23.11.2007 | 22:29
Skilaboð skolast til áhafnar
SKILABOÐ SKIPSTJÓRA TIL 1. STÝRIMANNS:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00 verður almyrkvi á sólu. Þar sem þetta er ekki daglegur viðburður skal áhöfnin klæðast sínum bestu fötum, raða sér upp úti á þilfari og fylgjast með þegar sólin hverfur. Ég mun sjálfur útlista þennan merka atburð fyrir áhöfninni. Ef það rignir er hætta á að okkur auðnist ekki að sjá þegar sólin hverfur og fari svo skal áhöfnin koma saman í matsalnum.
SKILABOÐ 1. STÝRIMANNS TIL 2. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans verður snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, almyrkvi á sólu. Ef það rignir munum við ekki sjá sólina hverfa á þilfarinu í okkar bestu fötum. Fari svo munum við fylgjast með þessu merka fyrirbæri í matsalnum. Þetta er ekki daglegur viðburður.
SKILABOÐ 2. STÝRIMANNS TIL 3. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans munum við fylgjast með, í okkar bestu fötum, þegar sólin hverfur í matsalnum klukkan 9:00 í fyrramálið. Skipstjórinn mun sjálfur útlista fyrir okkur hvort það fari að rigna. Þetta er ekki daglegur viðburður.
SKILABOÐ 3. STÝRIMANNS TIL BÁTSMANNS:
Ef það rignir í matsalnum snemma í fyrramálið, sem er ekki daglegur viðburður, mun skipstjórinn, í sínum bestu fötum, hverfa klukkan 9:00
SKILABOÐ BÁTSMANNS TIL ÁHAFNAR:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, mun skipstjórinn hverfa. Því miður er þetta ekki daglegur viðburður.
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 130570
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kristberg Snjólfsson, 23.11.2007 kl. 22:42
steliþjófur
Solla, 23.11.2007 kl. 22:54
LOL
Saumakonan, 23.11.2007 kl. 23:34
Skemmtilegt
Alma (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:22
Ég gerði heiðarlega tilraun til að lesa þetta fyrir stelpuna sem var að vinna með mér í nótt, en gat það varla fyrir hlátri og þegar ég var u.þ.b. hálfnuð sagði hún við mig: "Láttu mig hafa þetta á blaði Anna. Ég skil ekki orð af því sem þú segir !!
Anna Gísladóttir, 24.11.2007 kl. 14:21
Pólitísk rétthugsun í verki!
En... Glott kom á mig.... góður!
Einar Indriðason, 25.11.2007 kl. 10:29
Kristín Katla Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.