Færsluflokkur: Bloggar
17.2.2007 | 02:23
Sorgmædd :(
Partur af mínum "kvöldrúnti" áður en ég fer að sofa er að kíkja yfir bloggin, og á spjallborð sem ég hef verið á sl ár. Þetta er spjallborð tengt útsaumsáhuganum mínum og er staðsett í USA. Það eru að vísu allra þjóða kvikindi þar ef svo má orða. Í ca 5 ár hef ég verið þar með annan fótinn og eignast marga góða vini. Já það er sko hægt að eignast góða vini á netinu, þó maður hafi aldrei og muni jafnvel aldrei hitta þá í raunveruleikanum.
Þegar ég varð þrítug, þá fékk ég saumaða mynd senda í póstinum og kort með. Þá höfðu 3 af vinkonum mínum, allt eldri konur, tekið sig saman og saumað handa mér mynd.......sú fyrsta saumaði smá og sendi það svo áfram.....sú næsta tók við og sendi það áfram til þeirrar þriðju sem að kláraði hana. Ég lét ramma hana inn og þrátt fyrir að hafa fengið margar baunir á mig um að þetta sé jólamynd (sem hún er ekki), þá hangir hún uppi alltaf.
Alex, Barb og Cheryl saumuðu þessa mynd ss. og gáfu mér hana. Ég hef ekki verið í miklu eða stöðugu sambandi við Alex og Barb, en ég og Cheryl höfum verið í miklu email sambandi undanfarin ár. Cheryl Miller lést í dag eftir erfið veikindi, sem ég vissi ekki mikið af, það gerðu það fáir. Ég vissi að hún var búin að vera lasin, það var eitthvað að hrjá hana en hún gerði lítið úr því.
Hún skilur eftir sig 2 uppkomna syni.
Mér er svo illt í hjartanu 



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.2.2007 | 23:28
Karlar....alls ekki gleyma konudeginum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 21:05
Flutningur ?
Það er spurning.......er málið að flytja á sér rassinn þaðan og hingað ? Ég stofnaði þetta blog fyrir löngu síðan, en einhvern veginn nýtti mér það aldrei. Hvað segið þið, er þetta málið ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar