27.9.2008 | 09:36
Jæja já.......
Kannski kominn tími á eitthvað pár héðan af Húnabrautinni.....
Miðju maurinn Matthías er búinn að vera veikur síðan á miðvikudagskvöld. Með einhverja fjandans hitapest og ljótann hósta Það hefur svosem ekki mikið sést á honum.......hann er búinn að vera eins og gormur útum allt Hann er vonandi að hressast, amk tilkynnti hann mér í morgun að honum liði pínu vel Hann er spenntur fyrir skólanum, fékk heimaverkefni í vikunni í fyrsta sinn og sinnti því af mestu áfergju.....sjáum hvað það gengur lengi
Viktor Óli er kominn á nýja deild í leikskólanum og blómstrar þar. Hann var orðinn pínu vælinn á morgnana, en það er allt horfið. Hann má varla vera að því að fara úr útifötunum á morgnana og að kveðja mömmu sína er bara aukaatriði Orðaforðanum fleytir fram, og hann syngur og trallar lög sem hann lærir á leikskólanum.......ég þarf bara að læra þau líka því ekki skil ég það sem hann syngur
Þorsteinn minn fer vel af stað í skólanum, hann þarf sem fyrr að taka sig á í lestrinum, stafsetningu og skrift.......og þegar það er komið þá mun námið leika fyrir honum
Hann fékk bók frá Steina pabba sínum í afmælisgjöf, og vill nú ólmur skipta um lestrarbók í skólanum, hann LANGAR að lesa bókina sem fyrst !! Hann langar ALDREI að lesa bækur, honum leiðist það meira en allt held ég
Hann ætlar að halda smá uppá afmælið í kvöld, fær nokkra vini sína í pylsupartý, snakk og dvd.....og hinn helmingurinn af honum ætlar að gista (lesist Óskar).
Af mér er allt ágætis að frétta......lífið gengur sinn vanagang svosem. Breytingar í vinnunni, Anna Kristínin mín er að hætta sem stöðvarstjóri og fer á vit annarra ævintýra á vinnumarkaðinum.
Mér finnst það frábært hjá henni, en ég á eftir að sakna hennar helling samt
Þvottahúsið og fleiri gleymdir staðir innan heimilisins hafa fengið að kenna á því að ég hef verið heima með veikann dverg sl. daga.....og svei mér þá ef ég er ekki farin að uppgötva að það er SVONA gólf í þvottahúsinu
Ég og Árnýin mín ætlum að bregða undir okkur betri fætinum næstu helgi. Þá fara strákarnir til pabba síns og við Árný ætlum að skella okkur í borg spillingana. Fengum verkalýðsíbúð og ætlum að hitta gamla og góða vini og hafa það gott, hlakka hrikalega mikið til
Heyri í ykkur síðar ljúfurnar, þar til næst...........
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bara alltaf í borginni skvísa
Oddný (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 14:45
Þið hafið vonandi fundið eitthvað spennandi til að horfa á í dag.... einhvern tíman ættiru líka að koma og taka "öryggisafrit" af því sem við eigum á flakkaranum
Rannveig Lena Gísladóttir, 27.9.2008 kl. 20:33
Það ery víst stundum gólf í þvottahúsum. Til hamingju með þorsteininn þinn.
Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.