26.8.2007 | 00:05
Kjötbollur anyone ?
Jájá, húsfrúin var bara helv. dugleg í dag. Steikti fjórfalda uppskrift af hakkbollum í frystinn og jú eitthvað sem fór í matinn í kvöld
Ferlega góðar og asnalega einfaldar hahaha
Hafði þó vit á því að gera bara eina uppskr. í einu, svona miðað við hamfarirnar þegar ég gerði þrefalda muffins uppskrift hérna fyrir nokkru og endaði á að handhræra allt draslið ! LOL
Viktor Óli er búinn að vera eitthvað sloj í dag, má varla af mér sjá þá fer allt í vitleysu.......enda tók bollutrallið mestan partinn úr deginum, með því að vera að fara og sinna honum inná milli. En það var allt í lagi, bollurnar steiktust á endanum og eru komnar í maga og frysti
Það varð jafntefli í leiknum hjá Hvöt og Hugin á Seyðisfirði, 1-1. Ég vil bara árétta það Árný og Vala, að ég var EKKERT abbó yfir að þið skylduð vera þarna en ekki ég......ekki hið minnsta ! En það er eins fallegt að ég fái myndir af flottum rössum í stuttbuxum á morgun hahaha
Kveð ykkur í kútinn í bili........þar til næst
Hafði þó vit á því að gera bara eina uppskr. í einu, svona miðað við hamfarirnar þegar ég gerði þrefalda muffins uppskrift hérna fyrir nokkru og endaði á að handhræra allt draslið ! LOL
Viktor Óli er búinn að vera eitthvað sloj í dag, má varla af mér sjá þá fer allt í vitleysu.......enda tók bollutrallið mestan partinn úr deginum, með því að vera að fara og sinna honum inná milli. En það var allt í lagi, bollurnar steiktust á endanum og eru komnar í maga og frysti
Það varð jafntefli í leiknum hjá Hvöt og Hugin á Seyðisfirði, 1-1. Ég vil bara árétta það Árný og Vala, að ég var EKKERT abbó yfir að þið skylduð vera þarna en ekki ég......ekki hið minnsta ! En það er eins fallegt að ég fái myndir af flottum rössum í stuttbuxum á morgun hahaha
Kveð ykkur í kútinn í bili........þar til næst
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uppskrift að ferlega góðum og asnalegua einföldum kjötbollum óskast! Ætlaði einmitt að fara í kjötbollugerð í dag
Rannveig Lena Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 07:42
1/2 kíló hakk
1 og 1/2 dl. hveiti
1 smáttsaxaður laukur
1 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
1 egg
ca. 3 dl. mjólk
Allt sett í hrærivélaskál og hrært í ca 10 mín
Krakkabollur
400gr. hakk
1 mosarella ostapoki
1 ritzkexpakki
1 egg
season all eftir smekk
Öllu blandað saman, búnar til litlar bollur.
Steikt á pönnu og sett í eldfast mót.
Sósa;
1/4 rjómi
tómatsósa að smekk
þynnt með mjólk.
Sósunni hellt yfir bollurnar og rifnum osti stráð yfir.
Látið malla í ofni í uþb.20 mín. Og borið fram með kartöflumús.
Gerða Kristjáns, 26.8.2007 kl. 08:46
Umm, takk fyriri þetta, vantaði einmitt eitthvað einfalt til að hafa í matinn í kvöld
Kolla, 26.8.2007 kl. 13:08
Takk æðislega fyrir uppskriftirnar. Prófaði þessa efri og hlakka mikið til að smakka þetta :)
Rannveig Lena Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 14:09
Verði ykkur að góðu Svo er líka hægt að setja púrrulaukssúpuduft úti deigið til að bragðbæta enn meira.....BARA gott
Gerða Kristjáns, 26.8.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.