Leita í fréttum mbl.is

Fallin hetja :o(

Huginn Heiðar Guðmundsson kvaddi þessa jarðvist sl. nótt.  Hann fæddist sama dag og önnur lítil hetja féll, sá hét Cole Daniel Webb.  Núna hafa þeir báðir kvatt okkur í bili og ég efa ekki að Cole taki vel á móti Hugin og þeir komi til með að leika sér saman á himnum........eitthvað sem þeir báðir áttu ekki auðvelt með í lifanda lífi, að hlaupa um og leika sér.

Elsku
Fjóla, Mummi, systkyn Hugins og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þennan stóra missi. 

Kv. Gerða Kristjáns og fjölskylda

Til lítils engils


Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín.
Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín.
Ég fékk svo oft að sjá þig og blíðu brosin þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín.

Segðu pabba að ég elsk´ann því pabbi á líka bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt.
Segð´onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín,
kennd´onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín.

Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér.
Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.

Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín,
láttu á leiðið mitt hvíta rós, það læknar sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín
og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Guð veri með blessuðu fólkinu. Minning um fallegan dreng deyr aldrei.

Hugarfluga, 25.3.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög fallegt Gerða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.3.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég veit ekki eftir hvern þetta er Sigga mín, ég fann þetta einhvern tímann á netinu og finnst þetta bara svo afskaplega fallegt, og hæfir þessum litla fallega engli svo vel

Gerða Kristjáns, 26.3.2008 kl. 21:28

4 identicon

Samhryggist. Mjög fallegt ljóð samt. Maður tárast alveg

signý frænkaa (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband