Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Snjókorn falla....

....ójá, það er sko allt orðið hvítt !! Feit, falleg jólasnjókorn falla hér niður eins og þau séu á launum við það. Þorsteinn sagði þegar hann sá það: "Sko ég sagði það mamma ! Veðurspáin sagði að það myndi snjóa!" Við erum að tala um að hann verður 10 ára í haust ! Hann fylgist betur með veðurspánni en ég !!

Gærdagurinn og gærkvöldið voru frekar erfið fyrir okkur Viktor Óla. Fyrir mig var það aðallega vegna þess að það var svo lítið sem mamman gat gert fyrir litla gullið.....honum leið ferlega illa Frown   Hann hefur fengið einhverja pöddu í bumbuna líka því þegar ég var að gefa honum grautinn í gærkvöldi, þá náttúrulega hámaði hann grautinn í sig eins og hann er vanur en svo allt í einu stóð gusan útúr honum ! Og jæks......magnið sem kom uppúr barninu ! Þannig að það var stórþvottur, utan af stólnum hans, utan af honum og hann ! Svo sofnaði hann loksins....en það dugði stutt, hann vaknaði skömmu síðar og grét mikið.......hann hefur örugglega verið með höfuðverk  Frown  Náði þó að róa hann niður á endanum, gaf honum svo stíla og hann sofnaði fyrir nóttina.

Ég fékk matarsendinguna í gærkvöldi eins og lofað var....Lena frænka kom með þorrafötu fulla af saltkjöti og baunasúpu úr sveitinni Grin  Hún sagðist hafa verið að spá alvarlega í því að skilja fötuna eftir á stéttinni og senda mér sms um að ég ætti sendingu fyrir utan ! Hahahaha en hún þorði að stinga inn nefinu samt......vona innilega að henni hefnist ekki fyrir það og að flensan láti hana vera.

Viktor Óli vaknaði um 7 leytið í morgun og var nokkuð hress þannig séð.....hóstandi ljótum hósta á 15 sek. fresti en brosandi allan hringinn eins og hann er vanur Grin  Hann drakk ágætlega í dag en svaf mjög lítið, náði ekkert að sofa fyrir hósta.  Sem gerði þetta ekki auðveldara fyrir mig, hausinn ennþá að springa og illt í hálsinum alveg oní tær.

Lena þorði meira segja að stinga inn nefinu í morgun líka.....til að kippa Matthíasi með á leikskólann. Þeir bræður voru dressaðir upp sem hermenn í tilefni dagsins.
Þorsteinn fór út að syngja fyrir nammi eftir skóla......og hann kom heim með fullan poka af nammi og öðrum glaðningi um það leyti sem Solla kom með Matthías af leikskólanum. Svo sátu þeir hérna bræðurnir og gúffuðu í sig nammi.......mér fannst það bara í fínu lagi.....öskudagurinn er jú bara einu sinni á ári. Matthías kláraði það litla nammi sem hann var með en Þorsteinn á helling eftir af sínu. Matthías tilkynnti mér þó þegar hann kom heim með sitt að hann ætlaði sko að geyma það framá laugardag, það fannst mér algjört æði, sjálfstjórnin hjá þessu kríli LoL   En þegar ég sá fram á að Þorsteinn myndi hakka í sig úr sínum poka fyrir framan hann, þá sagði ég við hann að hann mætti alveg borða þetta núna ef hann vildi......."má ég það í alvöru?" Ég þurfti ekki að endutaka þetta Wink

Lena kom svo rúmlega 7 og kippti þeim með á grímuballið í Félagsheimilinu.....sem er að mér finnst á fáránlegum tíma......byrjar kl 7 og er til 21:30 ! Jújú það eru eldri krakkar þarna líka.....en líka fullt fullt af yngri ormum sem öllu jafn væru löngu farin að sofa ! EN.....þeir höfðu ferlega gaman af þessu Smile  Vona að Lena hafi tekið fullt af myndum sem ég get fengið afrit af Smile  Þegar þeir komu heim fengu þeir kakósúpu að hætti hússins.....og svo í bólið eftir ærlega tannburstun !
Ég gúffaði í mig sendinguna frá Árnýju frænku.......það er alveg frábært hvað er passað uppá mann hérna Smile   Á ofsalega góða að og þakka ykkur öllum svo mikið fyrir nennið InLove

Viktor Óli sefur hóstandi svefni.......það snjóar enn held ég.......nenni ekki að standa upp til að tékka á því......ligg uppí rúmi dúðuð í sængina mína með fartölvuna LoL

Ætla að láta þessari ræpu lokið í bili.........sofiði vel elskurnar, sweet dreams Sleeping

Í tilefni öskudags....

Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið."
Hún svarar: "Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að ég reiðist ekki."
"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu."
Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því. En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur."
Leigubílstjórinn er mjög spenntur og segir: "Já, ég er einhleypur og kaþólskur."
"Ókei", segir nunnan, "stoppaðu á næsta stæði."
Nunnan uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta.
"Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að gráta?"
"Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur."

Nunnan segir: "Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og er að fara á grímuball."

Í þá gömlu góðu.....

Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.


HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?

-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.

-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum

og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.

-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.

-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að
leika

-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.

-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.

-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.

-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!

-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma,
heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.

-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.

-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?

-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!

-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.

-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.

-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.

-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af.

-Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.

-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.

-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.

-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...


OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!

Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.
Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.

Við áttum bara gott líf er það ekki?

Góður.....

Hæ hæ elskulegi eiginmaður.

Áður en þú kemur heim úr viðskiptaferðinni vil ég bara láta þig vita um smá óhapp sem varð hér heima.

Ég vil samt taka fram að það er allt í lagi með mig og ég er alveg ómeidd, svo þú hafir ekki óþarfa áhyggjur.

Málið er að þegar ég var að koma heim úr búðinni í gær á stóra pallbílnum og var að beygja inn í innkeyrsluna varð ég fyrir því að, í stað þess að stíga á bremsuna, steig ég óvart á bensíngjöfina.

Bílskúrshurðin beyglaðist dáldið en það sem verra var að antik- Ferrariinn þinn, sem ég veit að þú heldur svo mikið uppá, beyglaðist dáldið mikið þegar pallbíllinn stoppaði uppá honum.

Ég ætlaði að reyna að rétta hann aðeins og eina sem ég fann til þess voru nýju flottu golfkylfurnar sem þú lést sérsmíða fyrir þig.
Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því hvað væri veikt í þeim, en þær bara beygluðust líka.

Þá hugsaði ég með mér að reyna að bæta fyrir þetta allt með því að hafa allavega allt hreint og fínt þegar þú kæmir heim svo ég ákvað að þvo öll nýju sérsniðnu jakkafötin þín.
Þú manst, þessi gráu voru með oggolitlum sósublett á innanverðum jakkanum og þessi grænu voru pínu krumpuð á innanverðu fóðrinu.
Því miður tókst ekki betur til en svo að ég setti þvottavélina óvart á suðu svo öll fötin þín hlupu um tvö númer.

Elsku vinurinn minn, ég bara vona að þú fyrirgefir mér þennan klaufaskap, þetta var bara röð óhappa.

Hlakka mikið til að fá þig heim, þín eiginkona XXX

P.S. ... Ó,,já og kærastan þín í Frakklandi hringdi....

Á þetta að vera í lagi ??

Þetta er náttúrulega ekki hægt !  Ok, hlutirnar geta bilað og allt það, en af hverju er ekki önnur lyfta ?  Þó ekki væri nema þjónustulyfta eða eitthvað sem hægt væri að notast við ?  Þetta á ekkert að vera svona, aumingja konan Undecided

mbl.is Þurfti að ganga á milli hæða til þess að fara í keisaraskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flensuskratti

sick

Þá tókst henni að leggja mig Frown  Sendið mér hlýjar hugsanir og heita kjúklingasúpu......og fullt fullt af verkjatöflum.......hausinn er að springa

hausverkur :(

Það er aldeilis græðgin....

.....í manni þegar það er gott að borða Wink   Tók út lambahrygg í gær og bauð Völu frænku í mat í kvöld, og þvílíka lostætið Joyful   Vala útbjó sósuna og strákarnir voru svo hrifnir að þeir vilja fá hann alltaf til að búa til sósu.........skot á mig kannski ? LoL   Það voru allir á þessu heimili búin að fá bollur í dag, bæði í rjómabolluformi og kjötfarsformi, þannig að ég var ekkert að svíkja lit Tounge

Í dag, fyrir matinn, fór Matthías í bað.  Þegar ég var að þurrka honum eftir baðið, ákvað ég að það væri kannski ekki vitlaust að taka myndir af blettunum hans eins og við köllum þetta hér á bæ.  Sótti myndavélina og myndaði í gríð og erg.  Hann er kominn með á axlirnar líka og í aðra hnésbótina og ég gerði mér bara ekki almennilega grein fyrir hvað þetta væri orðið slæmt, ekki fyrr en maður fór virkilega að rýna í húðina á honum. 
Þegar ég var að taka myndirnar sagði hann við mig: (hann er að verða 5 ára í apríl)
"Mamma, bráðum fæ ég bletti í andlitið og þá verð ég ógeðslegur Frown
Ég hrökk svo svakalega við og hjartað í mér sökk !!  Hver hafði verið að segja þetta við hann hugsaði ég.  Og ég spurði "Og hver segir það?!"  Þá kom........"Ég Frown
Hann er svo svakalega meðvitaður um þessa bletti, hvernig þetta lítur út á honum og allt sem því fylgir. 
En að heyra þetta......mér varð svo illt í hjartanu Crying

Ég setti myndirnar í albúm hérna.........ef þið viljið kíkja á þær þá finniði þær hér
Endilega segið mér ef þið kannist við svona bletti/útbrot. 
Takk fyrir ábendinguna um Ásthildi, ég kem til með að setja mig í samband við hana, það getur varla verið verra en eitthvað annað.

ps.....Elsku Linda mín, til hamingju með afmælið í dag InLove
Afmælisblóm

Uppgjör vikunnar og vatnsmelónur

Jæja elskurnar Smile

Þá er helginni að ljúka og ný vinnuvika hefst á morgun, amk svona fyrir all flesta.  Vikan var ágæt, er svona hægt og bítandi að venjast vinnunni aftur, eða aðallega að venjast því að litla gullið mitt sé á stubbadeildinni !  Það fer alveg ofsalega vel um hann þar, sem gerir minn tíma í vinnunni auðveldari   Smile   Svo sakar ekki öll athyglin sem hann fær þar, hann er ekki einu sinni orðinn 7 mánaða og yngstur Wink    Merkilegt hvernig börn, sem eru 16-18 mánaða, líta á svona kríli.  Þau eru orðin svo stór og hann svo mikið baby Smile   Ofsalega góð við hann Smile

Ég var með Matthías heima á miðvikudaginn.  Hann er allur útí útbrotum, sem hann hefur haft lengi á sér.....en er bara óvenjuslæmur núna.  Hann svaf mjög illa um nóttina, klæjaði mikið og leið ekki vel.  Þannig að hann var heima og við fórum til læknis.  Ég þarf að fara með hann til húðsérfræðings í byrjun mars.......doktorinn hér giskaði (hann fastsetti ekki neitt) en giskaði á psoriasis Frown   Ég vona svo innilega að litli kallinn minn sé ekki með psoriasis !!  Það er engin saga um það í fjölskyldunni, hvorki hjá mér né pabba hans, en hins vegar saga um mikið og slæmt exem hjá hans fjölskyldu.  En þetta kemur víst allt í ljós eftir þessa húðlæknaheimsókn.

Kvöldin hafa farið í sjónvarpsgláp og leti.......já og nethangs.  Hvað gerði maður hérna áður fyrr áður en netið var ??  Eða á meðan maður hafði bara módem !!  Sjís, nú eru flest allir komnir með adsl eða isdn eða eitthvað álíka.........hvað þyrfti að borga ykkur mikið til að snúa til baka í módemið ? LoL

Jæja, verð að fara og fiska elsta guttann uppúr baðinu.......eða réttara sagt reyna einu sinni enn að reka hann uppúr Wink

Já og meðan ég man..........ef ykkur leiðist eitthvað á næstunni, þá getiði alltaf reynt að slá þetta met.........mér er spurn.......hvernig dettur fólki þetta í hug ??  Hvaðan kemur hugmyndin um að berja hausnum í fullt af melónum til að slá met ???  Ég ætla að vona að mér komi aldrei til með að leiðast það mikið hehehe LoL

mbl.is Heimsmet slegið á vatnsmelónuhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver býður sig fram.....

.....í að færa mér svona fallegan vönd í tilefni konudagsins ásamt lykli að hjarta sínu ?  Ég er alltaf bigtime sökker fyrir rósum InLove
Lykill að hjarta mínu


Til ykkar kvennana sem skoða blogið mitt, til hamingju með konudaginn, megi þið njóta hans í botn Smile  
Vonandi er einhver í lífi ykkar sem einskorðar sig ekki bara við konudaginn til að vera sætur í sér, því það eru jú allir dagar konudagar Grin

Til ykkar frá mér.......rafræn blóm ( sorry, diskadrifið vildi ekki taka við þeim og spíta þeim út á hinum endanum hehehe )

Konudagsblóm

Ohhh fojjj !

Ég er að andast úr eirðarleysi !!  Nóg að gera svosem, en bara......fleah !  Sumir dagar eru bara svona......kannski maður ætti bara að tylla sér í leisíbojinn og sauma, og horfa (hlusta) í fyrsta sinn á þessi Eurovision lög sem koma til greina.  Þá ætti maður að hafa einhverja glóru á mánudaginn í vinnunni um hvað er verið að tala hehe Smile   Ég er þó ekki ein um það að hafa ekki heyrt neitt af þessu, Gurrí er í sömu sporum......Gurrí við verðum þá bara alvitrar eftir kvöldið um Eurovision ekki satt ? Wink

Viktor Óli er sofnaður eftir baðferð, Þorsteinn og Matthías voru að byggja sér tjald úr öllum teppum sem þeir fundu í sófanum og gömlu eldhússtólunum........og voru núna rétt í þessu að tilkynna mér að þeir nenntu þessu ekki lengur.......en nenna að sjálfsögðu ekki að ganga frá dótinu eftir sig Whistling

Kveð ykkur i kútinn í bili........hafið það eins gott og þið mögulega getið það sem eftir lifir kvölds Smile

ps. smá update skrifað rúmlega hálf tólf.......ég er ennþá engu nær um Eurovision.......ég tók heita og langa sturtu fram yfir úrslitin LoL

« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband