Leita í fréttum mbl.is

Blogg time ?

Hæ fólk Smile

Hvað er títt ?  Héðan að norðan er bara allt ljómandi að frétta, sólin búin að skína á okkur undanfarna daga, sérstaklega þó í dag, BARA heitt og gott Grin

Maður komst að því við illan leik í gær, hvað maður er ofsalega háður vatni.  Alltof mikið af dóti sem maður notar dagsdaglega sem er tengt vatni á einn eða annan hátt án þess að maður pæli nokkuð í því. 
Í fyrrinótt bilaði dælan sem dælir vatninu í áveitubrunn fyrir okkur hérna á Blönduósi.  Það varð til þess að brunnurinn tæmdist og úbbosí !  Ég, ásamt fleirum, höfðum ekki hugmynd um þetta þegar ég mætti í vinnu kl. 8.  Gerði það sem ég er vön, fór að smyrja í brauðbarinn og sollis nokk, en svo þegar kom að því að kæla eggin í smurbrauðið var kalda vatnið farið að renna ansi hægt.......og síðan bara alls ekkert !
Stöðvarstýran náði um 9 leytið samband við þá hjá bænum sem sögðu henni hvað var í gangi og að viðgerð stæði yfir en mætti búast við að þetta yrði svona fram eftir degi.
Ss. á föstudegi var staðan svona:  Grillið var lokað.........uppþvottavélin virkaði að sjálfsögðu ekki, ísvélin er háð vatni og virkaði því ekki, gosvélin sömuleiðis.  Kaffivélin er tengd beint í vatn þannig að það var keypt heimiliskaffivél og vatn á brúsum til að það væri hægt að hella uppá.  Það sem verst var að klósettin voru óvirk.  En merkilegt nokk hvað fólk tók þessu samt vel, ekkert sem við gátum gert í þessu svosem, það sátu allir hér við sama borðið.  Sumir þurftu bara að breyta útaf vananum og fá sér pylsu og kók í staðinn fyrir heita matinn og vatn LoL
Þegar ég var búin að vinna var þetta komið í lag.......og krafturinn að komast í lag Smile

Í dag voru 2 eldri guttarnir mínir hrikalega mikið úti, Þorsteinn tók það að sér að kenna Matthíasi að hjóla án hjálpardekkja.  Hann fékk nefnilega gefins hjól um daginn sem er ekki með svoleiðis hjálpartækjum á, og hann er ákveðinn í að taka það með sér á næsta hjóladag í leikskólanum og þá er nú eins gott að kunna að hjóla á því Smile
Það var alveg frábært að fylgjast með þeim, fyrst hélt Þorsteinn í hnakkinn og stýrið og teymdi hann um.  Síðan var það tekið á ferðinni, hlaupið af stað og Matthíasi svo ýtt og hann á pedulunum á milljón.......þangað til hann datt hehehe LoL  Þeir voru á túninu hérna fyrir aftan þannig að fallið varð mjúkt og hann hló og hló og fannst þetta ferlega gaman.  Svona gekk þetta heillengi, og Matthíasi gengur betur og betur að hjóla......samt lítið í einu óstuddur Smile

Kíktum svo aðeins í sveitina á Önnu, Óla og þeirra fylgifiska, og á Árnýju að sjálfsögðu.  Anna og co. komin norður í fermingu Svanhildar frænku sem verður á morgun.
Það verður gaman að hitta alla þá Smile

Ætla að láta þessu lokið í bili.............sjáumst síðar, þar til næst................adjö Cool
Ps. Yngsta eintakið varð 9 mánaða í dag, tók þessa mynd í tilefni dagsins, og Þorsteinn tók myndina af mér með bræðrum sínum, ofsalega fín mynd hjá honum InLove

Viktor Óli
mamma með gullin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki hefði ég viljað lenda í svona vatnsleysi ... vá! En mikið áttu sæt börn!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Takk fyrir það Gurrí, þeir eiga nú ekki langt að sækja það.......beint í pabba sinn !  Ég á alla mína fegurð óskerta hahaha

Gerða Kristjáns, 28.4.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Ester Júlía

Til lukku með krúttbombuna!  Og æðislegar myndinar!  Vó þvílíku veseni sem þið hafið lent í ..já maður er ótrúlega háður vatni og rafmagni..mig dreymir um vatns og rafmagnslausan sumarbústað þar sem er ekkert sjónvarp..enginn hiti ..osfr...nei hugsa að það virki ekki fyrir borgarbúann sem er orðinn allt of góðu vanur

Ester Júlía, 28.4.2007 kl. 23:48

4 identicon

Kveðja frá Akureyri ... svona rétt fyrir svefninn.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 03:24

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtilegar myndir Gerða mín, gott að þú ert komin á stjá á ný.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2007 kl. 08:47

6 Smámynd: Saumakonan

það var mikið að maður sá blogg hjá þér.... var nú barasta farin að halda að þú værir död!  Velkomin aftur!!

Saumakonan, 29.4.2007 kl. 11:04

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Tillykke með yngsta orminn.  Gullfallegir drengir sem þú átt. 

SigrúnSveitó, 29.4.2007 kl. 11:11

8 Smámynd: Hugarfluga

sætir strákar!

Hugarfluga, 29.4.2007 kl. 16:32

9 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Sendið nú hitann hingað suður

Kristberg Snjólfsson, 29.4.2007 kl. 21:12

10 identicon

Jeminn einasti hvað myndin af Viktor Óla er flott!  Hér voru líka hjólaæfingar um helgina.  Árni tók hjálpardekkin af hjá Elísu og hún er farin að hjóla um allt!  Og segist vera orðin næstum því fullorðin...

Lena (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:04

11 Smámynd: www.zordis.com

Þvilík bjúti þessir drengir!    Gott að halda sinni fegurð óskertri ......  Minnir mig á þrjóskuárin mín, blóðug hné en sigur í lok dags.

www.zordis.com, 30.4.2007 kl. 06:51

12 Smámynd: Margrét M

fallegir drengir sem þú átt .. ..ekki gott að missa kalda vatnið ...

Margrét M, 30.4.2007 kl. 09:03

13 identicon

Ef það verður búið að sækj börnin þín einhvern daginn þegar þú kemur í leikskólan þá er það ég sem er búin að stela þeim, þvílíkar dúllur, ekkert skrítið að pabbin sé eins og hann er ef öll fegurðin fór í drengina! Nei, skamm Anna þetta var ljótt grín! Eigðu góðan morgundag og vonandi áttu frí!

Anna (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:28

14 Smámynd: bara Maja...

Jeminn eini hvað strákarnir þínir eru FALLEGIR !!

bara Maja..., 1.5.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband