Leita í fréttum mbl.is

Lífsmark.....

Já sko mína, loksins að maður drullast til að skrifa eitthvað hérna.......sögur af andláti mínu í bloggheimum eru stórlega ýktar LoL

DSC00779

 

Skólinn var settur hérna fyrir viku síðan !!  Sökum anna í vinnunni komst ég ekki með strákunum á skólasetninguna, en Amma Halla var svo yndisleg að fara með þeim og vera aðallega Matthíasi til halds og trausts (þúsund þakkir frænka).  Litli snúðurinn minn er ss settur á skólabekk !!
Ef hann hefði getað sprungið úr spenningi.....þá hefði hann gert það LoL
Þetta hefur gengið ágætlega finnst honum, það er mjög vel fylgst með því að kerlingin (lesist ég) smyrji nú örugglega nestið fyrir skólann.  Uppúr hádegi á sunnudaginn var hann að minna mig á að smyrja nú nestið hans, hann væri nefnilega að fara í skólann daginn eftir LoL

Það er ferlega skrítið að horfa á eftir honum, með skólatösku á bakinu, lalla í skólann.......hann er "my baby" Undecided  

 

 

DSC00765

 

Linda Kristín var hérna í mánuð núna seinnipart sumars.  Hún var ákveðin í að læra að sauma, eða sko að ég myndi láta hana fá eitthvað til að sauma.  Hún sagðist nú kunna þetta alveg síðan úr skólanum.  Hún fann sér mynd, ég hafði fengið útsaumað kort í afmælisgjöf og hún vildi sauma eftir því.  Þannig að ég fann fyrir hana efni og garn og hún sat með kortið fyrir framan sig og saumaði eftir því......hún breytti myndinni aðeins og hafði hana alveg eins og hún vildi hafa hana, og ég var ekkert smá stolt af henni með útkomuna, mér finnst þetta stórglæsilegt hjá henni LoL

 

DSC00769 Ég hrökk líka í saumagírinn......saumaði í skópörunum sem ég er að gera fyrir Oddný og Jökul, en ég stóðst ekki mátið og skaut þessari mynd inná milli.

Ég gaf vinnufélaga mínum þetta og manninum hennar, yndisleg hjón frá Póllandi.  Þau hafa átt mjög erfitt síðan að hún missti......komin næstum 20 vikur Crying

Þannig að ég saumaði þessa mynd og gaf þeim, og fékk vinkonu hennar til að hjálpa mér að gera textann á pólsku, þetta þýðir eitthvað á þessa leið: "Þú verður ávallt í hjörtum okkar litli engill"   Þau voru svo ánægð með hana og það gaf mér svo mikið.....og ég gaf henni loforð að þegar að þau myndu eignast barn saman, hvenær sem það yrði, þá skyldi hún fá aðra mynd, en ekki engil Smile  

 Ég tók ákvörðun í dag......sem getur breytt heilmiklu fyir mig og börnin mín.......en er ekki tilbúin að segja hvað það er.  Að hafa tekið ákvörðunina er nóg í bili, ég vona bara að niðurstaðan verði okkur í hag Wink

Bið að heilsa ykkur í bili.........þar til næst Grin

Ps. Þið getið smellt á allar myndirnar til að stækka þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Guð hvað er gaman að sjá að það er líf á þessari plánetu !

Knús til þín og strákanna

Anna Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 07:19

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til hamingju með skólastrákinn    Linda er greinilega efni í mikla og góða saumakonu. 

kveðja úr Keflavíkinni,

Lena

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 08:08

3 Smámynd: Tína

Já þau stækka hratt þessi börn. En mér finnst þú með svo fallegt hjarta Gerða mín. Þetta sem þú gerðir fyrir hjónin er svo lýsandi fyrir þig. . Fátt sem jafnast á við að eiga góða að.

Linda Kristín ætlar greinilega að feta í fótspor mömmu sinnar og skil ég mætavel að þú hafi verið stolt af henni. Myndin sem hún gerði er hrikalega flott.

Knús á þig vinkona. Heyri nú vonandi fljótlega í þér.

Tína, 30.8.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 130435

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband