22.12.2007 | 22:56
Alveg að skella á
Og það er barasta allt í lagi.......mín er komin í jólafrí frá og með gærdeginum alveg fram á næsta fimmtudag.
Notuðum daginn í dag til að kíkja í snemmabúna skötuveislu hjá Siddý og Bjössa á Króknum, og að sjálfsögðu að kíkja á mömmu og Oddný líka Fór með innkaupalistann með mér til að klára það litla sem vantar fyrir jólamatinn, en laggði svo ekki í að versla það. Fórum nefnilega í Skaffó um 4 og þá var Karlakórinn Heimir að syngja í öllu sínu veldi og ó mæ gúddness !! Mannmergðin þarna var gífurleg. Viktor Óli var orðinn heldur pirraður á setunni og þreyttur, þannig að það var spænt mjög pent í gegn eftir "tónleikana" og látið það duga. Ætlaði þá bara i Hlíðarkaup eftir skötuna en nennti því ómögulega....allir orðnir þreyttir. Þannig að það verður bara verslað í Samkaup Úrval (eða skorti á Úrvali ef því er að skipta) hérna heima á morgun.
Þá er líka á planinu að mæta í aðra skötuveislu á Árbakkann.....og síðan fara í jólapakka/korta útkeyslu með Árný frænku og strákunum. Er búin að klambra trénu saman og það bíður hérna úti á gólfi eftir að fá á sig jólaskrautið, það verður gert annað kvöld, annað er bara klám !!
Hafið það sem allra best elskurnar, þar til næst
Notuðum daginn í dag til að kíkja í snemmabúna skötuveislu hjá Siddý og Bjössa á Króknum, og að sjálfsögðu að kíkja á mömmu og Oddný líka Fór með innkaupalistann með mér til að klára það litla sem vantar fyrir jólamatinn, en laggði svo ekki í að versla það. Fórum nefnilega í Skaffó um 4 og þá var Karlakórinn Heimir að syngja í öllu sínu veldi og ó mæ gúddness !! Mannmergðin þarna var gífurleg. Viktor Óli var orðinn heldur pirraður á setunni og þreyttur, þannig að það var spænt mjög pent í gegn eftir "tónleikana" og látið það duga. Ætlaði þá bara i Hlíðarkaup eftir skötuna en nennti því ómögulega....allir orðnir þreyttir. Þannig að það verður bara verslað í Samkaup Úrval (eða skorti á Úrvali ef því er að skipta) hérna heima á morgun.
Þá er líka á planinu að mæta í aðra skötuveislu á Árbakkann.....og síðan fara í jólapakka/korta útkeyslu með Árný frænku og strákunum. Er búin að klambra trénu saman og það bíður hérna úti á gólfi eftir að fá á sig jólaskrautið, það verður gert annað kvöld, annað er bara klám !!
Hafið það sem allra best elskurnar, þar til næst
Flokkur: Almennt raus | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.