19.9.2007 | 17:21
Ég gerðist hetja í dag....
....og lagði grunninn að því að gerast blóðgjafi ! Blóðbankabílinn var á planinu hjá okkur á N1 í dag og loksins lufsaðist ég til að skokka þar yfir, fór í prufu og ef ég heyri ekkert í þeim í 2 vikur, þá hefur verið allt í lagi með mig og mitt blóð og ég get orðið gjafi.
Ég fór að spá í þessu þegar ég sá bílinn, að það væri hálf kaldhæðnislegt að gera þetta ekki, ef maður mögulega getur og er aflögufær ef svo má segja. Ef eitthvað kemur uppá og maður þarf að þiggja blóð, er þá ekki sjálfsagt mál að hafa lagt smá inn líka til að hjálpa öðrum sem á þurfa að halda ?? Það finnst mér amk
Þannig að ég vona að ég heyri ekkert í þeim næstu 2 vikurnar
Ert þú blóðgjafi ?? Vissirðu að til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8 -10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u. þ. b. 15.000 blóðgjafir.
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey kúl! Ég dreif mig einmitt í þetta fyrsta skref í dag - búin að ætla mér svoooo lengi að gera þetta. Á reyndar alveg von á því að fá bréf frá þeim... er líklega eitthvað lág í járni. Veit að ég þarf að vera duglegri við að eta andsk.... vítamínin mín
Rannveig Lena Gísladóttir, 19.9.2007 kl. 21:24
Snjallt hjá þér, ég gaf alltaf blóð á 3ggja mán fresti þegar ég bjó heima, en geri það nú reyndar ekki lengur. Maður ætti kanski að íhuga að drattast í það...
Tiddi (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:40
Mér finnst þú hetja að vera tilbúin til að bjarga mannslífum. Það eru það ekki allir.
Ég má ekki gefa blóð, er of lítil, létt, ljóshærð eða með phoriasis. Svolítið spes að mega gefa afar blóðríkt líffæri en ekki hreint blóð vegna þessara útbrota.
Fjóla Æ., 20.9.2007 kl. 15:32
Mæli með því að fólk gefi, ef það getur. Þetta er, held ég, eini bankinn sem maður vonast til að þurfa aldrei að taka sjálfur út af....
Einar Indriðason, 1.10.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.