Leita í fréttum mbl.is

Hann bítur fast....

...hann kuldaboli !!  Jeminn einasti hvað er kalt akkúrat núna í þessu fjandans roki !  Nei ekki roki......hvassviðri Wink

Er búin að hafa það ágætt um helgina.  Fór með strákunum í sveitina á laugardaginn og við komum okkur bara vel fyrir og vorum þar fram yfir kvöldmat í boði hússtýrunnar.  Hún var með nokkur börn í fóstri þann daginn og nóttina á eftir, svona eins og 5 stk., þannig að það munaði nú ekki mikið um okkur hahaha Tounge

Svo fórum við í 1 árs afmæli á Króknum í gær.....og þar fékk ég bestu súpu sem ég hef smakkað í laaaaangan tíma, sæta kartöflusúpu.  Hún er alveg svaðalega góð Smile
Skemmtilegt að hafa svona krílaafmæli í hádeginu, með súpu og brauð í boði, og svo kökutertum á eftir, alveg frábært Smile

Annars er lítið að frétta, strákarnir hafa það fínt.  Þorsteinn hefur nóg að gera í skólanum, Matthías fer að byrja í skólahópnum á leikskólanum, og Viktor Óli bara stækkar og stækkar Smile   Er að fá 7undu tönnina, segir fullt (sem kannski bara ég skil) og er ferlegur frekjudallur....hann hefur það ekki frá mér, ég á alla mína frekju óskerta Wink

Fer suður eftir vinnu á miðvikudaginn..........Maggi verður jarðaður á fimmtudaginn Frown
Takk fyrir falleg orð í síðasta innleggi.

Kv. Gerða

Sorg í hjarta :o(((((((

KrossÍ febrúar sl. skrifaði ég færslu á gamla bloggið mitt......var á fortíðarflippi eins og maður kallar það.  Færslan er hér.  Hún er um mig og 3 bestu vini mína úr 10. bekk, Guðrúnu, Magga og Berta.  Ég endaði færsluna a að segja: "Við verðum að hittast fljótlega, öll 4...........ekki spurning :o))"
Það gerðist ekki, og á ekki eftir að gerast Crying  Maggi lést í mótorhjólaslysi á Krísuvíkurvegi í fyrradag CryingCryingCryingCryingCryingCrying
Elsku Guðrún mín.......orð mín fá ekki lýst þeim sársauka sem ég finn þér til handa, og fjölskyldu Magga CryingCrying  Missir ykkar er svo mikill Crying

Elsku vinir mínir og aðrir sem reka hér inn nefið........ekki fresta því að hitta vini ykkar eða fjölskyldu, á morgun gæti það verið of seint.  Verið dugleg að knúsa þau og láta þau vita að ykkur þyki vænt um þau.

Með sorg í hjarta Crying

Gerða


Grimmd !!!!!!!!!!!!!

Ég rakst á þetta myndband á blogginu hjá Sævari.......og jesús minn hvað mér er illt núna Crying  Mér er svoooo illt í hjartanu, ég er svoooo reið......hversu grimmt getur fólk orðið ?!?!?!
Ég grét, ég grét útaf þessari fallegu stelpu og öllum öðrum börnum sem verða fyrir því sama og hún.  Þetta er mjög sorglegt og hrikalega átakanlegt að horfa á Crying


Jammogjæja !

Komiði sæl börnin góð Smile

Jæja, þetta er allt að skána, strákarnir mínir komu heim seinni partinn í gær eftir helgardvöl hjá karli föður þeirra.  Ofsalega gott að fá þá heim aftur og fá knúsin......bara gott.  Notaði helgina í að gera allt annað en ég ætlaði mér....sökum veðurs !  Það var allt alhvítt hérna á laugardagsmorguninn og mín á sumartúttunum, þannig að ekki var farið á Krókinn eins og til stóð.   En skemmti mér engu að síður ferlega vel Smile

Stenna mín er byrjuð aftur í vinnunni eftir 4 mánaða fjarveru.  Alveg meiriháttar að fá hana aftur Smile

En........annars lítið að frétta, er sybbin og ætla að fara að halla mér, heyri í ykkur síðar Smile

Skrítin líðan

Svona líður mér......furðulegur fjandi að geta verið umvafin fólki, en samt verið hrikalega einmanna.  Frown  Fallegur texti og fallegt lag.
Þetta verður kannski betra á morgun, hver veit............

http://www.youtube.com/watch?v=BEzbkGj7EaQ&mode=related&search=

Gómaður með hveitidallinn !!!!

Myndirnar segja allt sem segja þarf.......þarna sat hann og ljómaði eins og sól í heiði LoL

     Gómaður !   Hahaha

Veikindi og afmæli

Hæ þið Smile

tissueJamm, veikindapakkinn bankaði uppá af fullum krafti á sunnudaginn.  Viktor Óli er búinn að vera veikur síðan þá Frown   Með hita frá hell, sem gengur eitthvað lítið að ná niður, alltaf skal hann rjúka upp á kvöldin.......fór hæst í 40°C í fyrrinótt, það var lítið sofið þá nótt.  Lystalítill en duglegur að drekka.  Hann er með svo mikið nefrennsli þetta grey að hann hleypur næstum í hina áttina þegar hann sér mig teygja mig í tissue bréf, er orðinn hundleiður á þessu snýteríi allan daginn.  Vona svo innilega að hann fari að ná sér, þetta er ekki eitt af því auðvelda við móðurhlutverkið, afskaplega sem maður verður hjálparvana þegar þessi kríli verða veik Frown

kakaÍ dag átti Þorsteinn afmæli, að vísu voru nú ekki svona mörg kerti á kökunni, þau voru þó alveg 10 !!  Það beið pakki á borðinu í morgun þegar hann kom fram, og eftir að vera búinn að skófla í sig morgunmat þá opnaði hann pakkann og úr honum kom úr !  Ekkert smá ánægður Smile   Var alltaf að kíkja á klukkuna og láta ermina nú aðeins dragast upp fyrir þannig að maður tæki nú örugglega eftir því að það væri úr á handleggnum á honum hehehe LoL   Mér tókst inná milli snýtinga að skella í eina skúffuköku, og leggja drög að vöfflum, og hringja og bjóða í smá kaffi.  Þannig að það varð úr þessu ágætis kaffisamlæti sem hann var mjög ánægður með, hann fékk slatta af gjöfum sem hann var í skýjunum yfir, húfu, trefil, tvenna vettlinga, hálsmen og pening.....jú og boxer brækur Wink   Hann ætlar sko að nota aurinn í að kaupa sér Playmo !  Það er númer 1 2 og 3 Smile

Þannig að hann var mjög ánægður með daginn, og þá er ég sátt Smile   Takk þið öll sem kíktuð, og líka þið sem munduð eftir honum og hringduð í hann, honum þótti óskaplega vænt um það (og mér líka)  InLove

Læt þetta duga í bili, það er eins gott að ná einhverjum svefni á meðan maður getur, það er víst aldrei að vita hvernig nóttin verður Undecided

Gullkorn á ensku

Ég ætla að vona að þið séuð öll það fær í enskunni að þið skiljið þetta.......

As we grow up, we learn that even the one person that wasn't supposed to ever let you down, probably will.
Brostið hjartaYou will have your heart broken probably more than once and it's harder every time.
You'll break hearts too,so remember how it felt when yours was broken.
You'll fight with your best friend.
You'll blame a new love for things an old one did.
You'll cry because time is passing too fast, and you'll eventually lose someone you love.
hjartaSo take too many pictures, laugh too much, and love like you've never been hurt, because every sixty seconds you spend upset, is a minute of happiness you'll never get back.



Don't be afraid that your life will end,be afraid that it will never begin.

 


ÁRÍÐANDI TILKYNNING !!!

JÆJA LESENDUR GÓÐIR !!!

BARA AÐ LÁTA YKKUR VITA AÐ ÞAÐ ERU EKKI
NEMA 96 DAGAR TIL JÓLA !!!!!!!!  Tounge LoL Tounge

álfarass

« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband