19.9.2007 | 17:21
Ég gerðist hetja í dag....

....og lagði grunninn að því að gerast blóðgjafi ! Blóðbankabílinn var á planinu hjá okkur á N1 í dag og loksins lufsaðist ég til að skokka þar yfir, fór í prufu og ef ég heyri ekkert í þeim í 2 vikur, þá hefur verið allt í lagi með mig og mitt blóð og ég get orðið gjafi.
Ég fór að spá í þessu þegar ég sá bílinn, að það væri hálf kaldhæðnislegt að gera þetta ekki, ef maður mögulega getur og er aflögufær ef svo má segja. Ef eitthvað kemur uppá og maður þarf að þiggja blóð, er þá ekki sjálfsagt mál að hafa lagt smá inn líka til að hjálpa öðrum sem á þurfa að halda ?? Það finnst mér amk

Þannig að ég vona að ég heyri ekkert í þeim næstu 2 vikurnar


Ert þú blóðgjafi ?? Vissirðu að til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8 -10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u. þ. b. 15.000 blóðgjafir.
18.9.2007 | 20:05
Mér hefur misheppnast hrapalega...

Útivistartímar.....til hvers ?? Hann kemur of seint heim. Taka til eftir sig......til hvers ?? Ég hef víst ekkert annað að gera en að ganga á eftir honum og ganga frá eftir hann. Fara eftir reglum sem eru settar.........til hvers ?? Fari það í heitasta bara

Ég gat talið á fingrum annarar handar hérna um daginn hversu oft hann kom á réttum tíma heim í kvöldmat.......á endanum sagði ég við hann að ef þetta kæmi fyrir aftur, þá hlyti það að þýða að hann væri bara alls ekkert svangur og þyrfti þá væntanlega engann kvöldmat. Hann kom heim kl. ½ 8 í kvöld

Hann er í 5. bekk, og ég er ennþá, á hverjum einasta helv......degi að tönglast í honum að taka nestisboxið uppúr töskunni og ganga frá úr leikfimitöskunni. En gerist það ?? Ónei !
Að biðja hann að gera eitthvað hérna heima hjá sér er eins og draga úr honum tönn. Og ekki segja að strákar séu bara strákar, það er engin afsökun..........


Og fjandans stjörnuspáin í dag er ekki að gera sig:

Varúð! Þú ert í hættulega alvarlegu skapi. Reyndu að koma auga á það sem er fáránlega fyndið við aðstöðu þína. Það verður ekki erfitt.
Það var nefnilega það.........ég sé bara EKKERT fyndið við þetta !!
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.9.2007 | 22:57
Stóðréttir, leynigestur og brunnið typpi !


Á fimmtudagskvöldið hringir gemmsinn minn, Valli frændi stendur á skjánum á honum og ég svara......"Halló" Góða kvöldið heyrðist hinum megin.........góða kvöldið sagði ég. Hvað segirðu kemur þá.....bara ágætt sagði ég........og svo kveikti ég, PABBI !! Hvað ert þú að gera þarna ?!?! Hvenær komstu ? Hvað verðurðu lengi ??? Fyrir þá sem ekki vita þá býr pabbi í Namibíu og þar sem ég vissi að Valli frændi væri ekki þar þá hlaut pabbi að vera á landinu, án þess að neinn vissi !
Hann sagðist vera kominn til að fara í réttirnar meðal annars, og það mætti enginn vita af honum hér. Hann kom svo hingað um kl. 8 í gærmorgun og eyddi góðum tíma hér með mér og strákunum áður en ég keyrði hann fram að Strjúgsstöðum þar sem hann hitti rekstrarfólkið, hann ætlaði að fara með þeim í að reka stóðið niður og þar skyldi fólkið hans sjá hann.
Ég vinn ekki um helgar......en þessa helgina þurfti ég að greiða fyrir part úr vakt sem Egill tók fyrir mig um daginn þegar ég fór í verslunarferðina á Akureyri. Árný tók að sér að passa strákana fyrir mig og ég fer með þá uppeftir......segi svo við Höllu að ég myndi gefa allt til að geta farið með ( munið að Halla vissi ekkert um að pabbi væri hér) Hún segir að ég verði bara að passa að lenda ekki í svona aðstöðu að ári. Mér er nokk sama um næsta ár sagði ég, það er þetta sem ég vil vera á. Nú af hverju ?? Úbbossssssí........uuuu.......ég má ekki segja ! Nú og hver bannar það sagði hún.........ég má ekki segja það heldur ! Þarna var ég kominí smá klípu og ákvað að þegja bara. Hún vissi að það væri eitthvað í gangi og leið ekkert svakalega vel þar sem henni er ekkert vel við svona óvisst. En ég held að hún hafi nú alveg fyrirgefið mér þetta


Ég fór þó fram á dal eftir vinu og beið þar eftir að stóðið kæmi, það var alveg meiriháttar að sjá þetta, finna lyktina og finna fyrir titringnum i jörðinni þegar stóðið fór framhjá

Eftir að það var búið að koma hrossunum niður að rétt, þá var farið í Efrimýra í kjötsúpu, mikið rosalega var hún góð !
Árný spurði Matthías þarna hvort hann væri búinn að slökkva í typpinu á sér og ég hváði !
Þá hraut víst uppúr honum enn eitt snilldar gullkornið á leiðinni til baka. Honum var mikið mál að pissa og þar sem bílarnir fóru nú ekki hratt yfir þá stekkur hann út og pissar þarna fyrir utan bílinn......það var MJÖG kalt úti, alveg við frostmark held ég. Þegar hann svo kemur aftur inní bíl og er búinn að sitja í smá stund, farinn að fá hitatilfinninguna aftur í vininnn, þá segir hann:
"Árný frænka, það er kviknað í typpinu á mér !!" Ég auðvitað sprakk úr hlátri, hvernig er annað hægt


Pabbi kom svo hingað í gærkvöldi og gisti í nótt, eftir að við höfðum átt langt og gott spjall



Viktor Óli var góður í smá stund, síðan ekki. Þannig að ég fór með hann inní bíl og klæddi hann úr gallanum og þar eyddi ég nánast restinni af tímanum mínum þar, inní bíl að hafa ofan af fyrir drengnum. Enda var hann orðinn svo þreyttur þegar við fórum heim rúmlega 1 að við vorum ekki komin útúr réttinni þegar hann var sofnaður. Pabbi fór fyrr úr réttinni til að heimsækja Oddný systur á Krókinn og svo á Akureyri í framhaldi af því.....kemur svo aftur hingað annað kvöld og fer suður á þriðjudagsmorguninn áður en fuglarnir vakna...og flýgur út á miðvikudag. Þannig að þetta verður stutt stopp, en mjög ánægjulegt held ég barasta, hann amk ljómaði eftir að hann var stiginn af baki eftir reksturinn

![]() |
Réttað í Skrapatungurétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2007 | 23:33
Mánudagur...



Gullkorn kvöldsins átti Árni Björn alveg tvímælalaust........eitthvað bar það á góma að ég hafi smakkað strút þegar ég fór til Afríku á sínum tíma og hann varð stórhneykslaður ! "Ástu strút ??? Það er bara eins og að éta Bamba !! Hann kemur með börnin !!!" Við ætluðum ekki að ná okkur úr hláturskastinu, þetta var alveg frábært, ég mundi jú að hafa heyrt það sem krakki að storkurinn kæmi með börnin en minnist þess ekki að hafa heyrt um barngóðann strút

Gærdagurinn fór svo BARA í leti.......þær komu hérna seinnipartinn Árný og Vala, og við lágum eins og klessur, átum hamborgara, jöpluðum á einhverju súkkulaðikyns.....og horfðum á imbann



Ohhhh vá, hvað það var gaman að sjá hana aftur.......hef ekki séð hana í fleiri fleiri ár.
Hver man ekki eftir þessu:
"Þú kveiktir í typpinu á pabba !"
"Hvar er veskan mín frú Stella?"
"Er þetta partur af prúgrammet?"
"Hver á þennan bústað ?? Já eða nei ?!?!?!"
"Út með gæruna!!"

Takk fyrir mig í bili.............þar til næst

5.9.2007 | 22:24
05-09-07


Þetta er okkar spes tími saman

Það er hljótt í kotinu, strákarnir löngu sofnaðir......og ég er að hugsa um að fara að dæmi þeirra og skríða uppí líka......það er gott að sofa

Kveð ykkur í kútinn í bili.......þar til næst

Almennt raus | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 23:13
Ég hata þig !!

Hann kom svo fram þegar hann var búinn að jafna sig og knúsaði mig og sagði fyrirgefðu......."mér líður svo illa í hjartanu að hafa sagt þetta"
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2007 | 21:12
Hann á ammæl'í dag :o)




Almennt raus | Breytt 4.9.2007 kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2007 | 11:44
Jólin komu snemma í ár :o)



Þúsund þakkir fyrir mig


1.9.2007 | 21:22
ILLT í eyðsluklónni


Saumatrall | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.8.2007 | 22:14
Til hamingju HVÖT !!!



Til hamingju


![]() |
Hamar, Hvöt og Víðir upp í 2. deild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar