1.1.2008 | 21:30
1. dagur nýs árs
Gleðilegt ár !!
Jæja, fyrsti dagur nýs árs rétt að enda og ég er svooo sprungin !
Við áttum góða stund saman hérna í gærkvöldi ég, Árný og Villi. Borðuðum góðan mat og höfðum það verulega "næs"
Horfðum mest lítið á þá dagskrá sem var í boði í sjónvarpinu, og alls ekki skaupið, ekkert okkar var spennt fyrir að sjá það og ég segi það fyrir mitt leyti að ég græt það bara ekki neitt !
Þegar líða tók að miðnætti fór Villi heim og við skvísurnar fórum að hafa okkur til fyrir ballið. Maður vill jú vera fínn líka þó maður sé að fara að vinna ekki satt ? Settum upp smá andlit svo að ballgestirnir yrðu nú ekki hræddir við okkur, og Árný greiddi mér voða fínt.......fullt af spennum og ég held að hárlakkbrúsinn minn sé tómur Amk vil ég halda því fram að ég hafi getað staðið útí í amk 30 metrum á sek án þess að hárið haggaðist Þá er tilgangnum náð, alltaf gella sko
Við fórum af stað í rúntinn okkar um ½ 12 og náðum að kyssa alla sem við ætluðum okkur....nema Sollu, hún var ekki heima. Á miðnætti sátum við svo í bílnum hennar Árnýjar á planinu fyrir utan kirkjuna, horfðum á skotglaða Blönduósinga sem létu veðrið ekkert á sig fá puðra upp rasskettum. Ég hafði minnst lítið viljað hugsa útí það að strákarnir voru ekki hér, en allt í einu sló það mig þarna á miðnætti að þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru ekki hjá mér um áramótin. Þorsteinninn minn, orðinn 10 ára gamall hefur alltaf verið hjá mér á þessum tíma.....nema núna
EN.....ég hringdi í þá áður en við fórum, og veit að þeir skemmtu sér konunglega og höfðu mikið gaman af.
Það var heilmikið fjör á ballinu, sætaferðir frá Króknum og svona, ég veit ekki hvað var í húsinu.....það var amk hellingur. Allt fór að mestu vel fram og þetta var alveg ágætis leið til að eyða áramótunum svona fyrst strákarnir voru hjá pabba sínum. Hljómsveitin hætti að spila um ½ 5 og þá tók við frágangur og svoleiðis nokk. Var komin heim um 6 leytið en eins og alltaf eftir svona, þá var ég ekkert að ná mér niður strax. Hreinsaði gummsið úr andlitinu á mér og ég held að stelpan hafi sett amk 700 spennur í hausinn á mér !! Ég var endalaust að ná þessu dóti úr og með allt þetta hárlakk líka leit ég út eins og fínasta tröllskessa þegar ég var búin að berjast við spennurnar !! Sofnaði svo um 7 leytið, með hárið útúm allt, því ég var engan vegin að höndla sturtuna á þessum tíma......rúmið var orðið oooof freistandi
Vaknaði rúmlega 12 alveg í spreng, og lufsaðist til að fara á fætur þá.....annars hefði ég aldrei sofnað núna í kvöld og það er vinna á morgun.
Er svo bara búin að sitja í stólnum mínum góða og sauma útí eitt, og horfi á NCIS á meðan.....já eða hlusta á meðan ég sauma hahaha
Er alveg að verða búin með Together myndina sem ég byrjaði á í haust, en setti útí horn á meðan ég var að sauma barnaskó í gríð og erg. Stefni að því að klára hana fyrir helgina.
Ætla að sauma aðeins meira á meðan augun haldast opin
Þangað til næst..........knús á línuna
Jæja, fyrsti dagur nýs árs rétt að enda og ég er svooo sprungin !
Við áttum góða stund saman hérna í gærkvöldi ég, Árný og Villi. Borðuðum góðan mat og höfðum það verulega "næs"
Horfðum mest lítið á þá dagskrá sem var í boði í sjónvarpinu, og alls ekki skaupið, ekkert okkar var spennt fyrir að sjá það og ég segi það fyrir mitt leyti að ég græt það bara ekki neitt !
Þegar líða tók að miðnætti fór Villi heim og við skvísurnar fórum að hafa okkur til fyrir ballið. Maður vill jú vera fínn líka þó maður sé að fara að vinna ekki satt ? Settum upp smá andlit svo að ballgestirnir yrðu nú ekki hræddir við okkur, og Árný greiddi mér voða fínt.......fullt af spennum og ég held að hárlakkbrúsinn minn sé tómur Amk vil ég halda því fram að ég hafi getað staðið útí í amk 30 metrum á sek án þess að hárið haggaðist Þá er tilgangnum náð, alltaf gella sko
Við fórum af stað í rúntinn okkar um ½ 12 og náðum að kyssa alla sem við ætluðum okkur....nema Sollu, hún var ekki heima. Á miðnætti sátum við svo í bílnum hennar Árnýjar á planinu fyrir utan kirkjuna, horfðum á skotglaða Blönduósinga sem létu veðrið ekkert á sig fá puðra upp rasskettum. Ég hafði minnst lítið viljað hugsa útí það að strákarnir voru ekki hér, en allt í einu sló það mig þarna á miðnætti að þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru ekki hjá mér um áramótin. Þorsteinninn minn, orðinn 10 ára gamall hefur alltaf verið hjá mér á þessum tíma.....nema núna
EN.....ég hringdi í þá áður en við fórum, og veit að þeir skemmtu sér konunglega og höfðu mikið gaman af.
Það var heilmikið fjör á ballinu, sætaferðir frá Króknum og svona, ég veit ekki hvað var í húsinu.....það var amk hellingur. Allt fór að mestu vel fram og þetta var alveg ágætis leið til að eyða áramótunum svona fyrst strákarnir voru hjá pabba sínum. Hljómsveitin hætti að spila um ½ 5 og þá tók við frágangur og svoleiðis nokk. Var komin heim um 6 leytið en eins og alltaf eftir svona, þá var ég ekkert að ná mér niður strax. Hreinsaði gummsið úr andlitinu á mér og ég held að stelpan hafi sett amk 700 spennur í hausinn á mér !! Ég var endalaust að ná þessu dóti úr og með allt þetta hárlakk líka leit ég út eins og fínasta tröllskessa þegar ég var búin að berjast við spennurnar !! Sofnaði svo um 7 leytið, með hárið útúm allt, því ég var engan vegin að höndla sturtuna á þessum tíma......rúmið var orðið oooof freistandi
Vaknaði rúmlega 12 alveg í spreng, og lufsaðist til að fara á fætur þá.....annars hefði ég aldrei sofnað núna í kvöld og það er vinna á morgun.
Er svo bara búin að sitja í stólnum mínum góða og sauma útí eitt, og horfi á NCIS á meðan.....já eða hlusta á meðan ég sauma hahaha
Er alveg að verða búin með Together myndina sem ég byrjaði á í haust, en setti útí horn á meðan ég var að sauma barnaskó í gríð og erg. Stefni að því að klára hana fyrir helgina.
Ætla að sauma aðeins meira á meðan augun haldast opin
Þangað til næst..........knús á línuna
Flokkur: Almennt raus | Breytt s.d. kl. 21:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárið á þér var nú alve ógó fínt þegar að þið hlupuð hérna í dyrnar...
Gleðilegt ár aftur ljúfan
Rannveig Lena Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 20:12
Gleðilegt nýtt ár essskan :)
Solla, 2.1.2008 kl. 21:42
afmælisdagatalið med downs börnunum, ef þú ert ekki búin að redda því þá geturðu nálgast það hér: downs@downs.is.
hdj (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 11:28
Gleðilegt ár Gerða mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2008 kl. 10:32
Gleðilegt ár, skemmtileg skrif hjá þér
alva (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.