Leita í fréttum mbl.is

Snillingurinn ég eða þannig !

Ohhh þetta er ekki búið að vera minn dagur........já eða síðustu 2 dagar ef útí það er farið.
Í fyrradag fór ég bæði með tölvuna mína og bílinn á verkstæði, sitthvort verkstæðið þó.
Hélt að viftan væri að fara í tölvunni, gaf frá sér og er búin að gera í langan tíma eitthvað fjandans hljóð sem ég var ekki sátt við, en það var ekki viftan.........ætli hún springi ekki bara í loft upp einhvern daginn Woundering  Slapp með rúml. 1700 kall í skoðunargjald.

Bíllinn er búin að gefa frá sér asnaleg hljóð undanfarið í hægagangi.....má líkja því við gamlan Súbarú....niðurstaðan:  Kertin og kertaþræðirnir ónýt.  Ca. 30 þús kall þar, frábært ! GetLost

Núna seinnipartinn fékk ég kassa á lúkuna á mér, á úlnliðinn og horfði á mar og kúlu vaxa þar uppúr.....og svo dreifðist dofi útí fingurnar.  Stóð ekki alveg á sama, hringdi út lækni og niðurstaðan:
Sprengdi æð þarna í úlnliðnum, mikil blæðing undir húðina sem orsakar þessa kúlubólgu, og það þrýstir á einhverja taug sem orsakar doðann.  Var vafin og er illt Frown  Rúmlega 1700 kall í læknagjald og kosturinn við þetta er að þetta var vinstri höndin, ég er rétthent.
Jú og til að toppa það, að þegar ég var að klæða mig í úlpuna til að fara til doksa, þá sprengdi ég rennilásinn á úlpunni minni og hann er ónýtur ! GetLost

Sem sagt........ekki mínir dagar !!

Helvítis, fjandans fjandi bara !!!  Devil

Er frekar krumpuð í skapinu, og ætla að láta þessu lokið í bili, þetta er búið að taka slatta tíma með einni hendi GetLost

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

 Knús á þig - Risa knús bara!

Rannveig Lena Gísladóttir, 15.12.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

..... mikið er gott að tölvan er ekki biluð ...... 
..... 30.000 er betra en að berða allt í einu bíllaus ......
..... þetta grær elskan  á bágtið frá mér ......
..... varðandi úlpuna þá er viðkvæðið heima hjá mér þegar svona skeður "amma bara lagar þetta

Knús til þín elskan

Anna Gísladóttir, 16.12.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ohhhhh Þetta átti auðvitað að vera verða en ekki berða ........

Anna Gísladóttir, 16.12.2007 kl. 00:08

4 identicon

æi klaufabárður minn Vonandi lagast hendin fljótt og vel.

En helv.... verð er´etta á kertum og dóti i bílinn geturðu ekki keypt varahlutina og blikkað einhvern frændann til að skipta um??

Eða á ég að koma og redd´essu??

flakkari (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 11:16

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Risaknús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.12.2007 kl. 13:32

6 identicon

æjæj, hefur þú prófað að tala við Ása, manninn hennar Örnu systur... hann er góður að laga ýmislegt...

Alva (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Vona bara að dagurinn í dag leggist vel fyrir þig. Knús.

Fjóla Æ., 18.12.2007 kl. 14:24

8 Smámynd: Einar Indriðason

Það eru akkúrat svona dagar þar sem maður á bara að vera heima, og undir sæng.  Vonandi ertu þá búin með skamtinn þinn í bili.

Einar Indriðason, 18.12.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband