20.12.2007 | 23:23
tíhíhíhí
Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn að gera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á afturfótunum. Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlingsálfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin til nógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tímaáætlun.
Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa sig niður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir. Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hann missir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.
Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústnum svo hann kom ekki að neinu gagni.
Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sig tilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu, þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum.
Engillinn segir við sveinka: " Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?"
Og þannig kom það til að það er hafður engill efst á jólatrénu
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha ha ha það hlaut að vera einhver ástæða
Anna Gísladóttir, 21.12.2007 kl. 02:51
Æ sætt...en ég er alltaf með stjörnu..
alva (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:34
Gleðileg Jól til þín og barnanna þinna Gerða mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 13:16
Hahaha já það hlaut að vera Óska þér og þínum gleðilegra jóla og fríðsældar á komandi ári, þakka skemmtileg bloggsamskipti á árinu. Jólakveðja frá baulandi Búkollu
bara Maja..., 22.12.2007 kl. 17:57
þess vegna er ég með stjörnu á mínu :P
Gunna-Polly, 22.12.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.