Leita í fréttum mbl.is

Halló elskurnar

Mér líður eins og algjörum svikara !!  Er búin að rausa eitthvað bull hér á hverjum degi síðan ég byrjaði að blogga á þessari síðu....nema í gær !!  Með skömm (passlega mikilli) og glotti á vör (stóru já hehe)  viðurkenni ég fúslega að hafa "haldið framhjá" ykkur með 8 og ½ kalli í gærkvöldi !!  Ójá !!  Sat á mínum sístækkandi rassi (hann stækkar amk ef ég held áfram að úða í mig sjokkolað) í mínum eðalfína Lazyboy og saumaði LoL
Fannst ég ekki hafa neitt merkilegt að segja þannig að ég nennti ekki að blogga, enda er það bara í fínu lagi, ég er alveg örugglega ekki ómissandi hér frekar en annars staðar Smile

Ég átti svo skemmtilegann dag í vinnunni, það er svo yndislegur strákur (stundum maður en alls ekki kall !) að vinna með mér að það hálfa væri hellingur Smile  Hann er með svo notalega og yndislega nærveru að það er ekki hægt annað en að þykja ofsalega vænt um hann InLove  Einlægur og bara frábær......kúturinn minn, þú ert æði Grin

Ohhh vitiði hvað ég gerði í dag ?  Bwahaha ég er svoooo mikill púki stundum að það er frábært Wink
Ég hringdi í mann hjá starfsmannafélaginu í höfuðstöðvunum fyrir sunnan, til að panta sumarbústað fyrir eina helgi í maí.  Ofsalega hress kall Smile  Hann segir að þetta sé svo æðislegur tími til að fara í bústað, sérstaklega til að eiga notalega stund með heittelskaðri/elskuðum.......og bætir því svo við að hann eigi kannski ekkert að segja svona, þetta gæti túlkast sem kynferðisleg áreitni.
Asninn ég skaut á móti......."Blessaður vertu elskan mín......hérna á Blönduósi þekkjum við ekkert sem kynferðislega áleitni á vinnustað......þetta er allt saman kynferðisleg viðleitni !! " (Árný frænka átti þessa gullnu línu um daginn og ég fékk hana lánaða)
Ég vissi ekki hvert maðurinn ætlaði af hlátri........" hahaha ég verð að nota þesa línu einhvern tímann" sagði hann LoL 

Eigiði gott kvöld darlíngs.........þar til næst Kissing

Helgarlok...

.....og fastir liðir eins og venjulega á morgun.  Fara með guttana í skóla/leikskóla og vona heitt og innilega að veikindum sé lokið hér á þessum bæ !  Erum búin að fá okkar skammt hér og vel það Shocking

Komst að því núna í vikunni að ein vinkona mín er að fá saumadelluna á háu stigi og ég hélt að hún fengi aðsvif þegar ég sýndi henni í kassa og hillur í "saumaherberginu" mínu LoL  Bara gaman að því Smile

Náði að sauma aðeins um helgina, snjókall númer 9 er vel á veg kominn........spurning um að einsetja sér að klára þetta fyrir afmælið mitt ha ? Tounge

Það er eitthvað dúbíus í gangi með þetta blessaða blogg mitt, það bara vil ekki haga sér eins og það á að gera.  Ritvinnslan er í endalausri fýlu útí mig eins og ég hef aðeins tjáð mig um og hef ekki enn fengið botn í......og svo í dag tók myndaalbúmið mitt uppá því að koma með meldingu um að það finnist ekki ef ég smelli á það.....virkar það þannig fyrir ykkur líka ?

Uppfærsla um ritvinnsluna.....ég hef ss verið að lenda í vandræðum með að línubilin hafa ekki viljað birtast......hef ýtt á enter 2-3 sinnum en samt hefur allt komið í einni flækju.
Komst að því áðan að ef ég ýti á Shift um leið og ég ýti á enter, þá helst þetta og línubilin birtast Grin

Ætla að láta þessu lokið í bili og svífa inní draumaheiminn......fariði vel með ykkur elskurnar og passið ykkur á kuldabola Tounge

Hvernig stendur á því....

....að dæmdur morðingi fær helgarleyfi frá fangelsinu ??  Ég bara á ekki til orð ! 
Er ekki í lagi með fólk ?!?! Angry 
Hvernig ætla yfirvöldin að útskýra lát mannsins sem hann drap fyrir fjölskyldunni hans ? 
Asnar ! Angry

mbl.is Dæmdur morðingi var með lík í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta raunin ?

Ég hef nú svosem ekki fylgst mikið með F1, frekar en öðrum íþróttum almennt, en ég get sagt ykkur það, að þegar tímabilið byrjar og þar til það endar, þá verður mamma ekki viðræðuhæf ! 
Þegar ég gifti mig á sínum tíma, þá var næstum að mamma hefði beðið okkur að færa daginn.....það var nefnilega formúla á giftingardaginn !!

mbl.is Formúlan meðal íþrótta sem sagðar eru gefa upp ýktar áhorfstölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flying Pickets

Mér finnst voðalega notalegt að hlusta á tónlist eins og Flying Pickets.......engin hljóðfæri Smile   Hvet ykkur öll til að hlusta á lagið þeirra í spilaranum hérna til vinstri.....hver man ekki eftir þessu ?

Æjj þetta er ljótt

Svona bara gerir maður ekki !  Furðulegt samt að hann skuli ekki hafa verið kærður fyrir að framleiða og dreifa klámi.......en hann er víst ekki á Íslandi.......Whistling

mbl.is Dónaleg hefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi Mjólkursamsalan.....

.....taka upp svona auglýsingar til að vekja athygli á vörum sínum ?  Mér finnst svipurinn á guttanum BARA æðislegur.......Grin Grin Grin  
Ps. ef myndin fer eitthvað fyrir brjóstið á ykkur, þá verðið þið bara að díla við það, það er ekkert dónalegt við hana !

Mjólk er góð

Lítil hetja

Sunnudagsblað Moggans var að detta inn um lúguna hjá mér áðan......og ég las þetta viðtal.  Þvílíka hetjan sem þessi drengur er, og öll hans fjölskylda.  Hvet ykkur til að lesa þetta.

mbl.is „Maður verður bara að trúa og hafa góða von“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úfff

Ég var ekki nema 8 ára þegar snjóflóðið féll á Patró.......ég verð alltaf skíthrædd við þetta Frown

mbl.is Grafinn í snjóflóði í átta tíma en lifði af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband