19.2.2007 | 22:07
Það er aldeilis græðgin....
.....í manni þegar það er gott að borða
Tók út lambahrygg í gær og bauð Völu frænku í mat í kvöld, og þvílíka lostætið
Vala útbjó sósuna og strákarnir voru svo hrifnir að þeir vilja fá hann alltaf til að búa til sósu.........skot á mig kannski ?
Það voru allir á þessu heimili búin að fá bollur í dag, bæði í rjómabolluformi og kjötfarsformi, þannig að ég var ekkert að svíkja lit
Í dag, fyrir matinn, fór Matthías í bað. Þegar ég var að þurrka honum eftir baðið, ákvað ég að það væri kannski ekki vitlaust að taka myndir af blettunum hans eins og við köllum þetta hér á bæ. Sótti myndavélina og myndaði í gríð og erg. Hann er kominn með á axlirnar líka og í aðra hnésbótina og ég gerði mér bara ekki almennilega grein fyrir hvað þetta væri orðið slæmt, ekki fyrr en maður fór virkilega að rýna í húðina á honum.
Þegar ég var að taka myndirnar sagði hann við mig: (hann er að verða 5 ára í apríl)
"Mamma, bráðum fæ ég bletti í andlitið og þá verð ég ógeðslegur "
Í dag, fyrir matinn, fór Matthías í bað. Þegar ég var að þurrka honum eftir baðið, ákvað ég að það væri kannski ekki vitlaust að taka myndir af blettunum hans eins og við köllum þetta hér á bæ. Sótti myndavélina og myndaði í gríð og erg. Hann er kominn með á axlirnar líka og í aðra hnésbótina og ég gerði mér bara ekki almennilega grein fyrir hvað þetta væri orðið slæmt, ekki fyrr en maður fór virkilega að rýna í húðina á honum.
Þegar ég var að taka myndirnar sagði hann við mig: (hann er að verða 5 ára í apríl)
"Mamma, bráðum fæ ég bletti í andlitið og þá verð ég ógeðslegur "
Ég hrökk svo svakalega við og hjartað í mér sökk !! Hver hafði verið að segja þetta við hann hugsaði ég. Og ég spurði "Og hver segir það?!" Þá kom........"Ég "
Hann er svo svakalega meðvitaður um þessa bletti, hvernig þetta lítur út á honum og allt sem því fylgir.
En að heyra þetta......mér varð svo illt í hjartanu
Ég setti myndirnar í albúm hérna.........ef þið viljið kíkja á þær þá finniði þær hér
Hann er svo svakalega meðvitaður um þessa bletti, hvernig þetta lítur út á honum og allt sem því fylgir.
En að heyra þetta......mér varð svo illt í hjartanu
Ég setti myndirnar í albúm hérna.........ef þið viljið kíkja á þær þá finniði þær hér
Endilega segið mér ef þið kannist við svona bletti/útbrot.
Takk fyrir ábendinguna um Ásthildi, ég kem til með að setja mig í samband við hana, það getur varla verið verra en eitthvað annað.
ps.....Elsku Linda mín, til hamingju með afmælið í dag
Takk fyrir ábendinguna um Ásthildi, ég kem til með að setja mig í samband við hana, það getur varla verið verra en eitthvað annað.
ps.....Elsku Linda mín, til hamingju með afmælið í dag
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sýnist þetta vera barnaexem en get ekki útilokað psoriasis , drífa sig að hringja í ásthildi eða ólöfu og panta tíma hjá húðsjúkdómalækni
Gunna-Polly, 19.2.2007 kl. 22:28
Ég á tíma með hann hjá húðsjúkdómalækni 5. mars......verð að geyma hitt aðeins lengur
Gerða Kristjáns, 19.2.2007 kl. 22:30
Ég ætla ekki að sjúkdómsgreina eftir myndum, enda ekki manneskjan í það. Mamma mín er með psoriasis og hjá henni eru blettirnir þykkir og það myndast hreistur á þá. Ég hef hins vegar sjálf verið með exem til fjölda ára og var það slæm fyrir fjórum árum að ég var lögð inn. Exem getur verið margskonar og hjá mér byrjaði það sem óreglulegir þurrkablettir, sem síðan breyttu lögun og urðu hringlaga. Læknirinn minn, Jón Þrándur Steinsson, kallaði exemið "mynt-exem" og lítur ekkert ósvipað út og psoriasis. Rétt meðferð og andlegt jafnvægi stuðla að fljótum og góðum bata. Gangi ykkur vel. Knús
Hugarfluga, 19.2.2007 kl. 22:47
Hver var rétt meðferð í þínu tilviki ?
Gerða Kristjáns, 19.2.2007 kl. 22:51
Rétt meðferð voru böð í Húðdeildinni í Þverholti og markviss/tímabundin notkun sterakrema og annarra krema.
Hugarfluga, 20.2.2007 kl. 09:04
Æjæj greyið strákurinn að taka þessu svona nærri sér, ég get ekki greint þetta, enda þekki ekki til svona bletta. Gangi ykkur vel og vonandi fáið þið lausn sem fyrst. knús
bara Maja..., 20.2.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.