Færsluflokkur: Almennt raus
28.4.2007 | 23:24
Blogg time ?
Hæ fólk
Hvað er títt ? Héðan að norðan er bara allt ljómandi að frétta, sólin búin að skína á okkur undanfarna daga, sérstaklega þó í dag, BARA heitt og gott
Maður komst að því við illan leik í gær, hvað maður er ofsalega háður vatni. Alltof mikið af dóti sem maður notar dagsdaglega sem er tengt vatni á einn eða annan hátt án þess að maður pæli nokkuð í því.
Í fyrrinótt bilaði dælan sem dælir vatninu í áveitubrunn fyrir okkur hérna á Blönduósi. Það varð til þess að brunnurinn tæmdist og úbbosí ! Ég, ásamt fleirum, höfðum ekki hugmynd um þetta þegar ég mætti í vinnu kl. 8. Gerði það sem ég er vön, fór að smyrja í brauðbarinn og sollis nokk, en svo þegar kom að því að kæla eggin í smurbrauðið var kalda vatnið farið að renna ansi hægt.......og síðan bara alls ekkert !
Stöðvarstýran náði um 9 leytið samband við þá hjá bænum sem sögðu henni hvað var í gangi og að viðgerð stæði yfir en mætti búast við að þetta yrði svona fram eftir degi.
Ss. á föstudegi var staðan svona: Grillið var lokað.........uppþvottavélin virkaði að sjálfsögðu ekki, ísvélin er háð vatni og virkaði því ekki, gosvélin sömuleiðis. Kaffivélin er tengd beint í vatn þannig að það var keypt heimiliskaffivél og vatn á brúsum til að það væri hægt að hella uppá. Það sem verst var að klósettin voru óvirk. En merkilegt nokk hvað fólk tók þessu samt vel, ekkert sem við gátum gert í þessu svosem, það sátu allir hér við sama borðið. Sumir þurftu bara að breyta útaf vananum og fá sér pylsu og kók í staðinn fyrir heita matinn og vatn
Þegar ég var búin að vinna var þetta komið í lag.......og krafturinn að komast í lag
Í dag voru 2 eldri guttarnir mínir hrikalega mikið úti, Þorsteinn tók það að sér að kenna Matthíasi að hjóla án hjálpardekkja. Hann fékk nefnilega gefins hjól um daginn sem er ekki með svoleiðis hjálpartækjum á, og hann er ákveðinn í að taka það með sér á næsta hjóladag í leikskólanum og þá er nú eins gott að kunna að hjóla á því
Það var alveg frábært að fylgjast með þeim, fyrst hélt Þorsteinn í hnakkinn og stýrið og teymdi hann um. Síðan var það tekið á ferðinni, hlaupið af stað og Matthíasi svo ýtt og hann á pedulunum á milljón.......þangað til hann datt hehehe Þeir voru á túninu hérna fyrir aftan þannig að fallið varð mjúkt og hann hló og hló og fannst þetta ferlega gaman. Svona gekk þetta heillengi, og Matthíasi gengur betur og betur að hjóla......samt lítið í einu óstuddur
Kíktum svo aðeins í sveitina á Önnu, Óla og þeirra fylgifiska, og á Árnýju að sjálfsögðu. Anna og co. komin norður í fermingu Svanhildar frænku sem verður á morgun.
Það verður gaman að hitta alla þá
Ætla að láta þessu lokið í bili.............sjáumst síðar, þar til næst................adjö
Hvað er títt ? Héðan að norðan er bara allt ljómandi að frétta, sólin búin að skína á okkur undanfarna daga, sérstaklega þó í dag, BARA heitt og gott
Maður komst að því við illan leik í gær, hvað maður er ofsalega háður vatni. Alltof mikið af dóti sem maður notar dagsdaglega sem er tengt vatni á einn eða annan hátt án þess að maður pæli nokkuð í því.
Í fyrrinótt bilaði dælan sem dælir vatninu í áveitubrunn fyrir okkur hérna á Blönduósi. Það varð til þess að brunnurinn tæmdist og úbbosí ! Ég, ásamt fleirum, höfðum ekki hugmynd um þetta þegar ég mætti í vinnu kl. 8. Gerði það sem ég er vön, fór að smyrja í brauðbarinn og sollis nokk, en svo þegar kom að því að kæla eggin í smurbrauðið var kalda vatnið farið að renna ansi hægt.......og síðan bara alls ekkert !
Stöðvarstýran náði um 9 leytið samband við þá hjá bænum sem sögðu henni hvað var í gangi og að viðgerð stæði yfir en mætti búast við að þetta yrði svona fram eftir degi.
Ss. á föstudegi var staðan svona: Grillið var lokað.........uppþvottavélin virkaði að sjálfsögðu ekki, ísvélin er háð vatni og virkaði því ekki, gosvélin sömuleiðis. Kaffivélin er tengd beint í vatn þannig að það var keypt heimiliskaffivél og vatn á brúsum til að það væri hægt að hella uppá. Það sem verst var að klósettin voru óvirk. En merkilegt nokk hvað fólk tók þessu samt vel, ekkert sem við gátum gert í þessu svosem, það sátu allir hér við sama borðið. Sumir þurftu bara að breyta útaf vananum og fá sér pylsu og kók í staðinn fyrir heita matinn og vatn
Þegar ég var búin að vinna var þetta komið í lag.......og krafturinn að komast í lag
Í dag voru 2 eldri guttarnir mínir hrikalega mikið úti, Þorsteinn tók það að sér að kenna Matthíasi að hjóla án hjálpardekkja. Hann fékk nefnilega gefins hjól um daginn sem er ekki með svoleiðis hjálpartækjum á, og hann er ákveðinn í að taka það með sér á næsta hjóladag í leikskólanum og þá er nú eins gott að kunna að hjóla á því
Það var alveg frábært að fylgjast með þeim, fyrst hélt Þorsteinn í hnakkinn og stýrið og teymdi hann um. Síðan var það tekið á ferðinni, hlaupið af stað og Matthíasi svo ýtt og hann á pedulunum á milljón.......þangað til hann datt hehehe Þeir voru á túninu hérna fyrir aftan þannig að fallið varð mjúkt og hann hló og hló og fannst þetta ferlega gaman. Svona gekk þetta heillengi, og Matthíasi gengur betur og betur að hjóla......samt lítið í einu óstuddur
Kíktum svo aðeins í sveitina á Önnu, Óla og þeirra fylgifiska, og á Árnýju að sjálfsögðu. Anna og co. komin norður í fermingu Svanhildar frænku sem verður á morgun.
Það verður gaman að hitta alla þá
Ætla að láta þessu lokið í bili.............sjáumst síðar, þar til næst................adjö
Ps. Yngsta eintakið varð 9 mánaða í dag, tók þessa mynd í tilefni dagsins, og Þorsteinn tók myndina af mér með bræðrum sínum, ofsalega fín mynd hjá honum
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.4.2007 | 22:05
Flottir gaurar
Já þetta eru flottir strákar sem ég á
Þegar við Viktor komum fram i morgun voru hinir eldri búnir að útbúa þessa snilldar flatsæng fyrir framan sjónvarpið og voru að horfa á barnatímann. Þannig að Viktor fékk að skella sér á milli og hinum fannst það sko ekki leiðinlegt, geta knúsast í litla bró alveg á milljón
Vala og Gummi komu færandi hendi í dag, komu með hillur í Þorsteins herbergi og kassa með "gömlu" dóti sem börnin þeirra eru vaxin uppúr. Uppúr öðrum kassanum sá ég glitta í svona gamallt lítið píanó.....eða skemmtara, hvað sem þetta kallaðist. Með nokkrum melódíum forrituðum í og nokkrar mismundandi tóna........ég horfði á þetta og vonandi að kvikindið væri batteríslaust. En nei, Matthías sá þetta líka og þetta var sko EKKI batteríslaust ! Hann kveikir á þessu og glamrar á þetta góða stund......finnur svo takkann með þessum melódíum og útúr þessu dóti hljómuðu jólalög ! Þá segir strákurinn ferlega montinn: Mamma, nú þarftu ekkert að hlusta á útarpið meira, ég bara spila fyrir þig !!
Viktor Óli leit svona út á þriðjudaginn sl. Með þennan lubba sem aldrei vildi leggjast niður......alltaf stóð hárið uppí loft eins og á lukkutrölli ! Bara flottur sko, en af því að hann er svo heitfengur þá svitnaði hann agalega mikið á höfðinu, þannig að ég ákvað að raka þetta af ! Hann var líka kominn með ágætis skallablett í hnakkann sem var farið að vaxa nýtt hár á, þannig að núna var tíminn.
Eftir ágætis byrjun og smá sorg í restina, og með hjálp frá Árnýju frænku tókst okkur að raka hárið af. Og hann er svooooo mikill töffari svona BARA krútt
Það verður gaman að sjá hvort nýja hárið komi til með að standa bara uppí loftið endalaust
Læt þessu lokið í bili darlíngs.......smúts á línuna
Ps. Ef þú smellir á myndirnar þá sérðu þær stærri
Þegar við Viktor komum fram i morgun voru hinir eldri búnir að útbúa þessa snilldar flatsæng fyrir framan sjónvarpið og voru að horfa á barnatímann. Þannig að Viktor fékk að skella sér á milli og hinum fannst það sko ekki leiðinlegt, geta knúsast í litla bró alveg á milljón
Vala og Gummi komu færandi hendi í dag, komu með hillur í Þorsteins herbergi og kassa með "gömlu" dóti sem börnin þeirra eru vaxin uppúr. Uppúr öðrum kassanum sá ég glitta í svona gamallt lítið píanó.....eða skemmtara, hvað sem þetta kallaðist. Með nokkrum melódíum forrituðum í og nokkrar mismundandi tóna........ég horfði á þetta og vonandi að kvikindið væri batteríslaust. En nei, Matthías sá þetta líka og þetta var sko EKKI batteríslaust ! Hann kveikir á þessu og glamrar á þetta góða stund......finnur svo takkann með þessum melódíum og útúr þessu dóti hljómuðu jólalög ! Þá segir strákurinn ferlega montinn: Mamma, nú þarftu ekkert að hlusta á útarpið meira, ég bara spila fyrir þig !!
Viktor Óli leit svona út á þriðjudaginn sl. Með þennan lubba sem aldrei vildi leggjast niður......alltaf stóð hárið uppí loft eins og á lukkutrölli ! Bara flottur sko, en af því að hann er svo heitfengur þá svitnaði hann agalega mikið á höfðinu, þannig að ég ákvað að raka þetta af ! Hann var líka kominn með ágætis skallablett í hnakkann sem var farið að vaxa nýtt hár á, þannig að núna var tíminn.
Eftir ágætis byrjun og smá sorg í restina, og með hjálp frá Árnýju frænku tókst okkur að raka hárið af. Og hann er svooooo mikill töffari svona BARA krútt
Það verður gaman að sjá hvort nýja hárið komi til með að standa bara uppí loftið endalaust
Læt þessu lokið í bili darlíngs.......smúts á línuna
Ps. Ef þú smellir á myndirnar þá sérðu þær stærri
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.4.2007 | 10:15
Sumarið komið ?
Það er það amk á dagatalinu en ég get ekki sagt að það sé sumarlegt um að litast hérna, skítakuldi og rok
Guttarnir komnir heim og dagleg rútína komin í fastar skorður, leikskóli/skóli/vinna.
Fór á Krókinn á miðvikudaginn, mamma átti afmæli og við kíktum í afmæliskaffi. Það var alveg ágætis, hittum slatta af skyldfólki sem við höfum ekki séð lengi.
Lukkutröllahárið á Viktori Óla fékk að fjúka á þriðjudaginn.......núna er hann lítill skallapoppari
Annars er voðalega lítið að frétta, same old, same old. Leiðist óskaplega eitthvað þessa dagana, eirðarleysi frá helvíti í gangi.
Heyri í ykkur síðar, þar til næst, takk og bless.
Annars er voðalega lítið að frétta, same old, same old. Leiðist óskaplega eitthvað þessa dagana, eirðarleysi frá helvíti í gangi.
Heyri í ykkur síðar, þar til næst, takk og bless.
14.4.2007 | 22:25
Allt að gerast
Halló elskurnar
Jæja, þá er þetta allt að smella saman. Er alveg að komast uppúr kössunum og er að verða búin að koma mér fyrir þannig séð.........verð örugglega í einhvern tíma að endurraða til að finna hlutunum "sinn" stað Solla er búin að vera svooooo ómissandi hjálparhella, hún er búin að vera í vetrarfríi þessa vikuna og hefur komið og hjálpað mér og það er mér svo mikils virði, takk Solla, þú ert bestust Hún tók meira að segja kærastann með sér í dag og þau hjálpuðu mér að setja upp ljós þar sem það þurfti, bora í veggi og festa hitt og þetta og negla slatta af nöglum og hengja upp myndir og svoleiðis trall. Þannig að þetta er aaaaalveg að smella
Strákarnir mínir koma heim á morgun, hlakka ekkert lítið til og ég veit að þeir eru að farast úr spennu yfir að sjá nýja heimilið. Bara gaman að því
Tek almennilegan bloggrúnt á ykkur vinir mínir þegar ég verð alveg búin að koma mér fyrir.
Þar til næst...........farið vel með ykkur
Jæja, þá er þetta allt að smella saman. Er alveg að komast uppúr kössunum og er að verða búin að koma mér fyrir þannig séð.........verð örugglega í einhvern tíma að endurraða til að finna hlutunum "sinn" stað Solla er búin að vera svooooo ómissandi hjálparhella, hún er búin að vera í vetrarfríi þessa vikuna og hefur komið og hjálpað mér og það er mér svo mikils virði, takk Solla, þú ert bestust Hún tók meira að segja kærastann með sér í dag og þau hjálpuðu mér að setja upp ljós þar sem það þurfti, bora í veggi og festa hitt og þetta og negla slatta af nöglum og hengja upp myndir og svoleiðis trall. Þannig að þetta er aaaaalveg að smella
Strákarnir mínir koma heim á morgun, hlakka ekkert lítið til og ég veit að þeir eru að farast úr spennu yfir að sjá nýja heimilið. Bara gaman að því
Tek almennilegan bloggrúnt á ykkur vinir mínir þegar ég verð alveg búin að koma mér fyrir.
Þar til næst...........farið vel með ykkur
8.4.2007 | 09:32
Gleðilega páska
Góðan dag börnin góð og gleðilega páska
Þá er maður búinn að tæma húsið og flutt í nýja húsnæðið á Húnabrautinni. Íbúðin lítur út eins og eftir sprengjuárás en það hlýtur að lagast. Er ekki búin að láta flytja símann og netið þannig að fyrst um sinn verð ég netlaus.......þið verðið bara að höndla það
Vildi bara koma frá mér línu og óska ykkur gleðilegra páska.......ekki borða yfir ykkur af góðum mat...tja eða páskaeggjum
Hafið það sem allra best..........heyrumst í næsta stríði
Ps. smá update......var að heyra í strákunum mínum sem eru hjá pabba sínum........Matthías tilkynnti mér að hann hafði sko fengið páskaegg númer 7 frá Nóa Seríós !! Geri aðrir betur
Þá er maður búinn að tæma húsið og flutt í nýja húsnæðið á Húnabrautinni. Íbúðin lítur út eins og eftir sprengjuárás en það hlýtur að lagast. Er ekki búin að láta flytja símann og netið þannig að fyrst um sinn verð ég netlaus.......þið verðið bara að höndla það
Vildi bara koma frá mér línu og óska ykkur gleðilegra páska.......ekki borða yfir ykkur af góðum mat...tja eða páskaeggjum
Hafið það sem allra best..........heyrumst í næsta stríði
Ps. smá update......var að heyra í strákunum mínum sem eru hjá pabba sínum........Matthías tilkynnti mér að hann hafði sko fengið páskaegg númer 7 frá Nóa Seríós !! Geri aðrir betur
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
2.4.2007 | 19:15
Er á lífi
...bara búin að vera löt. Fór í bæinn á föstudaginn með strákana til pabba síns. Fór svo í PARTÝ um kvöldið ! Já undarlegir hlutir gerast sko
Það var bara alveg ágætis........
Fékk með mér gest í bakaleiðinni og við kíktum í kaffi lengst í langtíburtistan á Begga og Sæunni. Það var alveg frábært, gott að borða með kaffinu og drengurinn þeirra BARA snilld
Fórum í sveitina í gær og í mat þar í gærkvöldi, lambalæri með alles, ljómandi gott bara
Vinna í dag og vonandi.....vonandi fæ ég lyklana að nýja heimilinu á morgun ! Fór og kíkti þangað í dag og þetta verður bara gott. Get þá klárað það af áður en guttarnir koma heim.
Er löt og nenni ekki meir........heyri í ykkur síðar
Fékk með mér gest í bakaleiðinni og við kíktum í kaffi lengst í langtíburtistan á Begga og Sæunni. Það var alveg frábært, gott að borða með kaffinu og drengurinn þeirra BARA snilld
Fórum í sveitina í gær og í mat þar í gærkvöldi, lambalæri með alles, ljómandi gott bara
Vinna í dag og vonandi.....vonandi fæ ég lyklana að nýja heimilinu á morgun ! Fór og kíkti þangað í dag og þetta verður bara gott. Get þá klárað það af áður en guttarnir koma heim.
Er löt og nenni ekki meir........heyri í ykkur síðar
27.3.2007 | 20:11
Takk
Takk fyrir hlýjar hugsanir kæru vinir og góðar óskir.......drengurinn var það hress að fara á leikskólann í morgun og ég í vinnuna
Hann lék á alls oddi og var bara sprækur, takk kærlega fyrir okkur
27.3.2007 | 20:11
Konan
Þegar Guð skapaði konuna vann hann seint á sjötta degi þegar engill kom að og sagði við hann:
Því að eyða svona miklum tíma í þetta?
Og Drottinn svaraði Hefurðu ekki séð upptalninguna á því sem ég þarf að gera til að skapa hana?
Hún þarf að vera vatnsheld en þó ekki úr plasti, hafa meira en 200 hreyfanlega hluta sem alla þarf að vera hægt að skipta um og hún þarf að geta framleitt hvaða mat sem er, hún þarf að geta faðmað mörg börn í einu og gefið faðmlag sem eitt og sér læknar allt frá skrámu til ástarsorgar. Þetta allt þarf hún að gera og það með aðeins tvær hendur
Engillinn varð mjög hrifinn og sagði:
Bara tvær hendur...það er ómögulegt! Og þetta er bara venjulegt eintak?!
Þetta er allt of mikil vinna sem þú klárar ekki í dag, geymdu þetta þangað til á morgun og kláraðu hana þá
Það geri ég ekki svaraði Drottinn. Ég er svo nálægt því að fullgera þetta sköpunarverk sem mun eiga séstakann stað í hjarta mér. Hún læknar sig sjálf þegar hún veikist og hún getur unnið 18 tíma á dag.
Engillinn kom nú nær og snerti konuna.
En þú hefur gert hana svo mjúka Drottinn sagði hann svo.
Hún er mjúk", svaraði Drottinn, En ég hef einnig gert hana sterka því þú getur ekki ímyndað þér hvað hún þarf að ganga í gegn um og þola.
Getur hún hugsað?" spurði engillinn.
Drottinn svaraði:
Hún getur ekki aðeins hugsað heldur einnig rökrætt og staðið í samningum."
Engillinn snerti vanga konunar....
Drottinn, það lítur út fyrir að sköpunarverkið leki! Þú hlýtur að hafa lagt of miklar byrðar á hana.
Hún lekur ekki....þetta er tár leiðrétti Drottinn
Til hvers er það?" spurði engillinn.
Drottinn svaraði:
Tárin eru hennar leið til að láta í ljós sorg sína, efa sinn, ást sína, einsemd sína, þjáningu sína og stolt sitt.
Þetta hafði mikil áhrif á Engillinn sem sagði
Drottinn þú ert snillingur!Þú hefur hugsað fyrir öllu. Þessi kona er stórkostleg!"
Og Drottinn svaraði englinum:
Það er hún svo sannarlega!
Konan býr yfir slíkum styrk að mestu karlmenni undrast hann. Hún tekst á við hvaða vandræði og getur borið þungar byrgðar á herðum sér. Hún hefur í hendi sér hamingju, ást og ætlanir. Hún brosir þegar hana langar að öskra. Hún syngur þegar hana langar að gráta, grætur þegar hún er hamingjusöm og hlær þegar hún er hrædd .
Hún berst fyrir því sem hún trúir á. Hún berst við ranglæti. Hún tekur ekki nei sem gilt svar þegar hún sér betri lausn. Hún gefur sjálfa sig svo fjölskyldan geti dafnað. Hún fer með vini sína til læknis ef hún óttast um þá.
Ást hennar er skilyrðislaus.
Hún grætur þegar börnin hennar eru sigursæl. Hún er glöð þegar vinum hennar gengur vel. Hún gleðst þegar hún heyrir af barnsfæðingum og brúðkaupum.
Hjarta hennar brestur þegar ættingi eða vinur fellur frá.En hún finnur styrk til þess að takast áfram á við lífið.
Hún veit að faðmlag og kossar geta læknað brostið hjarta.
Það er aðeins einn galli á henni, sagði Drottinn að lokum:
Hún gleymir því hversu stórkostleg hún er...
Láttu þetta ganga til vinkvenna þinna til að minna þær á hversu stórkostlegar þær eru...sendu þetta líka til karlmanna sem þú þekkir því stundum þarf að minna þá á það líka!!!
Því að eyða svona miklum tíma í þetta?
Og Drottinn svaraði Hefurðu ekki séð upptalninguna á því sem ég þarf að gera til að skapa hana?
Hún þarf að vera vatnsheld en þó ekki úr plasti, hafa meira en 200 hreyfanlega hluta sem alla þarf að vera hægt að skipta um og hún þarf að geta framleitt hvaða mat sem er, hún þarf að geta faðmað mörg börn í einu og gefið faðmlag sem eitt og sér læknar allt frá skrámu til ástarsorgar. Þetta allt þarf hún að gera og það með aðeins tvær hendur
Engillinn varð mjög hrifinn og sagði:
Bara tvær hendur...það er ómögulegt! Og þetta er bara venjulegt eintak?!
Þetta er allt of mikil vinna sem þú klárar ekki í dag, geymdu þetta þangað til á morgun og kláraðu hana þá
Það geri ég ekki svaraði Drottinn. Ég er svo nálægt því að fullgera þetta sköpunarverk sem mun eiga séstakann stað í hjarta mér. Hún læknar sig sjálf þegar hún veikist og hún getur unnið 18 tíma á dag.
Engillinn kom nú nær og snerti konuna.
En þú hefur gert hana svo mjúka Drottinn sagði hann svo.
Hún er mjúk", svaraði Drottinn, En ég hef einnig gert hana sterka því þú getur ekki ímyndað þér hvað hún þarf að ganga í gegn um og þola.
Getur hún hugsað?" spurði engillinn.
Drottinn svaraði:
Hún getur ekki aðeins hugsað heldur einnig rökrætt og staðið í samningum."
Engillinn snerti vanga konunar....
Drottinn, það lítur út fyrir að sköpunarverkið leki! Þú hlýtur að hafa lagt of miklar byrðar á hana.
Hún lekur ekki....þetta er tár leiðrétti Drottinn
Til hvers er það?" spurði engillinn.
Drottinn svaraði:
Tárin eru hennar leið til að láta í ljós sorg sína, efa sinn, ást sína, einsemd sína, þjáningu sína og stolt sitt.
Þetta hafði mikil áhrif á Engillinn sem sagði
Drottinn þú ert snillingur!Þú hefur hugsað fyrir öllu. Þessi kona er stórkostleg!"
Og Drottinn svaraði englinum:
Það er hún svo sannarlega!
Konan býr yfir slíkum styrk að mestu karlmenni undrast hann. Hún tekst á við hvaða vandræði og getur borið þungar byrgðar á herðum sér. Hún hefur í hendi sér hamingju, ást og ætlanir. Hún brosir þegar hana langar að öskra. Hún syngur þegar hana langar að gráta, grætur þegar hún er hamingjusöm og hlær þegar hún er hrædd .
Hún berst fyrir því sem hún trúir á. Hún berst við ranglæti. Hún tekur ekki nei sem gilt svar þegar hún sér betri lausn. Hún gefur sjálfa sig svo fjölskyldan geti dafnað. Hún fer með vini sína til læknis ef hún óttast um þá.
Ást hennar er skilyrðislaus.
Hún grætur þegar börnin hennar eru sigursæl. Hún er glöð þegar vinum hennar gengur vel. Hún gleðst þegar hún heyrir af barnsfæðingum og brúðkaupum.
Hjarta hennar brestur þegar ættingi eða vinur fellur frá.En hún finnur styrk til þess að takast áfram á við lífið.
Hún veit að faðmlag og kossar geta læknað brostið hjarta.
Það er aðeins einn galli á henni, sagði Drottinn að lokum:
Hún gleymir því hversu stórkostleg hún er...
Láttu þetta ganga til vinkvenna þinna til að minna þær á hversu stórkostlegar þær eru...sendu þetta líka til karlmanna sem þú þekkir því stundum þarf að minna þá á það líka!!!
25.3.2007 | 10:56
Uppfærsla á veikindunum
Úfff hvað þessi helgi hefur tekið á. Viktor Óli er búinn að vera svo fárveikur
Á föstudagskvöldið fór hann hæst uppí 40,8°C, og nóttin var verulega slæm. Var með um 40 stig alla nóttina, þrátt fyrir stíla......svaf lítið, mókti bara hitamóki
Ekki auðvelt að horfa uppá og geta ekkert gert fyrir þetta kríli
Sl. nótt var skárri......hann náði að sofna í smá tíma inná milli, var með 8 kommur í gærkvöldi en um 4 í nótt komin í 40 gráður aftur.
Hann er kátari núna en í gær, amk ennþá, sem mér finnst frábært, það var voðalega erfitt að sjá hann í móki. Er líka duglegri að drekka núna.....
Endilega senda honum áframhaldandi batastrauma, maður veit hvað maður verður druslulegur sjálfur af svona hita, hvað þá 8 mánaða barn.
Knús á línuna
Gerða
Sl. nótt var skárri......hann náði að sofna í smá tíma inná milli, var með 8 kommur í gærkvöldi en um 4 í nótt komin í 40 gráður aftur.
Hann er kátari núna en í gær, amk ennþá, sem mér finnst frábært, það var voðalega erfitt að sjá hann í móki. Er líka duglegri að drekka núna.....
Endilega senda honum áframhaldandi batastrauma, maður veit hvað maður verður druslulegur sjálfur af svona hita, hvað þá 8 mánaða barn.
Knús á línuna
Gerða
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.3.2007 | 21:59
Veikindi enn og aftur :(
Miðvikudagurinn var ekkert spes heilsulega séð.......var eitthvað svo kalt allan daginn í vinnunni, var með fjólubláa húð og gæsabólur útum allt. Mældi mig um kvöldið eftir að vera búin að dressa mig uppí náttbuxur og náttpeysu.......38,5. Vaknaði morguninn eftir, enn með hita en ekki svona agalega kalt þannig að ég fór í vinnuna. Var með einhverja gubbu yfir daginn en það reddaðist.
Vaknaði svo í morgun með 39 og niðurgang frá helvíti þannig að ég ákvað að vera heima. Það er auðveldara að hlaupa á klósettið og gubba ef því er að skipta í vinnunni en að eiga það á hættu að gera í brækurnar er allt annað. Fór með strákana í leiksólann. Viti menn......um 2 leytið var hringt af Mánaseli, Viktor Óli kominn með 39,5 stiga hita. Sótti hann og beið til um hálf fimm svo ég kæmist með hann til læknis. Hann er með roða og vökva í eyrunum....aftur.....en lítið ofan í sér sagði doktor. Þannig að pústin hans virðast vera að gera eithvað þó mér finnist þau ekki virka rassgat nema rétt eftir að hann fær þau.
Hann er búinn að vera agalega lítill í sér.......líður mjög illa greinilega. Er búin að vera að dæla í hann stílum en samt var hitinn 39,8 fyrir klukkutíma síðan
Ég vona svo innilega að þessi /&%/$ pestarfjandi fari sem fyrst og láti okkur vera það sem eftir er, það er komið nóg !!
Yfir & Út !
Hann er búinn að vera agalega lítill í sér.......líður mjög illa greinilega. Er búin að vera að dæla í hann stílum en samt var hitinn 39,8 fyrir klukkutíma síðan
Ég vona svo innilega að þessi /&%/$ pestarfjandi fari sem fyrst og láti okkur vera það sem eftir er, það er komið nóg !!
Yfir & Út !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar