Færsluflokkur: Almennt raus
21.3.2007 | 20:46
Kraftur úr kókómjólk ??
Þorsteinn og Matthías vilja ekki meina það. Það kom auglýsing í sjónvarpinu áðan um kókómjólk......hver kannast ekki við þetta: Þú færð KRAFT úr kókómjólk !!
Þorsteinn: "Þetta er bara ekki rétt......maður fær ekkert kraft úr kókómjólk"
Matthías: "Konurnar á leikskólanum segja að maður fái ekki kraft úr henni"
Þorsteinn: "Já maður fær kraft úr venjulegri mjólk og vatni"
Matthías: "Já og graut !!"
Þorsteinn: "Það er af því að grauturinn er búinn til úr mjólk !"
Þvílíku pælingarnar stundum
Þvílíku pælingarnar stundum
20.3.2007 | 20:12
Dagurinn í dag.....
.....var eins dauður og hann var líflegur í gær. Hef eiginlega ekkert að segja þannig séð.....er dead þreytt þannig að ég ætla bara að fara að kúra með strákunum mínum.
Var eitthvað utan við mig í gær og ég gleymdi að setja link á pússl gærdagsins......fáið í staðinn bæði gærdaginn og daginn í dag. Frétti af því í dag frá einum viðskiptavininum að hún hafi kíkt á bloggið mitt sem hún á víst til (hafði ekki hugmynd um það) og sá þessa pússl linki........og hafði mikið gaman af og mamma hennar líka Bara gaman að því
Hafið það notalegt elskurnar......það ætla ég að gera
Var eitthvað utan við mig í gær og ég gleymdi að setja link á pússl gærdagsins......fáið í staðinn bæði gærdaginn og daginn í dag. Frétti af því í dag frá einum viðskiptavininum að hún hafi kíkt á bloggið mitt sem hún á víst til (hafði ekki hugmynd um það) og sá þessa pússl linki........og hafði mikið gaman af og mamma hennar líka Bara gaman að því
Hafið það notalegt elskurnar......það ætla ég að gera
Tulip Jigsaw Puzzle Equinox Jigsaw Puzzle
Vissir þú.................
Flugfélagið American Airlines sparaði 40.000 bandaríkjadali á árinu 1987 með því að sleppa einni ólífu úr hverju salati sem var borið fram á fyrsta farrými.
10% af tekjum rússneska ríkisins fást með vodkasölu
Fyrsta vörutegundin til að vera strikamerkt var Wrigleys tyggjó.
Mörgæsir geta stokkið 2 metra upp í loftið.
Sumar tannkremstegundir innihalda frostlög.
Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.
Ef Bandaríkjamenn myndu minnka kjötneyslu sína um 10% og sparnaðinum yrði varið í hrísgrjón og sojabaunir þá myndi það duga til að brauðfæða 60 milljón manns, sem er fjöldi þeirra sem deyja úr hungri árlega.
Kakkalakkar geta lifað í 9 daga afhöfðaðir en eftir það deyja þeir úr hungri.
Í hverjum þætti af Seinfeld má sjá orðið "Superman" og/eða mynd af ofurhetjunni.
Sum ljón hafa mök meira en 50 sinnum á dag.
Helmingur jarðarbúa er innan við 25 ára.
Snigill getur sofið í þrjú ár samfellt.
Vissir þú.................
Flugfélagið American Airlines sparaði 40.000 bandaríkjadali á árinu 1987 með því að sleppa einni ólífu úr hverju salati sem var borið fram á fyrsta farrými.
10% af tekjum rússneska ríkisins fást með vodkasölu
Fyrsta vörutegundin til að vera strikamerkt var Wrigleys tyggjó.
Mörgæsir geta stokkið 2 metra upp í loftið.
Sumar tannkremstegundir innihalda frostlög.
Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.
Ef Bandaríkjamenn myndu minnka kjötneyslu sína um 10% og sparnaðinum yrði varið í hrísgrjón og sojabaunir þá myndi það duga til að brauðfæða 60 milljón manns, sem er fjöldi þeirra sem deyja úr hungri árlega.
Kakkalakkar geta lifað í 9 daga afhöfðaðir en eftir það deyja þeir úr hungri.
Í hverjum þætti af Seinfeld má sjá orðið "Superman" og/eða mynd af ofurhetjunni.
Sum ljón hafa mök meira en 50 sinnum á dag.
Helmingur jarðarbúa er innan við 25 ára.
Snigill getur sofið í þrjú ár samfellt.
20.3.2007 | 19:02
Hver verður......
númer 6000 ?!?!
Byrjaði að blogga hérna 16. febrúar þannig að 6000 gestir á þessum tíma er alls ekki slæmt
Takk kærlega fyrir mig
Byrjaði að blogga hérna 16. febrúar þannig að 6000 gestir á þessum tíma er alls ekki slæmt
Takk kærlega fyrir mig
19.3.2007 | 22:24
Gúlp !
Þetta er slatti af seðlum..........væri ekki slæmt að komast yfir svona lottóvinning.
Miðað við núverandi gengi hafa þau í höndunum 5.918.880.000,00 íslenskar !!
SJÍS !!!
Hvað myndir þú gera við svona upphæð ?
Maður ætti amk að geta dundað sér við það í einhverja daga að spreða þessu hahaha
Miðað við núverandi gengi hafa þau í höndunum 5.918.880.000,00 íslenskar !!
SJÍS !!!
Hvað myndir þú gera við svona upphæð ?
Maður ætti amk að geta dundað sér við það í einhverja daga að spreða þessu hahaha
Hjón unnu tæpar 400 milljónir dala í lottói í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2007 | 21:13
Pylsu með öllu anyone ??
Ohhh my sjæse !! Dagurinn í dag var.....já hvernig á maður að orða það ? FULLT AÐ GERA !! Þegar maður er að vinna í einu sjoppu bæjarins í hjarta Akureyri-Reykjavík, já eða Reykjavík-Akureyri, leiðarinnar.......þá segir það sig eiginlega sjálft að þegar það var ófært deginum áður þá er slatti að gera......og snemma.....og stöðugt ! Fólk hefur greinilega verið að taka mark á því að "pulsa sig upp" áður en það mætti Blönduóslöggunni, því að pylsusalan var svakaleg, maður bara hafði ekki undan !
Ég lét einu sinni tattoovera frystikistu á fótlegginn á mér......og fékk þessa fínu 400 lítra Elektrolux kistu í staðinn....og ofan í henni var meðal annars rúmlega 50 kg af pylsum ! Ég fékk ekki ógeð af þeim þá.
Ég lét einu sinni tattoovera frystikistu á fótlegginn á mér......og fékk þessa fínu 400 lítra Elektrolux kistu í staðinn....og ofan í henni var meðal annars rúmlega 50 kg af pylsum ! Ég fékk ekki ógeð af þeim þá.
En svei mér þá.......ég er ekki frá því að það komi til með að líða einhverjir dagar/vikur áður en maður fær sér pylsu eftir daginn í dag Kannski maður skelli sér þá á eina svona hotdog........hvar skyldi þetta fást ?
Annars er bara allt í lukkunar velstandi, strákarnir hressir ( 7*9*13) og kjellan bara spræk
Smá "öppdeiti" bætt við......gleymdi alveg að minnast á gullkorn frá Matthíasi.
Þegar við vorum komin útúr búðinni í dag þá var hann mikið að spá......
"mamma, þegar þú varst lítil, þá varst þú stelpa!" Og ég segi já er það.......
"Játs, svona fullorðnar konur (lesist gamlar!) voru alltaf stelpur þegar þær voru litlar. Ekki strákar, strákar eru bara strákar og stelpur eru konur !"
Var á netflakki í gær ( og hvað annað er nýtt ha ?) og rakst á síðu sem var með svona "Vissir þú" í hrúgu.......
Læt nokkur fljóta með
Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.
Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.
Móðir Adolfs Hitlers hafði velt því alvarlega fyrir sér að láta eyða fóstrinu en læknirinn fékk hana til að hætta við.
Á þriggja mínútna fresti er tilkynnt um fljúgandi furðuhluti. Líklegast er að sjá þá í júlí, klukkan 3 að nóttu eða 9 að kvöldi.
Mohammed er algengasta nafn í heimi
Það eru 1.575 þrep í stiganum upp að efstu hæð Empire State byggingarinnar.
Maður brennir fleiri kaloríum sofandi en horfandi á sjónvarp.
Karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.
7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.
Franskar kartöflur spanna þriðjung af kartöflusölu í heiminum.
Flest innbrot í hótelherbergi eru framin á annari til sautjándu hæð.
Ostrur hafa stærri augu en heila.
Enginn fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1972.
Líkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.
Annars er bara allt í lukkunar velstandi, strákarnir hressir ( 7*9*13) og kjellan bara spræk
Smá "öppdeiti" bætt við......gleymdi alveg að minnast á gullkorn frá Matthíasi.
Þegar við vorum komin útúr búðinni í dag þá var hann mikið að spá......
"mamma, þegar þú varst lítil, þá varst þú stelpa!" Og ég segi já er það.......
"Játs, svona fullorðnar konur (lesist gamlar!) voru alltaf stelpur þegar þær voru litlar. Ekki strákar, strákar eru bara strákar og stelpur eru konur !"
Var á netflakki í gær ( og hvað annað er nýtt ha ?) og rakst á síðu sem var með svona "Vissir þú" í hrúgu.......
Læt nokkur fljóta með
Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.
Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.
Móðir Adolfs Hitlers hafði velt því alvarlega fyrir sér að láta eyða fóstrinu en læknirinn fékk hana til að hætta við.
Á þriggja mínútna fresti er tilkynnt um fljúgandi furðuhluti. Líklegast er að sjá þá í júlí, klukkan 3 að nóttu eða 9 að kvöldi.
Mohammed er algengasta nafn í heimi
Það eru 1.575 þrep í stiganum upp að efstu hæð Empire State byggingarinnar.
Maður brennir fleiri kaloríum sofandi en horfandi á sjónvarp.
Karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.
7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.
Franskar kartöflur spanna þriðjung af kartöflusölu í heiminum.
Flest innbrot í hótelherbergi eru framin á annari til sautjándu hæð.
Ostrur hafa stærri augu en heila.
Enginn fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1972.
Líkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2007 | 19:13
hehe
18.3.2007 | 21:36
Sunnudagskvöld....
......og helginni að ljúka. Þetta var skrítin vika framan af, strákarnir hjá pabba sínum og allt var svo hljótt hérna. Engin kvöldrúntur um herbergin eða rifrildi um hver ætti að tannbursta sig fyrstur. Enginn spæningur úr vinnuna til að ná að sækja báða guttana af leikskólanum.......
En svo komu þeim heim á miðvikudaginn, mishressir. Gubbupest og annað ófínerí á fimmtudag og föstudag. Fórum í sveitina í gær, Árný var komin heim af spítalanum og Anna og Óli voru hérna fyrir norðan. Hitti Önnu og Höllu Katrínu þar.....Óli var heima með gubbuna. Svanhildur var líka þarna lasin, Smári fór með liðinu að jeppast og snjósleðast uppí fjalli, en var keyrt heim eftir að hann gubbaði. Endalaust fjör bara
En svo komu þeim heim á miðvikudaginn, mishressir. Gubbupest og annað ófínerí á fimmtudag og föstudag. Fórum í sveitina í gær, Árný var komin heim af spítalanum og Anna og Óli voru hérna fyrir norðan. Hitti Önnu og Höllu Katrínu þar.....Óli var heima með gubbuna. Svanhildur var líka þarna lasin, Smári fór með liðinu að jeppast og snjósleðast uppí fjalli, en var keyrt heim eftir að hann gubbaði. Endalaust fjör bara
Nú er komin ró á liðið mitt.....og ég sit hérna og hlusta á fallegasta lag sem ég hef heyrt, sent til mín af mjög sérstakri manneskju
Vona að veðrið fari að ganga niður......það er ekkert agalega gott í augnablikinu.......Anna og Óli föst hérna fyrir norðan vegna ófærðar.....já og gubbupestar......hugsa til ykkar
Hafið það gott elskurnar og látið ykkur ekki verða kalt
Marta Jigsaw PuzzleVona að veðrið fari að ganga niður......það er ekkert agalega gott í augnablikinu.......Anna og Óli föst hérna fyrir norðan vegna ófærðar.....já og gubbupestar......hugsa til ykkar
Hafið það gott elskurnar og látið ykkur ekki verða kalt
17.3.2007 | 20:41
Það jafnast ekkert á við.....
- Lyktina af börnunum mínum þegar þau eru nýkomin úr baði.......sérstaklega af Viktori, þessi sæta fallega ungbarnalykt
- Einlægnina úr svip barnana minna þegar þau horfa á mig og segja "Mamma ég elska þig"
- Tilfinninguna sem flæðir um hjartað mitt þegar ég fer kvöldrúntinn um herbergin þeirra......laga sængurnar og kyssi þá á ennið og hvísla "mamma elskar þig"
- Lyktina á jólunum......þessi góða ilmandi epla-mandarínu-malt/appelsín-hamborgarhryggurinn........mmmm.......jólin
- Lyktina af vorinu......þegar gróðurinn er að lifna við og sumarið rétt handan við hornið
- Lyktin af grillkjöti......mmmmmmmmmmm............ohhh þegar það virðist sem ALLIR séu að grilla, lyktin sem leggst yfir allt, hún er bara góð
- Tilfinninguna sem býr innra með mér í dag, og tilhlökkun yfir því sem koma skal, það jafnast á við ALLT
- Tilhlökkunina sem skín úr andlitum krakkana þegar fyrsti snjórinn fellur á veturna....vííííí það er SNJÓR !!!! Þótt það sé varla nóg til að hnoða bolta hehehe
- Að sjá augun á krökkunum spænast upp og eyrun stækka um 10 númer, þegar Ísbíllinn keyrir í gegn á sumrin með hringjandi bjöllu......krakkakórinn í götunni gargar: ÍSBÍLLINN ER KOMINN !!!!
Hver er toppurinn ykkar ??
Ps. ég áskil mér rétt til að bæta við listann eins og mér hentar
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.3.2007 | 11:07
Mig langar....
- Að fara aftur til Afríku, eiga allan tíma heimsins og skoða allt sem mig langar að sjá.
- Að fara til sólarlands.......liggja í sólbaði á hvítri strönd og slaka á.
- Að þurfa aldrei að hafa áhyggjur af neinu.
- Að eiga sjálfhreinsandi heimili.....og þvottavélmenni sem brýtur saman þvottinn fyrir mig.
- Að hitta ömmu mína sem ég hef ekki séð svo lengi, og afa minn sem ég hef ekki séð enn lengur.
- Að hitta bræður mína sem búa í Afríkunni og ég hef bara séð 2 þeirra einu sinni, þann yngsta aldrei.
- Að vera hamingjusöm og elskuð.
- Að geta þurrkað út særindin sem ég hef valdið fólki í kringum mig.
- Að geta veitt börnunum mínum allt sem þau þurfa, alltaf.
- Mig langar að gera svo margt.........
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.3.2007 | 18:19
Hin hliðin.....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar