12.10.2008 | 14:14
Tónleikaferð
Ég, Árný og guttarnir mínir skutluðumst suður í gær. Fórum með strákana í pass til Oddnýjar og Jökuls í Keflavíkinni og fórum svo í Laugardalshöllina á Minningartónleika um Villa Vill.
Þeir voru ÆÐISLEGIR !!!!! Alveg meiriháttar !!!! Það er erfitt að lýsa þeim almennilega.......þetta var bara alveg frábært !! Tónlistarfólkið sem tók þátt í þessu stóð sig meiriháttar vel, en það sem stóð uppúr fyrir mér, var að sjá Jóhann, son Villa, koma á sviðið og syngja með Jónsa" Lítill drengur". Það var frábært !!
Líka þegar Laddi kom á svið og tók "Einshljóðfærissinfoníuhljómsveit" sem er hér að neðan.....það var meiriháttar !!
Eftir tónleikana fórum við aftur í Keflavíkina, vorum að gæla við að gista bara og skella okkur heim í dag, en spáin var ekkert uppá marga fiska, nenntum ekki að keyra heim í roki og rigningu, þannig að við drifum okkur af stað í gærkvöldi.
Þúsund þakkir fyrir passið Oddný (og Jökull líka hehe).
Komum við í áfyllingu á Ártúnshöfðanum........bæði á bílinn og okkur, og brunuðum svo heim. Strákarnir sváfu nánast alla leiðina.......Viktor Óli svaf heldur illa þó, hann var alltaf að vakna þetta grey, eflaust orðinn útkeyrður eftir svona langa setu. Við vorum það líka........þegar maður situr á botninum allan daginn, þá tekur það svolítið á
Vorum komnar heim um 12:30 í nótt.....og strákarnir voru ekki lengi að hverfa inní herbergin sín og halda áfram að sofa
2 gullkorn urðu til frá sonum mínum í gær.....
Þegar við komum í bæinn, stoppuðum við á N1 við Gagnveginn. Stóðum þarna fyrir utan bílinn og vorum að reykja, og synir mínir eru bara þannig að ef að bíllinn stoppar, þá eru þeir búnir að rífa af sér beltin um leið og eru á ferðinni útum allan bíl. Matthías stóð inní bíl.....og kemur svo út og segir:
"Mamma, þú trúir þessu ekki !! 2ja ára krakki girti mig niður!!!" (nákvæmlega hans orð)
Þá hafði Viktor Óli gripið tækifærið fyrst Matthías var að glenna sig eitthvað, og kippt niður um hann buxunum !!
Oddný sagði okkur líka, að Jökull hafi komist að þvi að Þorsteinn geti blaðrað útí eitt......sérstaklega við matarborðið.
Jökull hafi sagt við hann að hann ætti að renna fyrir munninn og henda lyklinum.....þið kannist við handahreyfingarnar sem fylgja þessu.......þá svaraði Þorsteinn:
"Hvernig á ég þá að borða??!!"
That's all folks
Meginflokkur: Almennt raus | Aukaflokkur: Gullkorn | Breytt s.d. kl. 20:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhhhh mig langaði svo á þessa tónleika. Og finnst eiginlega synd að það skuli ekki vera fleiri sýningar (ef svo má að orði komast). En mér finnst alveg ótrúlegt hvað þú ert nú dugleg að skella þér suður. Ekki viss um að ég myndi nenna því og dáist því frekar mikið að þér fyrir vikið.
Knús á þig skotta
Tína, 13.10.2008 kl. 07:15
Tína mín kær
Ég fer ekkert svo oft suður.....en viðurkenni að ég er búin að fara frekar ört undanfarið.
Ákvað um daginn að ég skyldi fara eina helgi í mánuði, þ.e.a.s. þann tíma sem strákarnir eru hjá pabba sínum. Maður verður að kúpla sig aðeins útúr öllu hérna......annars yrði ég bara hælismatur
Knús á þig til baka ljúfan
Gerða Kristjáns, 13.10.2008 kl. 07:24
Sæl systir, til hamingju með Þorstein (les orðið svo lítið á netinu annað er auglýsingar) leiðinlegt með bílinn,er allt í lagi með ykkur ? Er þetta mikill skaði ? Góð frammistaða um helgina A++. Kveðja úr sveitinni
Ragnheiður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:22
Mig langaði mikið á þessa tónleika en samt greinilega ekki það mikið að ég reyndi ekki einu sinni að fá miða. Frábært að þið skemmtuð ykkur vel.
Frábær þessi börn alltaf hreint.
Fjóla Æ., 17.10.2008 kl. 18:49
já þetta voru FRÁBÆRIR tóneikar er búin að blasta villa vill íspilaranum í bílnum síðan :) fyst þú ert farin að mæta í borg óttans 1 helgi í ma´nuði veistu hvar ég á heima :)
Gunna-Polly, 18.10.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.