Færsluflokkur: Almennt raus
18.11.2008 | 09:51
Kleppur Hraðdeild góðan dag !
Það var hringt í mig í vinnuna áðan af leikskólanum, og það þýðir bara eitt:
Viktor Óli er orðinn veikur, einu sinni enn !! 40°C hiti takk fyrir kærlega !
Ætlar þessu ekkert að linna ?!?!
17.11.2008 | 23:09
Ekki lengur í tónleikaferð
Vinkona mín skrifaði á "fésið" mitt (lesist Facebook) í gær, að það væri alveg sama hvenær hún kíkti inná bloggið mitt, ég væri alltaf í einhverri tónleikaferð ! Ég veit uppá mig skömmina með bloggleysið, og ætla að reyna að bæta úr því hér með, með svona stórum stiklum yfir atburði sl. mánaðar !
Látum okkur sjá......um mánaðarmótin veiktist Matthías (á laugardegi).....hann var með magakvalir miklar og hita og svoleiðis ógeðslegt. Á miðvikudeginum var hringt af leikskólanum....Viktor Óli líka kominn með hita ! Ég get alveg sagt ykkur að ég var orðinn rétt u.þ.b Klepptæk þegar þessari veikindatörn lauk ! Pabbi þeirra kom hingað norður á fimmtudagskvöldinu, og var með þá helgina....þá voru þeir sem betur fer orðnir hressir, amk nógu hressir til að fara með honum á Akureyri yfir helgina. Þorsteinn að vísu veiktist þar, og kom svo í ljós eftir helgina að hann var kominn með bronkitis, þannig að stúfurinn sá fór á pensilínkúr og astmapúst. Pensilínið er að klárast og hann er mikið skárri, sem betur fer ! Agalegt að heyra hóstann í krakkanum !
Á föstudeginum þá helgina, beint eftir vinnu, fórum við Árný suður ! Vorum með mjög fína verkalýðsíbúð í Naustabryggjunni. Gerðum ekki rass í bala á föstudagskvöldinu, en á laugardagskvöldinu var örlítið tekið á því. Tilefnið var 35 ára afmæli stórfrænku minnar hennar Önnu. Eftir slatta af "window shopping" á laugardeginum, höfðum við okkur til á mettíma......opnuðum öl og annan, og skelltum okkur heim til þeirra í þessa líka fínu afmælisveislu, takk kærlega fyrir mig elskurnar
Síðan skelltum við frænkur okkur á Greifaball á Players og ó mæ god hvað það var gaman ! Þetta var fortíðarflipp af bestu gerð hehehe Dönsuðum frá okkur allt vit og hálfar lappirnar líka.....þetta var alveg ferlega gaman Fengum svo eðallimma til að sækja okkur og skutla okkur heim í íbúð
Það voru mikið þreyttar konur sem komu heim á sunnudeginum
Síðan hefur það bara verið vinna og meiri vinna.
Er aðeins dottin í saumadótið mitt aftur, tek þetta svona í skorpum
Það hefur ss ekkert agalega markvert gerst hérna sl mánuð.......þetta er sama rútínan dag eftir dag
Ég hef verið að ýta því aftur fyrir mig að strákarnir verði ekki hérna um jólin.......ég hef aldrei verið barnlaus um jólin og mig kvíður svoooo fyrir því Ég veit að þeir eiga eftir að hafa það ferlega gott hjá pabba sínum og afa og ömmu.........en hef samt verið að ýta því útí horn
Ætla að láta þessu lokið í bili.......fyrir þessar hræður sem eru ekki búin að gefa upp alla von á lífsmarki frá mér, þá veit ég amk um Oddný vinkonu og pabba, þau kvörtuðu bæði undan pennaleti í mér hehehe
Þangað til næst.............
12.10.2008 | 14:14
Tónleikaferð
Ég, Árný og guttarnir mínir skutluðumst suður í gær. Fórum með strákana í pass til Oddnýjar og Jökuls í Keflavíkinni og fórum svo í Laugardalshöllina á Minningartónleika um Villa Vill.
Þeir voru ÆÐISLEGIR !!!!! Alveg meiriháttar !!!! Það er erfitt að lýsa þeim almennilega.......þetta var bara alveg frábært !! Tónlistarfólkið sem tók þátt í þessu stóð sig meiriháttar vel, en það sem stóð uppúr fyrir mér, var að sjá Jóhann, son Villa, koma á sviðið og syngja með Jónsa" Lítill drengur". Það var frábært !!
Líka þegar Laddi kom á svið og tók "Einshljóðfærissinfoníuhljómsveit" sem er hér að neðan.....það var meiriháttar !!
Eftir tónleikana fórum við aftur í Keflavíkina, vorum að gæla við að gista bara og skella okkur heim í dag, en spáin var ekkert uppá marga fiska, nenntum ekki að keyra heim í roki og rigningu, þannig að við drifum okkur af stað í gærkvöldi.
Þúsund þakkir fyrir passið Oddný (og Jökull líka hehe).
Komum við í áfyllingu á Ártúnshöfðanum........bæði á bílinn og okkur, og brunuðum svo heim. Strákarnir sváfu nánast alla leiðina.......Viktor Óli svaf heldur illa þó, hann var alltaf að vakna þetta grey, eflaust orðinn útkeyrður eftir svona langa setu. Við vorum það líka........þegar maður situr á botninum allan daginn, þá tekur það svolítið á
Vorum komnar heim um 12:30 í nótt.....og strákarnir voru ekki lengi að hverfa inní herbergin sín og halda áfram að sofa
2 gullkorn urðu til frá sonum mínum í gær.....
Þegar við komum í bæinn, stoppuðum við á N1 við Gagnveginn. Stóðum þarna fyrir utan bílinn og vorum að reykja, og synir mínir eru bara þannig að ef að bíllinn stoppar, þá eru þeir búnir að rífa af sér beltin um leið og eru á ferðinni útum allan bíl. Matthías stóð inní bíl.....og kemur svo út og segir:
"Mamma, þú trúir þessu ekki !! 2ja ára krakki girti mig niður!!!" (nákvæmlega hans orð)
Þá hafði Viktor Óli gripið tækifærið fyrst Matthías var að glenna sig eitthvað, og kippt niður um hann buxunum !!
Oddný sagði okkur líka, að Jökull hafi komist að þvi að Þorsteinn geti blaðrað útí eitt......sérstaklega við matarborðið.
Jökull hafi sagt við hann að hann ætti að renna fyrir munninn og henda lyklinum.....þið kannist við handahreyfingarnar sem fylgja þessu.......þá svaraði Þorsteinn:
"Hvernig á ég þá að borða??!!"
That's all folks
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.10.2008 | 17:26
Kreppa.........
.........og slaka !!
Það verður sko ekkert helv.....krepputal í gangi á þessu bloggi, er alveg komin með uppí kok af aulabröndurum og krepputali undanfarna daga
Strákarnir mínir fóru til pabba síns á fimmtudaginn og í tilefni af einveru minni í nokkra daga ákváðum við Árný að bregða undir okkur betri löppunum og skella okkur suður í borg óttans. Vorum í fínustu verkalýðsíbúð í Sólheimunum og höfðum það fínt. Eyddum helginni með viðhengjunum okkar, drukkum, djömmuðum, skemmtum okkur (og öðrum) alveg ferlega vel, sváfum frameftir, spiluðum og höfðum það bara æðislegt. Gerðum það sem við vildum, þegar við vildum
Fórum svo heim á mánudeginum......ég þurfti til læknis þá í hádeginu þannig að við komumst ekki fyrr, enda var það allt í lagi, græddum smá auka tíma
Strákarnir mínir áttu svo að koma heim í gærkvöldi, en dallurinn sem leysir Herjólf af, bilaði þannig að þeir komu ekki fyrr en núna áðan. Yndislegt að fá 3 púka hlaupandi á móti sér þegar maður er búinn að vinna, eftir svona fjarveru
En.....ætla að láta þessu lokið í bili, það fer lítið fyrir blómailminum úr bleyju sonar míns núna
Kv. af Húnabrautinni
Ps. jú á meðan ég man, mér tókst í síðustu viku, af því ég hef EKKERT annað við peningana mína að gera........að klessa bílinn minn á fimmtudaginn, og að brjóta risa fyllingu úr jaxli á leiðinni suður á föstudaginn.
EN.....það reddast.......er það ekki bara ?!?!
27.9.2008 | 09:36
Jæja já.......
Kannski kominn tími á eitthvað pár héðan af Húnabrautinni.....
Miðju maurinn Matthías er búinn að vera veikur síðan á miðvikudagskvöld. Með einhverja fjandans hitapest og ljótann hósta Það hefur svosem ekki mikið sést á honum.......hann er búinn að vera eins og gormur útum allt Hann er vonandi að hressast, amk tilkynnti hann mér í morgun að honum liði pínu vel Hann er spenntur fyrir skólanum, fékk heimaverkefni í vikunni í fyrsta sinn og sinnti því af mestu áfergju.....sjáum hvað það gengur lengi
Viktor Óli er kominn á nýja deild í leikskólanum og blómstrar þar. Hann var orðinn pínu vælinn á morgnana, en það er allt horfið. Hann má varla vera að því að fara úr útifötunum á morgnana og að kveðja mömmu sína er bara aukaatriði Orðaforðanum fleytir fram, og hann syngur og trallar lög sem hann lærir á leikskólanum.......ég þarf bara að læra þau líka því ekki skil ég það sem hann syngur
Þorsteinn minn fer vel af stað í skólanum, hann þarf sem fyrr að taka sig á í lestrinum, stafsetningu og skrift.......og þegar það er komið þá mun námið leika fyrir honum
Hann fékk bók frá Steina pabba sínum í afmælisgjöf, og vill nú ólmur skipta um lestrarbók í skólanum, hann LANGAR að lesa bókina sem fyrst !! Hann langar ALDREI að lesa bækur, honum leiðist það meira en allt held ég
Hann ætlar að halda smá uppá afmælið í kvöld, fær nokkra vini sína í pylsupartý, snakk og dvd.....og hinn helmingurinn af honum ætlar að gista (lesist Óskar).
Af mér er allt ágætis að frétta......lífið gengur sinn vanagang svosem. Breytingar í vinnunni, Anna Kristínin mín er að hætta sem stöðvarstjóri og fer á vit annarra ævintýra á vinnumarkaðinum.
Mér finnst það frábært hjá henni, en ég á eftir að sakna hennar helling samt
Þvottahúsið og fleiri gleymdir staðir innan heimilisins hafa fengið að kenna á því að ég hef verið heima með veikann dverg sl. daga.....og svei mér þá ef ég er ekki farin að uppgötva að það er SVONA gólf í þvottahúsinu
Ég og Árnýin mín ætlum að bregða undir okkur betri fætinum næstu helgi. Þá fara strákarnir til pabba síns og við Árný ætlum að skella okkur í borg spillingana. Fengum verkalýðsíbúð og ætlum að hitta gamla og góða vini og hafa það gott, hlakka hrikalega mikið til
Heyri í ykkur síðar ljúfurnar, þar til næst...........
17.9.2008 | 17:45
Loksins !!!
Þetta er kannski ekki merkilegt fyrir ykkur, en fyrir mig er þetta risastórt !!
14.9.2008 | 09:16
Tannálfurinn og lítil systir
Það hlaut að gerast á endanum, lausa tönnin hans Matthíasar fór í gærkvöldi. Og í morgun, þegar hann sýndi mér peninginn sem álfurinn skildi eftir, sýndi hann mér aðra lausa tönn
Pabbi hringdi í nótt og sagði mér að ég hefði eignast systur fyrr um nóttina, innilegar hamingjuóskir með hana pabbi minn og Lizel
28.8.2008 | 21:01
Lífsmark.....
Já sko mína, loksins að maður drullast til að skrifa eitthvað hérna.......sögur af andláti mínu í bloggheimum eru stórlega ýktar
Skólinn var settur hérna fyrir viku síðan !! Sökum anna í vinnunni komst ég ekki með strákunum á skólasetninguna, en Amma Halla var svo yndisleg að fara með þeim og vera aðallega Matthíasi til halds og trausts (þúsund þakkir frænka). Litli snúðurinn minn er ss settur á skólabekk !!
Ef hann hefði getað sprungið úr spenningi.....þá hefði hann gert það
Þetta hefur gengið ágætlega finnst honum, það er mjög vel fylgst með því að kerlingin (lesist ég) smyrji nú örugglega nestið fyrir skólann. Uppúr hádegi á sunnudaginn var hann að minna mig á að smyrja nú nestið hans, hann væri nefnilega að fara í skólann daginn eftir
Það er ferlega skrítið að horfa á eftir honum, með skólatösku á bakinu, lalla í skólann.......hann er "my baby"
Linda Kristín var hérna í mánuð núna seinnipart sumars. Hún var ákveðin í að læra að sauma, eða sko að ég myndi láta hana fá eitthvað til að sauma. Hún sagðist nú kunna þetta alveg síðan úr skólanum. Hún fann sér mynd, ég hafði fengið útsaumað kort í afmælisgjöf og hún vildi sauma eftir því. Þannig að ég fann fyrir hana efni og garn og hún sat með kortið fyrir framan sig og saumaði eftir því......hún breytti myndinni aðeins og hafði hana alveg eins og hún vildi hafa hana, og ég var ekkert smá stolt af henni með útkomuna, mér finnst þetta stórglæsilegt hjá henni
Ég hrökk líka í saumagírinn......saumaði í skópörunum sem ég er að gera fyrir Oddný og Jökul, en ég stóðst ekki mátið og skaut þessari mynd inná milli.
Ég gaf vinnufélaga mínum þetta og manninum hennar, yndisleg hjón frá Póllandi. Þau hafa átt mjög erfitt síðan að hún missti......komin næstum 20 vikur
Þannig að ég saumaði þessa mynd og gaf þeim, og fékk vinkonu hennar til að hjálpa mér að gera textann á pólsku, þetta þýðir eitthvað á þessa leið: "Þú verður ávallt í hjörtum okkar litli engill" Þau voru svo ánægð með hana og það gaf mér svo mikið.....og ég gaf henni loforð að þegar að þau myndu eignast barn saman, hvenær sem það yrði, þá skyldi hún fá aðra mynd, en ekki engil
Ég tók ákvörðun í dag......sem getur breytt heilmiklu fyir mig og börnin mín.......en er ekki tilbúin að segja hvað það er. Að hafa tekið ákvörðunina er nóg í bili, ég vona bara að niðurstaðan verði okkur í hag
Bið að heilsa ykkur í bili.........þar til næst
Ps. Þið getið smellt á allar myndirnar til að stækka þær.
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 22:15
Sollan mín......
Ég tek það fúslega á mig Sollan mín.......hef ekki verið í bloggfíling ef svo má segja
Eitt og annað hefur svosem gerst undanfarið......pabbi kallinn var hérna á landinu í dágóðann tíma. Hann kíkti norður nokkrum sinnum og við hittumst í bænum líka. Hann steig skref hérna á skerinu sem ég er svo ógurlega stolt af honum með að það hálfa væri hellingur
Árnýin og Sollan eru báðar komnar á fertugsaldurinn og var haldið uppá það með pompi og pragt á afmælisdaginn hennar Sollu, 31. maí sl. Ferlega gaman........ofsalega góð bolla í boði, ískaldur breezer og frábær félagsskapur, takk fyrir mig elskurnar Skelltum okkur nokkrar á sjómannadagsball á Skagaströnd og skemmtum okkur konunglega
Strákarnir fóru fyrir 12 dögum síðan til pabba síns í sumarfrí og koma ekki heim aftur fyrr en um miðjan júlí !! Það er hrikalega tómlegt í kotinu án þeirra.......þannig að maður hellir sér bara í vinnu á meðan. Var að vinna á balli sl. helgi og tek einhverja aukavaktir í Skálanum á næstunni.
Bíladagar á Akureyri um næstu helgi þannig að það verður nóg að gera hjá okkur, og svo Smábæjarleikarnir þarnæstu helgi........ennþá meira að gera þá.
Ætla að láta þessu lokið í bili, býst ekki við að vera agalega virk hérna á næstunni, það verður nóg annað að gera
Veriði góð við hvert annað og njótið þess að vera til.........það ætla ég að gera
Yfir & Út !
19.5.2008 | 22:29
Strákaföt óskast
Hæ
Nú eru gaurarnir mínir að spretta uppúr öllum flíkum.......og mig vantar svo á Viktor Óla buxur í stærð 86-92 (þó meira af 86 í bili) og úlpu í sömu stærð.
Matthías vantar líka úlpu í stærð 116.
Ef þið lumið á einhverju, eða vitið um einhvern sem á eitthvað af fötum sem þið viljið selja mér.........látið mig þá endilega vita
Fyrirfram þakkir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar