Leita í fréttum mbl.is

1. í aðventu.....

1. í aðventu.....í dag og ég ætla að láta nægja að "kveikja" á svona rafrænu kerti í tilefni dagsins.

Markaðurinn um helgina gekk ágætlega, það var ekkert agalega margt fólkið sem kom en þetta var ofsalega gaman, góður félagsskapur og góð stemning á milli okkar Smile
Ég seldi eitthvað smávegis þannig að ég er sátt Smile  Takk fyrir daginn þið sem voruð þarna, og sérstakt takk til Bótu fyrir að standa að þessu Smile

Setti aðventuljósin í gluggana í gærkvöldi en kveikti ekki á þeim fyrr en í dag......og setti eitthvað smá af ljósum í stofugluggann.........ætlaði líka að setja í strákaherbergin en mig vantar framlengingu í öll herbergin þannig að það verður að bíða aðeins.

Matthías fór í afmæli í dag, hjá stelpu sem hann vildi nú ekki viðurkenna að væri kærastan hans Wink
Mér finnst nú alveg merkilegt hvað þessi feimni byrjar snemma.....þegar hann var að velja gjöfina hennar (já hann valdi hana sko sjálfur......barbídúkku í rauðum kjól því það væri uppáhaldsliturinn hennar) þá spurði ég hann hvort hún væri kærastan hans........"NAUH!" kom til baka með því sama LoL
Hann ætlaði ekki að vilja fara með húfuna af því að hann var svo hræddur um að hún myndi skemma hárkolluna !!  (lesist hárgreiðsluna)

Ætla að láta þetta duga í bili, þarf að halda áfram með þvottaskrímslið.........og kannski maður hafi það af að skrifa á fleiri jólakort í kvöld.......byrjaði á því í gærkvöldi LoL

Þar til næst.........Tounge

PS.......ég auglýsi hér með eftir ykkar uppáhalds smákökuuppskriftum.............langar svo að baka fyrir jólin en veit ekkert hvað það ætti að vera annað en vandræði LoL
Uppskriftirnar skulu ritast í komment og kannski líka ástæðuna fyrir valinu á þeim Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Smákökur með Nóa lakkrískurli500 g púðursykur250 g lint smjörlíki2 egg500 g hveiti1 tsk matarsódi1 tsk engifer1 tsk negull2 tsk kanill70 g Noa lakkrískurlHrærið púðursykur og smjörlíki mjög vel saman.  Bætið eggjunum útí, einu í senn, og hrærið vel í á milli.  Síðan er þurrefnunum og lakkrískurlinu bætt útí og deigið sett á bökunarpappírsklædda (tungubrjótur) plötu með teskeið. (búðu til litlar kúlur og klesstu þær niður með gaffli.)Bakið kökurnar í miðjum ofninum við 175°C í 7-8 mín.Þessi kom nú reyndar frá þér í fyrra en hún sló sko heldur betur í gegn á mínu heimili...

Rannveig Lena Gísladóttir, 2.12.2007 kl. 19:00

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ohh þvílíkur dúfus sem ég er, ég var búin að steingleyma þessari.  hún sló líka í gegn hér

Gerða Kristjáns, 2.12.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Jú Arna, það er rétt, það var hundleiðinlegt veður hérna, verra á föstudeginum þó.

Guðmundur, já þær eru góðar nýbakaðar með ískaldri mjólk

Gerða Kristjáns, 2.12.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Margrét M

Sörur.  eru í uppáhaldi hjá mínum börnum

 

Botn:

200 gr fínmalaðar möndlur

3 dl flórsykur

3 eggjahvítur

 

Gert eins og marens, sett á plötu með tekskeið

 

Krem:

1dl sýróp

1 msk kakó

3 eggjarauður

150 gr mjúkt smjör

1 tsk neskaffiduft

 

Eggjarauður þeyttar mjög vel , smjöri, kakói og kaffidufti bætt út í

hrært áfram,seinast er sýrópinu hrært samanvið. Kremið er kælt áður en því er smurt á kökurnar .

Hver kaka er smurð með kremi, gott er að geyma þær svo í frysti þar til súkkulaðið er sett á .

 

Mátulegt magn af súkkulaði er c.a 200-300 gr fyrir hverja uppskrift, ég nota annaðhvort ópal orange  eða odense 

Margrét M, 3.12.2007 kl. 14:29

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Söruarnar stana alltaf fyrir sínu þær eru góðar.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2007 kl. 18:17

6 identicon

Ég baka 3 sortir...væri reyndar nóg að baka bara 2, og ég held ég fari bara að gera það hér eftir.  En það sem er vinsælt hér á bæ eru Spesíur og Lakkrískurltopparnir sem eru hér fyrir ofan...reyndar í einfaldari uppskrift.   Ætla að prufa þá með fylltum lakkrísreimum og daimkúlum...það á víst að vera rosa gott

 Spesíur: 600gr. hveiti, 400gr. smörlíki, 200gr. flórsykur, 2 eggjarauður.  Allt hnoðað saman, rúllað upp í lengjur og kælt í ca. 1 klst.  Síðan skorið niður í passlega þykka bita og sett á plötu, þrýst létt á hverja köku.  Bakað í ca. 10 mín við 200°  Eftir bökun, meðan kökurnar eru enn heitar, eru settir á súkkulaðidropar (bestir frá Mónu)svo er bara beðið meðan súkkulaðið storknar á.  Gæti ekki verið einfaldara

Alma (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:00

7 identicon

Halló nýji bloggvinur:)

Blúndur eru vinsælar hér...með rjóma inní og súkkulaði utaná og frystar...borðaðar hálfafþýddar...nammm..þú getur fengið uppskriftina ef þú vilt.

Bestu kveðjur Alva Ævarsdóttir.

alva (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:42

8 Smámynd: Gerða Kristjáns

Já takk Alva, það væri súper

Takk til allra fyrir nennið að henda inn uppskriftum

Gerða Kristjáns, 4.12.2007 kl. 22:47

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi gott að heyra frá þér aftur elsku Gerða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.12.2007 kl. 23:25

10 identicon

Hráefni:
200 gr. smjörlíki
300 gr. sykur
2 msk. hveiti
200 gr. haframjöl
2 egg
2 tsk. lyftiduft

Aðferð:  Smjörlíki brætt og hellt yfir haframjölið,
egg og sykur þeytt ljóst og létt og öllu bætt út í
degið sett með sléttfullri teskeið á plötu klædda bökunarpappír, má alls ekki vera meira en sléttfull,
og bakað við 170° í ca. 7 mín (passa upp á baksturinn).
Ég baka þær ekki á blástri, finnst það ekki koma vel út,

Á MILLI:
1/2 líter þeyttur rjómi

OFANÁ:
Brætt suðusúkkulaði

rjóminn þeyttur og ein kúfuð matskeið sett á milli
brætt súkkulaði sett ofan á, fryst, borið fram frosið eða hálfþiðnað.

nammi...

Alva.

alva (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:26

11 identicon

.........þetta var uppskriftin af Blúndum...

Alva

alva (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband