Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt nýtt ár

happy new year

Jæja, þá er árið 2007 alveg að enda og nýtt ár er rétt handan við hornið.
Þetta hefur verið ótrúlega fljótt að líða, og skil ég að mestu leyti sátt við árið.
Ég ætla ekki að skella inn áramótapistli, þeir sem vilja rifja upp hvernig árið var, verða bara að lesa bloggið afturábak LoL

Hins vegar eru nokkur atriði sem stóðu uppúr á árinu......

  • Yngsti strumpurinn minn byrjaði í leikskóla, bara 6 mánaða gamall.
  • Miðju strumpurinn hóf sitt síðasta ár í leikskóla.
  • Stóri strumpurinn minn er búinn að þroskast alveg ótrúlega mikið á árinu og hefur verið mikil hjálp hér heima.
  • Ég flutti af Hlíðarbrautinni og hingað á Húnabrautina.
  • Ég fór ásamt góðum hópi í bústað í maí og skemmti mér konunglega.
  • Systir mín flutti aftur norður…..bara hinum megin við fjallið.
  • Ég fór ásamt Árný í erfiða ferð vestur á firði…..en hún var svooooo þess virði.
  • Ég fékk að knúsa afa minn og ég lifi á því það sem eftir er.
  • Ég á ótrúlega góða fjölskyldu sem hefur reynst mér betur en mér finnst ég eiga skilið og yndislega vini sem hafa ekki enn gefist upp á mér.
  • Pabbi birtist hérna í haust í stóðréttunum algjörlega óvænt.
  • Ég fékk jólakort sem ég hef beðið eftir að fá í 13 ár.

    Það er hellingur í viðbót en þetta er svona það helsta sem stóð uppúr.

    Ég ætla að kveðja árið í góðra vina hópi.....Árný og Villi verða hérna í mat og við ætlum að hafa það svooo gott.  Svo verður maður eiginlega að taka smá rúnt, á Hlíðarbrautina, Heiðarbrautina, Melabrautina og Húnabraut 11, til að kyssa inn nýtt ár áður en við Árný förum að vinna á ballinu.
    Strákarnir mínir eru hjá pabba sínum og hafa það mjög gott, Laugi þú knúsar þá extra vel frá mér Kissing

    Ég vona að þið kveðjið árið sátt og að nýja árið verði ykkur eins gott og mögulegt er Smile

    Nýárskveðjur
    Gerða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Gleðilegt ár til þín og Strumpanna þinna. Hafið það sem allra best yfir áramótin og á nýja árinu.

Mummi Guð, 31.12.2007 kl. 14:53

2 identicon

Gleðilegt ár til þín og þinna Gerða mín.

flakkari (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt ár Gerða mín og til þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 17:01

4 identicon

Gleðilegt ár Strympa mín :)

alva (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 12:56

5 Smámynd: Gunna-Polly

Gleðilegt ár elskan

Nú árið er liðið í aldanna skaut,

og aldrei það kemur til baka,

nú gengin er séhver þess gleði og þraut,

það gjörvallt er runnið á eilíðar braut,

en minning þess víst skal þó vaka.

Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár

og góðar og blessaðar tíðir.

Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,

gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár

og eilífan unað um síðir

Gunna-Polly, 1.1.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband