Leita í fréttum mbl.is

Búin að hafa það svo gott.....

....um hátíðarnar Smile

Aðfangadagur kom og fór.......og guttarnir mínir áttu svolítið erfitt að hemja biðlundina, enda ekkert skrítið, hver man ekki eftir því hvað var erfitt að bíða þegar maður var yngri ?
Þetta gekk samt allt mjög vel.  Við fórum í jólagrautinn hjá Höllu frænku, sem var að þessu sinni ekki uppi á Mýrum eins og venjulega heldur á Húnabrautinni þeirra.  Viktor Óli matargat át sinn skammt af graut hjá Lenu frænku, og þegar hann var búinn af sínum disk gekk hann á millli hinna og fékk smá auka smakk LoL

Árný hélt jólin hjá okkur strákunum, það var alveg yndislegt og ómetanlegt að hafa hana hérna hjá okkur.  Á meðan ég var að hafa ofan af fyrir strákunum, sjá til þess að pakkarnir væru ekki rifnir upp of snemma og að þeir yrðu klæddir í jólafötin á skikkanlegum tíma, sá hún um að koma steikinni í ofninn og búa til nammisalatið góða.  Húsfrúin gerði nú samt sósuna þannig að ég tók líka þátt í matargerðinni LoLLoL
Borðuðum vel og mikið af hamborgarhrygg og öllu gúmmelaðinu með.......jömmmm...... Tounge
Eftir uppvask og frágang fórum við frænkur niður að "anda að okkur frísku lofti" og guttarnir fengu pakka til að opna á meðan.  Síðan tók við pakkaflóðið !  Ég hef aldrei séð eins marga pakka undir trénu eins og þetta árið......enda tók það tímann sinn að opna þetta allt saman.  Þegar við vorum rétt um hálfnuð var Viktor Ólinn minn orðinn frekar sybbinn þannig að hann fór í rúmið að sofa og við settum smá pásu til að borða eftirréttinn. 
Síðan héldum við áfram og með hjálp frá strákunum náðum við að opna restina af Viktors pökkum ásamt þeirra og okkar, og allt tók þetta enda fyrir rest.
Við fengum margar góðar gjafir og þakka ég kærlega fyrir mig og drengina mína InLove
Vænst af öllu þótti mér þó um sendinguna sem Gísli frændi kom með þegar við vorum rétt byrjuð að opna pakkana, þúsund þakkir fyrir að koma með þetta þegar þú gerðir, mér þótti ógurlega vænt um það InLove

Þegar strákarnir voru búnir að skoða eitthvað af dótinu sem þeir fengu, var haldið í bælið, enda hálfgert spennufall eftir daginn.  Árný rölti yfir á Húna 11 og kom til baka síðar um kvöldið með Oddný og Birni Snæ með sér, þau voru hérna á meðan Halla, Gísli og Jökull fóru í miðnæturmessu.
Við sátum hérna eins og klessur, allar á náttfötum og horfðum á sjónvarpið........og svo var auðvitað nauðsyn að kroppa í leifarnar LoL  Skálin með nammisalatinu var dregin fram, fatið með hryggnum á og Machintosh dósin líka hehehe Smile  Ohhhh........það er svoooo gott að borða Wink

Á jóladag fórum við gaurarnir yfir á Krókinn í jólakaffi til Oddnýjar systur.  Aldrei skal maður kunna sér hóf, og að sjálfsögðu var étið á sig gat þar.  Takk fyrir okkur InLove  Þannig að hangikjetið sem ég sauð um kvöldið frestaðist til næsta dags.

Annar í jólum var svolítið lengi að líða fyrir suma.....Laugi var á leiðinni norður að sækja strákana og Matthías var alveg viss um að hann kæmi bara alls ekkert fyrst hann var ekki kominn á einhverjum ákveðnum tíma.  Hann kom þó á endanum og tókst að læðast inn og svipurinn á sonum mínum þegar pabbi þeirra birtist í hurðinni var frábær.........það var alveg meiriháttar Smile
Borðuðum hangikjetið og höfðum það fínt........og Laugi fór svo með þá suður og til Eyja daginn eftir.

Þá tók hversdagsleikinn við.......var í vinnu á fimmtudaginn og í gær líka, en er svo komin í frí fram til 2. jan.  Ef að frá er talið áramótaballið sem ég kom mér í vinnu á.

Er svo búin að sitja hérna og sauma og sauma og sauma........og glápa á sjónvarpið með, það er ferlega þæginlegt Wink

Vona að þið hafið öll haft það eins gott og mögulegt er.......þangað til næst, knús á línuna InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hurru sko....ætlaðir þú ekki i bústað um áramótin???????

flakkari (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Júbb, það var planið.......en við hættum við sökum óviðráðanlegra aðstæðna (lesist blankheita)
Meira vit í að koma sér bara í vinnu og skapa sér pening

Gerða Kristjáns, 29.12.2007 kl. 17:42

3 identicon

ok, skil þig.....enda hundleiðinleg veðurspá fyrir áramótin.......

flakkari (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 17:49

4 identicon

Gleðileg jól hó hó . aldrei að vita nema að við sjáumst þá um áramótin þeas ef Axel Gauti vill fara á ball (neips hann fær ekki að fara eftirlitslaus,ég er ekki svo gömul að ég muni ekki fyrstu böllin sem maður fór á ) en ef ekki gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gamla.

Ragnh (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband