Leita í fréttum mbl.is

Sollan mín......

....var eitthvað að kvarta undan því að ég væri lélegri bloggari en hún og þá væri nú mikið sagt ! 
Ég tek það fúslega á mig Sollan mín.......hef ekki verið í bloggfíling ef svo má segja Wink

Eitt og annað hefur svosem gerst undanfarið......pabbi kallinn var hérna á landinu í dágóðann tíma.  Hann kíkti norður nokkrum sinnum og við hittumst í bænum líka.   Hann steig skref hérna á skerinu sem ég er svo ógurlega stolt af honum með að það hálfa væri hellingur InLove
Árnýin og Sollan eru báðar komnar á fertugsaldurinn og var haldið uppá það með pompi og pragt á afmælisdaginn hennar Sollu, 31. maí sl.  Ferlega gaman........ofsalega góð bolla í boði, ískaldur breezer og frábær félagsskapur, takk fyrir mig elskurnar Smile   Skelltum okkur nokkrar á sjómannadagsball á Skagaströnd og skemmtum okkur konunglega Smile

Strákarnir fóru fyrir 12 dögum síðan til pabba síns í sumarfrí og koma ekki heim aftur fyrr en um miðjan júlí !! Undecided   Það er hrikalega tómlegt í kotinu án þeirra.......þannig að maður hellir sér bara í vinnu á meðan.  Var að vinna á balli sl. helgi og tek einhverja aukavaktir í Skálanum á næstunni.

Bíladagar á Akureyri um næstu helgi þannig að það verður nóg að gera hjá okkur, og svo Smábæjarleikarnir þarnæstu helgi........ennþá meira að gera þá.

Ætla að láta þessu lokið í bili, býst ekki við að vera agalega virk hérna á næstunni, það verður nóg annað að gera LoL

Veriði góð við hvert annað og njótið þess að vera til.........það ætla ég að gera LoL

Yfir & Út !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Halló fallegust.

Takk fyrir skemmtilegt spjall um daginn krútta. Alltaf voðalega gaman að heyra í þér þó sjaldan sé. Frábært að heyra að þú skemmtir þér vel í ammlinu. Leifur minn og tengdadóttir eru einmitt að fara á þessa bíladaga og eru alveg ógurlega spennt yfir því.

Knús á þig elskan frá okkur Gunnari

Tína, 11.6.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: .

Hjúkk, þú ert þá þarna ennnþá, frænka var farin að sakna þín.

., 11.6.2008 kl. 08:50

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég held bara að það "runs in the family" að vera afkastalítill bloggari
Gaman að sjá frá þér smá línu .....

Anna Gísladóttir, 12.6.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Solla

kvitt

Solla, 12.6.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband