Leita í fréttum mbl.is

Árshátíð og fleira.....

Jæja gott fólk, er ekki kominn tími á smá blogg.......ég held það bara Tounge

Sl. föstudag fór ég í jarðarför pabba vinkonu minnar, erfið jarðarför að mörgu leyti en svo falleg líka.  Synir Einars heitins og sonarsonur spiluðu nánast alla tónlistina í athöfninni, flygill, flugelhorn, trompet, gítar og bassi eru þau hljóðfæri sem komu við sögu, að ónefndu orgelinu, karlakórnum og Þórhalli.  Tónlistin var himnesk, alveg meiriháttar.  Þeir sem ekki vissu, þá lærði ég á trompet í 8 ár þegar ég var yngri og er algjör "sökker" fyrir tónlist spilaðri úr því hljóðfæri, og þeir spiluðu svooooo vel og fallega að það var frábært.  Ég stóð sjálfa mig að því oftar en einu sinni að fara næstum að klappa að flutningi loknum, en það var víst ekki viðeigandi.  Huggaði mig þó við það eftir helgina þegar ég las á fleiri bloggum að ég var ekki ein um þetta, að bresta næstum í klapp Wink
Elsku Lena mín, minning pabba þíns lifir í ótal hjörtum áfram InLove

Eftir jarðarförina var smá spæningur hérna heima.  Við strákarnir að fara suður og sauðurinn ég ekki búin að pakka.  Var komin heim um 15:30.......spændi úr sparifötunum, pakkaði niður fyrir mig og gaurana (með hjálp frá Þorsteini) gekk frá hérna heima, vaskaði upp, kom draslinu út í bíl og var komin upp á leikskóla til að sækja yngri gaurana kl. 16 !  Og merkilegt nokk að þá gleymdist ekkert merkilegt hahaha LoL

Signý vinnufélagi (Hæ Signý, hvernig væri að kvitta svona í tilefni dagsins ha ??? LoL) kom með okkur suður og varð eftir í Breiðholtinu.  Þar hittum við karl föður minn, við vorum búin að mæla okkur mót þannig að hann gæti hitt strákana aðeins og svona, fórum heim til afa hans Lauga í smá spjall og svo urðu strákarnir eftir hjá pabba sínum, pabbi fór í Hafnarfjörðinn aftur og ég tók smá aukarúnt niður í bæ áður en ég fór í Keflavíkina í gistingu, því að ónefndur sauður sem varð samferða, GLEYMDI skónum sínum í bílnum !!  Var á inniskóm en gleymdi hinum LoL
Komst fyrir rest inn í Keflavík þar sem Oddný tók vel á móti mér Wink  Ég var búin að biðja hana um strípur og klippingu og fékk strípurnar þarna um nóttina næstum því hehehe Smile  Klippingin kom morgunin eftir.  Fór svo inní Hafnarfjörð þar sem ég hitti Önnu Kristínu og við fórum til Bibbu í framköllun á andlitinu........gera okkur sætari og fínni fyrir árshátíðina LoL
Hótel tjékk-inn eftir það.....Hilton Nordica var það heillin Wink  Sturta og meira "sjæn" og klár í slaginn.  Árshátíðin var haldin í Vodafone höllinni á Hlíðarenda, eða bara Valsheimilinu eins og þekki þennan stað.  Þetta var alveg heljarinnar fjör, mikið gaman, góður tónlistarflutningur, frábær matur og meiriháttar félagsskapur.  Var þó komin á skikkanlegur tíma aftur á hótelið Wink

Hitti pabba þegar ég var komin með meðvitund daginn eftir.  Fórum á smá flakk.......fórum á veitingastaðinn Hornið í mat og fengum æðislegann mat.  Fórum svo á röltið og skröltið í Kolaportinu, hef ekki gert það lengi og enn lengra síðan hann fór þarna LoL
Gerðum svo góð innkaup í Bónus áður en mér var skilað í bílinn minn sem stóð ennþá við hótelið.
Takk fyrir daginn pabbi minn, þetta var frábært Smile

Þaðan fór ég í fermingarveislu í Garðinum, það var verið að ferma frænku hans Lauga og þar hitti ég gaurana mína.  Stoppaði aðeins og síðar héldum við í bæinn, sóttum Signýju (ekki gleyma að segja hæ Signý Grin) og rúlluðum norður.  Að koma heim um 22:30, koma mjög svo þreyttum börnum úr bílnum og í rúmið, taka allt draslið úr bílnum, ganga frá innkaupunum og þess háttar.......það er ekki alveg uppáhalds sko......minns var nefnilega útkeyrð líka.....en það hafðist allt saman Smile

Bíllinn minn fór í smurningu og á sumartútturnar í dag........það er eins fallegt að það snjói ekkert meir á næstunni !!!

Vörutalning í vinnunni í dag líka.......gekk fínt, en þetta var samt skrítinn dagur GetLost

Vil minna þá sem eru hérna á Blönduósi og lesa þetta raus, að Blóðbankinn verður með bílinn sinn fyrir utan hjá okkur á N1 á morgun, frá kl. 14-17.  Ég hvet alla sem geta að koma og gefa blóð, því blóðgjöf er lífgjöf !!

Kveð ykkur í kútinn í bili.........þar til næst Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alva (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Bara almennt gaman hjá minni sem er gott.

Ég tek undir hvatningarorð þín um að gefa blóð. Blóðgjöf er sannarlega lífgjöf.

Fjóla Æ., 16.4.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: Solla

Þú ert æði  mí lov jú long tæææææm

Solla, 16.4.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 18:22

5 identicon

Vá, það er alltaf nóg að gera hjá þér stelpaGott að allt gengur vel, ekki gleyma að anda djúpt og hugsa um sjálfa þigK.kv.Anna

Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:08

6 identicon

Signý (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband