20.2.2007 | 16:53
Ohhh :(
Ég staulaðist með drengina á leikskólann í morgun svo ég gæti legið dauð með minni flensu......það var hringt af stubbadeildinni eftir hádegið, Viktor Óli orðinn veikur líka Erfitt þegar þessi kríli verða veik, hann skilur ekkert í þessari vanlíðan
Annars á ég bestustu bestu frænku í heimi, ég fæ saltkjöt og baunir sendar heim þar sem ég kemst ekki í baunaveisluna í sveitinni, þúsund þakkir frænka
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið getur fólk verið gott! Hundfúlt að þú hafir ekki getað legið í allan dag til að ná úr þér flensunni, heldur þurftir að bæta við þig umönnun veiks barns ... og það er alltaf svo leiðinlegt þegar börnin manns eru veik, sérstaklega þegar þau skilja það ekki, eins og stráksinn þinn! Batni ykkur rosalega fljótt og vel og njótið súpunnar í kvöld og kjötsins!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:02
Maður kannski gleymir þá aðeins eigin vanlíðan.....hann er bara rétt tæplega 7 mánaða og ef honum líður líkt og mér þá..........úfff segi ég nú bara. Hann brosir nú samt þessi elska, það þarf verulega mikið til að brosið hverfi af andlitinu hans
Gerða Kristjáns, 20.2.2007 kl. 17:10
Gott að eiga góða að! Væri sko alveg til í gula baunasúpu (eru brúnar hér suðurfrá......en góðar) Láttu þér batna!
www.zordis.com, 20.2.2007 kl. 18:00
ohh tvöfaldar batakveðjur
bara Maja..., 20.2.2007 kl. 21:49
Elsku stelpan, ömurleg þessi flensa ! Og æ það er svo erfitt að vera veikur og þurfa svo líka að hugsa um veikt barn. Ég er búin að fá flensuna, maðurinn minn fékk hana um leið og ég ( hann er nú hálfgert barn þegar hann er veikur, þarf mikla umönnun ). Börnin sluppu - sem mér finnst ótrúleglt! En hugsaðu vel um ykkur, reyndu að sofa sem mest þú getur og borðaðu vel. Batakveðjur
Ester Júlía, 21.2.2007 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.