Færsluflokkur: Almennt raus
13.5.2008 | 21:58
Í lok afmælisdags
Kærar þakkir til allra sem sendu mér sms eða hringdu, og létu sjá sig.......Stennan mín, Anna Kr., Brói.......takk kærlega fyrir mig
Og Árnýin mín og Sollan, takk fyrir knúsið og yndisfagran söng snemma að morgni
Odda sys, ég er með sönnun inná talhólfinu fyrir sönghæfileikum þínum góða mín
Takk fyrir mig
22.4.2008 | 21:36
Útskriftarferð
Hérna eru þeir bræðurnir á leikskólanum.......veit ekki hverjum datt í hug að setja þessa ljótu húfu á yngri afleggjarann
15.4.2008 | 20:45
Árshátíð og fleira.....
Sl. föstudag fór ég í jarðarför pabba vinkonu minnar, erfið jarðarför að mörgu leyti en svo falleg líka. Synir Einars heitins og sonarsonur spiluðu nánast alla tónlistina í athöfninni, flygill, flugelhorn, trompet, gítar og bassi eru þau hljóðfæri sem komu við sögu, að ónefndu orgelinu, karlakórnum og Þórhalli. Tónlistin var himnesk, alveg meiriháttar. Þeir sem ekki vissu, þá lærði ég á trompet í 8 ár þegar ég var yngri og er algjör "sökker" fyrir tónlist spilaðri úr því hljóðfæri, og þeir spiluðu svooooo vel og fallega að það var frábært. Ég stóð sjálfa mig að því oftar en einu sinni að fara næstum að klappa að flutningi loknum, en það var víst ekki viðeigandi. Huggaði mig þó við það eftir helgina þegar ég las á fleiri bloggum að ég var ekki ein um þetta, að bresta næstum í klapp
Elsku Lena mín, minning pabba þíns lifir í ótal hjörtum áfram
Eftir jarðarförina var smá spæningur hérna heima. Við strákarnir að fara suður og sauðurinn ég ekki búin að pakka. Var komin heim um 15:30.......spændi úr sparifötunum, pakkaði niður fyrir mig og gaurana (með hjálp frá Þorsteini) gekk frá hérna heima, vaskaði upp, kom draslinu út í bíl og var komin upp á leikskóla til að sækja yngri gaurana kl. 16 ! Og merkilegt nokk að þá gleymdist ekkert merkilegt hahaha
Signý vinnufélagi (Hæ Signý, hvernig væri að kvitta svona í tilefni dagsins ha ??? ) kom með okkur suður og varð eftir í Breiðholtinu. Þar hittum við karl föður minn, við vorum búin að mæla okkur mót þannig að hann gæti hitt strákana aðeins og svona, fórum heim til afa hans Lauga í smá spjall og svo urðu strákarnir eftir hjá pabba sínum, pabbi fór í Hafnarfjörðinn aftur og ég tók smá aukarúnt niður í bæ áður en ég fór í Keflavíkina í gistingu, því að ónefndur sauður sem varð samferða, GLEYMDI skónum sínum í bílnum !! Var á inniskóm en gleymdi hinum
Komst fyrir rest inn í Keflavík þar sem Oddný tók vel á móti mér Ég var búin að biðja hana um strípur og klippingu og fékk strípurnar þarna um nóttina næstum því hehehe Klippingin kom morgunin eftir. Fór svo inní Hafnarfjörð þar sem ég hitti Önnu Kristínu og við fórum til Bibbu í framköllun á andlitinu........gera okkur sætari og fínni fyrir árshátíðina
Hótel tjékk-inn eftir það.....Hilton Nordica var það heillin Sturta og meira "sjæn" og klár í slaginn. Árshátíðin var haldin í Vodafone höllinni á Hlíðarenda, eða bara Valsheimilinu eins og þekki þennan stað. Þetta var alveg heljarinnar fjör, mikið gaman, góður tónlistarflutningur, frábær matur og meiriháttar félagsskapur. Var þó komin á skikkanlegur tíma aftur á hótelið
Hitti pabba þegar ég var komin með meðvitund daginn eftir. Fórum á smá flakk.......fórum á veitingastaðinn Hornið í mat og fengum æðislegann mat. Fórum svo á röltið og skröltið í Kolaportinu, hef ekki gert það lengi og enn lengra síðan hann fór þarna
Gerðum svo góð innkaup í Bónus áður en mér var skilað í bílinn minn sem stóð ennþá við hótelið.
Takk fyrir daginn pabbi minn, þetta var frábært
Þaðan fór ég í fermingarveislu í Garðinum, það var verið að ferma frænku hans Lauga og þar hitti ég gaurana mína. Stoppaði aðeins og síðar héldum við í bæinn, sóttum Signýju (ekki gleyma að segja hæ Signý ) og rúlluðum norður. Að koma heim um 22:30, koma mjög svo þreyttum börnum úr bílnum og í rúmið, taka allt draslið úr bílnum, ganga frá innkaupunum og þess háttar.......það er ekki alveg uppáhalds sko......minns var nefnilega útkeyrð líka.....en það hafðist allt saman
Bíllinn minn fór í smurningu og á sumartútturnar í dag........það er eins fallegt að það snjói ekkert meir á næstunni !!!
Vörutalning í vinnunni í dag líka.......gekk fínt, en þetta var samt skrítinn dagur
Vil minna þá sem eru hérna á Blönduósi og lesa þetta raus, að Blóðbankinn verður með bílinn sinn fyrir utan hjá okkur á N1 á morgun, frá kl. 14-17. Ég hvet alla sem geta að koma og gefa blóð, því blóðgjöf er lífgjöf !!
Kveð ykkur í kútinn í bili.........þar til næst
9.4.2008 | 07:22
Matthías Freyr 6 ára
5.4.2008 | 19:07
Uno mas ?
Það er búið að vera voðalega dimmt yfir mér undanfarið, hef hugsað mikið til þess fólks í kringum mig sem á um sárt að binda þessa dagana, vegna andláts ástvina sinna. Hugur minn er hjá ykkur öllum og ég bið alla góða vætti um að styrkja ykkur í þeirri sorg sem þið kljáist við
Af sonum mínum er allt ljómandi að frétta. Þorsteinn fór í skíðaferðalag með skólanum á miðvikudaginn sl. og skemmti sér stórvel. Mig drullukveið fyrir því hann hefur ekkert mikið verið að þvælast á skíðum.......og ég fékk risahnút í magann þegar um miðjann dag hann hringir í mig í vinnuna og sagðist hafa meitt sig. En það var sem betur fer ekkert alvarlegt, smá bylta, skíði í hausinn og hausverkur Ekkert brot, ekkert gat.......þá hlýtur þetta að gróa áður en hann giftir sig Hann og viðhengið hans, Óskar, eru búnir að vera óaðskiljanlegir núna undanfarið.......Óskar gisti hérna sl. nótt og ég hef ekkert séð son minn síðan um hádegi........þeir eru einhvers staðar að skottast Skólinn gengur vel, honum hefur farið fram í lestrinum sem mér finnst alveg meiriháttar, þetta hefur alltaf staðið í honum, að ná upp hraða og lesskilningurinn er ekki uppá það besta. En allt uppá við
Matthíasinn minn er svoooooo duglegur. Hann hefur átt voðalega erfitt með að sofa í sínu rúmi alla nóttina, hefur ýmist komið uppí til mín eða farið fram í sófa. En núna undanfarna viku hefur hann sofið alla nóttina í sínu rúmi !! Er ekkert lítið stolt af mínum manni Ég talaði við hann um daginn og sagði við hann að hann þyrfti að reyna, það er ekkert langt í að hann fari í útskriftarferð með leikskólanum og þá verða þau í burtu yfir nótt, og þá er engin mömmuhola eða sófi til að skríða uppí.....hvað myndi hann þá gera ? Þannig að guttinn reyndi og það tókst
"Ef ég vakna mamma, þá bara leggst ég aftur niður, og hugsa fallegar hugsanir og þá sofna ég bara aftur"
Hann átti nú ágætis gullkorn um daginn. Hann hafði verið að tala við pabba sinn í símann og þegar hann var búinn þá spurði ég hvar hann hafði sett símann......."nú ég setti það í hræðslutækið"
Viktor Ólinn minn er bara krúttköggull Ég hafði það loksins af að fara með hann í 18 mánaða skoðun á miðvikudaginn, þá er hann rétt rúmlega 20 mánaða
Hann fékk glimrandi skoðun, er orðinn 12,870 gr og 83,5 cm ! Ég held að ég hafi fundið meira til en hann þegar hann fékk sprautuna, hann kipptist ekkert við og það heyrðist ekki eitt píp í honum, ferlega duglegur
Honum fer svo fram í tali þessa dagana, hellingur af orðum sem hann segir og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hann skilur mikið, það er alveg ótrúlegt.
Af mér er hins vegar mest lítið að frétta..........er búin að vera andlaus, hef mig ekki í að sauma einu sinni. En það hlýtur að koma með vorinu
Þetta er það helsta sem er í fréttum frá Húnabrautinni í dag.........hafið það eins gott og þið getið, það ætlum við að gera
31.3.2008 | 22:39
Nýjustu nöfnin sem mannanafnanefnd leyfir
24.3.2008 | 22:57
Fallin hetja :o(
Elsku Fjóla, Mummi, systkyn Hugins og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þennan stóra missi.
Kv. Gerða Kristjáns og fjölskylda
Til lítils engils
Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín.
Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín.
Ég fékk svo oft að sjá þig og blíðu brosin þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín.
Segðu pabba að ég elsk´ann því pabbi á líka bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt.
Segð´onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín,
kennd´onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín.
Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér.
Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.
Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín,
láttu á leiðið mitt hvíta rós, það læknar sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín
og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín.
20.3.2008 | 22:58
Er víst komin heim
En þetta var ferlega skemmtileg ferð, alveg meirháttar. Samt alltaf gott að koma heim.......
Heyri í ykkur síðar, er að sofna hérna fram á lyklaborðið
14.3.2008 | 23:37
Orblogg fra London
Jaeja.......dagur 3 naestum a enda og thetta er buid ad vera gjorsamlega GEGGJAD !!!
Buin ad versla FULLT af fotum, adallega a sjalfa mig svona einu sinni, borda godan mat, fara a Queen showid (for lika a thad 2006 en vaeri vel til i ad sja thad einu sinni enn ef ekki oftar) og sidast en ekki sist, vera i frabaerum felagsskap. Thetta er buid ad vera AEDI !!! (herna aetladi eg ad setja broskall en thad virdist ekki vera haegt ad gera thad frekar en ad skrifa islenska stafi hehehe :o))
A morgun er stefnan tekin a Portobello Road og Oxford Street i framhaldi af thvi..........fann verslun sem selur ulpur, jakka og thesshattar og aetla ad skoda hana nanar........
Hafid that gott elskurnar.........thangad til naest :o)
12.3.2008 | 06:10
Allt að gerast
Taxabílar eru væntanlegir kl. 6:50 til að hirða upp 9 kellur, spenntar og ákafar í að komast í smá húsmæðraorlof.......og mikið held ég að Jökull verði feginn að losna við okkur hahaha
Veriði stillt elskurnar........sjáumst skömmu síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar