Leita í fréttum mbl.is

Mogginn og minningargreinar

Áðan í útvarpinu var verið að spekúlera af hverju fólk les minningargreinar eða dánartilkynningar um fólk sem það þekkir ekki neitt. 
Ég geri þetta en hef enga skýringu á því hver ástæðan er Undecided  Ég hef aðgengi að Mogganum í vinnunni og á morgnana kíkjum við Brói í gegnum þessar blaðsíður, nánast undantekningarlaust.
Ég hef séð tilkynningar um fullt af fólki sem ég hef kannast við úr verslunarstörfum mínum.....og ósjaldan hugsað "ekki vissi ég að hún/hann væri veik/ur".  Enda er enginn ástæða til að ég hafi vitað það, mig varðaði bara ekkert um það.  Þetta er bara eitthvað sem hefur flogið uppí hausinn á mér ósjálfrátt.
Í morgun var dánartilkynning um konu sem ég þekkti strax af myndinni, hún hét Jónína H. Jónsdóttir, var kölluð Ninna, og hún var handavinnukennarinn minn í barnaskóla.

Ég á nokkur af þeim stykkjum sem hún lét okkur gera í handavinnu.......hún lét okkur sauma með krosssaumi í nálapúða.....hekla blúndu meðfram, og svo setti hún efnið á bakvið og lokaði honum.  Þennan púða á ég ennþá. 

Hún lét okkur líka prjóna hund !  Allt var þetta prjónað í stykkjum og svo sett tróð í og saumað saman.  Fyrsta umferðin mín af þessum hundaskrokki endaði svo að mamma lét mig rekja það upp og prjóna hann uppá nýtt.......hann var svo lausprjónaður að maður get séð næsta hús í gegnum götin LoL  Sú næsta festist næstum á prjónunum því ég gerði hana svo fast LoL  Mér hefur aldrei þótt gaman að prjóna hehehe Tounge  Hún saumaði svo leðurpjötlu á nefið á honum fyrir okkur og þá var hann tilbúinn......þessi hundur er til ennþá.

Hún lét okkur líka sauma handavinnupoka.  Hann er úr smáköflóttu svörtu og hvítu efni.......og dreginn saman með bandi efst uppi.  Svo saumuðum við með kontorsting fangamarkið okkar og ártalið, ásamt blómum sitthvorum megin við stafina.  Mín skammstöfun er VK........og ártalið er 1984 !  Ég var ss. 9 ára gömul þegar ég gerði þennan poka......og ég á hann ennþá......hann geymir hundinn og nálapúðann ásamt fleiri svona gullum.  Mér þykir ógurlega vænt um þessa hluti.

Guð geymi góða konu og megi allir góðir vættir styrkja fjölskyldu hennar, takk fyrir allt Ninna InLove

kerti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O, hún Ninna var yndisleg og hafði svo mikla trú á okkur, ég hef aldrey verið gefin fyrir prjónana en þeim mun betri í saumaskapnum ;-) Það hrannast upp góðar minningar um góða konu, K.kv.til þín Gerða frá Fásk.

Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það kemur alltaf á ófart þegar fólk sem maður þekkir eða kannast við sé látið.  kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 12:31

3 identicon

langa lang afi þin og amma hennar voru systkyn

kveðja Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband