12.3.2007 | 00:15
Fyrir 12 árum síðan.....
....sunnudaginn 12. mars 1995, fæddist þessa litla prinsessa og frumburðurinn minn á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, kl. 20:38. Hún var 13 merkur og 52 cm. löng. Eins og sönnum kvenmanni sæmir lét hún bíða eftir sér......hún átti að fæðast 25. febrúar

Þetta var ást við fyrstu sýn

Í desember sama ár fórum við mæðgurnar til Afríku !! Ekki amalegt að eiga fyrstu jólin hinum megin á hnettinum


Yndislegt brosið hennar


Við bjuggum saman ég og hún í blokkaríbúð í Eyjum. Amma hennar og afi, pabba hennar megin, pössuðu hana mjög mikið fyrir mig á meðan ég var að vinna. Ég vann rosalega mikið á þessum tíma og hún var þar af leiðandi mikið hjá þeim.......

Á þessari mynd vorum við í heimsókn hjá mömmu, og Linda Kristín komst í gleraugu ömmu sinnar.......í hvert einasta sinn sem ég skoða þessa mynd fer ég að hlægja,það er ekki annað hægt, sjáiði svipinn á henni ? Þarna var hún heillengi og las í bókinni sinni, handviss um að með gleraugunum kynni hún að lesa 

Litli hnoðrinn, sem fæddist fyrir 12 árum, er orðin að þessari yndislega fallegu ungu dömu. Útlitslega séð finnst mér ég ekki eiga mikið í henni, hún er alveg eins og pabbi sinn......tja nema háraliturinn
Hún býr hjá ömmu sinni og afa í Eyjum og hefur gert síðan ég flutti frá Eyjunum "99. Eða í raun lengur en það þar sem hún var svo mikið hjá þeim........ ég sakna hennar svooooo
Til hamingju með afmælið þitt elsku ástin mín



Litli hnoðrinn, sem fæddist fyrir 12 árum, er orðin að þessari yndislega fallegu ungu dömu. Útlitslega séð finnst mér ég ekki eiga mikið í henni, hún er alveg eins og pabbi sinn......tja nema háraliturinn

Hún býr hjá ömmu sinni og afa í Eyjum og hefur gert síðan ég flutti frá Eyjunum "99. Eða í raun lengur en það þar sem hún var svo mikið hjá þeim........ ég sakna hennar svooooo

Til hamingju með afmælið þitt elsku ástin mín


Það er sagt að allir eigi "golden birthday" einu sinni á ævinni. Þ.e.a.s. þegar aldurinn er jafnhár fæðingardeginum..........hjá Lindu Kristínu er sá dagur í dag, hún er 12 ára gömul tólfta.
Ég varð 13 ára þrettánda.......hver er ykkar golden birthday ??
Ég varð 13 ára þrettánda.......hver er ykkar golden birthday ??
11.3.2007 | 21:40
Sunnudagur til.....
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2007 | 23:02
Hér á að vera fyrirsögn...
...en ég er ekki að finna neina sniðuga sko
Ég sem ætlaði svooooo að sofa út í morgun.........vaknaði klukkan 9, fór að pissa......skreið aftur uppí bæli en þá var ég bara orðin blíng !! Glaðvöknuð ! Fojjj !! En eins og einhver sagði, morgunstund gefur gull í mund og syfju að kvöldi haha
Vala kíkti í smá kaffi, og skömmu síðar komu Lena og Árný og við héldum á Akureyri.
Fórum fyrst á Greifann að snæða, svo var það Hagkaup, Rúmfó og Bónus. Nei einhvers staðar inná milli kíktum við á vinkonu hennar Lenu
Svo var það heim á leið......var sko alveg á því í bílnum á leiðinni heim að leggja mig þegar ég kæmi heim......because I could.......en svo varð ekkert af því. Lét flóttamanninn minn vita af því að ég væri mætt á svæðið....og svo skömmu síðar kom Árný með lappann sinn og sitjum við núna eins og nördar með sitthvorn lappann að blogga.....og drekka öl
Nýkomnar úr flashback ferð úr skúrnum, Lilli kútur kom færandi hendi með meira öl og sátum við á spjalli og reyktum
Á morgun er stefnan tekin á sveitina......ætla að vera ógó dugleg og þvo og bóna strumpastrætóinn minn, God only knows að það veitir ekki af
Hafið það eins gott og þið mögulega getið..........þar til næst.......adjö
Jú og smá skilaboð til Önnu K.: Já ég er búin að skipta

Ég sem ætlaði svooooo að sofa út í morgun.........vaknaði klukkan 9, fór að pissa......skreið aftur uppí bæli en þá var ég bara orðin blíng !! Glaðvöknuð ! Fojjj !! En eins og einhver sagði, morgunstund gefur gull í mund og syfju að kvöldi haha

Vala kíkti í smá kaffi, og skömmu síðar komu Lena og Árný og við héldum á Akureyri.
Fórum fyrst á Greifann að snæða, svo var það Hagkaup, Rúmfó og Bónus. Nei einhvers staðar inná milli kíktum við á vinkonu hennar Lenu

Svo var það heim á leið......var sko alveg á því í bílnum á leiðinni heim að leggja mig þegar ég kæmi heim......because I could.......en svo varð ekkert af því. Lét flóttamanninn minn vita af því að ég væri mætt á svæðið....og svo skömmu síðar kom Árný með lappann sinn og sitjum við núna eins og nördar með sitthvorn lappann að blogga.....og drekka öl

Nýkomnar úr flashback ferð úr skúrnum, Lilli kútur kom færandi hendi með meira öl og sátum við á spjalli og reyktum

Á morgun er stefnan tekin á sveitina......ætla að vera ógó dugleg og þvo og bóna strumpastrætóinn minn, God only knows að það veitir ekki af

Hafið það eins gott og þið mögulega getið..........þar til næst.......adjö

Jú og smá skilaboð til Önnu K.: Já ég er búin að skipta

10.3.2007 | 19:24
Ég á ekki orð !
Mér finnst réttarkerfið hér á landi rotið og lélegt, en þetta slær allt út !! 4 og ½ ár fyrir mömmu og 4 og ½ fyrir pabba..........hvað er að kerfinu ?!

![]() |
18 ára sænskur piltur í 9 ára fangelsi fyrir að myrða foreldra sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2007 | 23:52
Home alone....
....já all alone !! Fyrrv. kom í dag og sótti strákana og ætlar að vera með þá fram á miðvikudag ! Þannig að ég er ein í kotinu ! Og hvað gerir maður einn heima ? Nú ég tók kast á húsinu þegar ég var búin að vinna, var svo ákveðin í að gera skurk í þessu drasli hérna, að ég gaf mér varla tíma til að stoppa á meðan Solla kíkti í kaffi. Endaði með að smita hana af "overdrive" þannig að hún fór heim að gera helgarþrifin hehehe
Tók svo svaka skurk hérna, með Peter Gabriel tónleika DVD á háum styrk
Kláraði á einu spani og endaði á að skúra mig útúr húsinu.......tók með mér kókglas og fór í skúrinn að svæla á meðan gólfin þornuðu. Og svo var það kærkomin sturta !
Ég og Árný frænka vorum búnar að plana dvd kvöld og öl........og af því að Lena frænka (systir Árnýjar) var makalaus heima með börnin ákváðum við að horfa þar, en slepptum ölinu að vísu.
Á morgun er plönuð grísabúðarferð (lesist Bónusferð) á Akureyri, þ.e.a.s. ef veður leyfir. Það frussaðist yfir okkur þetta blauta hvíta í dag þannig að við ætlum að sjá í fyrramálið hvort veðrið er Akureyrarferðarlegt.
Heyri í ykkur síðar elskurnar.........hafið það eins gott og þið mögulega getið
Ég ætla að fara að "chilla" eins og þessi litli bolti hérna undir


Ég og Árný frænka vorum búnar að plana dvd kvöld og öl........og af því að Lena frænka (systir Árnýjar) var makalaus heima með börnin ákváðum við að horfa þar, en slepptum ölinu að vísu.
Á morgun er plönuð grísabúðarferð (lesist Bónusferð) á Akureyri, þ.e.a.s. ef veður leyfir. Það frussaðist yfir okkur þetta blauta hvíta í dag þannig að við ætlum að sjá í fyrramálið hvort veðrið er Akureyrarferðarlegt.
Heyri í ykkur síðar elskurnar.........hafið það eins gott og þið mögulega getið

Ég ætla að fara að "chilla" eins og þessi litli bolti hérna undir


Hey, á meðan ég man........ég fór á leikskólann í dag til að tæma hólfið hans Matthíasar.....Helga, ein af konunum á deildinni hans, kallar í mig og segist bara VERÐA að segja mér soldið. Matthías náttúrlega eins og hann er, var að andast úr spenningi í morgun yfir því að vera að fara til pabba síns. Hann bauð ekki góðan daginn þegar ég fór með hann í morgun......hann hljóp inn og uppúr honum kom: "Égeraðfaratilpabbaídagoghannkemuraðsækjamig!"
Hún sagði mér að hann hafi verið að tala um þetta voðalega mikið í dag, að vera að fara til pabba. Þetta hafði hann að segja um það hvað ég yrði að gera á meðan:
"Mamma getur haft rólegt og frið til að horfa á sjónvarpið, og slakað á!"
Hann er svoooo mikil snúlla þessi sonur minn, rétt að verða 5 ára gamall

8.3.2007 | 20:45
Jæja já
Af hverju finnst mér aldrei neitt gerast í kringum mig ?? Alltaf það sama.........vakna, fara með strákana í skóla/leikskóla, vinna, sækja í leikskóla, koma heim og gera eitthvað af heimilisstörfum, næra sig og þá, koma þeim í rúmið, og síðan fleah. Hanga í tölvunni eða glápa á imbann ! Maður gerir aldrei neitt eða fer ekki neitt, fojj bara.
Þetta eymdarvæl var í boði Gerðu.
Þetta eymdarvæl var í boði Gerðu.

Stundum langar manni bara að sýna lífinu fingurinn en af því að ég er ekki dóni, þá verður táin að duga

7.3.2007 | 23:36
Zordis mín....
7.3.2007 | 22:30
Heppinn ??
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2007 | 19:45
Um hamingjuna
Fann þetta á netinu og ákvað að deila því með ykkur, þetta er þörf lesning.
Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við:
Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við:
göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn.
Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast.
Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði.
Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar:
maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.
Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna!
....... Því ef ekki núna..... hvenær þá?
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það.
Alfred D. Souza sagði eitt sinn: Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja.
Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft. Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin.
Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með
og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum.
Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!
Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður !!
Til umhugsunar að lokum!
Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna.
Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur).
Dansaðu eins og enginn sjái til þín.
Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!
Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður !!
Til umhugsunar að lokum!
Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna.
Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur).
Dansaðu eins og enginn sjái til þín.
6.3.2007 | 23:28
Smá fyrirspurn....
Þar sem ég er ekki að finna neinar upplýsingar um einhvern sem heldur utan um þetta blog.is batterý, þá langar mig að leita til ykkar.....kannski hafið þið svörin eða vitið um einhvern sem getur aðstoðað.
1. Af hverju er ekki hægt að vista og nota hreyfimyndir hérna ? (.gif file)
1. Af hverju er ekki hægt að vista og nota hreyfimyndir hérna ? (.gif file)
2. Hefur einhver lent í að setja inn skrá sem ekki er hægt að eyða út ?
Setti inn lag sem hlóðst bara að hluta.......en ég get ekki hent því út.
3. Man ekki það þriðja en það kemur örugglega síðar 

Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar