Leita í fréttum mbl.is

Sorgmædd :(

Partur af mínum "kvöldrúnti" áður en ég fer að sofa er að kíkja yfir bloggin, og á spjallborð sem ég hef verið á sl ár.  Þetta er spjallborð tengt útsaumsáhuganum mínum og er staðsett í USA.  Það eru að vísu allra þjóða kvikindi þar ef svo má orða.  Í ca 5 ár hef ég verið þar með annan fótinn og eignast marga góða vini.  Já það er sko hægt að eignast góða vini á netinu, þó maður hafi aldrei og muni jafnvel aldrei hitta þá í raunveruleikanum.
Þegar ég varð þrítug, þá fékk ég saumaða mynd senda í póstinum og kort með.  Þá höfðu 3 af vinkonum mínum, allt eldri konur, tekið sig saman og saumað handa mér mynd.......sú fyrsta saumaði smá og sendi það svo áfram.....sú næsta tók við og sendi það áfram til þeirrar þriðju sem að kláraði hana.  Ég lét ramma hana inn og þrátt fyrir að hafa fengið margar baunir á mig um að þetta sé jólamynd (sem hún er ekki), þá hangir hún uppi alltaf.
Brrr-muda Triangle
Alex, Barb og Cheryl saumuðu þessa mynd ss. og gáfu mér hana.  Ég hef ekki verið í miklu eða stöðugu sambandi við Alex og Barb, en ég og Cheryl höfum verið í miklu email sambandi undanfarin ár. Cheryl Miller lést í dag eftir erfið veikindi, sem ég vissi ekki mikið af, það gerðu það fáir.  Ég vissi að hún var búin að vera lasin, það var eitthvað að hrjá hana en hún gerði lítið úr því.
Hún skilur eftir sig 2 uppkomna syni.
Mér er svo illt í hjartanu CryingCrying

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

En þetta er jólamynd

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2007 kl. 05:19

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ohh ekki þú líka hahaha :)  Þetta eru ekki jólasveinar, þetta eru bara snjókallar og síðast þegar ég vissi voru þeir ekki einvörðungu bundnir við jólin ;o)

Gerða Kristjáns, 17.2.2007 kl. 07:49

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þrymur, takk fyrir það, endilega sýndu tengdó hana, saumar hún út ?  Já eða hann ef þetta er tengdapabbi Svana, hættu þá að horfa, páskarnir eru ekki einu sinni komnir ! LOL

Gerða Kristjáns, 17.2.2007 kl. 13:28

4 identicon

ohhh ég sá þetta bara núna... get varla trúað þessu að Cheryl sé horfin :(   Hún sendi mér óvæntan pakka í fyrra sem innihélt nokkur munstur... þar á meðal þetta!    úffff þetta var nú alveg til að toppa daginn...  

Helga (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 13:38

5 identicon

Æi gullið mitt, KNÚS!!!

Flakkari (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 14:12

6 Smámynd: bara Maja...

Þetta er flott og glöð mynd og hún minnir á.... jólin  En knús til þín

bara Maja..., 17.2.2007 kl. 15:36

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er frábær mynd, jólaleg við fyrstu sýn en svo sér maður að þetta eru snjókarlar. Ég samhryggist þér með Cheryl.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband