðum um að panta hann aftur á ákveðinni dagsetningu (sem ég svo gerði þegar ég skilaði lyklunum í dag)
Fórum fyrst á Selfoss og fengum okkur snæðing á KFC og brunuðum svo í bæinn, Árný og Halla á Árnýjar bíl sem Lena kom með suður, og ég og Lena á mínum. Lena þurfti að koma af sér einhverjum pappírum og svoleiðis dútli og svo fórum við í Keflavíkina, skildi Lenu eftir heima hjá Jökli og kíkti svo aðeins á gaurana mína í Garðinum. Ofsalega gott að sjá þá alla saman, Viktor Óli var nefnilega sofnaður þegar ég kom með Þorstein á fimmtudagskvöldinu. Og í gær var hann lítill og lasinn Með hita og einhverja magapest.....ekki gott fyrir lítinn kropp. Knúsaði þá alla og fór svo inní Keflavík aftur, skoðuðum bíósíðurnar og ákváðum að fara á Fracture í Smárabíó. Ég byrjaði nú á því að fá nett áfall yfir miðaverðinu, 900 kall !!! Hef ekki farið í bíó í mörg ár þannig að þetta var smá sjokkur. En alveg þess virði samt, myndin var alveg frábær, húmorinn alveg meiriháttar og twist í endann sem bara Hopkins getur framkvæmt
Fórum svo í morgun og sóttum Þorstein í Garðinn, hann ætlaði að koma heim með hinum gaurunum á miðvikudaginn, en vegna prófa í skólanum þurfti hann að koma með mér núna. Fórum svo og skiluðum lyklunum, ég pantaði bústaðinn aftur, fórum á American Style að snæða og Lena á einn fund. Síðan var það smá læknisheimsókn hjá Lenu og við Þorsteinn dunduðum okkur á meðan. Síðan var brunað af stað heim á leið.......með viðkomu í Bónus í Borgarnesi.
Svona helgi er alveg hlutur sem maður þarf að gera oftar, slaka algerlega á, ekkert utanaðkomandi áreiti nema maður kjósi það sjálfur (það var stöð 2 þarna og eitthvað fleira í sjónvarpinu) og það var meira að segja uppþvottavél þannig að meiri tími gat farið í pottinn hahaha
Takk kærlega fyrir mig Halla, Anna, Lena og Árný, þetta var meiriháttar
Ps. Ég gleymi alltaf að setja inn gullkorn frá Matthíasi síðan um síðustu helgi. Við fórum ss í fermingarveislu í KEFAS kirkjusalnum uppá Vatnsenda þá. Þegar við erum í bílnum á leiðinni þá var Matthíasi eitthvað farið að leiðast og hann spyr:
"Mamma, hvenær verðum við komin í kjötfarskirkjuna?"
That's all folks
Ég, Árný frænka og Þorsteinn sonur minn fórum suður eftir vinnu á fimmtudaginn. Brunuðum með Þorstein í Garðinn til pabba síns og fórum svo á KFC í Keflavík til að næra okkur. Þaðan til Jökuls frænda í gistingu.
Vöknuðum fyrir allar aldir á föstudaginn, hressar og sprækar, fórum á smá útréttingarflakk, sóttum lykilinn að bústaðnum á skrifstofur N1 og fórum svo uppí Mosó þar sem Árný var að greiða Svanhildi frænku fyrir fermingarmyndatöku. Fórum svo heim til Önnu frænku til að sækja Höllu frænku. Ekkert nema frænkur mínar í þessari ferð hehehe
Brunuðum sem leið lá austur fyrir fjall, gerðum smávegis innkaup í Bónus í Hveragerði og tæmdum nánast vínbúðina á Selfossi Ekki alveg kannski en samt svona smá
Spændum svo af stað í Mýrarskóg rétt við Laugarvatn þar sem Paradís beið okkar, ohhhh þvílík sæla
Bústaðurinn var alveg frábær, stór og rúmgóður, bjartur og flottur. Fyrsta verk á dagskrá var að koma bjór í kælinn, en sá sem var á undan hafði víst ekki lokað ísskápnum nógu vel þannig að engin kæling var í honum......það skaðaði ekkert, frystihólfið virkaði fínt
Síðan var stöðutékk á pottinum.......hann var ferlega subbulegur greyið, þannig að við tæmdum hann og þrifum í snarheitum.......og svo átti að láta renna í hann að nýju. Það var nú meira brasið, leiðbeiningarnar voru útúr kú.........en svo átti leið framhjá bjargvættur sem bara vippaði sér yfir handriðið og sýndi okkur hvernig ætti að gera þetta. Svo þegar átti að láta renna í hann gerðist bara ekki neitt..........ég fór eftir þessum leiðbeiningum en svo komst Árný að því með fikti að þær voru vitlausar ! Ég var alltaf að snúa lokunni í vitlausa átt (eftir leiðbeiningunum sko) en það átti að vera hin áttin. Ég tek þessi mistök ekki á mig, prentaðar leiðbeingar við pottinn eru vitlausar
Hann fylltist svo á endanum og við skelltum okkur í hann. Veðrið var BARA frábært, smá gola að deginum en svo datt allt í dúnalogn um kvöldið. Lágum þarna í marineringu í smá tíma og rifum okkur svo með tregleika uppúr........Anna og Lena voru nefnilega á leiðinni úr sitthvorri áttinni, Anna úr bænum og Lena úr loftköstum að norðan.
Árný grillaði fyrir okkur dýrindis máltið og svo var það potturinn aftur Og meira öl.......og aðeins meira........en aldrei nóg til að "fyllið" fyndist í neinni okkar.
Halla, Anna og Lena brutu eina af meginreglum helgarinnar........ENGIN HANDAVINNA ! Halla vissi af reglunni en hún sem ellismellur hópsins kendi elliglöpum og heyrnarleysi um að hafa ekki hlýtt þeim, en hinar þóttust ekkert hafa vitað um hana, regluna sko Þannig að Halla og Lena saumuðu og Anna heklaði...........er'ða nú sko
Laugardagurinn var ekkert tekinn agalega snemma, uppúr 10 vorum við að skreiðast á lappir. Svefnfyrirkomulaginu var hagað þannig að Anna og Lena voru saman í herbergi, ég og Árný vorum í sama herbergi og Halla fékk að vera ein í herbergi sökum mikilla láta eftir að hún festir svefn.......hún fer úr mannslíki í dráttarvélalíki eftir að svefninn festir sig og við þurftum að loka hurðinni en heyrðum samt í hrotunum !! Ég gerðist meira að segja svo ljót að fara inní herbergið hennar með símann minn og taka upp þessi óhljóð til að leyfa henni að heyra daginn eftir hahaha
Það var að sjálfsögðu farið í pottinn aftur og okkur Önnu fannst vanta allar búbblur í pottinn þannig að við vorum í því að framleiða náttúrulega búbblur í þetta pottadót, hinum til minni ánægju en okkur HAHAHA Það er bara eitthvað við alkohol og gasmyndun.............
Fórum svo á Selfoss í ísferð og svo fór Anna heim. Hún og Óli höfðu skipt helginni á milli sín, hann var að fara í reunion um kvöldið þannig að hún þurfti að spæna heim.
Svo þurfti aðeins að fylla á matarbirgðirnar, og að sjálfsögðu að skreppa á Pulsuvagninn og fá sér hamborgara með öllu, BARA gott sko. Allt sem er á pulsu (já ekki pYlsu), + rauðkál og súrar gúrkur og franskar á milli...........jömmmm !!!
Við vorum varla komnar aftur í bústaðinn þegar ölið hvarf ofan í okkur og leti og afslöppun var málið. Sólin hélt áfram að gleðja okkur og mér tókst að brenna á bringunni og aðeins í andlitinu, en það er bara í fínu lagi, rauður litur er sko betri en enginn þegar maður rembist eins og rjúpan við staurinn að fá smá lit á sig
Kokkurinn eldaði aðra snilldar máltíð (það ku vera Árný) og svo var það meiri afslöppun........og svo spiluðum við. Fórum í Hættuspilið sem ég ætla ekkert að tala um neitt. Árný vann. 3svar sinnum ! Hragg tuff......tölum ekkert meira um það
Sunnudagurinn var tekin aðeins fyrr en laugardagurinn. Halla og Lena fóru í pottinn, svo fórum við bara í það að ganga frá bústaðnum. Halla og Árný ætluðu í bæinn þennan dag og við Lena ákváðum að fara bara líka, kíkja í bíó og svona og gista svo í Keflavík. Gengum frá og lokuðum.........og ég læsti með þeirri ákvörðum um að panta hann aftur á ákveðinni dagsetningu (sem ég svo gerði þegar ég skilaði lyklunum í dag)
Fórum fyrst á Selfoss og fengum okkur snæðing á KFC og brunuðum svo í bæinn, Árný og Halla á Árnýjar bíl sem Lena kom með suður, og ég og Lena á mínum. Lena þurfti að koma af sér einhverjum pappírum og svoleiðis dútli og svo fórum við í Keflavíkina, skildi Lenu eftir heima hjá Jökli og kíkti svo aðeins á gaurana mína í Garðinum. Ofsalega gott að sjá þá alla saman, Viktor Óli var nefnilega sofnaður þegar ég kom með Þorstein á fimmtudagskvöldinu. Og í gær var hann lítill og lasinn Með hita og einhverja magapest.....ekki gott fyrir lítinn kropp. Knúsaði þá alla og fór svo inní Keflavík aftur, skoðuðum bíósíðurnar og ákváðum að fara á Fracture í Smárabíó. Ég byrjaði nú á því að fá nett áfall yfir miðaverðinu, 900 kall !!! Hef ekki farið í bíó í mörg ár þannig að þetta var smá sjokkur. En alveg þess virði samt, myndin var alveg frábær, húmorinn alveg meiriháttar og twist í endann sem bara Hopkins getur framkvæmt
Fórum svo í morgun og sóttum Þorstein í Garðinn, hann ætlaði að koma heim með hinum gaurunum á miðvikudaginn, en vegna prófa í skólanum þurfti hann að koma með mér núna. Fórum svo og skiluðum lyklunum, ég pantaði bústaðinn aftur, fórum á American Style að snæða og Lena á einn fund. Síðan var það smá læknisheimsókn hjá Lenu og við Þorsteinn dunduðum okkur á meðan. Síðan var brunað af stað heim á leið.......með viðkomu í Bónus í Borgarnesi.
Svona helgi er alveg hlutur sem maður þarf að gera oftar, slaka algerlega á, ekkert utanaðkomandi áreiti nema maður kjósi það sjálfur (það var stöð 2 þarna og eitthvað fleira í sjónvarpinu) og það var meira að segja uppþvottavél þannig að meiri tími gat farið í pottinn hahaha
Takk kærlega fyrir mig Halla, Anna, Lena og Árný, þetta var meiriháttar
Ps. Ég gleymi alltaf að setja inn gullkorn frá Matthíasi síðan um síðustu helgi. Við fórum ss í fermingarveislu í KEFAS kirkjusalnum uppá Vatnsenda þá. Þegar við erum í bílnum á leiðinni þá var Matthíasi eitthvað farið að leiðast og hann spyr:
"Mamma, hvenær verðum við komin í kjötfarskirkjuna?"
That's all folks
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.5.2007 | 15:46
JEIJ !!!
Eftir bara píííínu stund erum við Árný að leggja af stað suður........á morgun sæki ég lyklana að bústaðnum á Laugarvatni sem ég pantaði fyrir löngu síðan. Á morgun kemur líka Lena frænka.......og á laugardag held ég að Halla frænka ætli að vera með okkur. Planið: Liggja í marineríngu í heita pottinum og drekka öl og mikið af því !! Tók með okkur Hættuspilið líka þannig að það verður BARA gaman
Heyrumst eftir helgina......sem verður löng by the way, skilum af okkur á mánudaginn
Heyrumst eftir helgina......sem verður löng by the way, skilum af okkur á mánudaginn
14.5.2007 | 19:12
Einu ári eldri....
Já sko, mín átti afmæli í gær....varð 32 ára gömul
Fór í bæinn á föstudaginn með strákastóðið mitt, systir mín og mágur voru með fermingarveislu á laugardeginum. Meiriháttar að hitta þau öll, svolítið erfitt að hittast reglulega þegar við búum langt í burtu frá hvor annari. Mamma var þarna líka og það var líka súper
Fórum á laugardeginum í veisluna og tókst hún með ágætum, slatti af fólki og ógó góðar kökutertur.
Laugi kom svo í bæinn og sótti strákana, Viktor Óli var eitthvað asnalegur og ég bjóst alveg eins við að hann væri að verða lasinn þannig að við ákváðum að hann yrði eftir hjá pabba sínum, þar sem guttarnir voru hvort eð er á leiðinni þangað næsta fimmtudag. Og fyrst Viktor Óli fékk að verða eftir þá vildi Matthías líka.......og fékk. Þorsteinn fór með þeim í Garðinn og gisti eina nótt og ég sótti hann svo í gær. Þá vorum við mamma, Oddný og Gústi búin að spæna útum allt á verslunarflakki
Ég og Þorsteinn vorum svo frekar seint á ferðinni og það voru afskaplega þreytt mæðgin sem skreyddust hérna inn rúmlega 12 í gærkvöldi
Fór svo í framköllun í dag og fór í sveitina að þvo bílinn minn, ekki veitti af !
Á víst von á einhverju óvæntu á eftir frá Árnýju frænku, að uppfylltum nokkrum skilyrðum.......sjáum til hvað það verður
Þar til næst................adjö !
Fór í bæinn á föstudaginn með strákastóðið mitt, systir mín og mágur voru með fermingarveislu á laugardeginum. Meiriháttar að hitta þau öll, svolítið erfitt að hittast reglulega þegar við búum langt í burtu frá hvor annari. Mamma var þarna líka og það var líka súper
Fórum á laugardeginum í veisluna og tókst hún með ágætum, slatti af fólki og ógó góðar kökutertur.
Laugi kom svo í bæinn og sótti strákana, Viktor Óli var eitthvað asnalegur og ég bjóst alveg eins við að hann væri að verða lasinn þannig að við ákváðum að hann yrði eftir hjá pabba sínum, þar sem guttarnir voru hvort eð er á leiðinni þangað næsta fimmtudag. Og fyrst Viktor Óli fékk að verða eftir þá vildi Matthías líka.......og fékk. Þorsteinn fór með þeim í Garðinn og gisti eina nótt og ég sótti hann svo í gær. Þá vorum við mamma, Oddný og Gústi búin að spæna útum allt á verslunarflakki
Ég og Þorsteinn vorum svo frekar seint á ferðinni og það voru afskaplega þreytt mæðgin sem skreyddust hérna inn rúmlega 12 í gærkvöldi
Fór svo í framköllun í dag og fór í sveitina að þvo bílinn minn, ekki veitti af !
Á víst von á einhverju óvæntu á eftir frá Árnýju frænku, að uppfylltum nokkrum skilyrðum.......sjáum til hvað það verður
Þar til næst................adjö !
10.5.2007 | 00:31
Þetta er svakalegt
Þú sem einstaklingur tekur ákvörðun sjálf/ur um hvernig lífi þú lifir, þú hefur ekki rétt til að neyða þitt val uppá aðra, sérstaklega ekki hvítvoðung...............hvernig gátu þau gert þetta ?? Er ekkert í hausnum á svona fólki ?!?!
Par dæmt fyrir að drepa barn sitt úr næringarskorti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 00:18
Kýstu rétt ?
Farðu á slóðina fyrir neðan og svaraðu spurningunum........sjáðu hvernig flokkaskiptingin verður
http://xhvad.bifrost.is/
http://xhvad.bifrost.is/
7.5.2007 | 21:06
Er'ða nú stjörnuspá !!
Naut: Það skiptir engu máli hversu lengir þú talar, fólk er ekki að hlusta. Kryddaðu sögurnar með dramatík og ýkjum og fólk leggur við hlustir. Því meiri ýkjusögur, því fleiri hlustendur!
Jahá !! Það er aldeilis !
6.5.2007 | 23:13
Óska eftir......
Á ekki einhver ykkar gamla Hókus Pókus stóla ? Mig vantar 2 stykki, verða að líta vel út......þeas órifnir.............getur verið að það liggi í einhverri geymslunni og safni ryki ?
Endilega láta mig vita......dugleg að spyrjast fyrir
6.5.2007 | 20:23
Muffins anyone ??
Fékk þá snilldarhugmynd í gær að baka muffins í dag, vígja bakaraeinkennin í fína ofninum sem er hérna. Árný kom um hálf fjögur og ég skellti mér í búðina til að kaupa það sem uppá vantaði. Þar sem sonum mínum finnst svona voðalega gott og mig grunaði að Goggi (já og Árný líka) myndu eitthvað smakka á þessu, þá ákvað ég að gerast stórtæk og gera þrefalda uppskrift.........EKKI sniðug hugmynd sko ! Amk ekki ef maður ætlar að koma öllu draslinu fyrir í hrærivélarskál af gamalli Kenwood Chef ! Þegar ég var búin að setja allt hráefnið í NEMA hveitið, þá var uþb <---------> svona hátt uppað brúninni. Þannig að hveitið fór í skömmtum í dolluna og handhrært............ekki spennandi kostur, þannig að við verðum bara með minni græðgi við næsta bakstur
En annars smakkaðist þetta alveg meiriháttar vel, með ískaldri mjólk
Meistari Matthías átti alveg súper brilliant gullkorn á meðan ég var að baka.......hann var eins og grár köttur í kringum mig og spurði að hinu og þessu alveg hægri vinstri......og sumu oftar en einu sinni og eitthvað var þráðurinn orðinn í styttri kantinum hjá mér því ég svaraði honum eftir enn eitt "Af hverju........?"........"af því að ég sagði það!"
Hann verður ferlega sár og segir svo við mig með augun fljótandi í tárum:
"Mamma þú ert pirruð við mig"......ég sagðist ekkert vera pirruð við hann, en ég væri það stundum þegar hann væri að spyrja svona oft sömu spurninganna. Þá segir hann:
"Mamma, ég verð sár í hjartanu þegar þú ert pirruð við mig"
Hann var svooooooo einlægur og þetta stakk, beint í
Hafið það gott í kvöld elskurnar
En annars smakkaðist þetta alveg meiriháttar vel, með ískaldri mjólk
Meistari Matthías átti alveg súper brilliant gullkorn á meðan ég var að baka.......hann var eins og grár köttur í kringum mig og spurði að hinu og þessu alveg hægri vinstri......og sumu oftar en einu sinni og eitthvað var þráðurinn orðinn í styttri kantinum hjá mér því ég svaraði honum eftir enn eitt "Af hverju........?"........"af því að ég sagði það!"
Hann verður ferlega sár og segir svo við mig með augun fljótandi í tárum:
"Mamma þú ert pirruð við mig"......ég sagðist ekkert vera pirruð við hann, en ég væri það stundum þegar hann væri að spyrja svona oft sömu spurninganna. Þá segir hann:
"Mamma, ég verð sár í hjartanu þegar þú ert pirruð við mig"
Hann var svooooooo einlægur og þetta stakk, beint í
Hafið það gott í kvöld elskurnar
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2007 | 00:05
Meiriháttar dagur
Já hann er búinn að vera góður dagurinn í dag. Var búin að ákveða verslunarferð á Akureyri og fékk þennan ljómandi fína félagsskap með, Árný frænka og Villi vinur okkar komu með mér og strákunum. Villi kom hérna rúmlega 9 í morgun og men hvað Matthías tók á hann "show and tell"......teymdi hann á eftir sér útum allt hús og sýndi honum hina ýmsu hluti.
Fórum svo uppí sveit og sóttum Árnýju og svo var laggt í hann. Fyrsta stopp eftir komu á Akureyri var Greifinn, nauðsynlegt stopp öðru hvoru. Ég fékk mér ÆÐISLEGAR grillaðar nautalundir með alles, Villi fékk sér lambalundir og Árný kjúklinga fajitas....já eða fahítas Strákarnir voru ekki alveg á því að borða eitthvað svoleiðis og fengu sér pizzu og hamborgara. Viktor Óli fékk sér rbauð af salatbarnum og bakaða kartöflu
Svo fórum við í Rúmfatalagerinn, tókst að spreða öööörlitlum pening þar, keypti bókahillur, litla kommóðu, gardínur fyrir strákana og eitthvað fleira smálegt. Svo var Hagkaup og fjárfest í nýjum stígvélum fyrir Þorstein, en sundskýlan sem ég ætlaði að kaupa líka var ekki til í hans númeri
Hættum við að fara í Bónus vegna mannmergðar þar og keyrðum heim.
Þau komu svo aftur eftir kvöldmat og við settumst niður og spiluðum Hættuspilið, BARA gaman. Villi vann það með glæsibrag á meðan ég sat í drykkju í svarta hringnum
Þetta er örugglega komið til að vera, svona spilakvöld, bara snilld og alveg meiriháttar skemmtilegt
Takk kærlega fyrir mig elskurnar
Fórum svo uppí sveit og sóttum Árnýju og svo var laggt í hann. Fyrsta stopp eftir komu á Akureyri var Greifinn, nauðsynlegt stopp öðru hvoru. Ég fékk mér ÆÐISLEGAR grillaðar nautalundir með alles, Villi fékk sér lambalundir og Árný kjúklinga fajitas....já eða fahítas Strákarnir voru ekki alveg á því að borða eitthvað svoleiðis og fengu sér pizzu og hamborgara. Viktor Óli fékk sér rbauð af salatbarnum og bakaða kartöflu
Svo fórum við í Rúmfatalagerinn, tókst að spreða öööörlitlum pening þar, keypti bókahillur, litla kommóðu, gardínur fyrir strákana og eitthvað fleira smálegt. Svo var Hagkaup og fjárfest í nýjum stígvélum fyrir Þorstein, en sundskýlan sem ég ætlaði að kaupa líka var ekki til í hans númeri
Hættum við að fara í Bónus vegna mannmergðar þar og keyrðum heim.
Þau komu svo aftur eftir kvöldmat og við settumst niður og spiluðum Hættuspilið, BARA gaman. Villi vann það með glæsibrag á meðan ég sat í drykkju í svarta hringnum
Þetta er örugglega komið til að vera, svona spilakvöld, bara snilld og alveg meiriháttar skemmtilegt
Takk kærlega fyrir mig elskurnar
4.5.2007 | 22:31
Reynslusaga af vaxi
Ég fékk þessa snilldar sögu senda í email í dag og bara varð að deila henni, allt munnbrúk sem fyrirfinnst í þessari frásögn er ekki á mína ábyrgð
Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur..... og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.
Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd. Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá.
Síðan setti ég þá á leggina á mér og....... þetta var.... heitt og alls ekki sársaukalaust!
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina rauðvínsflösku í leiðinni.
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!! Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður tók fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK!
Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki eitt einasta hár horfið! Ekki eitt einasta!!!
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu.....
Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd. Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá.
Síðan setti ég þá á leggina á mér og....... þetta var.... heitt og alls ekki sársaukalaust!
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina rauðvínsflösku í leiðinni.
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!! Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður tók fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK!
Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki eitt einasta hár horfið! Ekki eitt einasta!!!
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu.....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar