5.11.2007 | 00:04
Léleg að blogga ??
Já ég get alveg viðurkennt það að bloggandinn hefur ekki verið uppá sitt besta undanfarið. Það er bara einhver veginn þannig að þegar dagarnir snúast alltaf um það sama, þá finnst manni ekkert markvert til að blogga um.
Á föstudaginn fórum við í bæinn. Fékk að hætta aðeins fyrr í vinnunni til að klára að pakka niður fyrir okkur gaurana, og svo gátum við laggt af stað strax eftir að ég var búin að sækja Matthías og Viktor Óla á leikskólann. Mitt erindi var að versla og þeirra að fara til pabba síns. Stoppuðum í Hreðarvatnsskála til að spræna og þarf sem ég var eitthvað agalega mikið að drífa mig þegar við fórum þá gleymdi ég að taka eitthvað með til að drekka. Keypti þar af leiðandi dýrustu ávaxtadrykki sem ég hef verslað. 3 stk Frissa fríska fernur.....á 120 krónur stykkið !! Það auðvitað hrökk ofan í mig þegar ég heyrði verðið og stelpan segir við mig að það sé svo dýrt að flytja þetta til þeirra og eitthvað blablabla. Ég sagði við hana að ég byggi nú á Blönduósi sem væri töluvert lengra í burtu, og ekki væri ég að kaupa svala þar á 120 kall ! "já en þetta er nú veitingahús......" Mér er bara slétt sama, þetta er ekkert nema okur !!
Eftir að pabbi þeirra hafði tekið við þeim þá brunaði ég (á löglegum hraða þó) inní Hafnarfjörð þar sem "Stællinn" beið eftir mér.........var orðin sársvöng í bumbunni minni. Fékk mér alveg svaðalega góðan beikonborgara með auka salati "on the side".....BARA gott
"Stællinn" klikkar aldrei.....eða svo hélt ég.......komum að því síðar.
Fékk svo gistingu í Hafnarfirðinum og hafði það náðugt um kvöldið. Vaknaði svo um 9 leytið næsta morgun og fór að skrölta af stað í búðarráp rétt fyrir 10. Átti erindi í framköllunarverslun í bláu húsunum þarna niðri í Skeifu.......Fákafen/Faxafen....eitthvað svoleiðis. Mér til skapraunar komst ég að því að þar opnaði ekki fyrr en 11. Fór þá í Kringluna á meðan þar sem ég þurfti í Farsímalagerinn. Og þar sem hann er staðsettur þar í sama rými og Hans Petersen, þá fór ég bara með filmuna þangað
Ég á einhvers staðar hérna mynd af okkur Guðrúnu, Magga og Berta sem var tekin þegar við vorum öll uppstríluð að fara á reunion "95, en ég finn hana hvergi nokkurs staðar ! En merkilegt nokk, ég fann filmuna
Þannig að í eftirprentun fór hún.
Eftir að vera búin að skilja filmuna eftir og kaupa mér Bluetooth tæki, þá lá leið mín í Toys 'R' Us.
Kom þangað rétt eftir opnun þannig að traffíkin var nú ekkert svakaleg, en þegar ég fór var þetta bara orðið hellingur af fólki. Þetta tekur alveg ágætis tíma, svona þegar maður er að skoða í fyrsta sinn.......fyrst að rölta og sjá, síðan að kíkja hvað gæti verið vænlegt í jólagjafir.....síðan að finna þær. Mér finnst vanta alveg þarna skilti í loftin eða eitthvað sem aldurstiltaka hvern gagn fyrir sig skiljiði. Ég hefði getað keyp og keypt fyrir Viktor Óla (15 mán) .......hellingur þarna af dóti fyrir hans aldur og yngra. Matthías (5 ára) hefði líka getið komið vel útúr þessu, slatti til fyrir hans aldur. En fyrir Þorstein (10 ára).....jújú ég sá helling sem hann hefði viljað fá, en veskið mitt hefði þurft að vera talsvert þykkara fyrir svoleiðis. Mér tókst nú samt að finna allar stubbajólagjafirnar nema 3 þarna og undir 20 þús kalli, mér finnst það ágætlega sloppið
Fór svo með nýkeypta dótið í bílinn eftir að hafa staðið slatta í biðröð við kassann. Náði einhvern veginn að skáskjóta mér á milli bílanna án þess að brjóta dótið eða rispa bílana.
Síðan snéri ég við og kíkti í Pier, nýju verslunina sem er þarna við hliðina. Ferlega sæt verslun, náði að versla nokkrar gjafir þar fyrir ellismellina sem fá pakka frá mér
Fór svo aftur í Kringluna og sótti myndirnar og fór svo heim til Berta þar sem við og mamma hans sátum fram á kvöld og spjölluðum. Ofsalega gott að koma þangað, mikið hlegið og mikið rifjað upp, ég hugsa að þetta verði svona home away from home eftirleiðis þegar ég fer suður
Og af því að ég er algjör þumbi og gleymi stundum að borða......þá var ég orðin agalega svöng í bumbunni minni þegar ég fór frá Berta og Ólu. Ákvað því að kíkja aftur á Stælinn........svona fyrst hann er nú svona nálægt gististað mínum hvort eð er
Í þetta sinn varð steikin fyrir valinu. Ég bað um hana medium rare og auka sósu með. Ekkert mál. Síðan kemur steikin, og auka sósa í lítilli könnu. Steikin var well done ! Alltof mikið steikt ! Þannig að ég kalla í þjóninn sem var þarna og bið hann að láta redda þesu, þetta sé ekki það sem ég bað um. Hann tekur diskinn og það tók dágóðann tíma að fá nýja steik. Ef ég hefði ekki pantað auka salat eins og ég geri stundum, þá hefði ég hreinlega andast úr hungri ! Síðan kemur hann með diskinn........og bara steikin hafði verið tekin af. Frönskurnar sem ég hafði verið búin að salta voru þarna ennþá, kaldar, og engin sósa. Hann segir mér að sósan komi eftir smá stund, ég geti þá bjargað mér með aukasósunni á meðan. Ég benti honum pent á að sú sósa væri búin að standa á borðinu og væri orðin köld. Hann tekur hana líka og loksins fékk ég matinn minn........með afsökunarbeiðni og óumbeðnum upplýsingum um það að kokkurinn sé pólskur og skilji greinilega ekki hvað hafði verið beðið um......pólverjar séu líklega ekki vanir því að borða blóðugt kjöt. Ég segi fyrir mína parta.......það er pólsk kona að vinna í eldhúsinu hjá okkur og hún er vel starfi sínu vaxin. Ef það koma einhverjar séróskir þá segjum við henni það og útskýrum betur ef hún skilur það ekki. Mig varðaði bara ekkert um það að kokkurinn væri pólskur, það átti ekkert að bitna á steikinni minni.
Eftir að ég var búin að svolgra í mig matnum (sem var ágætur með réttri steik) þá talaði ég við rekstrarstjórann og spurði hana hvort þau ætluðu ekkert að bæta mér þetta upp, og segi henni málavöxtu. Ef að við klúðrum einhverju svona í minni vinnu, þá fær viðkomandi matinn sinn greiddann til baka og einhvers konar bætur, á inni máltíð eða eitthvað álíka. Og maturinn er gerður ALLUR frá grunni, ekki bara partur af disknum og restin látin kólna á meðan.
Anyhow.......ég á inneign þarna núna uppá 2 steikur. Stællinn hefur aldrei klikkað, fyrr en þarna.
Þar sem ég var útkeyrð eftir verslunarferðina þá var ég ekki að nenna að keyra heim þarna um kvöldið og fór því aftur inní Hafnarfjörð og lá eins og klessa fyrir framan imbann og horfði á dvd.
Laggði svo af stað um 11 leytið í morgun heim aftur. Varð að kíkja í Bónus í Borgarnesi og versla smá, ætlaði þar inn til að keupa bleyjur fyrir Viktor Óla en tegundin ekki til.......fór samt út með vörur fyrir rúmlega 7000 kall
Þar af 6 kippur af 2ja lítra Kók Zero........ekki allt fyrir mig sko hahaha
Flaskan á 59 krónur þannig að maður byrgir sig að sjálfsögðu upp
5 ferðir tók til að tæma bílinn, og svo var brunað í sveitina þar sem Árný var nánast búin að hakka það sem hakkað varð af folaldinu mínu. Kláruðum að verka það, og núna er ég með fullt fullt af hakki, gúllasi, steikum og meiri steikum af folaldi í kistunni minni
Tók smá bita til að eta og meeeeennnnnnnn, hvað það var gottttttttt !!!! Jömmmmmmmý !
Ætlaði svo að vera löngu farin að sofa þar sem við þurfum nokkur að mæta á námskeið á Akureyri á morgun á vegum vinnunnar. Meðferð matvæla annars vegar og samskipti á vinnustað hins vegar minnir mig. Fyrra námskeiði byrjar klukkan 9:30 þannig að það er eins gott að leggja snemma af stað.
Meira af því annað kvöld...................þar til næst.........take care luvs
Á föstudaginn fórum við í bæinn. Fékk að hætta aðeins fyrr í vinnunni til að klára að pakka niður fyrir okkur gaurana, og svo gátum við laggt af stað strax eftir að ég var búin að sækja Matthías og Viktor Óla á leikskólann. Mitt erindi var að versla og þeirra að fara til pabba síns. Stoppuðum í Hreðarvatnsskála til að spræna og þarf sem ég var eitthvað agalega mikið að drífa mig þegar við fórum þá gleymdi ég að taka eitthvað með til að drekka. Keypti þar af leiðandi dýrustu ávaxtadrykki sem ég hef verslað. 3 stk Frissa fríska fernur.....á 120 krónur stykkið !! Það auðvitað hrökk ofan í mig þegar ég heyrði verðið og stelpan segir við mig að það sé svo dýrt að flytja þetta til þeirra og eitthvað blablabla. Ég sagði við hana að ég byggi nú á Blönduósi sem væri töluvert lengra í burtu, og ekki væri ég að kaupa svala þar á 120 kall ! "já en þetta er nú veitingahús......" Mér er bara slétt sama, þetta er ekkert nema okur !!


Fékk svo gistingu í Hafnarfirðinum og hafði það náðugt um kvöldið. Vaknaði svo um 9 leytið næsta morgun og fór að skrölta af stað í búðarráp rétt fyrir 10. Átti erindi í framköllunarverslun í bláu húsunum þarna niðri í Skeifu.......Fákafen/Faxafen....eitthvað svoleiðis. Mér til skapraunar komst ég að því að þar opnaði ekki fyrr en 11. Fór þá í Kringluna á meðan þar sem ég þurfti í Farsímalagerinn. Og þar sem hann er staðsettur þar í sama rými og Hans Petersen, þá fór ég bara með filmuna þangað

Ég á einhvers staðar hérna mynd af okkur Guðrúnu, Magga og Berta sem var tekin þegar við vorum öll uppstríluð að fara á reunion "95, en ég finn hana hvergi nokkurs staðar ! En merkilegt nokk, ég fann filmuna


Kom þangað rétt eftir opnun þannig að traffíkin var nú ekkert svakaleg, en þegar ég fór var þetta bara orðið hellingur af fólki. Þetta tekur alveg ágætis tíma, svona þegar maður er að skoða í fyrsta sinn.......fyrst að rölta og sjá, síðan að kíkja hvað gæti verið vænlegt í jólagjafir.....síðan að finna þær. Mér finnst vanta alveg þarna skilti í loftin eða eitthvað sem aldurstiltaka hvern gagn fyrir sig skiljiði. Ég hefði getað keyp og keypt fyrir Viktor Óla (15 mán) .......hellingur þarna af dóti fyrir hans aldur og yngra. Matthías (5 ára) hefði líka getið komið vel útúr þessu, slatti til fyrir hans aldur. En fyrir Þorstein (10 ára).....jújú ég sá helling sem hann hefði viljað fá, en veskið mitt hefði þurft að vera talsvert þykkara fyrir svoleiðis. Mér tókst nú samt að finna allar stubbajólagjafirnar nema 3 þarna og undir 20 þús kalli, mér finnst það ágætlega sloppið

Fór svo með nýkeypta dótið í bílinn eftir að hafa staðið slatta í biðröð við kassann. Náði einhvern veginn að skáskjóta mér á milli bílanna án þess að brjóta dótið eða rispa bílana.
Síðan snéri ég við og kíkti í Pier, nýju verslunina sem er þarna við hliðina. Ferlega sæt verslun, náði að versla nokkrar gjafir þar fyrir ellismellina sem fá pakka frá mér

Fór svo aftur í Kringluna og sótti myndirnar og fór svo heim til Berta þar sem við og mamma hans sátum fram á kvöld og spjölluðum. Ofsalega gott að koma þangað, mikið hlegið og mikið rifjað upp, ég hugsa að þetta verði svona home away from home eftirleiðis þegar ég fer suður

Og af því að ég er algjör þumbi og gleymi stundum að borða......þá var ég orðin agalega svöng í bumbunni minni þegar ég fór frá Berta og Ólu. Ákvað því að kíkja aftur á Stælinn........svona fyrst hann er nú svona nálægt gististað mínum hvort eð er

Eftir að ég var búin að svolgra í mig matnum (sem var ágætur með réttri steik) þá talaði ég við rekstrarstjórann og spurði hana hvort þau ætluðu ekkert að bæta mér þetta upp, og segi henni málavöxtu. Ef að við klúðrum einhverju svona í minni vinnu, þá fær viðkomandi matinn sinn greiddann til baka og einhvers konar bætur, á inni máltíð eða eitthvað álíka. Og maturinn er gerður ALLUR frá grunni, ekki bara partur af disknum og restin látin kólna á meðan.
Anyhow.......ég á inneign þarna núna uppá 2 steikur. Stællinn hefur aldrei klikkað, fyrr en þarna.
Þar sem ég var útkeyrð eftir verslunarferðina þá var ég ekki að nenna að keyra heim þarna um kvöldið og fór því aftur inní Hafnarfjörð og lá eins og klessa fyrir framan imbann og horfði á dvd.
Laggði svo af stað um 11 leytið í morgun heim aftur. Varð að kíkja í Bónus í Borgarnesi og versla smá, ætlaði þar inn til að keupa bleyjur fyrir Viktor Óla en tegundin ekki til.......fór samt út með vörur fyrir rúmlega 7000 kall



5 ferðir tók til að tæma bílinn, og svo var brunað í sveitina þar sem Árný var nánast búin að hakka það sem hakkað varð af folaldinu mínu. Kláruðum að verka það, og núna er ég með fullt fullt af hakki, gúllasi, steikum og meiri steikum af folaldi í kistunni minni

Ætlaði svo að vera löngu farin að sofa þar sem við þurfum nokkur að mæta á námskeið á Akureyri á morgun á vegum vinnunnar. Meðferð matvæla annars vegar og samskipti á vinnustað hins vegar minnir mig. Fyrra námskeiði byrjar klukkan 9:30 þannig að það er eins gott að leggja snemma af stað.
Meira af því annað kvöld...................þar til næst.........take care luvs

Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verðum að redda borivél og tengja ljósið hjá þér asap nokkuð ljóst held ég bara.
Solla, 5.11.2007 kl. 17:53
Þetta er almennilegt ! Bloggið sko ...... En mér fannst það svolítið fúlt að loksins þegar ég ætlaði sko að koma í heimsókn til ykkar þá var enginn heima
Eða allt svo Halla Katrín ætlaði að heimsækja Viktor Óla
Vonandi gekk þér vel á námskeiðunum
Anna Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.