17.11.2008 | 23:09
Ekki lengur í tónleikaferð
Vinkona mín skrifaði á "fésið" mitt (lesist Facebook) í gær, að það væri alveg sama hvenær hún kíkti inná bloggið mitt, ég væri alltaf í einhverri tónleikaferð ! Ég veit uppá mig skömmina með bloggleysið, og ætla að reyna að bæta úr því hér með, með svona stórum stiklum yfir atburði sl. mánaðar !
Látum okkur sjá......um mánaðarmótin veiktist Matthías (á laugardegi).....hann var með magakvalir miklar og hita og svoleiðis ógeðslegt. Á miðvikudeginum var hringt af leikskólanum....Viktor Óli líka kominn með hita ! Ég get alveg sagt ykkur að ég var orðinn rétt u.þ.b Klepptæk þegar þessari veikindatörn lauk ! Pabbi þeirra kom hingað norður á fimmtudagskvöldinu, og var með þá helgina....þá voru þeir sem betur fer orðnir hressir, amk nógu hressir til að fara með honum á Akureyri yfir helgina. Þorsteinn að vísu veiktist þar, og kom svo í ljós eftir helgina að hann var kominn með bronkitis, þannig að stúfurinn sá fór á pensilínkúr og astmapúst. Pensilínið er að klárast og hann er mikið skárri, sem betur fer ! Agalegt að heyra hóstann í krakkanum !
Á föstudeginum þá helgina, beint eftir vinnu, fórum við Árný suður ! Vorum með mjög fína verkalýðsíbúð í Naustabryggjunni. Gerðum ekki rass í bala á föstudagskvöldinu, en á laugardagskvöldinu var örlítið tekið á því. Tilefnið var 35 ára afmæli stórfrænku minnar hennar Önnu. Eftir slatta af "window shopping" á laugardeginum, höfðum við okkur til á mettíma......opnuðum öl og annan, og skelltum okkur heim til þeirra í þessa líka fínu afmælisveislu, takk kærlega fyrir mig elskurnar
Síðan skelltum við frænkur okkur á Greifaball á Players og ó mæ god hvað það var gaman ! Þetta var fortíðarflipp af bestu gerð hehehe Dönsuðum frá okkur allt vit og hálfar lappirnar líka.....þetta var alveg ferlega gaman Fengum svo eðallimma til að sækja okkur og skutla okkur heim í íbúð
Það voru mikið þreyttar konur sem komu heim á sunnudeginum
Síðan hefur það bara verið vinna og meiri vinna.
Er aðeins dottin í saumadótið mitt aftur, tek þetta svona í skorpum
Það hefur ss ekkert agalega markvert gerst hérna sl mánuð.......þetta er sama rútínan dag eftir dag
Ég hef verið að ýta því aftur fyrir mig að strákarnir verði ekki hérna um jólin.......ég hef aldrei verið barnlaus um jólin og mig kvíður svoooo fyrir því Ég veit að þeir eiga eftir að hafa það ferlega gott hjá pabba sínum og afa og ömmu.........en hef samt verið að ýta því útí horn
Ætla að láta þessu lokið í bili.......fyrir þessar hræður sem eru ekki búin að gefa upp alla von á lífsmarki frá mér, þá veit ég amk um Oddný vinkonu og pabba, þau kvörtuðu bæði undan pennaleti í mér hehehe
Þangað til næst.............
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 130570
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að sjá þig á lífi hér
Rannveig Lena Gísladóttir, 18.11.2008 kl. 08:58
Það er á lífi puff en hvað er þetta með strákana ég er ekki að trúa þessu :(
Oddný og fj. (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:31
Júhúúúú LOKSINS lífsmark, knús á línuna ;)
Oddný Jónsd. (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.