Leita í fréttum mbl.is

Uno mas ?

Já er það ekki bara, eitt blogg enn......spurning hvort maður geti losað sig við andleysið svona rétt til að skutla inn einni færslu sem snýr að manni sjálfum og strákunum.

Það er búið að vera voðalega dimmt yfir mér undanfarið, hef hugsað mikið til þess fólks í kringum mig sem á um sárt að binda þessa dagana, vegna andláts ástvina sinna.  Hugur minn er hjá ykkur öllum og ég bið alla góða vætti um að styrkja ykkur í þeirri sorg sem þið kljáist við InLove

Af sonum mínum er allt ljómandi að frétta.  Þorsteinn fór í skíðaferðalag með skólanum á miðvikudaginn sl. og skemmti sér stórvel.  Mig drullukveið fyrir því hann hefur ekkert mikið verið að þvælast á skíðum.......og ég fékk risahnút í magann þegar um miðjann dag hann hringir í mig í vinnuna og sagðist hafa meitt sig.  En það var sem betur fer ekkert alvarlegt, smá bylta, skíði í hausinn og hausverkur Wink  Ekkert brot, ekkert gat.......þá hlýtur þetta að gróa áður en hann giftir sig LoL  Hann og viðhengið hans, Óskar, eru búnir að vera óaðskiljanlegir núna undanfarið.......Óskar gisti hérna sl. nótt og ég hef ekkert séð son minn síðan um hádegi........þeir eru einhvers staðar að skottast Smile  Skólinn gengur vel, honum hefur farið fram í lestrinum sem mér finnst alveg meiriháttar, þetta hefur alltaf staðið í honum, að ná upp hraða og lesskilningurinn er ekki uppá það besta.  En allt uppá við Smile

Matthíasinn minn er svoooooo duglegur.  Hann hefur átt voðalega erfitt með að sofa í sínu rúmi alla nóttina, hefur ýmist komið uppí til mín eða farið fram í sófa.  En núna undanfarna viku hefur hann sofið alla nóttina í sínu rúmi !!  Er ekkert lítið stolt af mínum manni Grin  Ég talaði við hann um daginn og sagði við hann að hann þyrfti að reyna, það er ekkert langt í að hann fari í útskriftarferð með leikskólanum og þá verða þau í burtu yfir nótt, og þá er engin mömmuhola eða sófi til að skríða uppí.....hvað myndi hann þá gera ?  Þannig að guttinn reyndi og það tókst LoL
"Ef ég vakna mamma, þá bara leggst ég aftur niður, og hugsa fallegar hugsanir og þá sofna ég bara aftur"
Hann átti nú ágætis gullkorn um daginn.  Hann hafði verið að tala við pabba sinn í símann og þegar hann var búinn þá spurði ég hvar hann hafði sett símann......."nú ég setti það í hræðslutækið" LoL

Viktor Ólinn minn er bara krúttköggull Smile  Ég hafði það loksins af að fara með hann í 18 mánaða skoðun á miðvikudaginn, þá er hann rétt rúmlega 20 mánaða Shocking
Hann fékk glimrandi skoðun, er orðinn 12,870 gr og 83,5 cm !  Ég held að ég hafi fundið meira til en hann þegar hann fékk sprautuna, hann kipptist ekkert við og það heyrðist ekki eitt píp í honum, ferlega duglegur Smile
Honum fer svo fram í tali þessa dagana, hellingur af orðum sem hann segir og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hann skilur mikið, það er alveg ótrúlegt.

Af mér er hins vegar mest lítið að frétta..........er búin að vera andlaus, hef mig ekki í að sauma einu sinni.  En það hlýtur að koma með vorinu LoL

Þetta er það helsta sem er í fréttum frá Húnabrautinni í dag.........hafið það eins gott og þið getið, það ætlum við að gera Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er sammála, hvernig verður þetta nú allt saman þá'? 

kv frá útlandinu

Tiddi (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Hafðu það gott gæskan ......
Þetta kemur allt ......

Anna Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 08:37

3 Smámynd: Gunna-Polly

æ þurfti þessar hugsanir frá þér , tengdó var að deyja 64 ára bráðkvödd og mamma liggur mikið veik á spitala

gott að það gengur vel hjá þér esskan :)

Gunna-Polly, 7.4.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Solla

hehe hræðslutæki er líka notað á mínu heimili....

Solla, 7.4.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Vilberg Rafn Vilbergsson

Þú átt æðislega stráka og þú ert æðisleg!

Vilberg Rafn Vilbergsson, 8.4.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband