25.10.2007 | 23:03
Komin heim
Ég kom heim núna í kvöld eftir að hafa farið suður í útför Magga. Þetta var ofsalega falleg og látlaus athöfn. Ég ætla svo að fara suður núna í byrjun nóv. og hitta Guðrúnu og Berta aftur við aðrar aðstæður.
Árný frænka hélt öllu gangandi hérna á meðan, þúsund þakkir ljúfust fyrir allt
Í morgun fékk ég klikkaða hugmynd og langar að bera hana undir ykkur.
Mig vantar pening fyrir ákveðinn atburð.......og datt í hug, að ef ég saumaði svona skó, setti þau nöfn og þær dagsetningar sem fólk bæði um, haldiði að það yrði grundvöllur fyrir því að selja þá ? Sem afmælis/skírnar/sængur/jóla gjöf td. ? Mynduð þið kaupa svona til að gefa ??
Þetta er talið út, myndin sjálf er ca 20x20 cm, þessir rammar eru 30x30. Þær yrðu rammalausar þó, þannig að fólk gæti sjálft valið ramma sem þeim finnst henta.
Endilega segið mér hvað ykkur finnst.........er ég endanlega gengin af göflunum ??
Smelltu á myndina til að sjá hana skýrari.
Árný frænka hélt öllu gangandi hérna á meðan, þúsund þakkir ljúfust fyrir allt
Í morgun fékk ég klikkaða hugmynd og langar að bera hana undir ykkur.
Mig vantar pening fyrir ákveðinn atburð.......og datt í hug, að ef ég saumaði svona skó, setti þau nöfn og þær dagsetningar sem fólk bæði um, haldiði að það yrði grundvöllur fyrir því að selja þá ? Sem afmælis/skírnar/sængur/jóla gjöf td. ? Mynduð þið kaupa svona til að gefa ??
Þetta er talið út, myndin sjálf er ca 20x20 cm, þessir rammar eru 30x30. Þær yrðu rammalausar þó, þannig að fólk gæti sjálft valið ramma sem þeim finnst henta.
Endilega segið mér hvað ykkur finnst.........er ég endanlega gengin af göflunum ??
Smelltu á myndina til að sjá hana skýrari.
Flokkur: Almennt raus | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekkert gengin af göflunum, finnst þetta bara fín hugmynd. Ef ég væri ekki saumakona sjálf þá myndi ég örugglega skoða svona til að gefa þegar að barn fæðist og maður leitar að skírnargjöf
Rannveig Lena Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 07:36
Hæ hæ gott að rekast inn á síðuna þína í dag ég vil kaupa svona enn hvað kostar
kveðja Gunna frænka
n
gunna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:11
já ég held að það sé vel hægt að selja svona - til dæmis til svona kerlu eins og mín sem langar oft í ehv svona en nenni ekki og finn ekki tíma í að sauma
Dísa Dóra, 26.10.2007 kl. 08:15
Snilldarhugmynd.....
., 26.10.2007 kl. 09:46
Þetta er fín hugmynd og þú ert sko aldeilis ekki gengin af göflunum
Anna Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 15:12
Hjúkk hvað ég er fegin að vera ekki gengin af göflunum hehehe
Gunna, sendu mér email á gerda@simnet.is , ég var að spá í 5000 kall fyrir skópar.......gætir fengið magnafslátt haha
Gerða Kristjáns, 26.10.2007 kl. 16:38
hæhæ vona að þú fáir póstinn frá mér mér gengur einhvað illa að senda póstinn frá mér
kveðja gunna
gunna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 19:56
Þú með klikkaða hugmynd, ég er með aðra verri.
Hverning væri það bara að vera með námskeið fyrir okkur karlanna sem viljum gefa vinkonum okkar góða jólagjöf á helgarnánskeið hverning á að sauma svona.
Lít oft og reglulega hingað inn og sé að þú ert alltaf að gera eitthvað flott.
Kv Ottó
Ottó Einarsson, 27.10.2007 kl. 08:21
Góð hugmynd hjá þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 20:26
FRÁBÆR hugmynd you can do it.
Solla (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:36
Gang þér bara vel ef þú ferð og saumar þetta..
Svanhildur (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:02
Það stefnir allt í að þú verðir jafn léleg í að blogga og ég
Anna Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.