Leita í fréttum mbl.is

London og gubbupest.......

Ég og 2 yngstu guttarnir pökkuðum okkur saman eftir vinnu á föstudaginn og skelltum okkur í sveitina.  Megintilgangurinn var að hitta 6 af 8 ferðafélögum mínum í væntanlegri London ferð.  Þorsteinn gisti heima hjá Óskari, og fékk Heiðar (pabbi Óskars) það skemmtilega hlutverk að hafa strákakvöld fyrir þá og 1 gutta enn......þar sem mamma hans Óskars er ein af ferðafélögunum LoL
Eftir að hafa komið gaurunum mínum í svefn þá var setið og spjallað og mikið hlegið......og fengið sér örlítið í eina tá eða svo Grin 
Mikið óskaplega er mig farið að hlakka til þessarar ferðar........flugmiðinn bókaður í október og er búin að spara eins og *blíbb* til að geta verslað eitthvað á mig og strákana Smile  Á morgun eru 3 vikur í brottför suður.....og þar hittum við hinar 2, við verðum ss 9 kellur saman, engin börn meðferðis og engar kortabremsur ! LoL

Eftir að við komum heim á laugardaginn byrjaði Matthías að gubba, og skömmu síðar fylgdi hinn endinn með líka.  Miður skemmtilegt verð ég að segja.  Hann var svo orðinn hress um kvöldið, borðaði vel og hélt því niðri.  Gat líka farið á klósettið að gera no. 2 án þess að það frussaðist útum allt (geðslegt ég veit hahaha).  Allur gærdagurinn var líka góður.......þangað til í gærkvöldi þegar hann var að fara að sofa.  Hann kvartaði undan að honum væri illt í maganum og ég segi að það lagist eftir að hann sé búinn að sofa......fór samt með fötuna inn til hans, og það var eins fallegt því skömmu síðar gusaðist uppúr honum  Frown
Hann var eins og haugur í morgun greyið.....slappur og druslulegur, en hefur haldið mat að mestu niðri í dag þannig að hann ætlar að fara í leikskólann á morgun.  Kellingin hún móðir hans er víst ekki uppáhaldið þessa dagana, hann má víst ekki neitt......ekki fá gesti, ekki fara út að leika sér, "ég má ekki gera neitt!"

Þetta voru helstu fréttir af Húnbrautinni þennan daginn.


Já á meðan ég man, nú veit ég af slatta af fólki sem kíkir hérna inn, en kvittar aldrei.
Núna vil ég fá KVITT frá ykkur laumulesurum.....já og ykkur hinum líka.
Eitt KVITT drepur ykkur ekki, ég er alveg viss um það ! W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Kvitterí kvitt kvitt kæra frænks..... og já mér er sko alveg sama hvort þú náir þér niðri á mér á endanum.... ég er alveg óendanlega flott með úfið hár og bauga undir augnum..... !!! LOL  Koddu bara ef þú þorir !

Árný Sesselja, 18.2.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Árný Sesselja

Já og sko ég varð fyrst til að kvitta !

Árný Sesselja, 18.2.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég kem og næ þér.....þegar þú átt síst von á.....og ég þori alveg, er bara pínu upptekin sko

Gerða Kristjáns, 18.2.2008 kl. 22:52

4 identicon

Sæl Gerða.

Ég er bara kvitta fyrir mig. Ég les nú frekar oft bloggið þitt.

Það er gaman að lesa að þið eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt.

Særún

Særún (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 07:50

5 identicon

kvitt kvitt, það er eitt skrítið að gerast, það kemur ekki tilkynning um nýja bloggfærslu frá þér inn á síðuna hjá mér, skil þetta ekki, það kemur hjá öllum hinum..

alva (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:03

6 identicon

Bara kvitta fyrir lesturinn :)

Alma (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Vilberg Rafn Vilbergsson

Kvitt kvitt

Vilberg Rafn Vilbergsson, 20.2.2008 kl. 21:01

8 identicon

Kvitt, kvitt... ég er ein af laumulesurunum

kveðja frá Skagaströnd

Stína Blöndal (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:09

9 identicon

laumulesari dauðans...  þekkjumst ekkert en þú ert nú frekar tengd sko, þannig lagað ;)

Hallan Guðm. (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband