25.2.2007 | 20:07
Vinur.....hvað er það ?
Þetta hefur svolítið verið að veltast um í hausnum á mér undanfarna daga......veit ekki einu sinni hvort hægt sé að koma því "á blað" þannig að skiljist, enda skiptir það litlu, þetta er bara raus í mér
Á hvaða tímpunkti fer manneskja úr því að verða kunningi yfir í að verða vinur ?
Og hvað er vinur ?
Segir það eitthvað um mig að ég á fáa vini en fullt af kunningjum ?
Viðurkenni það hiklaust, ég á ekki marga vini, en þeir sem eru vinir mínir eru góðir vinir og mér finnst að þá beri að velja af kostgæfni.
Ég get treyst mínum vinum fyrir öllu án þess að fá í bakið síðar meir eitthvað af því sem þeim var treyst fyrir.
Vinur minn á að þora að segja mér hreint út hvað honum/henni finnst, án þess að "sykra" það eitthvað, og ég á að geta tekið því eins og þroskuð manneskja.
Ég vil geta leitað til vinar míns með hvað sem er, á hvaða tíma sem er (nánast).
Og vinur minn veit að ég er alltaf til staðar fyrir hann/hana.
Vinur minn veit líka að þó svo að við séum ekki í daglegu sambandi þá er ég er alltaf vinur.
Ég fann mikið fyrir því í vetur hverja ég á að vinum, í kringum skilnaðinn. Fékk þá í heimsókn reglulega og það var passað uppá mann án þess að það væri neinn átroðningur skiljiði.
Sjónvarpskvöld með snakk og kók og fullt af nammi.......innlit í skúrinn (hreina loftið sko), komið í mat........bara verið til staðar þegar ég þurfti á því að halda.
Og þeir sem voru ekki á svæðinu létu í sér heyra í síma/skype/msn/email.
Hvað sem var..........ég vissi af þeim og það var nóg.
Og einn vinur sérstaklega kom mér til að brosa aftur, takk luv
Ég er verulega rík manneskja, ég á 4 heilbrigð börn, yndislega fjölskyldu og góða, sanna vini
Hvað er vinur fyrir ykkur ??
Á hvaða tímpunkti fer manneskja úr því að verða kunningi yfir í að verða vinur ?
Og hvað er vinur ?
Segir það eitthvað um mig að ég á fáa vini en fullt af kunningjum ?
Viðurkenni það hiklaust, ég á ekki marga vini, en þeir sem eru vinir mínir eru góðir vinir og mér finnst að þá beri að velja af kostgæfni.
Ég get treyst mínum vinum fyrir öllu án þess að fá í bakið síðar meir eitthvað af því sem þeim var treyst fyrir.
Vinur minn á að þora að segja mér hreint út hvað honum/henni finnst, án þess að "sykra" það eitthvað, og ég á að geta tekið því eins og þroskuð manneskja.
Ég vil geta leitað til vinar míns með hvað sem er, á hvaða tíma sem er (nánast).
Og vinur minn veit að ég er alltaf til staðar fyrir hann/hana.
Vinur minn veit líka að þó svo að við séum ekki í daglegu sambandi þá er ég er alltaf vinur.
Ég fann mikið fyrir því í vetur hverja ég á að vinum, í kringum skilnaðinn. Fékk þá í heimsókn reglulega og það var passað uppá mann án þess að það væri neinn átroðningur skiljiði.
Sjónvarpskvöld með snakk og kók og fullt af nammi.......innlit í skúrinn (hreina loftið sko), komið í mat........bara verið til staðar þegar ég þurfti á því að halda.
Og þeir sem voru ekki á svæðinu létu í sér heyra í síma/skype/msn/email.
Hvað sem var..........ég vissi af þeim og það var nóg.
Og einn vinur sérstaklega kom mér til að brosa aftur, takk luv
Ég er verulega rík manneskja, ég á 4 heilbrigð börn, yndislega fjölskyldu og góða, sanna vini
Hvað er vinur fyrir ykkur ??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinur er sá sem alltaf hægt er að stóla á. Fór í gegnum sama prósess í mínum málum. Alltaf sama fólkið sem er staðfast. Kunningjarnir koma og fara. Sérstaklega góð sía á svona eru sambandsslit eða einhverjir örðuleikar, fólkið sem ekki er til staðar, á bara að stroka út. Allavega láta það vera að senda þeim jóakort. Senda þeim frekar samúðarkveðjur fyrir að vera "henti-manneskjur", þónokkuð mikið til af þessu fólki. Sem þorir ekki að taka afstöðu eða annað.
Hvurn djöö er ég að skrifa svona mikið, þetta er ekki mitt blogg....
kv Don Tidz
TIDDI (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:22
tjaaa ég ætla rétt að vona að ég sé talin til vina þinna!!! Þegar maður býr í langtíburtistan þá er tölvan ómissandi og já síminn líka... (svona þegar sumir nenna ekki að pikka þegar er verið að hjálpa manni )
Sannur vinur er til staðar í gegnum SÚRT OG SÆTT... ! Hef sjálf gengið í gegnum ýmislegt sem þarf ekki að nefna hér en já.. þá kemur í ljós hverjir eru vinir manns þegar á reynir... og þá vini sem gráta með manni.. hlæja með manni... styðja mann og koma manni til að brosa þegar allt er svart... þá heldur maður fast í!!!
Besta motto ever..... Vertu við aðra eins og þú vilt að komið verði fram við þig!
hmm.. og já.. ég segi nú bara eins og Tiddi... djööös pikkræpa er þetta í manni... farin að sauma!
Saumakonan, 25.2.2007 kl. 20:38
ég sakna la daganna
Gunna-Polly, 25.2.2007 kl. 20:51
ohhh ég líka........og labbi niður í bæ eftir lokun.......kebab anyone ?
Gerða Kristjáns, 25.2.2007 kl. 20:54
HEY MACARENA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ROFL!!!!!
Saumakonan, 25.2.2007 kl. 20:58
LOL
og kebab með mikilli hvítlaukssósu
Gunna-Polly, 25.2.2007 kl. 22:02
Það er talið betra að eiga fáa vini en góða en marga og ekki góða ... heheheh! Þótt vinir hafi leyfi til að segja þér til syndanna (tala hreint út ...) þá finnst mér að þeir eigi alltaf að sýna virðingu og ekki hrauna yfir "vini sína" þótt þeir séu ekki sammála. 'Eg hef séð fólk vaða yfir vini sína og finnst það ekki vera góðir vinir ... og allt í nafni hreinskilninnar, sem er stórlega ofmetinn kostur!
Mér sýnist á öllu að þú sért í fínum málum í sambandi við vini!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 23:19
Vinur er sá sem hugsar "Við" í staðinn fyrir "Ég og þú". Vinur gerir ekki greinarmun á þínum þörfum né sínum. Vinur umber galla þína og dynti og segir þér af þeim ef þurfa þykir (án gagnrýni) Vinur kemur með það til leiks, sem þú hefur ekki og vis versa. Vinur er hinn helmingurinn af þér. Kristur vildi að allir hugsuðu og öktuðu svona, það var boðun hans. Að elska náungann eins og sjálfan þig, dæma ekki, gefa án þess að vita eða láta vita, umbera, aðstoða, elska. Semsagt...Vera ávallt "Við" í stað þess að aðkilja hagsmunina í "Ég og hinir."
Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2007 kl. 23:52
Vinur er sá hluti af hjartanu sem fellir tár með þér, brosir með þér og er til staðar þegar kallið kemur með einu eða öðru móti. Vinur er djúpt orð sem endurspeglar einingu tveggja eða fleiri persóna! Það kemur ávallt í ljós hverjir eru vinir þegar á reynir!
www.zordis.com, 26.2.2007 kl. 00:55
ég komst svo sannarlega að því hverjir voru vinir mínir á sínum tíma þegar ég og fyrrverandi skildum ...
Margrét M, 26.2.2007 kl. 11:48
Hæhæ sweetie.
Hmmmmmmm vinir! það er ég (að ég held)
Knús og kram og þig og töffarana. Kveðja úr vestur sýslunni.
Oddný (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.