16.9.2007 | 22:57
Stóðréttir, leynigestur og brunnið typpi !
Jæja, þá er aldeilis ágætri helgi lokið. Stóðréttir í Skrapatungurétt sem eiga eftir að vera minnisstæðar hjá öllum í fjölskyldunni
Á fimmtudagskvöldið hringir gemmsinn minn, Valli frændi stendur á skjánum á honum og ég svara......"Halló" Góða kvöldið heyrðist hinum megin.........góða kvöldið sagði ég. Hvað segirðu kemur þá.....bara ágætt sagði ég........og svo kveikti ég, PABBI !! Hvað ert þú að gera þarna ?!?! Hvenær komstu ? Hvað verðurðu lengi ??? Fyrir þá sem ekki vita þá býr pabbi í Namibíu og þar sem ég vissi að Valli frændi væri ekki þar þá hlaut pabbi að vera á landinu, án þess að neinn vissi !
Hann sagðist vera kominn til að fara í réttirnar meðal annars, og það mætti enginn vita af honum hér. Hann kom svo hingað um kl. 8 í gærmorgun og eyddi góðum tíma hér með mér og strákunum áður en ég keyrði hann fram að Strjúgsstöðum þar sem hann hitti rekstrarfólkið, hann ætlaði að fara með þeim í að reka stóðið niður og þar skyldi fólkið hans sjá hann.
Ég vinn ekki um helgar......en þessa helgina þurfti ég að greiða fyrir part úr vakt sem Egill tók fyrir mig um daginn þegar ég fór í verslunarferðina á Akureyri. Árný tók að sér að passa strákana fyrir mig og ég fer með þá uppeftir......segi svo við Höllu að ég myndi gefa allt til að geta farið með ( munið að Halla vissi ekkert um að pabbi væri hér) Hún segir að ég verði bara að passa að lenda ekki í svona aðstöðu að ári. Mér er nokk sama um næsta ár sagði ég, það er þetta sem ég vil vera á. Nú af hverju ?? Úbbossssssí........uuuu.......ég má ekki segja ! Nú og hver bannar það sagði hún.........ég má ekki segja það heldur ! Þarna var ég kominí smá klípu og ákvað að þegja bara. Hún vissi að það væri eitthvað í gangi og leið ekkert svakalega vel þar sem henni er ekkert vel við svona óvisst. En ég held að hún hafi nú alveg fyrirgefið mér þetta Pabbi hafði líka tekið loforð af strákunum að segja ekki neinum frá því að afi væri hérna......og merkilegt nokk, þeir steinþögðu hahaha
Ég fór þó fram á dal eftir vinu og beið þar eftir að stóðið kæmi, það var alveg meiriháttar að sjá þetta, finna lyktina og finna fyrir titringnum i jörðinni þegar stóðið fór framhjá
Eftir að það var búið að koma hrossunum niður að rétt, þá var farið í Efrimýra í kjötsúpu, mikið rosalega var hún góð !
Árný spurði Matthías þarna hvort hann væri búinn að slökkva í typpinu á sér og ég hváði !
Þá hraut víst uppúr honum enn eitt snilldar gullkornið á leiðinni til baka. Honum var mikið mál að pissa og þar sem bílarnir fóru nú ekki hratt yfir þá stekkur hann út og pissar þarna fyrir utan bílinn......það var MJÖG kalt úti, alveg við frostmark held ég. Þegar hann svo kemur aftur inní bíl og er búinn að sitja í smá stund, farinn að fá hitatilfinninguna aftur í vininnn, þá segir hann:
"Árný frænka, það er kviknað í typpinu á mér !!" Ég auðvitað sprakk úr hlátri, hvernig er annað hægt 5 ára guttar geta varla útskýrt svona tilfinningu öðruvísi
Pabbi kom svo hingað í gærkvöldi og gisti í nótt, eftir að við höfðum átt langt og gott spjall
Í morgun fórum við svo uppí Mýrar, og þaðan í Skrapatungurétt. Allir voru gallaðir upp, en shit og boy, veðrið var ömurlegt. Skítakuldi og slydda á köflum !! Það var hvítt yfir öllu í sveitinni þegar við keyrðum þangað í morgun og Matthías sagði að það væri kominn vetur hjá Árný frænku
Viktor Óli var góður í smá stund, síðan ekki. Þannig að ég fór með hann inní bíl og klæddi hann úr gallanum og þar eyddi ég nánast restinni af tímanum mínum þar, inní bíl að hafa ofan af fyrir drengnum. Enda var hann orðinn svo þreyttur þegar við fórum heim rúmlega 1 að við vorum ekki komin útúr réttinni þegar hann var sofnaður. Pabbi fór fyrr úr réttinni til að heimsækja Oddný systur á Krókinn og svo á Akureyri í framhaldi af því.....kemur svo aftur hingað annað kvöld og fer suður á þriðjudagsmorguninn áður en fuglarnir vakna...og flýgur út á miðvikudag. Þannig að þetta verður stutt stopp, en mjög ánægjulegt held ég barasta, hann amk ljómaði eftir að hann var stiginn af baki eftir reksturinn
Á fimmtudagskvöldið hringir gemmsinn minn, Valli frændi stendur á skjánum á honum og ég svara......"Halló" Góða kvöldið heyrðist hinum megin.........góða kvöldið sagði ég. Hvað segirðu kemur þá.....bara ágætt sagði ég........og svo kveikti ég, PABBI !! Hvað ert þú að gera þarna ?!?! Hvenær komstu ? Hvað verðurðu lengi ??? Fyrir þá sem ekki vita þá býr pabbi í Namibíu og þar sem ég vissi að Valli frændi væri ekki þar þá hlaut pabbi að vera á landinu, án þess að neinn vissi !
Hann sagðist vera kominn til að fara í réttirnar meðal annars, og það mætti enginn vita af honum hér. Hann kom svo hingað um kl. 8 í gærmorgun og eyddi góðum tíma hér með mér og strákunum áður en ég keyrði hann fram að Strjúgsstöðum þar sem hann hitti rekstrarfólkið, hann ætlaði að fara með þeim í að reka stóðið niður og þar skyldi fólkið hans sjá hann.
Ég vinn ekki um helgar......en þessa helgina þurfti ég að greiða fyrir part úr vakt sem Egill tók fyrir mig um daginn þegar ég fór í verslunarferðina á Akureyri. Árný tók að sér að passa strákana fyrir mig og ég fer með þá uppeftir......segi svo við Höllu að ég myndi gefa allt til að geta farið með ( munið að Halla vissi ekkert um að pabbi væri hér) Hún segir að ég verði bara að passa að lenda ekki í svona aðstöðu að ári. Mér er nokk sama um næsta ár sagði ég, það er þetta sem ég vil vera á. Nú af hverju ?? Úbbossssssí........uuuu.......ég má ekki segja ! Nú og hver bannar það sagði hún.........ég má ekki segja það heldur ! Þarna var ég kominí smá klípu og ákvað að þegja bara. Hún vissi að það væri eitthvað í gangi og leið ekkert svakalega vel þar sem henni er ekkert vel við svona óvisst. En ég held að hún hafi nú alveg fyrirgefið mér þetta Pabbi hafði líka tekið loforð af strákunum að segja ekki neinum frá því að afi væri hérna......og merkilegt nokk, þeir steinþögðu hahaha
Ég fór þó fram á dal eftir vinu og beið þar eftir að stóðið kæmi, það var alveg meiriháttar að sjá þetta, finna lyktina og finna fyrir titringnum i jörðinni þegar stóðið fór framhjá
Eftir að það var búið að koma hrossunum niður að rétt, þá var farið í Efrimýra í kjötsúpu, mikið rosalega var hún góð !
Árný spurði Matthías þarna hvort hann væri búinn að slökkva í typpinu á sér og ég hváði !
Þá hraut víst uppúr honum enn eitt snilldar gullkornið á leiðinni til baka. Honum var mikið mál að pissa og þar sem bílarnir fóru nú ekki hratt yfir þá stekkur hann út og pissar þarna fyrir utan bílinn......það var MJÖG kalt úti, alveg við frostmark held ég. Þegar hann svo kemur aftur inní bíl og er búinn að sitja í smá stund, farinn að fá hitatilfinninguna aftur í vininnn, þá segir hann:
"Árný frænka, það er kviknað í typpinu á mér !!" Ég auðvitað sprakk úr hlátri, hvernig er annað hægt 5 ára guttar geta varla útskýrt svona tilfinningu öðruvísi
Pabbi kom svo hingað í gærkvöldi og gisti í nótt, eftir að við höfðum átt langt og gott spjall
Í morgun fórum við svo uppí Mýrar, og þaðan í Skrapatungurétt. Allir voru gallaðir upp, en shit og boy, veðrið var ömurlegt. Skítakuldi og slydda á köflum !! Það var hvítt yfir öllu í sveitinni þegar við keyrðum þangað í morgun og Matthías sagði að það væri kominn vetur hjá Árný frænku
Viktor Óli var góður í smá stund, síðan ekki. Þannig að ég fór með hann inní bíl og klæddi hann úr gallanum og þar eyddi ég nánast restinni af tímanum mínum þar, inní bíl að hafa ofan af fyrir drengnum. Enda var hann orðinn svo þreyttur þegar við fórum heim rúmlega 1 að við vorum ekki komin útúr réttinni þegar hann var sofnaður. Pabbi fór fyrr úr réttinni til að heimsækja Oddný systur á Krókinn og svo á Akureyri í framhaldi af því.....kemur svo aftur hingað annað kvöld og fer suður á þriðjudagsmorguninn áður en fuglarnir vakna...og flýgur út á miðvikudag. Þannig að þetta verður stutt stopp, en mjög ánægjulegt held ég barasta, hann amk ljómaði eftir að hann var stiginn af baki eftir reksturinn
Réttað í Skrapatungurétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu Gerða mín, ég eralveg sammála þér.... frábær helgi og leynigesturinn frábært að sjá hann.
Matthías átti pottþétt gullkorn vikunnar.... ef ekki mánaðarins.... sjáldan vitað til að það kvikni bara sí svona í stubba sprellum.........
Árný Sesselja, 16.9.2007 kl. 23:03
Gaman að svona leynigestum!! Skilaðu kveðju til pabba þíns Gerða mín.
flakkari (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 06:22
Þú verður að skila stórri kveðju og nokkrum kossum til hans frá mér !!!!!!
Sjáumst síðar
kveðja úr sveitinni
ps er með fréttttir þegar ég hitti þig næst
Ragnheiður (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:01
Löngu búin að fyrirgefa þér Gerða mín, en men hvað ykkur tókst að koma manni á óvart. Við að lesa kommentið hér á undan... eru tvíburar á leiðinni hjá Röggu?
Frænka.... (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:35
Tvíburar ? Nei það eru 4 stk takk fyrir !!
Hahaha neinei, ekkert svoleiðis á leiðinni
Gerða Kristjáns, 17.9.2007 kl. 14:57
LOL drengurinn er snillingur
Solla (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:52
hæhæ takk fyrir sæta kveðju. er búin að opna bloggsíðuna mína aftur. bið að heilsa á dósina
Beta (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.