28.8.2008 | 21:01
Lífsmark.....
Já sko mína, loksins að maður drullast til að skrifa eitthvað hérna.......sögur af andláti mínu í bloggheimum eru stórlega ýktar
Skólinn var settur hérna fyrir viku síðan !! Sökum anna í vinnunni komst ég ekki með strákunum á skólasetninguna, en Amma Halla var svo yndisleg að fara með þeim og vera aðallega Matthíasi til halds og trausts (þúsund þakkir frænka). Litli snúðurinn minn er ss settur á skólabekk !!
Ef hann hefði getað sprungið úr spenningi.....þá hefði hann gert það
Þetta hefur gengið ágætlega finnst honum, það er mjög vel fylgst með því að kerlingin (lesist ég) smyrji nú örugglega nestið fyrir skólann. Uppúr hádegi á sunnudaginn var hann að minna mig á að smyrja nú nestið hans, hann væri nefnilega að fara í skólann daginn eftir
Það er ferlega skrítið að horfa á eftir honum, með skólatösku á bakinu, lalla í skólann.......hann er "my baby"
Linda Kristín var hérna í mánuð núna seinnipart sumars. Hún var ákveðin í að læra að sauma, eða sko að ég myndi láta hana fá eitthvað til að sauma. Hún sagðist nú kunna þetta alveg síðan úr skólanum. Hún fann sér mynd, ég hafði fengið útsaumað kort í afmælisgjöf og hún vildi sauma eftir því. Þannig að ég fann fyrir hana efni og garn og hún sat með kortið fyrir framan sig og saumaði eftir því......hún breytti myndinni aðeins og hafði hana alveg eins og hún vildi hafa hana, og ég var ekkert smá stolt af henni með útkomuna, mér finnst þetta stórglæsilegt hjá henni
Ég hrökk líka í saumagírinn......saumaði í skópörunum sem ég er að gera fyrir Oddný og Jökul, en ég stóðst ekki mátið og skaut þessari mynd inná milli.
Ég gaf vinnufélaga mínum þetta og manninum hennar, yndisleg hjón frá Póllandi. Þau hafa átt mjög erfitt síðan að hún missti......komin næstum 20 vikur
Þannig að ég saumaði þessa mynd og gaf þeim, og fékk vinkonu hennar til að hjálpa mér að gera textann á pólsku, þetta þýðir eitthvað á þessa leið: "Þú verður ávallt í hjörtum okkar litli engill" Þau voru svo ánægð með hana og það gaf mér svo mikið.....og ég gaf henni loforð að þegar að þau myndu eignast barn saman, hvenær sem það yrði, þá skyldi hún fá aðra mynd, en ekki engil
Ég tók ákvörðun í dag......sem getur breytt heilmiklu fyir mig og börnin mín.......en er ekki tilbúin að segja hvað það er. Að hafa tekið ákvörðunina er nóg í bili, ég vona bara að niðurstaðan verði okkur í hag
Bið að heilsa ykkur í bili.........þar til næst
Ps. Þið getið smellt á allar myndirnar til að stækka þær.
Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2008 | 17:20
Þú veist að það er 2008 ef.....
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama um svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2008 | 15:02
Duglegi strákurinn minn !! :o)))
Ég hef verið að prófa undanfarið að setja Viktor Óla á klósettið þegar hann fer í bað.....en hann hefur ekki verið hrifinn af því, eiginlega engann veginn bara.
Í gærkvöldi prófuðum við einu sinni enn.....og viti menn !! Hann sprændi þessa líka fínu bunu ! Og hann varð svooo montinn og uppveðraður af þessu að það var alveg frábært
Í dag er ég búin að fara með hann 3svar sinnum á klósettið og í hvert sinn kemur buna....hann er farinn að horfa niður og bíða eftir bununni.......og alltaf jafn spenntur
Ég er ekkert smá montin af honum
30.7.2008 | 11:58
Magnaðir endurfundir....
Eiginlega nauðsyn að hafa hljóð líka
Youtube | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.7.2008 | 10:29
2 ár síðan...
Á myndinni er hann ca. 2ja klst gamall í fanginu á Sollu "pabba"......(Solla var viðstödd og klippti á strenginn)
Myndin til hægri var tekin þegar hann var rétt 11 mánaða. Hann var hjá pabba sínum á 1 árs afmælinu og þessi var tekin rétt áður en þeir fóru þangað í sumarfrí. BARA krúttböggull
Síðasta myndin er tekin núna í morgun, litli gaurinn minn er orðinn 2ja ára gamall !! Tíminn er hrikalega fljótur að líða, það er skuggalegt......maður blikkar augunum og missir af einhverju merkilegu í þroska barnsins.
Ætla að láta þessu lokið í bili, við þurfum að baka köku í tilefni dagsins
10.6.2008 | 22:15
Sollan mín......
Ég tek það fúslega á mig Sollan mín.......hef ekki verið í bloggfíling ef svo má segja
Eitt og annað hefur svosem gerst undanfarið......pabbi kallinn var hérna á landinu í dágóðann tíma. Hann kíkti norður nokkrum sinnum og við hittumst í bænum líka. Hann steig skref hérna á skerinu sem ég er svo ógurlega stolt af honum með að það hálfa væri hellingur
Árnýin og Sollan eru báðar komnar á fertugsaldurinn og var haldið uppá það með pompi og pragt á afmælisdaginn hennar Sollu, 31. maí sl. Ferlega gaman........ofsalega góð bolla í boði, ískaldur breezer og frábær félagsskapur, takk fyrir mig elskurnar Skelltum okkur nokkrar á sjómannadagsball á Skagaströnd og skemmtum okkur konunglega
Strákarnir fóru fyrir 12 dögum síðan til pabba síns í sumarfrí og koma ekki heim aftur fyrr en um miðjan júlí !! Það er hrikalega tómlegt í kotinu án þeirra.......þannig að maður hellir sér bara í vinnu á meðan. Var að vinna á balli sl. helgi og tek einhverja aukavaktir í Skálanum á næstunni.
Bíladagar á Akureyri um næstu helgi þannig að það verður nóg að gera hjá okkur, og svo Smábæjarleikarnir þarnæstu helgi........ennþá meira að gera þá.
Ætla að láta þessu lokið í bili, býst ekki við að vera agalega virk hérna á næstunni, það verður nóg annað að gera
Veriði góð við hvert annað og njótið þess að vera til.........það ætla ég að gera
Yfir & Út !
19.5.2008 | 22:29
Strákaföt óskast
Hæ
Nú eru gaurarnir mínir að spretta uppúr öllum flíkum.......og mig vantar svo á Viktor Óla buxur í stærð 86-92 (þó meira af 86 í bili) og úlpu í sömu stærð.
Matthías vantar líka úlpu í stærð 116.
Ef þið lumið á einhverju, eða vitið um einhvern sem á eitthvað af fötum sem þið viljið selja mér.........látið mig þá endilega vita
Fyrirfram þakkir
13.5.2008 | 21:58
Í lok afmælisdags
Kærar þakkir til allra sem sendu mér sms eða hringdu, og létu sjá sig.......Stennan mín, Anna Kr., Brói.......takk kærlega fyrir mig
Og Árnýin mín og Sollan, takk fyrir knúsið og yndisfagran söng snemma að morgni
Odda sys, ég er með sönnun inná talhólfinu fyrir sönghæfileikum þínum góða mín
Takk fyrir mig
9.5.2008 | 17:41
Bæjar
Hæ fólk
Mig vantar smá hjálp, vitiði slóðir á einhverjar svona bæjarsíður....svona í anda www.huni.is og www.skagafjordur.com ? Allt vel þegið :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.4.2008 | 21:41
Bwahahaha
Krúttköggull
Bloggar | Breytt 23.4.2008 kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 130570
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar