Leita í fréttum mbl.is

TIL STARSFÓLKS !!!!!!!!!!!!!!

Vegna óþarfa fjarvista starfsfólks frá vinnustöðum,hafa eftirfarandi reglur verið settar: 

VEIKINDI

Engin afsökun.  Við munum ekki lengur taka læknisvotttorð sem sönnun, þar sem við erum sannfærð um að ef þú ert fær um að fara til læknis, munt þúeinnig geta unnið.

DAUÐI ANNARA EN YÐAR

Það er engin afsökun.  Það er ekkert sem þú getur  gert  fyrir þá.  Við erum viss um að einhver annar getur séð um málið.  Samt sem áður, ef þú getur séðum að útförin fari fram síðdegis, munum við gefa þér frí í 1 klst., ef verk þitt er svo langt komið að það geti haldið áfram hindrunarlaust.

SJÚKRAHÚSLEGA – UPPSKURÐUR

Við erum ekki lengur fylgjandi þess konar föndri.  Við óskum eftir að bæld verði hver hugsun um að þú þurfir að gangast undir uppskurð.  Við réðum þig með öllu sem í þér er og sé eitthvað numið á brott úr þér, ert þú vissulega minna en við sömdum um.

DAUÐI – ÞINN EIGINN

Þetta mun verða tekið til greina sem afsökun en þér ber að tilkynna það með tveggja vikna fyrirvara, svo við getum þjálfað annan í þitt starf.

MÆTING

Farið er fram á að fólk fari snemma í rúmið þegar vinnudagur er að morgni og noti þann tíma sem það dvelur þar til að sofa.  Mæti síðan útsofið, þvegið,snyrt og í góðu skapi að morgni.

SNYRTING

Að sjálfsögðu er of miklum tíma eytt á snyrtiherbergjum.  Framvegis verður farið eftir stafrófsröð, þannig að þeir sem bera nafn er hefst áA munu fara kl. 9 f.h. til 9:15 f.h., B mun fara  Kl. 9:15 til 9:30 o.s.frv.  Ef þú ert ekki fær um að fara á þínum ákveðna tíma verður þú að bíða til næsta dags.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður...ég vona samt að þetta sé ekki þinn raunveruleiki, það eru sumir sem eru í þessum pakka

alva (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Anna Gísladóttir, 27.2.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Solla

hehe góður

Solla, 28.2.2008 kl. 22:02

5 identicon

Þetta með salernisferðirnar gerði útslagiðég yrði að semja við D,H,L,P,U og Þ það yrði sjálfsagt að múta liðinu, en hvers á ég að gjalda að vera fyrst í stafrófinu Kær kveðja til þín og þinna og kvitt,kvitt

Anna (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:12

6 identicon

þetta verður tekið fyrir á næsta starfsmannafundi!! Þetta er málið.

Anna Kr, (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 130439

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband