23.7.2007 | 20:42
Rúmlega.......
.....1200 km sem ég og Árný frænka keyrðum sl. helgi !! Hún var mér stoð og sytta í ferð sem ég VARÐ að fara vestur á firði. Er búin að ganga með í maganum mörg sl. ár að fara vestur og gera mitt í að uppræta viss mál. En hef aldrei haft kjark til þess.......fyrr en nú. Núna hugsaði ég bara: Nei fjandinn, það er bara að reyna, þú færð þá bara skell............þú getur þá amk sagt að þú hafir reynt og verið sátt. Þannig að við fórum.
Komum nú víða við í þessari ferð.......Hólmavík, Súðavík, Ísafjörður, Þingeyri, Hnífsdalur, Bolungarvík, Flateyri og Suðureyri fengu að njóta okkar yndislegs félagsskapar í mislangann tíma þó. Ég gerði það sem ég þurfti að gera á einum af þessum stöðum, og varð sátt. Ég er búin að reyna, búin að brjóta ísinn, núna vona ég bara svo heitt og innilega fyrir alla sem eiga hlut að, að framhaldið verði gott. Ég er sátt
Við áttum griðarstað hjá Gunnu frænku á Ísafirði, vorum þar í mjög góðu yfirlæti, takk kærlega fyrir okkur Gunna
Við kíktum líka á fleiri fjölskyldumeðlimi sem ég hef ekki séð í skrilljón ár......Marý og Bjarni fengu okkur í heimsókn, sem og Anna Kata og hennar fjölskylda.......bara gaman að því
Síðan fórum við sömu leið til baka á sunnudeginum.........vorum eins og verstu túristar á bakaleiðinni, stoppandi alls staðar að taka myndir og svoleiðis nokk. Við urðum fyrir árás á einum staðnum. Við vorum stopp útí kanti að taka myndir uppí hlíðina sem var mín megin í bílnum, ss. farþegamegin í þetta sinn. Ég skrúfa niður rúðuna og geri mig líklega til að smella af, þegar Árný gargar á mig: LOKAÐU !!!!!!!!!!!!!!!! Ég hrökk auðvitað við og spurði af hverju........ÞAÐ ER GEITUNGUR ÞARNA !!! Svo bara birtist þetta líka flykki beint fyrir framan nefið á mér.....á leiðinni inn í bílinn !!! Árný byrjar að draga upp rúðuna (stjórntæki líka hennar megin) og opnar hurðina sína í leiðinni......svona til að stökkva út ef kvikindið ógurlega skyldi voga sér nærri ! Ég greip það næsta sem ég fann til að berja henni frá........kexpakki varð fyrir valinu........og reyni eitthvað að stugga við henni. Henni leist ekkert á kexið og flaug innan á framrúðuna. Árnýju fannst ég þá vera eitthvað lengi að þessu, reif af mér kexpakkann og skellti honum á fluguskömmina. Ég var með hroll ofan í ra$$ þegar ég var að henda þessu ógeði útúr bílnum ! Samt tókum við myndirnar......og rukum svo í burtu ! Tja......svona eins og hægt er að rjúka í burtu af malarvegi !
Vorum þreyttar, en sáttar þegar við komum heim í gærkvöldi
Takk æðislega Árný fyrir að koma með mér......já eða leyfa mér að fljóta með.........ég væri ennþá að spá í Hvað ef.........
Heyri í ykkur síðar darlings........
Kv. Gerða......sátt við lífið og tilveruna
Komum nú víða við í þessari ferð.......Hólmavík, Súðavík, Ísafjörður, Þingeyri, Hnífsdalur, Bolungarvík, Flateyri og Suðureyri fengu að njóta okkar yndislegs félagsskapar í mislangann tíma þó. Ég gerði það sem ég þurfti að gera á einum af þessum stöðum, og varð sátt. Ég er búin að reyna, búin að brjóta ísinn, núna vona ég bara svo heitt og innilega fyrir alla sem eiga hlut að, að framhaldið verði gott. Ég er sátt

Við áttum griðarstað hjá Gunnu frænku á Ísafirði, vorum þar í mjög góðu yfirlæti, takk kærlega fyrir okkur Gunna


Síðan fórum við sömu leið til baka á sunnudeginum.........vorum eins og verstu túristar á bakaleiðinni, stoppandi alls staðar að taka myndir og svoleiðis nokk. Við urðum fyrir árás á einum staðnum. Við vorum stopp útí kanti að taka myndir uppí hlíðina sem var mín megin í bílnum, ss. farþegamegin í þetta sinn. Ég skrúfa niður rúðuna og geri mig líklega til að smella af, þegar Árný gargar á mig: LOKAÐU !!!!!!!!!!!!!!!! Ég hrökk auðvitað við og spurði af hverju........ÞAÐ ER GEITUNGUR ÞARNA !!! Svo bara birtist þetta líka flykki beint fyrir framan nefið á mér.....á leiðinni inn í bílinn !!! Árný byrjar að draga upp rúðuna (stjórntæki líka hennar megin) og opnar hurðina sína í leiðinni......svona til að stökkva út ef kvikindið ógurlega skyldi voga sér nærri ! Ég greip það næsta sem ég fann til að berja henni frá........kexpakki varð fyrir valinu........og reyni eitthvað að stugga við henni. Henni leist ekkert á kexið og flaug innan á framrúðuna. Árnýju fannst ég þá vera eitthvað lengi að þessu, reif af mér kexpakkann og skellti honum á fluguskömmina. Ég var með hroll ofan í ra$$ þegar ég var að henda þessu ógeði útúr bílnum ! Samt tókum við myndirnar......og rukum svo í burtu ! Tja......svona eins og hægt er að rjúka í burtu af malarvegi !

Vorum þreyttar, en sáttar þegar við komum heim í gærkvöldi

Heyri í ykkur síðar darlings........
Kv. Gerða......sátt við lífið og tilveruna

Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verði þér að góðu frænka sæl..... kílómetrarnir voru nákvæmlega 1.214 talsins
Ég er alveg til í að endurtaka leikinn, hvenær sem er, nema ef það er stormur og bylur.... þá nenni ég ekki
En annars ok 
Árný Sesselja, 23.7.2007 kl. 22:50
Þú ert sterk Gerða mín, vona svo ynnilega að þetta mál leysist endanlega.
´MEGA knús úr borg óttans:D
Flakkari (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 06:41
Býfuglar eru ógeðslegir!
Gott að ykkur gekk vel fyrir vestan... væri alveg til í að koma með næst :) Efast um að þið séuð jafn erfiðir ferðafélagar um vestfirði eins og hin hliðin á mér...
Lena (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 07:53
geitungar .. ógeð sko
Margrét M, 24.7.2007 kl. 09:31
Frábært að lesa um ferðina ykkar og samgleðst þér yfir því sem þú varðst að gera og gerðir.
Eins gott að þið voruð ekki stungnar af þessari hryðjuverkaflugu og komust heilar heim. Annars hefði ég eiginlega viljað sjá Árný á meðan þessum bardaga stóð
.
Fjóla Æ., 24.7.2007 kl. 10:49
Það er ekkert betra en góð vinkona, sú eða sá er stendur með þér 300%
Lífið er eins ljúft og þú leyfir
www.zordis.com, 24.7.2007 kl. 21:46
LOL Anna, nei þetta var ekki hunangsfluga, ég þekki muninn ;)
Gerða Kristjáns, 25.7.2007 kl. 16:46
Já alltaf gott að ljúka gömlum málum. Þetta gastu auðvitað eins og allt annað... Geitungar ekkki alveg að gera góða hluti í minni tilveru.
Kv Tidz
Tidz (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.